Vikublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 2
2
VIKUBLAÐIÐ 26. AGUST 1994
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson
og Ólafur Þórðarson
Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf.
Burt með einkavæð-
ingarpostula og
niður skur ð arpáfa!
Þessa dagana þinga samtök norrænna ríkisstarfsmanna á ís-
landi og að vanda kemur ýmislegt fróðlegt fram á slíkum sam-
komum. A þinginu í Hveragerði hefur meðal annars verið
gerð grein fyrir róttækum breytingum ríkisstjórnar Verka-
mannaflokksins í Noregi á skipulagi opinbers reksturs í land-
inu. Samtök opinberra starfsmanna hafa tekið jákvæða afstöðu
til breytinganna og beitt sér fyrir því að trúnaðarmenn starfs-
manna séu með í ráðum og tekið sé tillit til atvinnuöryggis.
Lykilorðin hjá norsku stjórnininni eru ekki niðurskurður og
samdráttur heldur þróun og stöðug breyting. Einkavæðing er
ekki talin réttlætanleg nema ótvírætt sé að hún skili meiri hag-
kvæmni og /eða betri þjónustu. Pólitískur vilji er hinsvegar
fyrir því í Noregi að breyta rekstrarformi opinberra fyrirtækja
í hlutafélög án þess að það þýði að þau séu seld úr eigu hins
opinbera. Talið er æskilegt að opinber fyrirtæki séu í sam-
keppni svo fremi því verði við komið. A öðrum sviðum eins og
í löggæslu, landvörnum og menntakerfi verði kerfisbreytingar
og hagræðing sem byggi á vandaðri greiningu á markmiðum,
verkefnum og gildum opinbers reksturs.
Það er athyglisvert að norska ríkisstjórnin nálgast þessi mál
á nútímalegan og fordómalausan hátt. Hún reynir að halda til
haga í pólitískri stefhumótun því skynsamlegasta sem komið
hefur fram í einkavæðingarumræðunni um leið og opinber
rekstur er metinn að verðleikum og nauðsyn hans viðurkennd.
Norðmenn eru ekki skuldsettir eins og íslendingar. Þeirra
vandamál í ríkisrekstri eru meiri lúxusvandamál heldur en
vandi Islendinga í ríkisfjármálum. Þeim mun meiri ástæða er
fyrir okkur að huga að aðferðum til þess að endurskipuleggja
ríkisútgjöldin. Alþýðubandalagið hefur í Grænu bókinni, sem
út kom sl. vor, gert sér far um að móta stefnu í þessum efhum
sem nefha mætti „Framtaksstjórn í þágu velferðar". Að baki
þeirri stefnumótun liggur skoðun á ýmsum tilraunum ríkja til
þess að endurskipuleggja opinberan rekstur svo og á fræði-
bókum á þessu sviði. I mörgum greinum er ljóst að forystu-
menn Alþýðubandalagsins hafa komist að svipaðri niðurstöðu
og ráðherrar norsku Verkamannaflokksstjórnarinnar.
Alþýðubandalagið vill leggja áherslu á það sem velferðar-
kerfið skilar en ekki einblína á það sem þjónustan tekur til sín.
Markmiðin skipta meira máli heldur en þröngar reglur og
reglugerðir ráðuneyta. Stofnanir hins opinbera eiga að gera
viðskiptavinum sínum til hæfis en ekki vera ölmusu- eða
skömmtunarkerfi. Stefnumótun í opinberum rekstri þarf að
koma til áður en vandamál hrannast upp. Enn meiri áherslu
þarf að leggja á öflun tekna og betri nýtingu þeirra. Valddreif-
ing, þátttökustjórnun starfsmanna og markaðstenging rekst-
urs þurfa að verða leiðarhnoð í endurskipulagningu. Tengja
þarf saman starfskrafta opinberra stofnana , almannasamtaka
og félaga, einstaklinga og fyrirtækja til þess að glíma við
„óstöðvandi“ útgjaldaaukningu á mikilvægum sviðum. Stuðla
þarf að samkeppni milli opinberra þjónustuaðila en slík sam-
keppni getur oft skilað betri árangri heldur en einhæf einka-
væðing eða miðstýring oipinbers reksturs. Þá er nauðsynlegt
að styrkja ítök þeirra sem nýta þjónustuna í stjórn og starf-
semi opinberra stofhana.
Með stefnumótun af því tagi, sem Verkamannaflokkurinn í
Noregi og Alþýðubandalagið á íslandi hafa lagt í, er nokkur
von til þess að launafólk jafnt sem helstu hagsmunaaðilar í at-
vinnurekstri vinni með stjórnvöldum að því að ná tökum á
vanda ríkisfjármála og nýta kosti opinbers rekstur til hagsbóta
fyrir þjóðfélagið. Hér á landi þarf að komast til valda ríkis-
stjórn sem vinnur í anda stefnumótunar af þessu tagi að end-
urskipulagningu ríkisútgjalda og opinbers reksturs. Burtu
með einkavæðingarpostula og niðurskurðarlið! Það þarf fólk
við stjórnvölinn sem hefur jákvæða afstöðu til opinbers rekst-
urs en er engu að síður staðráðið í því að ná tökum á vanda-
málum ríkisbúskaparins.
Sjónarhorn
Falsaður steðji
Laun á íslandi eru misjöfh.
Það er ekki vitað með vissu
hve misjöíh þau eru, hver
munurinn er á hæstu og lægstu
launum, m.a. vegna þess að upplýs-
ingum um það er haldið leyndum.
Launakerfið er ógagnsætt eða
gruggugt. Það er þó staðfest með
könnunum að lægstu umsamin laun
eru undir 50 þúsund krónum á
mánuði og að hæstu laun í opinbera
launakerfinu séu að minnsta kosti
1,1 milljón, eða 22 sinnum hærri.
Trúlega er munurinn þarna meiri.
Hér er um grófa mismunun að
ræða sem aldrei hefur verið studd
neinum frambærilegum rökum,
hefur raunar aldrei verið rökrædd til
þrautar vegna þess að málið þolir
ekki rökræður.
Þegar spurt er af hverju einn
maður þarf svona miklu meira en
annar fyrir sinn vinnudag verða
svörin með ýmsum hætti og off
óljós. Það er talað um menntun,
mikið vinnuframlag, ábyrgð o.fl.
Þegar spurt er um rök fyrir lágu
laununum er talað um samkeppnis-
hæfhi atvinnuveganna. Afkomu-
möguleikar hina Iægstlaunuðu eru
ekki til umræðu.
Hér verður ekki reynt að svara
þeim spurningum sem settar eru
fram að ofan, aðeins farið nokkrum
orðum um eina þeirra, sambandið
milli ábyrgðar og launaupphæðar.
Hið óskilgreinda
ábyrgðarhugtak gleypt
hrátt
Það virðist sem sagt vera almennt
viðurkennd skoðun að maður sem
ber mikla ábyrgð skuli hafa hátt
kaup, meira að segja mjög hátt
kaup. Einkum gildir þetta ef um
svokallaða fjárhagslega ábyrgð er að
ræða. Það hefur hinsvegar aldrei
mér vitanlega verið skilgreint í
hverju þessi ábyrgð er fólgin. Allir
bera ábyrgð á starfi sínu. Ef lág-
launamaðurinnn gætir ekki skyldu
sinnar er hann rekinn. Það þarf
mikið til að sá hálaunaði hljóti sömu
örlög.
I leiðara í Morgunblaðinu 16.
janúar sl. voru há laun bankastjóra
rökstudd með því að „þau þurfa að
vera nægilega góð til þess að fjár-
hagslegt sjálfstæði þeirra einstak-
linga, sem hlut eiga að máli, sé
tryggt“. Og þetta fjárhagslega sjálf-
stæði virðist ekki vera tryggt nema
þessum mönnum séu greidd marg-
föld laun venjulegra launþega, tví-
tugföld eða þrítugföld. Að öðrum
kosti virðast þessir menn ekki vera í
stakk búnir til að gæta ábyrgðar
sinnar.
Ekkert frelsi án fjár-
hagslegs sjálfstæðis
Nú mætti halda því fram að allir
þjóðfélagsþegnar ættu kröfu á því
að búa við fjárhagslegt sjálfstæði dl
að geta notið sín, ekki bara banka-
stjórar, hæstaréttardómarar og aðrir
slíkir. Líka mætti spyrja hvort mað-
urinn með 50 þúsund krónur á
mánuði geti verið fjárhagslega sjálf-
stæður. Sá sem ekki er fjárhagslega
sjálfstæður er ekki frjáls rnaður, í
hvaða stétt sem hann er. Maður er
fjárhagslega sjálfstæður þegar hann
getur séð fyrir sér og sínum á sóma-
samlegan hátt og befur afkomuna
örugga. Þegar hinsvegar er farið að
krefjast launa sem nema margföld-
um þurftartekjum venjulegs fólks,
þá erum við komin út í aðra sálma.
Þá erum við ekki að tala um fjár-
hagslegt sjálfstæði, þá er verið að
krefjast forrétúnda. Afkomuöryggi
er öllum mönnum nauðsyn, líka
inönnum í ábyrgðarstöðum, en ó-
hóflegur peningamoksmr eins og
hér er verið að tala um á ekkert skylt
við það. Þar er um andfélagslegt
(asocialt) fyrirbrigði að ræða sem
leysir engan vanda en skapar vanda-
mál.
Há laun leiða til
ábyrgðarleysis
Eg held að sú staðhæfing - að
menn með mikla ábyrgð skuli fá
risahá laun - sé byggð á misskiln-
ingi. Það hefur aldrei verið sýnt
fram á að ábyrgðartilfinning manna
aukist við það að fá himinhá laun,
langt umfram það sem allur al-
menningur hefur. llitt kynni að
vera að óhóflegt ríkidæmi og yfir-
spenntar tekjur græfu undan
ábyrgðarúlfinningu manna og sam-
félagsvitund og gætu haft í för með
sér móralska hrörnun. Auður og
völd hafa löngum verið talin stuðla
að spillingu.
Vitur maður hefur sagt að þeir
sem annast þjónustu fyrir samborg-
ara sína, s.s. bankastjórar, hæstarétt-
ardómarar, læknar o.s.frv. verði að
vera í nálægð við þann hóp sem þeir
þjóna hver og einn, til að vera færir
um að skynja þarfir skjólstæðinga
sinna. Þeir þurfa að búa á sarna
svæði, lifa svipuðu lífi, tala sama mál
og hafa svipaðar tekjur. Þeir þurfa
sem sagt að deila kjörum við það
fólk sem þeir þjóna. Maður sem
hefur tuttugu sinnuni hærri tekjur
en skjólstæðingar hans lifir í öðruin
heimi en þeir. Háu launin torvelda
honum að skynja veruleika venju-
legs fólks og stuðla að lélegri þjón-
ustu.
A seinustu tímum höfum við
þreifað átakanlega á skilningsleysi af
þessum toga þegar hálaunaðir emb-
ætúsmenn eru að gera kröfur um
enn frekari lækkun lægstu launanna
sem þó eru fyrir neðan allar hellur.
I Brekkukotsannál segir að Björn
í Brekkukoti hafi talið „að fé, sem
rnenn telji sér, væri óleyfilega sam-
an dregið eða falsaður steðji, ef það
færi fram úr meðaltekjum vinnandi
manns.“
Eg held að þeir sem um launamál
íjalla ættu að hafa launapólitík
Brekkukots-bóndans sem viðmiðun
í starfi sínu.
Höfundur er fyrrverandi
heilsugæslulæknir
Millifyrirsagnir eru blaðsins