Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Síða 12

Vikublaðið - 05.08.1994, Síða 12
Munið áskriftarsímann ~Í7500 Nyrst á Þistilfjarðarfjallgarði heils- aði hópnum Guðmundur Lúðvíksson útgerðarmaður á Raufarhöfn. Var hann fylgdarmaður um heimabyggð sína og út fyrir Sléttu. Gist var á Hót- el Norðurljósi á Raufarhöfn, sem reyndist hið ágætasta hótel með góð- um viðurgjörningi og hafnarstemmn- ingu úr setustofu. Það eiga nú og reka hjónin Dóra og Ole. A Raufarhöfh eins og víðar vann Alþýðubandalagið góðar kosningasigur á liðnu vori og litu allmargir félagar við á hótelinu um kvöldið. A sunnudagsmorgni var haldið út fyrir Sléttu og gengið í súld frá þjóð- vegi út á Hraunhafnartanga undir leiðsögn Guðmundar og Þorsteins Hallssonar verkamanns á Raufarhöfin. Þar við Hraunhöfn má sjá menjar um útgerð fyrri tíðar og bætt var steinum í Þorgeirsdys Hávarðs- sonar. Nokkrar sögur gengu um rólyndi Sléttu- búa fyrr og síðar og þótti ríma við ffásögn Land- námu þess efhis, að Sléttukarlar „nenntu eigi til kirkju aþ færa líkin“ effir bardagann á skipum þar úti fyrir þar sem kappinn Þorgeir féll fyrir ofurefli. Ekið var að Núpskötlu, nyrsta byggða bóli á land- inu, en ekki var gengið út á Rauðanúp sökum þolcu. Þess í stað var haldið til Kópaskers og skoðað á- gætt byggðsafn Norður- Þingeyinga á Snartar- stöðum undir leiðsögn safnvarðarins Kristveigar Björnsdóttur frá Val- þjófsstöðum. Auk fjöl- skrúðugs safhs gagnmuna og hann- yrða er þar bókasafn byggðarlagsins og hið mikla bókasafn Helga frá Lcir- höfh, sem hann gaf til safnsins. Rann nú sól á suðurhimin og bað- aði ferðalanga í Asbyrgi, þar sem grip- ið var til nestis. Skúr vætti moldarveg- inn inn úr Axarfirði en síðan hélst glaðbjart veður allt til leiðarloka. Dettifoss naut sín vel með miklum úða, enda leysing á jöklum. Sungið var á leiðinni um Fjöllin, þar sem pósturinn gisti að Grímsstöðum til skamms tíma. I Fjallakaffi í Möðrudal var líflegt og Jökuldalsheiði heilsaði með fagurgrænni gróðurnál á hlýju sumri eftir kalt vor. Fararstjóri þakkar ungum sem öldnum góða samfylgd. Myndir og texti: Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalags- ins á Aust- urlandi um Norðaust- urland Hjá Hraunhafnarvita. Hluti hópsins við heimsskautsbaug. Um 50 manna hópur tók þátt í sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi 9.-10. júlí, sem að þessu sinni var tveggja daga ferð um Norðaustur- land allt að heimsskautsbaug. Veð- urguðimir vom sæmilega hliðholl- ir, því að sól skein að hluta báða ferðadagana, en aðfaranótt sunnu- dags gengu skil norður af með dá- lítilli rigningu fram undir hádegi á Sléttu. Fjölbreytni einkenndi ferðina, ekki aðeins í náttúrufari og sögu þeirra mörgu sveita og öræfa sem ekið var um, heldur einnig í sýningum og menningarstofnunum. Lagt var upp ffá Neskaupstað með rútu frá Akureyri, sem Austfjarðaleið útvegaði og rúmaði hún hópinn. Bíl- stjórinn Sverrir Torfason reyndist traustur og góður ferðafélagi en sumt af leiðinni var hann eins og fleiri að sjá í fyrsta sinn. I hópinn bættist á Eski- firði og Reyðarfirði, þar sem fólk kom í af Suðurfjörðum. Sól var á Héraði og gott útsýni af Hellisheiði um Uthérað og Vopnafjörð. Um Vopnafjörð veitti leiðsögn Gunnar Sigmarsson bókavörður, en Aðalbjöm Bjömsson oddviti bauð hópinn velkominn og ffæddi um kauptúnið. Minjasafnið á Bustarfelli var skoðað og síðan hádegisáning í hvammi við Teigsá. A Vopnafirði stóð yfir menningarvika undir heitinu Vopnafjarðardagar og var litið inn á málverkasýningar Errós og Stefáns Stórvals ffá Möðrudal. Kaffibrúsar á lofti í Ásbyrgi. Á innfelldu myndinni er Þorsteinn Hallsson að segja frá í Hraunhöfn. Síðdegis var haldið áfram norður um Sandvíkurheiði, um þorpið á Bakkafirði og áð á Skeggjastöðum, þar sem Gunnar Sigurjónsson sóknar- prestur sýndi kirkjuna, sem er elsta timburkirkja austanlands, að ffum- gerð frá 1846. Á Brekknaheiði nálægt kjördæmis- mörkum beið Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður hópsins og tók að sér leiðsögn um heimasveit sína fjörð. A Þórshöfh voru „Kátir með menningarívafi líkt og á Vopn: firði og í sveitinni einnig sitthvað t tilbreytingar, sveitaball í gömlum st á Svalbarði og útsýnisskífa nývígð vi Gunnarsstaði. Utsýni var hins veg; tekið að spillast í sunnanstrekking svo að Steingrímur þurfti að bæta í með lýsingu á fjallahringnum. Yngstu þátttakendurnir létu sér ekki leiðast. Á sjónarhæð við Gunnarsstaði í Þistilfirði. Steingrímur J. Sigfússon lýsir landslagi.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.