Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 12. ÁGÚST 1994 Ofbeldið 9 ekki hagsmunir heildarinnar að loka á slíka umræðu". T.d. væru það ekki hagsmunir ungra stúlkna á leið á úti- hátíð að ekki væri rætt um nauðganir í íjölmiðlum fyrir vertíðir útihátíðanna. Þeirra hagsmunir felast í því að þær séu fræddar um hvernig þær geti gert hugsánlegum afbrotamanni erfiðara íyrir að koma vilja sínum fram og í því hvar þær geti leitað sér hjálpar og ráð- gjafar verði þær fyrir þeirri ógæfu að á þær sé ráðist. Starfskonur Stígamóta fullyrða að ef kastljós eða athygli af einhverri tegund gæti hugsanlega orðið til þess að fylla einhverja einstaklinga löngun- uin til þess að ffemja svona glæp væri það helst í formi ofbeldis í bíómynd- um og sjónvarpi. Og auðvitað Iíka það hve vægum augum þessi glæpur er lit- in í íslensku þjóðfélagi. Stígamótakonur eru undrandi á því að í hvert skipti sem umræða um nauðganir fer í gang virðist hún koma fólki í opna skjöldu. Viðbrögðin sem þær fá benda a.m.k. til þess. Setningar- eins og „eruð þið að segja að“ og „eruð þið að meina að“ eru algeng viðbrögð við því sem þær hafa að segja. „Það mætti halda eftir þessum viðbrögðum að dærna að okkur hefði dottið í hug að segja eitthvað nýtt í ár til þess eins að vekja á okkur athygli og koma okkur í umræðuna. En þetta eru allt hlutir sem við höfum rætt um ár eftir ár“, segir Ashildur Bragadótt- ir, starfskona Stígamóta. Ábyrgð fjölmiðla Ashildur bendir á ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. Hún segir að „öll umræða sé af hinu góða og svo framarlega að umræðan sé ekki tekin úr samhengi og toguð og teygð í fjiil- miðlunr“. Hún telur unrræðu um þessi mál vera á réttri leið en „auðvitað vill stundum brenna við að hlutirnar séu teknir úr sanrhengi, eitthvað eitt tekið út úr og því slegið upp. Þannig eru skilaboðin orðin brengluð og það er hættulegt þegar það gerist." Ríkissjónvarpið hefur nú nreð stuttu nrillibili sýnt bandaríska ffanr- haldsþætti þar senr stelpur eru látnar hefna sín á strák nreð því að ljúga upp á hann nauðgun. Theódóra Þórarins- dóttir, starfskona Stígamóta telur slíkt alveg forkastanlegt. „Það er alveg ó- þolandi að verið sé að ala á slíkunr goðsögnum. Þessi goðsögn virðist vera alveg ótrúlega lífseig að stelpur séu að ljúga og ætli þannig að hefha sín á viðkomandi. En þessi goðsögn á ekki við rök að styðjast. Tölur sýna að einungis 2% af kærunr eiga ekki Hð rök að styðjast. Þannig eru 98% ákæra eru sannar. Mér er sþurn; hver færi í gegnum réttarkerfi íslands til þess að klekkja á einhverjunr? Mér finnst það mjög vítavert af fjölmiðlunr, sérstak- lega sjónvarpinu senr er nrjög sterkur miðill, að vera með slíka þætti og hafa þá ekki a.nr.k. umræðuþátt á eftir unr þetta atriði. Þessir nriðlar hafa inikið vald í sínum höndum og þurfa að gæta sín hvernig þeir nota það. Með því að senda svona umfjöllun út án ffekari unrræðna eru þeir að taka undir þessa goðsögn, að nauðgunarkærur séu yfir- leitt lygi.“ „Getum ekki lokað okkur inni fyrir það eitt að vera kona“ Stígamót, ráðgjafar- og fræðslu- nriðstöð uin kynferðislegt ofbeldi, er orðin sex ára og er til húsa í gönilu, vinalegu timburhúsi að Vesturgötu 3 í Reykjavík. Við tókunr tvær starfskon- ur Stígamóta, þær Theódóru Þórar- insdóttur og Ashildi Bragadóttur, tali og spurðum |rær fyrst hvort þær væru sammála því að umræða um nauðgun gæti leitt til nauðgana? „Umræða af þessu tagi keniur alltaf upp öðru hvoru, að það megi ekki ræða viðkvænr ofbeldisverk vegna þess að umræðan sjálfhvetji til ofbeld- is, “ segir Theódóra senr varð fyrst fyr- ir svörunr. Hún heldur áffam; „Unr- ræða unr sjálfsvíg hefur t.d. verið THEÓDÓRA ÞÓRARINSDOTTIR: Ábyrgð fjölmiðla er geysimikil og mer fiirnst það vítavert af mkissjónvarpinu að sýna athuga- semdalaust þætti sem ýta undir þá skoðun að naugðungar- kærur séu oit byggðar á heindar- þorstanum einum saman. gagnrýnd á sama hátt og nauðgunar- umræðan nú. Og stundum er sagt að umræða um íkveikjur „kveiki í“ brennivörgum. Ilvað kynferðislegt oflieldi varðar þá er unr mjög við- kvæmt nrál að ræða sem þjóðfélagið gjarnan reynir að fela. Oklcar skoðun er sú að þessi mál þurfi að ræða'og konra þannig franr í dagsljósið. Við höfunr aldrei verið nreð neinar lýsing- ar á þessunr ofbeldisverkunr, heldur einungis rætt unr afhverju þessi glæp- ur er ffaminn, hvaða afleiðingar hann hefur fýrir fórnarlambið, lrversu al- gengur hann er o.s.frv." Geta gert honum erfiðara fyrir Sjáið þið árangur af starfi ykkar, t.d. unrræðunni í fjöhniðlum undanfarnar verslunarnrannahelgar? „Það var ekki unr skipulagða her- ferð að ræða af okkar hálfu fyrir þessa verslunariirannalrelgi," segir Theó- dóra. „Fjölmiðlarnir konru til okkar. En það senr við heyrðunr, t.d. í Eyj- unr, benti til þess að svo sé. Það konru til okkar stelpur og sögðu okkur hvernig þær ætluðu að passa upp á hvor aðra, alltaf fara saman á klósettið og slíkt.“ Og Ashildur tekur við: „Það kom cinmitt franr fyrir þessa verslun- armannahelgi hvað þær gætu gert til þess að gera hugsanlegum ofbeldis- nrönnunr erfiðara fyrir. Möguleg fórnarlönrb geta auðvitað ekki koniið í veg fýrir þann ásetning ofbeldis- nrannsins að ffenrja þennan glæp en þau geta gert honuin erfiðara fýrir, t.d. með því að halda hópinn." „Þetta bar líka þann árangur að margir vissu að við værunr á þessum stöðuin og leituðu til okkar, nr.a. nreð eldri mál“, bendir Theódóra á. „Það er alltaf mun rneira unr það á þessuni útihátíðunr að leitað sé til okkar nreð eldri mál heldur en að við séunr að fást við tilfelli sem gerst hafa á staðnum. Sumar hafa líka heilsað upp á okkur á svæðinu og konra síðan stuttu seinna hingað á skrifstofuna og leita hjálpar." Þær stöllur leggja áherslu á hversu erfitt það sé fýrir fórnarlömb þessa of- beldis að taka þá ákvörðunr að leita sér hjálpar. „Við heyruni það í hvert ein- asta skipti sem einhver kemur hingað inn að þetta sé eitt þyngsta skref sem viðkomandi hefur stigið", segir As- hildur. „Það er erfitt að ákveða að trúa ókunnugri manneskju fyrir atburðum sein hafa legið sem farg á þeinr í lang- an tíma, þurfa að kryfja tilfinningar sínar til nrergjar og rifja upp þennan atburð. Það getur létt þessi spor að konra til okkar á útihátíðunr. Við erum ekki merktar þar, þannig að við- konrandi getur, utanfrá séð, verið að tala við hvaða manneskju senr er unr hvað nrál senr er.“ Þeir hafa ákveðið vald og nýta sér það Getur opinber unrræða orðið til þess að létta fórnarlömbum kynferðis- legs ofbeldis þessi spor? ,Já, ég held það. I kjölfar slíkra unr- ræðna verður holskefla hjá okkur. Þannig að umræðan ýtir undir það að fórnarlönrb leiti sér hjálpar." Theó- dóra bætir við: „Oll unrræða hróflar við tilfinningunr þess einstaklings senr hefur orðið fýrir kynferðislegri nris- notkun. Það er nijög nrikið hringt til okkar og komið þegar unrræða er í gangi, senr er nrjög jákvætt. En umræðan hefúr oft farið inn á þá braut hvað fólk eigi að gera til þess að verja sig. Ekki hefur verið tekið á því hvað í þessu þjóðfélagi okkar verður til þess að nrenn geri þetta. Þeir hafa ákveðið vald og nýta sér það. Það eru uppeldisleg» og félagsleg atriði sem þarf að athuga. Hvað er það sem leið- ir til þess að ofbeldismaðurinn heldur að hann nregi þetta? Ekki það að kon- ur eigi að passa sig betur. Maður heyrir stundum „hvað var hún að gera þarna og þarna“. En það er ekki orsök vandans. Það stendur hvergi að það megi nauðga einhverjum vegna þess að hann sé staddur á ákveðnum stað eða sé í ákveðnu ástandi.“ Nauðgun er sálarmorð Haldið þið að þessi áhersla á að konur passi sig, séu ekki einar úti á kvöldin o.s.ff, hjálpi til við að viðhalda þessari skoðun að nauðgun sé kon- unni að kenna? 'Fheódóra telur svo vera. „Ef strák- ur deyr áfengisdauða og er rændur er enginn sem segir: „Heyrðu, þér var nær að liggja þarna“. Og þó svo að við höfunr fyrir þessar útihátíðir verið að segja stelpum að passa sig, halda hóp- inn og drekka sig ekki dauðadrukknar þá getur nraður ekki varið sig gegn þessu. Það getur hent allar konur að þeim sé nauðgað og við konur hljó- tunr að spyrja hvort við eigum okkur ekki sanra tilverurétt og hver annar borgari." Ashildur tekur undir nreð Tlreó- dóru og lokaorðin eru hennar. „Mað- ur getur ekki lokað sig inni bara fyrir það eitt að vera kona. Það senr þarf að breyta er hugsunarhátturinn í þjóðfé- laginu. Þessa fordónra sem segja að það sé konan senr eigi að passa sig og jafnvel að hún eigi sök á glæpnum, þarf að uppræta. Og breyta hugsunar- hættinum þannig að fólk geri sér grein fyrir hvað sé rétt og rangt og hvað nauðgun er alvarlegur glæpur. Eg held að nrargir geri sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar hann hefur fyr- ir fórnarlainbið. Eins og Teódóra sagði þá er þetta sálarmorð. Það tekur viðkomandi mörg ár að jafha sig ef hann gerir það þá einhverntíma." Sökklar Bæjarsjóður Hafnarfjarðar auglýsir til sölu sökkla á lóðunum nr. 34-40 og 42-48 við Klettaberg. Um er að ræða tvö stallhús með fjórum íbúðum hvort. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, sími 53444. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. ágúst nk. Bæjarverkfræðingur Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Stígar í Elliðaárdal, stígagerð og yfirborðsfrágangur Helstu magntölur eru: Lengd stíga: 910 m Malbik: 2.2000 m2 Hellulögn: 220 m2 Verkinu skal að fullu lokið fyrir 10. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 9. ágúst 1994, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. ágúst 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram ellefti útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991, áttundi útdráttur í 3. flokki 1991, sjöundi útdráttur í 1. flokki 1992, sjötti útdráttur í 2. flokki 1992 og annar útdráttur í 1. flokki 1993. Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í dagblaðinu DV föstutudaginn 12. ágúst. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. C^G HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.