Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Síða 6

Vikublaðið - 05.08.1994, Síða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994 Saga Suðurnesja er bœði saga sundrungar og sameiningar(( ólveig og sameiningin Sólveig Þórðardóttir hefur reynslu af sameiningu. Hún hefur bæði unnið að sameiningu fólks úr ólík- um flokkum á einn lista og að sameiningu nokkurra sveitarfélaga í eitt. í Njarðvík stóð hún, ásamt öðru félagshyggjufólki, að Njarðvíkurlistanum sem stjórnaði Njarðvík á síðasta kjörtímabili. Þá vann Sólveig með öðrum að sameiningu Keflavíkur, Hafna og Njarðvíkur í eitt sveitarfélag. Um það segir ljósmóðirin og bæjarfulltrúinn Sólveig Þórðardóttir: „Það þarf að fara með sameininguna eins og ný- bura, sem þolir hvorki trekk né kulda.“ Á Suðurnesjum er bæði kuldi og trekkur svo að það er eins gott að ljósmóðirin Sólveig fái einhverju ráðið um þróun mála og aðhlynningu þessa nýbura næstu árin. ví miðnr er Sólveig í minni- hluta og það þrátt fyrir að Al- þýðubandalagið, sem hún er fúlltrúi fyrir, hafi unnið mikinn kosn- ingasigur í vor. Það er því hætta á að Sólveig fái ekki eins miklu ráðið og hún hefði viljað. Hvemig stendur á því að Alþýðu- bandalagið er í minnihluta þó aðþað hafi aukið mest allraflokka á Suður- nesjum viðfylgi sitt? „Það var ekkert talað við okkur. Nú eru Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur í meirihluta. Þetta er gamla Keflavíkurveldið sem hefur ráðið nær óslitið í 50 ár. Síðasta kjör- tímabilið var undantekning, en þá var Alþýðuflokkurinn með hreinan meiri- hluta. Atvinna, jöfnuður, siðgæði Við Alþýðubandalagsmenn sögðum að ef fólk hefði trúað því að Alþýðu- flokkurinn berðist fyrir jöfnuði og siðgæði þá hefði það kosið hann í vor. Það gerði fólk ekki, heldur flykktist til okkar, sem höfðum einmitt þetta kjörorð: „Atvinna, jöfnuður, siðgæði." Allt þetta er mjög þýðingarmildð við mótun þessa nýja sveitarfélags. Þegar við tölum um jöfhuð, þá hugsum við það bæði út ffá einstaklingnum og út frá því að allir hlutar svæðisins njóti jafhræðis." Sólveig segir sameiningu sveitarfé- laganna óneitanlega vera mikla breyt- ingu og telur að hún ætti að geta orð- ið til góðs sérstaklega ef Iitið er til nýt- ingu fjármagns. „Saga Suðurnesjannna er saga bæði sundrungar og sameiningar. Þau sveitarfélög sem nú voru að sameinast voru lengi sameinuð eða þangað til fyrir 42 árum þegar Njarðvíkingar sáu sig knúna til að slíta sambandinu við Keflvíkinga." Sólveig segir þetta sýna hve vel þurfi að vanda til sameiningar sem þessarar. I Keflavík, Njarðvíkum og Höfhum, sem sameinuðust á síð- asta ári, búa 10.000 manns, en í allt eru 15.000 íbúar á Suðurnesjum. Ekki tókst að sameina öll sveitarfélög á nesinu, en Sólveig leggur áherslu á gott samstarf við þau sveitarfélög sem standa utan við stóra sveitarfélagið. „Við erum hluti af heild, við verðum að gæta okkar hagsmuna án þess að ganga yfir minni sveitarfélögin og alls ekki hegna þeim fyrir að hafa ekki vilj- að sameiningu." Síðustu fiögur ár var Sólveigu ásamt öðrum N-lista mönnum, í meirihluta sveitarsljómarintuir í heimabæ sínum Njarðvík. A þvt tímabili var húnforseti bæjarstjórn- ar í eitt ár og formaður bæjarráðs eitt árið. Er ekki erfitt að vera kom- in í minnihluta nú? ,Jú, það er óneitanlega erfitt að geta ekki komið hugmyndum sínum á framfæri, því þær eru æmar.“ Sólveig var mjög ánægð með sigur Reykjavíkurlistans, enda hejúr hún sjálf reynslu að starfi með svona sameiningarafli: „Þetta var stórkostlegt. Það má ekki skemma þetta. Þetta fjöregg er brot- hætt og það má. ekki gera íhaldsT og tældfærisöflunum það til geðs að mis- nota þetta tækifæri. Það er stöðug vinna frá morgni til kvölds að halda svona lista saman. Óflokksbundið fólk með glæsilegar hugmyndir Á N-listanum vann ég með fulltrú- um frá öllum vinstri flokkunum. Allt alveg yndislegt fólk sem ég held að ég muni aldrei gleyma. Á N-listanum var líka óflokksbundið fólk sem fann að það gat verið með án þess að vera eyrnamerkt einum einstökum flokki. Þannig fólk hefur svo mikið af glæsi- legum, óhefðbundnum hugmyndum, sem spretta ffam hjá þeim eins og af sjálfu sér. Mér fannst ffábært að vinna með þeim og við fórum í gegnum al- þingiskosningar þar sem flokkarnir buðu ffam hvor í sínu lagi án þess að samstarf okkar í bæjarstjórn hlyti skaða af.“ Hvað svo? Hvers vegna náðist ekki samstaða fyrir kosningamar í vor? , „Ájð gerðum tilraun til þess. Því miður voru hvorki kratar nér ffam- sóknarmenn tilbúnir. Þeir ætluðu sér stóran hlut og töldu sig ekki þurfa á okkur að halda. Hins vegar gekk það fólk sem var á N-listanum sátt frá því samstarfi. Sólveig segir að sem sveitarstjóm- amiaður þurfi hún að hafa áhuga á nær öllu milli bimins ogjarðar. „Ekkert mannlegt má vera sveitar- stjórnarmanni óviðkomandi. Fyrir kosningarnar 1986 var spurt hvað þessi kelling, sem hefði ekkert vit á íþróttum og hugsaði ekki um neitt nema mjólkandi mæður væri eiginlega að vilja upp á dekk, svo þú sérð að maður verður líka að hafa áhuga á boltaíþróttum, allt er þetta hluti af samfélaginu. Eg hef farið á boltaleiki og meira að segja verið látin skjóta á mark, viðstöddum til mikillar skemmtunar. Fer ekki í veislur hjá hernum Ég á mér reyndar alveg sérstakar

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.