Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 12. ÁGÚST 1994 BLAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik í>ór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (9U-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls íjölmiðlun hf. Félagshyggjuframboð? Skoðanakannanir eru hreyfiafl í stjórnmálum. Það var viðhorfskönnun sem gaf stjórnmálamönnum sannfæringu urn að samstarf um Reykjavíkurlista væri áhættunnar virði. Samkvæmt upplýsingum formanns Alþýðuflokksins réðu fylgissveiflur í skoðanakönnun DV nokkru um að hætt var við haustkosningar. Og nú er rætt um könnun Skáís sem sýnir að tækju vinstri- og miðjuflokkar sig saman um að bjóða fram félagshyggjustjórn fyrir kosningar myndu kjós- endur hugsanlega veita henni brautargengi. Mörgum finnst að eggið sé á undan hænunni þegar verið er að kanna fylgi við stjórnmálakosti sem ekki liggja á borð- inu. Slíkar getgátukannanir eigi ekki rétt á sér. Sumir tala um að setja þurfi reglur um kannanir og birtingar á niður- stöðum þeirra. En hvað sem þessu líður er hollt fyrir stjórnmálamenn að hugleiða hver vilji almennra kjósenda sé. Samkvæmt könnunum hefur Jóhanna Sigurðardóttir mikið persónufylgi og myndi höggva inn í fylgismannarað- ir allra flokka ef hún færi í sérframboð. Reynsla er fyrir því að fylgi reytist af sérframboðum í kosningabaráttu við hefðbundna stjórnmálaflokka. Könnun Skáís bendir til þess að enn meira fylgi sé við samvinnu félagshyggjuafla. Þegar spurt er um fylgi við sameiginlegt framboð Alþýðubanda- lags, Kvennalista, Jóhönnu Sigurðardóttur og óháðs félags- hyggjufólks fær það betri undirtektir heldur en Sjálfstæðis- flokkurinn. Og þó eru hvorki Alþýðuflokkur né Framsókn- arflokkur hafðir með í spurningunni. Fróðlegt hefði verið að vita hver niðurstaðan hefði orðið ef t. d. Framsóknar- flokknum hefði verið bætt við upptalninguna. Það þarf engar skoðnakannanir til þess að sannfærast um það í samtölum við fólk á förnum vegi að kjósendur hafa meiri áhuga á félagshyggjuflokkunum og Jóhönnu saman heldur en hverjum í sínu framboðshorni. Og af hverju skyldi þeim þá ekki verða að ósk sinni? Og af hverju skyldu leiðtogar þessara hreyfinga hafha því fyrirfram að semja um forsendur félagshyggjustjórnar og bjóða kjósendum að að velja milli hennar og frjálshyggjunnar í komandi kosn- ingum? Þeir sem vantrúaðir eru á að pólitískur leiðangur af þessu tagi nái á leiðarenda bera fyrir sig tímaskort og ágreining. Hvorugt þarf að vera vandamál ef menn hafa það hugfast að verið er að tala um samvinnu, samstarf um ffamboð og ríkisstjórnarprógram, en ekki sameiningu eða niðurlagn- ingu stjórnmálaflokka. Ef horft er á áherslur í málflutningi síðustu ára þá má ljóst vera að ágreiningur í sameinuðu fé- lagshyggjuframboði væri til muna minni heldur en þau gagnstæðu viðhorf sem takast á innan Sjálfstæðisflokksins í mörgum veigamiklum málum. Styrkur sameinaðs lista væri hinsvegar fólgin í trú kjósenda á því að ríkisstjórn á hans vegum gæti tekist á við atvinnumálin, gjaldþrot heimil- anna, vaxandi félagslegt misrétti, launamismun milli karla og kvenna og siðleysið í pólitnúnni. Undankomuleiðir flokkanna til þess að komast hjá því að bjóða fram félagshyggjustjórn eru margar. Allir gæm til að mynda tekið upp á því að skilgreina sig í burtu með því að segja: Við erum fyrst og fremst sósíalistar, kvenfrelsiskonur og miðjumenn en ekki félagshyggjufólk. En áður en farið er í slík undanbrögð ættu áhugamenn um félagshyggju- stjórn í öllum flokkum að knýja fram alvarlegar viðræður um möguleika á málefinalegri samstöðu sem gæti svarað til þeirra væntinga sem kjósendur virðast hafa samkvæmt skoðanakönnunum. Sjónarhorn Fylking félagshyggjunnar Nú hafa haustkosningar verið blásnar af. Þá gefst fé- lagshyggjufólki meiri tími til að vinna vitlega úr þeim skilaboðum þjóðfélagsins, sem berast þessa dagana. Það kemur vitaskuld engum á óvart að vinstri samsteypa Kvennalista, Jóhönnu Sigurðardóttur, Alþýðubandalags og annarra gæti náð forystu á sviði íslenskra stjórnmála. Það fólst í árangri Reykjavíkurlistans 28. maí sl. Jóhanna Sigurðardóttir og Olafur Ragnar hafa skynjað þetta og mikilvægt er framhaldinu verið ekki klúðrað. Kvennalistakonur benda réttilega á það að ekki sé alveg ljóst á hvaða grundvelli þessi samstaða eigi að vera. Grein- arhöfundur er mikill áhugamaður um sameiningu á vinstri vængnum og reiðir því hér fram greiningu sína á hinni nýju pólitík sem framlag til væntanlegrar samfylkingar: Gamla pólitíkin Gömul gildi: Atök á rnilli fiármagns- eigenda og verkalýðs - stéttabarátta. Áhersla lögð á lífskjara- bætur, efnahagsvöxt/ öryggi. Tæknihyggja - trú á stórar lausnir. Hefðbundið fjölskyldu- mynstur, einsleitt og staðlað auglýsinga- þjóðfélag. Málsvarar sérstakra stétta- hagsmuna, samfylking með verkalýðshreyfingu Nýja pólitíkin Ný gildi: Atök á milli hagvaxtarsinna og umhverfissinna - norður/suður. Ahersla lögð á lífsgæði: um- hverfi, menningu, þjónustu- kerfi í þágu velferðar. Vantrú á stóriðjuáformum - mörg smá fyrirtæki skapa fleiri störf. Jafnrétd einstaklinganna, aukin réttindi kvenna og minnihlutahópa. Breyttir lifnaðarhætrir. Áhersla á hnattræn vandamál. Trúnaður við eina hug- myndafræði, t.d. sósíalisma. Tryggð við einn flokk. Gamalt skipulag: Pýramídaskipulag, miðstýrt skrift-æði. Flokkseigenda- klíka, aðrar klíkur. Miðstýrð valddreifing og ákvarðanataka. Viðurkenning á jákvæðum þáttum annarra hugmynda- kerfa. Flokkaflakk, oft til stuðn- ings við einstaka frambjóð- endur, sem gamalt flokka- kerfi hefur hafnað. Nýtt skipulag: Jafnréttisskipulag,'greið leið til áhrifa með grasrótar- starfi. Tímasett skipti for- ystumanna. Almenn valddreifing, beint lýðræði, fjöldaþátttaka í ákvarðanatöku. Eins og sjá má á þessari greiningu er Kvennalistinn í raun mun nær þessu mynstri en t.d. Alþýðubandalagið. Það er umhugsunarefni. í haust er því Ijóst að alþýðubandalagsfólk þarf að taka til hendinni til að verða samfylkingarhæft. Margar brenndar brýr þarf að brúa að nýju. Efna verður til opinnar umræðu um hina nýju pólitík á rneðal allra þeirra sem raunverulega hafa meiri áhuga á framgangi félaglegra hugmynda en áskrift að þingsæti. A sama hátt má segja að forystumenn Kvennalistans megi ekki láta andúð sína á tilteknum forystumönnum Al- þýðubandalagsins koma f veg fýrir það að tryggja framgang helstu baráttumála sinna. Með samfylkingu kæmust örugglega fleiri konur á þing auk þess sem íslensk stjórnmál færðust nær þeim nútíma sem ntargir vinstri menn hafa lengi beðið eftir. Einar Valur Ingimundarson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.