Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 6
6 Viðtalið VIKUBLAÐIÐ 12. AGUST 1994 Viðtal við Elísabetu Ó. Ronalds dóttur kvikmyndagerðarmann eftir Elísabetu Jökulsdóttur Eru viðtöt ekki alltaf um afrek? Ég hef ekki afrekað neitt, segir Elísabet Ó. Ronaldsdóttir þar sem við situm á Kaffibarnum í rökkvaðri kristals- Ijósakrónuskímu og allt fullt af fólki þó það sé mánudagskvöld. Andrea Gylfadóttir söngkona situr við borðið með vasadiskó og nótnablöð, hún er að semja texta og hún fær að koma með gullkorn á viðkvæmum augna- blikum. Ef á að lýsa Elísabetu er best að segja að hún sé einsog forvitin, al- vitur skínandi stjarna og engum er betur lagið að setja upp stríðnislegan svip. Hún vann hjá SÝN áður en hún fór til London að læra kvikmyndagerð með áherslu á lýsingu. Reyndar var Hjálmtýr í SÝN svo elskulegur að gefa henni farmiðann þegar hún vildi fara út að mennta sig. Síðan hefur Elísabet unnið flest annað en lýsingu, leik- stýrt, klippt, kvikmyndað, tekið upp hljóð. Hún hefur unnið við myndir einsog Veggfóður, Dagsverk, gert myndbönd, auglýsingar og sjónvarpsþætti. Þegar ég byrja að telja þetta upp seg- ir hún: Þú varst búin að lofa mér að viðtalið yrði ekki um nein svona afrek. Andrea, viltu bjarga mér og koma með gullkorn. - Ég sá gull í grænum skó, segir Andrea án þess að blikka auga. - En þegar ég kom til London í skólann, fékk ég skrítna fóbíu. Ég var svo hrædd um að fá ekki nóg súrefni. Ég var að kafna og fannst að allt þetta fólk hlyti að anda að sér mínum skammti af súrefni. - En er þetta þá satt að þú hafir ekki afrekað neitt? - Ég fór á snyrtinámskeið um daginn og lærði að lakka á mér neglurnar. Og lærði að ég er afskaplega falleg og þess virði að ég megi snyrta mig á hverjum degi. - Er þetta ekki bara pjatt? - Júúh, ég nefnilega svo pjöttuð. Það tekur bara enginn eftir því. - Hefurðu afrekað eitt- hvað fleira? - Ég keypti mér skó, bux-. ur, peysur og símsvara fyrir barnabæturnar sem Skatt- urinn tók svo af mér næsta dag. Ég keypti líka strigaskó með blikkandi Ijósum á öll börnin. Svo ég týni ekki börnunum. - Ég pæli svo lítið í lýsingu þegar ég er að horfa á bíómyndir, ætli ég pæli ekki meira í leiknum, leikstjórninni eða tökunni. Ertu ekki til í að tala -svolítið um Ijós? - Andy Warhol hefur skapað meist- araverk þar sem er hvorki leikstjóri né leikarar og myndavélin hreyfist ekkert. Hann stillti vélinni upp fyrir framan Empire State í heilan dag og myndin sýnir hvernig birtan breytist og fólkið sem á leið um. Þú þarft bara kvik- myndavél, filmu og Ijós. Leik- stjórn er mikilvæg en stemmningin veltur á lýsingu, hvernig þú notar Ijósið. Ef það væri ekkert Ijós væri ekkert. Guð vissi þetta. Hann sagði í upphafi: Verði Ijós. í myrkrinu getur stóll verið hundur, bátur verið hús. Þú sérð ekki hvað er hvað, fyrren komið er Ijós. - Þú átt mikið safn af lömpum og laumast út á kvöldin til að stela Ijósa- 'skiltum og umferðarljósum. - Ég er með Hornbjargsvita í stof- unni heima hjá mér. Ég hef gaman af öllu Ijósi, þetta er etv. athyglisþrá. Rakarastofur nota Ijós sem snýst, kín- verskir matsölustaðir jólaseríur og krár Ijósaskilti. Öll þessi Ijós blikka. Sjáðu Soho í London eða Laugaveg- inn á Þorláksmessu.Ég vil blikkandi Ijós. Kannski bara til að vekja athygli á mér, kannski er ég að reyna að segja: Ég bý í þessari blokk. Ég hafði götuvita í glugganum mínum í London og hann blikkaði einsog heilt hóruhús. Ég er svona blikkandi Ijós, pínulítill götuviti og svo slökknar á mér til að þú takir eftir því þegar kviknar á mér aftur. Þú tekur ekki eftir neinu fyrren það er farið. Allt sem tengist fegurð tengist Ijósi: Fölvi á kinn, glampi í auga, glans á hári. Allt sam- félagið byggir á Ijósi, frá smátýru og til sólarinnar, eða hvort um er að ræða diskóljós, götuvita eða dagsbirtu og þetta þykir allt svo sjálfsagt að við tökum ekki eftir því. Ljós er svo fal- legt. Ljós er alltaf fallegt. í raunveru- leikanum er ekki til Ijótt Ijós. Alveg einsog í lífinu. Lýsingin í lífinu er alltaf fullkomin og það eina sem maður getur gert er reyna að komast eins nálægt þessari fullkomnun og hægt er. Maður nær því aldrei alveg. Það er ekki hægt. En lýsing gefur upp tilfinningar og í kvikmyndagerð þarf að vanda sig óskaplega við lýs- ingu til að koma tilfinningunni til skila. Nú snarast Húbert Nói myndlistarmaður innúr dyrun- um. Hann fær líka að vera með og þá fer hann að tala um kafbátabylgjur á Hofsjökli. Svo heldur Elísabet áfram að tala um Ijós. - Ég er. En það sem býr mig til er Ijósið. Við tökum á móti Ijósi og við endurvörpum því. Einsog blóm og reyndar allir hlutir. Ljós er orka og því meira Mig dreymir um að eignast fallegt heimili. Ég vil að fólk verði fyrir áhrifum þegar það kemur heim til mín. Annað hvort þykir mér svona vænt um fólk eða að þetta er örvæntingarfull athyglissýki. En ég get ekki hugsað mér að fólk komi heim til mín og taki ekki eftir því. Ég er til í þessum heimi. Trúðu mér. Ijós því meiri orka. Annars stend ég á tímamótum. Ég vil endilega tala um það. - Hvernig tímamótum? - Ég misreiknaði mig og hélt ég yrði þrjátíu ára á þessu ári en verð það ekki fyrren á næsta ári. Þannig græddi ég eitt ár og get verið lengur á tímamótunum. - Hvernig tilfinning er að vera á tímamótum? - Ég er að uppgötva hvað ég of- boðslega falleg, ofboðslega hlý, of- boðslega gáfuð, ofboðslega fyndin, skemmtileg og svo er ég svo mikill púki, hrekkjalómur. Og ást. Ég er ást. - Hvernig gerðist þetta? - Ég sá Ijós og lenti í átján vindstig- um og losnaði þannig út úr vítahring. Ég er tildæmis ekkert feimin lengur. í fyrradag hefði ég verið rosalega feim- in við Andreu og Húbert Nóa og ekki lofað þeim að vera með. Nú er ég ekkert feimin við þau. Ég var alltaf viss um að ef ég heilsaði einhverjum sem ég hafði hitt tvisvar að hann myndi ekki eftir mér, svo ég var ekkert að heilsa. Nú heilsa ég öllum og er sann- færð um að enginn geti gleymt mér. Ég verð örugglega óþolandi næstu þrjátíu árin, ég verð svo upptekin við að njóta lífsins. Svo næstu þrjátíu árin þaráeftir ætla ég bara að vera í friði og ró með öllu yndislega fólkinu sem getur ekki gleymt mér. Þú veist, að spila bridds á skemmtiferðaskipum á Kyrrahafinu. Annars er ég spennufíkill. Ég vil fá að sjá eldgos, lenda í jarðskjálfa og bjargast og hrífast af fallegum mönn- um sem ég get síðan staðið í stöðugu stríði við. Nei, breytum þessu, óg held að spenna geti verið heilbrigð. Það er ekki sama hvaða leiðir maður notar til að komast í spennuástand. Ég vil læra fallhlífarstökk og vera í ástar- sambandi við sjálfa mig og börnin mín. Ég er grískur kofi við hafið. - Áttu þér einhverja drauma? - Mig dreymir....um að eignast fal- legt heimili. Má ég það? Ég stefni að því að þegar fólk kemur heim til mín að fólk verði fyrir áhrifum. Ég vil hafa leikhús heima hjá mór. Ég er alltaf að búa til leíkmyndir og ég vil hafa þær á- hrifamiklar. Mér finnst gaman að leika mér með Ijós og liti og skrítna hluti. Það er kristalsljósakróna í eldhúsinu og búðargluggi í stofunni. Mér finnst svo gaman að taka hlutina úr sínu venjulega samhengi og setja þá í nýtt. Vírnet, steypustál, ryðgað járn, stórir steinar, umferðarskilti; það eru alls- konar svona hlutir sem ég dreg inn til mín. Ég get ekki hugsað mér að fólk komi heim til mín og taki ekki eftir því.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.