Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 12. ÁGÚST 1994 Maður var farinn að sjá fólk brosa á götum úti og tala feginsam- lega urn hvað það væri ánægjulegt á afmælisári lýðveldisins að fá að kjósa í þingkosningum til að koma ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar frá völdum. I vor hófst hreingerningin með því að borgarbúar spörkuðu hinum spillta og syndumhlaðna meirihluta íhalds- ins frá völdum og nú var útlit fyrir að hreingerningunni mætti ljúka með stæl. En þá kom DV með þessa ó- þurftar skoðanakönnun og eyðilagði allt. Niðurstaða annarrar spurningar í könnun DV sýndi og að fólkið vildi kosningar. Vinsældir ríkisstjórnar- innar nefnilega jukust (öllu heldur dró úr óvinsældunum). Það er eðli- legt..Menn tala vel um hina látnu, en sparka ekki í líkið. Jón Baldvin vildi fyrst fara í kosn- ingar og fleyta sér áffam á ESB-mál- inu, en þessu breytti könnunin. Jón B. sannfærðist um að það mætti draga úr Jóhönnu tennurnar með því að láta samúðina með henni sjatna og láta tfmann lækna sárin. Staðreyndirnar blöstu við Jóni: Til þess að Alþýðu- flokkurinn geti komið íslandi í ESB þarf Alþýðuflokkurinn að vera til og helst með fleiri en einn þingmann. Það er enginn vafi á því að það eru Iiðsmenn íhaldsins í stjórnarmciri- hlutanum sjálfúm sein blóta ákvörð- un Davíðs Oddssonar mest og þráðu haustkosningar heitast. Sjáiði fyrir ykkur Eggert Haukdal og Egil Jóns- son karfarauða af reiði yfir þessu? Ingi Björn var búinn að kveða saman herforingja hulduhersins og byrjaður að glotta í fjölmiðlum. Matti Bjarna var farinn að dæsa og skipuleggja ævi- kvöldið. Einar Oddur var að leggja í hann gegn Einari K. Guðfinnsyni. Eyjólfur Konráð var vaknaður af vær- um blundi. Villi Egils albúinn að gera stóra hluti með ESB. Markús Orn Antonsson situr nú uppi með ótíma- bærar yfírlýsingar um framboð og Villi Vill og Kata Fjeldsted urðu að stíga á bremsurnar. Og Styrmir og iMatti Jóh. með ótímabæra grein um faðmlög Davíðs og Ólafs Ragnars. Rratar? Þeir sáu að þeir voru eltir af Jóhönnu, tóku haglabyssu og skutu kjósendur í kaf. Eins og gerðist á Svalbarðsmiðutn. Einhver stýrimaður sá að Hágangur var eltur af norsku landhelgisgæslunni. Allt í einu sá hann menn á gúmbát bera að og gera sig líklega til atlögu. Hver var ályktun stýrimannsins? Að helvítis grænfrið- ungarnir væru komnir. Og viðbrögð stýrimannsins? Hann greip hagla- byssu og skaut púðurskotum að máv- um. Hvernig stendur á þessum und- arlegu viðbrögðum? Ætli þetta séu á- hrif viðhorfa og menningar í heima- landi Hágangs, Belize? Hlýtur að vera einhver leiðinleg baktería, því það fyrsta sem útgerðarmaður Há- gangsins ákvað að gera þegar skipið kom heim var að draga íslenskan fána að hún. Jón sem sé sá óværuna Jóku og plaffaði á múkkinn. I vetur fær hann síðan að gista í gæsluvarðhaldi hjá Davíð Oddssyni. Davíð sagði við Jón: Ég skal sleppa kosningum ef þú tryggir að þetta og þetta mál komist klakklaust í gegnum þingið. Þú mátt ekki slást við Egil Jónsson. Þú verður að vera Þorsteini meðfærilegur. Þú verður að leyfa Halldóri Blöndal að byggja brú og leggja veg. Og Jón sagði já. Ert sennilega náttúrubarn að eðlisfari Heildræn hugsun og jákvæðni eru sterkustu þættirnir í skapgerð þinni samkvæint skriftinni. Þú hugsar og skipuleggur allt út frá hag heildar- innar og tengir líka auðveldlega or- sakir og afleiðingar, fortíð og framtíð. Þú ert dálítið viðkvæm en lætur þó ekki slá þig út af laginu, þú svignar en brotnar ekki. Þú hefur mikla hæfileika til að umgangast fólk og finnur á þér hvernig á að snúa sér við hvern og einn. Þú ert mjög gefandi persónu- leiki, mjög hreinskilin, en á þann hátt að fólk reiðist þér ekki. Þú virðist ekki gera neitt óhugsað heldur alltaf að vel athuguðu máli. Fjármunir og aðrar eignir eru þér ekki fastir í hendi, þú gefur þá gjarna eða skilst við þá á annan hátt. Þú virð- ist nokkuð rólynd og ert ekkert að flýta þér að drífa í málum, en þú hefur hæfileika til að vera miklu virkari en þú ert núna. Samt ertu staðföst og seig og virðist hafa tengsl við jörðina. Ert sennilega náttúrubarn að eðlisfari. Tengsl við fjölskyldu og vini eru mikilvæg fyrir þig, einkum ef þú ert undir álagi. Störf að félagsmálum mundu líklega henta þér best eða þá að einhverskonar trúmálum. Sjálfs- traust mætti vera rneira. Einnig virð- istu bjartsýn að eðlisfari en bjartsýnin nýmr sín ekki alveg. Þessu þyrftirðu e.t.v. að breyta. Annars er skriftin þín björt og fal- leg. Þú sýnist heimilismanngerð og nýtur þess að veita gestum. Ef þú Elísabet Halldórsdóttir, leiösögumaður og matráðskona. finnur fyrir stolti þá tengist það heim- ili þínu. Gangi þér vel. R.S.E. Ljóðatónleikar Gerðu- bergs í Borgarleikhúsinu 18. ágúst Ljóðatónleikar Gerðubergs verða að þessu sinni í Borg- arleikhúsinu á afmæli Reykjavíkur fimmtudaginn 18. ágúst, kl. 20:30. A tónleikunum flytja Garðar Cortes, Kol- beinn Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadóttir og Sverrir Guðjónsson einsöngslög eftir íslensk tónskáld og leikur Jónas Ingimundarson með á píanó. Á efnisskrá tón- leikanna eru lög eftir um fjörutíu tónskáld, s.s. Atla Heimi Sveinsson, Arna Thorsteinsson, Bjarna Þorsteinsson, Björgvin Guð- mundsson, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson-, Gunnar Reyni Sveinsson, Helga Helgason, Hjálmar H. Ragn- arsson, Inga T. Lárusson, Jón As- geirsson, Jón Leifs, Karl O. Runólfs- son, Þórarinn Guðmundsson, Pál Is- ólfsson o. fl. Ljóðatónleikarnir eru liður í menn- ingardagskrá sem tileinkuð er íslenska einsöngslaginu og Gerðuberg stendur fyrir á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldsins. Ljóðasöngur við hljóðfæraundirleik á sér ekki langa sögu á Islandi og fyrst í lok 19. aldar urðu til tónskáld sem lögðu rækt við einsöngslagagerð. Fjöldi góðra söngvara hefur að sama skapi sprottið fram á sjónarsviðið og er sérstakur viðburður á Islandi að svo eftirsóttir söngvarar sem þessir sjái sér fært að sameina krafta sína á einum tónleikum. Miðasala er í Gerðubergi til 15. á- gúst og í Borgarleikhúsinu frá 15. á- gúst. Sverrir Guðjónsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir eru meðal þeirra einsöngvara sem fram koma á Ijóðatónleikum Gerðu- bergs í Borgarleikhúsinu 18. ágúst n.k. Tvær listakonur í Nýlistasafninu Tvær listakonur sem báðar hafa lokið námi frá San Francisco Árt Institute opna sýningu í Nýlistasafninu á nýjum verkum sínum laugar- daginn 13. ágúst. Þarna eru á ferð þær Kristín María Ingi- marsdóttir og Arngunnur Yr. Kristín María sýnir verk unnin á pappír með blandaðri tækni og eru öll verkin unnin 1993-1994. Kristín stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1982-1984 og síðan við San Francisco Institute í Bandaríkjunum, þar sem hún lauk BFA gráðu árið 1986 og meistaragráðu við kvikmyndadeild skólans 1994. Kristín María hlaut Princess Grace listastyrkinn 1993, en hann er veittur framhalds- nemendum í list í Bandaríkj- unum. Arngunnur Ýr sýnir ný verk unnin á árunum 1992-1994 og nefnir sýninguna „Flæmi“. Verkin eru unnin annarsvegar með olíu á striga og léreft og hinsvegar með blandaðri ljós- myndatækni. Arngunnur Yr stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan við San Francisco Art Institute, þar sem hún lauk BFA gráðu 1986 og MFA gráðu 1992. Arn- gunnur Yr hefur sýnt verk sín víða hérlendis og erlendis og er þetta tíunda einkasýning hennar. Sýningarnar standa til 28. ágúst og er Nýlistasafhið, Vatnsstíg 3b í Reykjavík opið daglega frá kl. 14 - 18. / Eg sýndi ákveðni, frumkvæði og festu um helgina og fór með börnin í nýju sundlaugina í Árbæ. Yngri dóttir mín hefur alltaf verið óttalegur heigull þegar kemur að þessum vatnsrennibrautum sem engin sundlaug virðist nú geta verið án. Þetta hefur þó skánað hjá henni og nú vildi hún endilega prufa þessa en ég átti þó að koma með henni fyrsm ferðina. Því harðneitaði ég. Barnið sótti þetta nokkuð fast en mér tókst að snúa á hana með því að benda á að á skilti við drápstækið stóð að aldurs- takmark væri fimm ár. Þar sem hún er að verða sex ára stóðst hún ekki frýj- unarorð mín. Mörgum tugum ferða seinna þurfti ég aftur á öllum mínum sannfæringarkrafti að halda til að koma henni uppúr. Þetta hafði verið „æðislega gaman“ og barninu lék nokkur forvimi á að vita hvers vegna ég vildi ekki prufa. Mér tókst að eyða málinu og ætla ekki að upplýsa dótmr mína um sannleikann í málinu. Les- endum Vikublaðsins get ég hins vegar sagt eins og er. Eftir að hafa ratað í hræðilega lífsreynslu í svona tæki í Þýskalandi fyrir all nokkrum árum er ég dauðhræddur við vatnsrennibraut- ir. Ég var þar staddur í einhverju ferðamannakomplexi þar sem meðal annars var boðið upp á ýmsa vatns- leiki. Ég hafði elcki áður lent á slíkum stað og var öllu ókunnur. Meðal ann- arra atriða þarna var geysistór renni- braut. Ég ákvað að prufa og það eina sem ég hafði að fara eftir var skilti sem sýndi mann liggja og renna auk þess sem rauður kross var yfir ýmsa aðra möguleika s. s. að krjúpa. Síðar hefur mér verið tjáð að maður stjórni hrað- anum sjálfur með því að beita ein- hverju millistigi milli setu og legu. En þetta vissi ég sem sagt ekki, lagðist og ýtti inér af stað. Hraðinn varð þegar geigvænlegur að mínu inati og óx og óx. Ég þeyttist í hverja beygjuna á fæt- ur annarri og allf upp undir þak. Mér leist ekkert á þetta en þó varð ég ekki skelfdur fyrr en ég kom út úr einn beygjunni og sá að skammt undan var mannvera, greinilega vel meðvituð um hraðastjórnun því hún sat upprétt og hjassaðist áfram á snigilhfaða. Þetta var einhver feitasti kvenmað- ur sem ég hef augum litið. Hún ein- faldlega fyllti upp í allt rörið. Arekstur var óhjákvæmilegur. Ég stakkst aftan á kerlingu og sökk í fleskið upp að mjóalegg. Þá loksins kom ég á fast og það var ekki að spyrja að áhrifum. Kerlingin argaði, efri hluti hennar féll afturábak og hún þeyttist áfram eins og tundurskeyti. Eg var enn fastur við og með sameiginlegu argi þeyttumst við út í laugina fyrir neðan. Gusu- gangurinn varð slíkur að laugin tæmdist og nokkrum snjáldurmúsum sem setið höfðu við barminn lá við drukknun og kröfðust bóta eftir á vegna ónýttrar hárlagningar. Kerling- in stóð á næstum þurrum laugarbotn- inum og argaði með mig enn fastan í spikinu. Sjálfsagt hefði mín síðasta stund þarna verið upp runnin ef snar- ráður vinur minn hefði ekki stokkið niður, gripið í hendur mér og kippt mér lausum. Hljóðið minnti óþægi- lega á þegar tappa er skotið úr kampa- vínsflösku og síðan hef ég átt erfitt með að vera þar sein mikið er um slíka skothríð. Og í vatnsrennibraut fer ég aldrei aftur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.