Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 8
8 Ofbeldið VIKUBLAÐIÐ 12. AGUST 1994 Fyrsti sigurinní baráttiiimi gegn nauð- gunum er að unu*æðan sé viðurkennd Theódóra Þórarinsdóttir og Áshildur Bragadóttir, starfskonur Stígamóta: Opinber umræða er eina leiðin til þess að kveða niður goðsagnir um nauðgun sem þögnin hefur alið af sér og láta staðreyndirnar tala sínu máli. Myndir ÓI.Þ. Umræða af hinu góða Þeir sem starfa með fórnarlömbum nauðgana og Vikublaðið náði tali af voru sammála um að opinber umræða um nauðganir væri af hinu góða. Hún væri eina leiðin til þess að kveða niður þessar goðsagnir sem- þögnin hefur alið af sér og láta staðreyndir tala sínu rnáli. Þeir voru einnig sammála því að forsenda þess að konur leituðu sér hjálpar væri opinber umræða. Hún gerði þeim Ijóst að þær væru ekki ein- ar í heiminum og héldi nafni þeirra sem veita aðstoð á lofti. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur hjá neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítal- ans, bendir þannig á að „þeir einstakl- ingar sem hugsanlega gætu örfast af slíkri umræðu séu svo fáir að það væru staðist. Rannsóknir sýna að 80% nauðgana eru skipulagðar að hluta eða að öllu leyti. Stígamótakonur leggja áherslu á að tilgangurinn með þessurn goðsögnum sé annarsvegar sá að réttlæta gjörðir á- rásarmannsins og hinsvegar sá að koma ábyrgðinni yfir á fórnarlambið. Goðsagnirnar réttlæti gjörðir sem séu í eðli sínu ofbeldi til þess ætlað að sýna vald karls yfir konu. Eða eins og segir í bæklingnum: „Nauðgun er í eðli sínu ofbeldi, sem miðar að því að lítillækka, niður- lægja og kúga þann, sem er nauðgað. Nauðgun undirokar konur á hrottafullan hátt undir vilja karla og vitundin um hættuna á nauðgun er ógn sem takinarkar og heftir vilja kvenna." Getur umræða um nauðgun hvatt til nauðgana? I vikunni fyrir verslunarmannahelgi birti tímaritið Eintak forsíðugrein undir fyrirsögninni; „Nauðgunarum- ræðan hvetur til nauðgana“. I grein- inni er vitnað í Ingólf Sveinsson, geð- lækni, sem segir hugsanlegt að nauðg- anaumræða hvetji til nauðgana. I út- varpsviðtali lýsti Ingólfur því síðan yfir að orð sín hefðu verið tekin úr samhengi og skoðanir hans skrum- skældar. En eftir stendur það val blaðamanns Eintaks að slá þessum orðum upp í fýrirsögn og að iáta nægja að birta andsvar starfskvenna Stígamóta inni í greininni. Goðsagnir um nauðgun Margar goðsagnir eru á sveimi um nauðganir. I bæklingnum „Nauðg- un“, sem Stígamót hafa gefið út eru nokkrar af þessunt goðsögnum taldar upp. Ein þeirra, og sú sem starfskonur Stígmóta hafa hvað mest barist gegn, er goðsögnin um að konur segi nei þegar þær meina já. Onnur vel þekkt goðsögn er að komur eigi nauðgunina skilið. Þær hafi beðið um hana, t.d. með klæða- burði eða með því að fara einar út eða þiggja bílfar. Sú þriðja segir að konur hefðu getað komið í veg fyrir nauðg- unina hefðu þær bara veitt mótspyrnu og því haldið fram að ekki sé hægt að nauðga konu gegn vilja hennar. Enn ein goðsögnin beinist að því að konur ljúgi því að þeim hafi verið nauðgað í því skyni að hefna sín á árásarmannin- um sem þær tilnefna. Enn er óupptalin goðsögnin sem snýr að nauðgurunum. Sagt er að þeir séu geðrænt sjúkir einstaklingar eða búi við mikið andlegt álag. Oft er einnig reynt að skýra hegðun þeirra Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 Innlausnardagur 15. ágúst 1994. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 816.010 kr. 81.601 kr. 8.160 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 720.436 kr. 72.044 kr. 7.204 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.427.168 kr. 142.717 kr. 14.272 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. . Innlausnarverð: 1.326.587 kr. 132.659 kr. 13.266 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.854.255 kr. 1.170.851 kr. 117.085 kr. 11.709 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Margrét Einarsdóttir með því að þeir misnoti vímuefni eða hafi sjálfir orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Engin af þessum goðsögnum eru sannleikanum sankvæmar. Erlendar rannsóknirsýna t.d. að einungis 2% af tilkynntum nauðgunum eiga ekki við rök að styðjast. Reynslan sýnir að konum er nauðgað við ýmis konar að- stæður, án tillits til údits, aldurs eða hegðunar þeirra. I því samhengi má einnig nefna að í flestum tilfellum er ekki urn ókunnugan að ræða heldur eiginmann, vin eða vinnufélaga. Og nauðgun er ofbeldisverk sem kemur fórnarlambinu alltaf á óvart og veldur því óbætanlegu tilfinningalegu tjóni og því af og frá að konur vilji láta nauðga sér. Hvað nauðgarana varða þá sýna rannsóknir á dæmdum kynferðisaf- brotamönnum að þeir eru almennt ekki geðveikir, búa almennt ekki við mikið andlegt álag og fæstir hafa orð- ið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Nauðgarar nauðga bæði undir áhrifum vímuefna og allsgáðir og hugmyndir um að karlar geti ekki haft stjórn á kynhvöt sinni fær heldur ekki ÁSHILDUR BRAGADÓTTIR: f hvert einasta skipti sem kona leitar til Stíga- móta heyrum við að þao skref sé eitt það erfiðasta sem viðkomandi hefur stigið á lífsleiomni.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.