Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 12. ÁGÚST 1994 Stjórnmálin 5 Nokkrar staðreyndir / tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur • halli ríkissjóðs vaxið hröðum skrefum. Hallinn í heild hjá Friðrik Sophussyni stefnir í 38.600 milljónir króna eða 38,6 milljarða. • menntakerfið beðið ómœlt tjón. Á árunum 1992 til 1994 mœlist niðurskurðurinn í útgjöldum til menntamála alls 3.740 milljónir króna. • atvinnuleysi fjórfaldast. Pað var 1,5 prósent þegar ríkis- stjórnin tók við en spáð er að það verði 5,2 prósent að meðal- tali í ár og vaxi á nœsta ári. Petta er ekki nema að litlum hluta minni þorskaafla að kenna. • vaxtastigið haldist svimandi hátt. Ríkisstjórnin ruddi veginn fyrir okurvöxtunum með einhliða hœkkun vaxta á ríkispapp- írum. Vextir lœkkuðu þegar stjórnin beitti skyndilega „ handafli“, en þeir eru á uppleið aftur. • kaupmáttur alþýðunnar hrunið. Pað er búið að taka 20 til 25 prósent af launum fólksins eins og þau voru 1987 og kaup- mátturinn heldur áfram að rýrna langt umfram fall þjóðar- tekna. Hér spilar ekki síst inn í stóraukin skattpíning ein- staklinga. • skuldastaða heimilanna stórversnað. 1980 voru skuldir heimilanna 25 prósenl af ráðstöfunartekjum en eru nú orðnar 116 prósent í árslok 1993. Pað þýðir 970 þúsund krónur á hvert mannsbarn eða nœr 4 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Stóran liluta skuldanna má rekja til þess að fólk er að bjarga sér j'rá degi til dags með neyslulánum. • fjárfesting innanlands stöðvast. Stórfenglegar skattaívilnanir til fyrirtœkja hafa ekki skilað sér í aukinni fjárfestingu á ís- landi, heldur miklu fremur ífjárflótta til útlanda. kaupmáttur ráðstöfunartekna verka- fólks minnkað um 20 til 23 prósent. Aftur á móti heíur allt verið gert fyrir fyrirtækin. Þau hafa fengið tekjuskatt- inn lækkaðan úr 45% í 33%, aðstöðu- gjaldið felit niður og ýmsu öðru hefur verið sleppt. Sum fyrirtæki hafa notað mismuninn til að laga skuldastöðuna hjá sér. Onnur stóðu vel fyrir og vaða nú í peningum. Þeir eru ekki notaðir til fjárfestinga hér á landi, heldur miklu ffekar til að fjárfesta í verðbréf- um og fyrirtækjum erlendis. Kvóta- kerfi sægreifanna hefur verið fest í sessi. Þeir pöntuðu gengisfellingu og fengu. Viðskiptabönkunum bjarg- að með barnabótunum I nóvember 1992 kom glaðningur til fólksins í landinu. Almennur tekju- skattur á einstaklinga hækkaði, barna- bætur lækkuðu og sömuleiðis vaxta- bætur og 5% hátekjuskattur var lagð- ur á. Þetta þýddi 4,1 milljarð í aukn- um álögum á einstaklinga. Eða 31% hækkun beinna skatta á einstaklinga. Asamt þessu ákvað ríkisstjórnin hækk- un bensínskatts upp á 350 milljónir, breikkun á virðisaukaskatti og fl. Mestu byrðarnar af efnahagsaðgerð- unum voru lagðar á barnafjölskyldur sem eru að eignast húsnæði. Reyndist skerðingin vegna þessa og annarra aðgerða ríkisstjórnarinnar hjá hjónum með þrjú börn vera 110-145 þúsund krónur á ári. Lækkun vaxta- bóta þýddi 30-40 þúsund króna skerð- ingu, lækkun barnabóta 25-30 þús- und, hækkun tekjuskatts 30-40 þús- und, hækkun tannlæknakostnaðar 10- 15 þúsund, hækkun lyfjakostnaðar 10- 15 þúsund og hækkun húshitunar- kostnaðar 5 þúsund. 1 sömu andrá boðaði Sighvatur Björgvinsson skerð- ingu á fæðingarorlofi. Ogjón Baldvin leitaðist við að lina þjáningarnar á sinn einstæða hátt. EES-útgáfa utan- ríkisráðherrans var lögð fram á þingi. 62 sentimetra bunki, þar af 2 senti- metrar á íslenskri tungu. I febrúar 1993 krafðist verkalýðs- hreyfingin 5 prósenta launahækkunar í komandi kjarasamningum og að átak yrði gert í atvinnumálum. Svo sem búast mátti við voru undirtektir dræmar. Enginn peningur til. Skömmu síðar vippaði ríkisstjórnin fram lögum til að bjarga viðskipta- bönkunum. Milljarður til Landsbank- ans. Passað var upp á að srníða lög sem færðu íslandsbanka einnig björg í bú, en á laumulegan hátt því auðvitað mátti ekki auglýsa að ríkið væri að bjarga einkabankanum. Af því að ingimundur í Heklu bað hann um það Ekki var langt liðið á árið 1993 þeg- ar fréttir bárust um að Seðlabankinn hafi skilaði 3 milljarða króna hagnaði árið 1992. Jón Sigurðsson horfði upp á þetta og sldpbrot álvershugmynda og tók að ókyrrast. Lfm vorið hófust hrókeringar varðandi lausa stólinn hans Jóhannesar Nordal og á endan- um varð sá maður fyrir vaiinu sem all- ir vissu að hreppa myndi hnossið. Jón Sigurðsson. Jón var ekki lengi búinn að sitja í stólnum hans Jóhannesar þegar hann fékksér dýrindis jeppa. En hann fékk ekki að vera í friði með nýja leikfangið; fjölmiðlarnir komust í spil- ið og almenningur rak upp rama- kvein. Svo mjög tók þetta andstreymi á Jón að hann skilaði bílnum og setti upp allsherjar fylusvip. Hann náði sér aldrei eftir það sem Seðlabankastjóri og áður en langt um leið var hann orðinn bankastjóri Norræna fjárfest- ingarbankans. 1 útlöndum grenjar lýðurinn ekki þótt virðulegir banka- stjórar aki um á góðum bílum. Bflamál voru einnig Friðriki Soph- ussyni hugleikin þegar hann þetta árið hitti Ingimund í Heldu eitt sinn sem oftar. Friðrik breytti reglugerð uin skattlagningu á ábyrgðaviðgerðum bifreiðaumboðanna. Hví? Af því að Ingimundur í HekJu bað hann um það. A sama tíma voru Llekla og fleiri umboð í skattrannsókn. A sama tíma var ríkisstjórnin að halda upp á tveggja ára afinæli sitt. Við á Vikublaðinu sendum ríkis- stjórninni heillaóskir og rifjuðum upp nokkur afrek: Engar hagsbætur af EES, ekkert álver, þenslubréfakerfi Jóhönnu, Hrafnsmál Olafs, sjúklinga- skattar Sighvats, óstarfhæfni í sjávar- útvegsmálum, atvinnumálum, kjara- málum. Og svo framvegis. Afmælisgjöf ríkisstjómarinnar til umbjóðenda sinna var sérlega höfð- ingleg gjöf til aldraðra. Rétt fyrir þinglok breytti stjórnarineirihlutinn lögum uin atvinnuleysistryggingar þannig að grunnlífeyririnn var tekinn af þeim lífeyrisþegum sem fá greiddar atvinnuleysisbætur. Þetta var ódulbú- in og gróf aðgerð til að hrekja lífeyris- þega út af vinnumarkaðinum. Síðan sleit Davíð Oddsson þingi fyrirvara- laust til að forða klofningi stjórnar- innar í landbúnaðarmálum. Búvöra- laga-samsuða fékk að fljóta í gegn en ágreiningi um fiskveiðistefnumótun var frestað. Skólakrakkarnir hafðir að féþúfu Og þegar sólin var hæst á lofti um sumarið ákvað stjórnin að fara í and- litslyftingu, kratar að minnsta kosti. Stólaskipti voru ákveðin. Eiður Guðnason var gerður að sendiherra og Jón Sigurðsson fór í Seðlabankann sem fyrr sagði. Guðmundur Arni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson urðu ráðherrar og þótti Jón Baldvin ansi sniðugur þarna, því með því að gera Guðmund og Ossur samseka voru þeir um leið settir í bönd. Og hvað gerði ríkisstjórnin með nýja and- Iitið? Felldi gengið og það án hefð- bundinna efnahagslegra forsenda. í kjölfarið fylgdi vaxtahækkun í bönk- um. Og enn fremur sýndi stjórnin hug sinn til menningarinnar og ákvað að setja virðisaukaskatt á bækur, blöð og tímarit. Eitt af því sem helst hefur einkennt þessa ríkisstjórn er dulbúin skatt- heimta í formi þjónustugjalda og áður en skólar byrjuðu haustið 1993 greindi Vikublaðið frá hinum nýju skólagjöldum. Skólagjöld framhalds- skólaneina skyldu vera 2.500-6.000 krónur og ekki var grunnskólanem- endum gleymt, hvað þá háskólanem- endum. Menntastefna stjórnarinnar: Minni kennsla í grunnskólum með niðurskurði. Framþróun framhalds- skóla stöðvuð. Framlög til rannsókna- og vísindastarfs skorin niður. Háskól- inn í fjársvelti. Lánasjóður náms- manna skorinn niður. Ríkisstjórnin leitaði að fleirum til að plokka af og fann. Heilbrigðisráðu- neytið sagði við SAA að helvítis alk- arnir ættu ekki að fá ókeypis aðstoð samfélagsins og krafðist þess að SAA innheimti 20 milljónir af alkóhólist- um. í upphafi þessa árs færðu embætt- ismenn heilbrigðisráðuneytisins síðan gjafir með því að leggja fram tillögur sem fela í sér að leggja niður sjúkra- húsrekstur víða á landsbyggðinni. Tæknileg vandkvæði að skattleggja fjármagnstekj- ur Það var síðan nánast í sömu andrá að ríkisstjórnin ákvað enn að fresta því að taka upp fjármagnstekjuskatt, þótt um það hefði verið samið í kjarasamn- ingum. Því var borið við að innheimta fjármagnstekjuskatts væri erfið tækni- lega. Það eru engin tæknileg vand- kvæði því samfara að plokka af sjúk- lingum, öldruðum, börnum og alkó- hólistum, en það er bara svo erfitt að plokka af verðbréfabröskurum. í upphafi þessa árs og allt fram á síðastliðið vor stóðu síðan yfir á Al- þingi þær deilur innan ríkisstjórnar- innar sem rændu hana ærunni og ræn- unni. Líkast til minnast menn þessarar rfldsstjórnar helst fyrir ágreining og þá einkum um ríkisfjármál, landbún- aðarmál og sjávarútvegsmál. Horfið á Eggert Haukdal og sjáið heiftina í garð krata. Munið þrjóskuna í Agli Jónssyni. Hótanir Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Fýlu Inga Björns Albertsson- ar. Areiðanlega harmar Friðrik Soph- usson það manna mest að ekki verður kosið í haust. Martröð Friðriks er ber- sýnileg, samtals 38 milljarða halli á ríkissjóði frá því stjórnin tók við. Vegna þess að honum tókst ekki að koma böndum á ríkisútgjöldin - á báknið. Hann er orðinn íslandsmeist- ari í skattheimtu á einstaklinga og í hallarekstri. Og hann veit að á þeim vetri sem framundan er munu ráð- herrarnir við hliðina á honum ekki ljá máls á erfiðum niðurskurði og „óvin- sælum aðgerðum". Kratar inunu segja að þeir hafi skorið nóg og tala um brú hér og hafnarbætur þar. Obreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu gera slíkt hið sama. Til að kóróna þetta eru samningar að losna og verkalýðshreyfingin að berja sér á brjóst. Guðmundur Jaki að sldlja á milli Dagsbrúnar og ASI og þá er fjandinn laus. Ríkisstjórnin er Hrafn Gunnlaugsson En hvað sem „stóru málunum" líð- ur þá verður þessi ríkisstjórn e.t.v. eft- irminnilegust fyrir einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins og embættisveit- ingar krata til flokksbræðra og vina. Þessi ríldsstjórn eru sendiherrarnir Kjartan Jóhannsson og Eiður Guðna- son og bankastjórarnir Jón Sigurðs- son og Steingrímur Hermannsson. Þessi ríkisstjórn er Flannes Hólm- steinn á kafi í sjóðum. Þessi ríkisstjórn er Guðmundur Einarsson til EFTA og Birgir Arnason til Alþjóðabankans. Þessi ríkisstjórn er Karl Steinar Guðnason til Tryggingastofnunar ríkisins. Þessi ríkisstjórn er Björn Friðfinnsson í iðnaðarráðuneytið og Þorbjörn Jónsson Sigurðssonar í ut- anríkisráðuneytið og Gunnar Sig- urðsson bróðir Jóhönnu í félagsmála- ráðuneytið. Þessi ríkisstjórn er Guð- mundur Magnússon í Þjóðminjasafn- ið og Magnús Jónsson í stól veður- stofustjóra. Og þessi ríkisstjórn er fleira. Hún er Bryndís og smyglaða kjötíð. Hún er skinkumál Hagkaups og kalkúnalæri Bónuss. Ilún er útsalan á SR-mjöli til einkavinanna í Kolkrabbanum. Hún er Jón Baldvin að biðja ameríska her- inn um aukin umsvif þótt ameríski herinn sé að draga saman seglin uin allan heim. Þessi ríkisstjórn er Jakob Frímann Magnússon, popparinn sem verður sendiherra af því honum tókst að vekja athygli á hinum þjóðlega sið okkar að iðka bumbuslátt. Og þessi ríkisstjórn er uinfram allt Hrafh Gunnlaugsson sem eitraði Ríkisút- varpið í skjóli Davíðs Oddssonar og Olafs G. Einarssonar. Friðrik Guðmundsson Dýrahirðir Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða dýrahirði í fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Auk almennrar dýrahirðu felst starfið í kennslu skólabarna og uppfræðslu almennings um dýr og umhverfismál. Óskað er eftir búfræðingi eða sambærilegum starfskrafti. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Frí- kirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir þriðjudaginn 16. ágúst 1994. Nánari upplýsingar gefa Sigurjón Bláfeld eða Tómas Guðjónsson í síma 684640.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.