Vikublaðið


Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 1
Annáll ríkissljórnarinnar I dlefni af yfirvofandi andláti ríkisstjórnarinnar, sem ber síðar að en vænst var, rifjum við upp helstu afrek hennar á lcjörtíma- bilinu. Bls. 4-5 Tvær Elísabetur Elísabet Jökulsdóttir ræðir við nöfnu sína Ronaldsdóttur kvik- myndagerðamann um ljós, eigin- lega allskonar ljós - ljósið í kvik- myndum, á Laugavegimim og umfram allt í börnum. Bls.6-7 &•<&*. Jón Baldvin vill til Brussel A sama hátt og Jón Baldvin tróð sér fram fyrir í biðröð inn á Evrópusambandsfund á Sögu á dögunum vill hann framhjá þjóðinni inn í ES. BIs. 3 31. tbl. 3. árg. 12. ágúst 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Fjörutíu og þrjú prósent! Framboð Alþýðubandalags, Kvennalista, Jóhönnu og óháðra fær 43 prósent fylgi í skoðanakönn- un Skáís. Ólafur Ragnar Grímsson: Verðum að hlusta á lýðræðislegan vilja fólksins. Sarnkvæmt skoðanakönnun Skáís myndi sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Kvennalista, Jóhönnu Sigurðar- dóttur og óháðs félagshyggjufólks fá 43,1 prósent fylgi í kosningum. Sjálfstæðisflokkur fengi 42,3 pró- sent fylgi; Alþýðuflokkur 6,9 pró- sent og Framsóknarflokkur 7,7 prósent. Miðað er við þá sem tóku afstöðu í könnun Skáís. - Ein könnun er vitanlega ekki end- anlegur sannleikur í stjórnmálum. En það er ljóst að gífurlegur hljómgrunn- ur er fyrir samstillingu þessara stjórn- málaafla, segir Ólafur Ragnar Gríms- Jóhanna vinnur tíma Fylgismenn Jóhönnu Sigurðar- dóttur sýta það ekki að haust- kosningar hafi verið blásnar af. Telja þeir að í staðinn fáist rýmri tími til að undirbúa framboð og að um leið aukist möguleikinn á sam- fylkingu í stað sérframboðs. - Jóhanna fær nú betri tíma til að athuga sinn gang og þarf ekki að loka fyrir neitt. Það er engin ástæða til að ætla að það dragi úr persónufylgi Jó- hönnu fram að kosningum næsta vor. Hún byggir ekki fyrst og fremst á hverfulu óánægjufylgi. Hún er tákn sem eini heiðarlegi stjórnmálamaður- inn, sem síðasti móhíkaninn. En síðan ber að hafa í huga að þótt haustkosn- ingar hafi verið blásnar af nú þá er það hald ýmissa að Davíð Oddsson muni nota fyrsta tækifærið sem honum gefst til að sprengja stjórnina, segir einn stuðningsmanna Jóhönnu í samtali við Vikublaðið. son formaður Hann segir um það hvort Alþýðubandalagsins. umræðuna ekki snúast það ætti að leggja niður stjómmálaflokka heldur um tikekið framboð sjálfstæðra flokka. - Það er ótrúlegt að slík samvinna fái þennan stuðning fólksins og að bæði Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur verða að peðum. Hingað til & Tiornuiiii hafa menn gefið sér að báðir þessir flokkar þyrftu að vera með til að búa öflugt framboð félagshyggjufólks. Könnunin sýnir að það er hægt að skapa þennan veruleik án Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, segir Olafur Ragnar. Ólafur Ragnar segir einsýnt að menn setjist niður og ræða málin í ljósi þess hversu mikið fylgi er við sameiginlegt framboð. - Vilji fólk að fiokkarnir séu lýð- ræðisleg samtök og lúti lýðræðisleg- um vilja hlýtur það að ræða möguleik- ann á því að stilla saman strengina, segir Ölafur Ragnar. Þröstur til Bonn? Aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, Þröstur Ó- lafsson, verður að öllum líkindum næsti sendiherra íslands í Bonn, höfuðborg Þýskalands. Umdeild skipun Jakobs Frímanns Magnússonar í stöðu sendiherra í Lundúnum er talin undanfari að frek- ari hrókeringum í utanríkisþjónust- unni. Staða Jakobs sem sendiherra er tímabundin en við honum á að taka Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins og núverandi framkvæmdastjóri EFTA. Helgi Á- gústsson sendiherra í Lundúnum var kallaður heim. Hjálmar W. Hannesson hefur verið sendiherra Islands í Bonn en hann verður fluttur til Austurlanda. Þröstur Ólafsson er hagfræðingur og mennt- aður í Þýskalandi en undanfarin ár hefur hann verið aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra. Davíð gefst upp á haustkosningum Fyrir hárfum mánuði gaf Davíð Oddsson forsætisráðherra sterklega í skyn að hann hygð- ist rjúfa þing og efha til haustkosninga. Eftir að formaður Alþýðuflokksins lagðist gegn kosningum áður en kjörtímabilið rennur út dró forsærisráðherra í land og haetti við. Á mánudag ræddi Davíð við forystumenn stjórnarandstöðunnar um hugsanlegt þingrof og síð- ar sama dag hitti hann Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formann Alþýðuflokksins. Skilaboðin sem forsætisráðherra fékk frá stjórnarandstöðunni voru blendin. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins var eindregið fylgjandi kosningum en talsmenn Kvenna- lista og formaður Framsóknarflokksins tóku ekki afgerandi afstöðu til málsins. Jón Baldvin fékk síðustu helgi umboð frá forystuliði Alþýðuflokksins til að ákveða framtíð stjórnarsamstarfsins, en samþykktir flokksins gengu úta það að samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn skyldi haldið áfram. Eftir fundinn með Jóni Baldvini sagði forsætisráðherra að ósennilegt væri að af kosningum yrði og eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag hætti hann formlega við. Umræðan um haustkosningar hefur veikt ríkisstjórnina enda engin fordæmi fyrir því á Islandi að efnt sé til kosninga áður en kjörtímabili lýkur nema annað tveggja komi til að ríkisstjórn hafi misst þingmeirihluta eða að óyfirstíganlegur ágreiningur sé á milli ríkisstjórnarfiokkanna. Eftir að hafa gefið til kynna að kosningar væru yfirvofandi og hætta síðan við hefur forsætisráð- herra ótvírætt gefið í skyn að stjórnarsamstarfið standi ótraustum fótum en tilefni vanti til að slíta samstarfinu. Óvægin árás á forsætisráðherra og helsta samstarfsmann hans af hálfu Jóns Baldvins Hannibalssonar eru efurmál þess að forsætisráðherra gældi opinberlega við þá hugmynd að rjúfa þing og efha til kosninga. Strax á þriðjudag hóf Jón Baldvin skeytasendingar á Davíð Oddsson þegar hann sagði að.forsæt- isráðherra hefði heykst á haustkosningum vegna þess að skoðanakönnun DV sýndi að hugsanlegt sérframboð Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra, myndi taka meira fylgi frá Sjálfstæðisflokknum en Alþýðuflokknum. A miðvikudag sendi Jón Baldvin Davíð og Birni Bjarna- syni, formanni utanríkismálanefndar og samverkamanni Davíðs, breiðsíðu í Alþýðublaðinu. I forsíðuviðtali segir Jón Baldvin að leikflétta Davíðs og Björns hafi snúist í höndunum á þeim og orðið að absúrdleikriti. Jón Baldvin furðar sig á því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli reyna slíka leikfléttu sem stefhi í voða stöðugleika í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til litið á sig sem kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. Jón Baldvin minnir á að Davíð ræddi ekki við Alþýðuflokkinn áður en hann kynnti hugmyndir sínar uiin haustkosningar í fjölmiðlum fyrir hálf- um mánuði síðan. I leiðara Alþýðublaðsins sama dag eru stóryrðin ekki spöruð og heift Alþýðuflokksmanna skín í gegn. I niðurlagi leiðarans segir að "forystumenn stjórnmálaflokka verða alla jafna að vanda val á ráðgjöfum sínum og trúnaðarmönnum. Sagan sýnir, að þegar óhóflegur metnaður fer saman við veika dómgreind geta draumar slíkra manna auðveldlega breyst í svefhlausa martröð."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.