Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Side 11

Vikublaðið - 26.08.1994, Side 11
VIKUBLAÐIÐ 26. AGUST 1994 11 The Hudsucker Proxy ★★★★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Joel Coen Aðalhlutverk: Tim Robbins, Jennifer Jason-Leigh, Paul Newman Fyrir mig hefur nafn Coen bræðranna ávallt verið gull- trygging fyrir gæðum, alla vega ennþá. Ekki spillir fyrir að meðhöf- undur þessarar myndar ásamt þeim er Sam Raimi (Evil Dead, Darkman) sem hefur að vísu ekki sannað sig full- komlega sem handritshöfundur, en þegar myndræn uppbygging er annars vegar er hann einn af þeim allra fremstu. Og það er auðséð á nokkrum atriðum myndarinnar að hann hefur 'haft puttana í uppbyggingunni, alla vega á köflum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Raimi og Coen bræðurnir brynna hestum sínum í sama vatns- bóli, þeir skrifuðu saman myndina „Crimewave" sem Raimi leikstýrði árið 1985. Sú mynd var afar umdeild, sjálfúr sagði Raimi að framleiðendur hefðu tekið hana úr sínum höndum og var hann ekki sáttur við útkomuna. Sjálfum fannst mér hún ansi skondin tilraun til að blása lífi í gamaldags „slapstick" húmor. Hudsucker Proxy er öllu jarð- bundnari en „Crimewave" þrátt fyrir að hún sé stútfull af yfirgengilegri kímni, brjálaðri myndatöku og góm- sætum ofleik, þessir þættir eru ekki ósvipaðir þeim sem er að finna í bæði Criinewave og mynd Coen bræðr- anna „Raising Arizona“. Asetningur myndarinnar, er að taka hattinn ofan fyrir göinlu Hollywoodleikstjórunum (Frank Capra, Howard Ilawks) auk þess að beita fyrir sig eilítilli háðsá- deilu á kapítalisma. ísak Jónsson Ú Jl Æ Jr Þannig setur hún saklausa meðal- jóninn úr Capra myndunum (Robb- ins) inn í umhverfi kaupjöffa og hrægamma (Newman) og blóðsug- urnar eru ekki langt undan í líki fféttasnápa (Jason-Leigh). Yfir öllu kraumar svo yfirgengileg kímnin og framúrstefnulegi stíllinn sem ein- kennir bæði Coen Bræðurna og Sam Raimi. Leikhópurinn er hreint kostu- legur í manískum of(ur)leik sínum. Tim Robbins er ffábær sem einfeldn- ingurinn úr sveitinni sem kemur til stóru borgarinnar til að láta ameríska drauminn rætast. Jennifer Jason-Lcigh er eitruð í hlutverki hortugrar og ffamagjarnrar blaðakonu. Og það er unun að horfa á Paul Newman glottandi með vindil- inn sinn bak við allt saman. Þessi soðningur af Frank Capra og Monty Python er svo sannarlega óvenjulegur. En þessi bræðingur gengur heldur betur upp, myndin er nánast flekklaus skemmtun sem ætti að höfða til þeirra geðklofnari meðal vor, auk þess að hún ætti að kitla hláturtaugarnar hjá flestum sem eru í skapi fyrir eitthvað aðeins öðruvísi. A Bronx Tale ★★★V2 Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: Robert De Niro Aðalhlutverk: Robert De Niro, Chazz Palminteri Robert De Niro leikstýrir hér sinni fyrstu mynd og það kem- ur svo sannarlega ekki á óvart að það skuli vera saga um ítalskt glæpagengi sem verður fyrir valinu. De Niro hefur jú nokkuð góða reynslu af því að leika krimma af ítölskum ættum í stjórn annarra og það sést greinilega að hann moðar úr þeirri reynslu sinni í þessu verkefni. Ahrif manna eins og Martin Scor- sese svífa yfir vötnum, hvort sem ver- ið er að misþyrma mönnum með rómantíska tónlist í bakgrunni eða fremja annan illverknað. Þetta er samt enginn löstur því að De Niro tekst að notfæra sér þessi áhrif og skilar frá sér heilsteyptri og innihaldsríkri mynd. Það er Chazz Palminteri sem á heiðurinn af handritinu og á inikið lof skilið fyrir verkið, þetta er raunsæ kvikmynd sem inniheldur engar víð- ómatýpur og dýpt persónanna er meiri en í flestum sambærilegum myndum. Það sem skilur myndina ffá mynd- um eins og t.d. Goodfellas er það að aðalpersónan er meiri áhorfandi en þátttakandi f glæpunum sem ffam fara, það er einnig gert meira úr því að reyna að útskýra sjónarmið „aðalill- mennisins" án þess þó að einhverjar réttlætingar séu í gangi. Myndin ber saman lífsviðhorf téðs illmennis ann- ars vegar og strætóbílstjóra sem De Niro leikur hins vegar og gerir það af slíkri nákvæmni að hún verður ein áhugaverðasta persónustúdía sem ég hef séð lengi fyrir vikið. Hversu þreytt sem fólk kann að vera á ítalskættuðum glæpamyndum get ég allt að því lofað [iví að þessi mynd veitir aðra innsýn en hefðbund- ið er. Sakleysinginn Robbins og refurinn Newmann halda upp á óvenju skjótan frama Robbins innan Hudsucker fyrirtækisins. Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Norðmenn líkja sjómönnum okkar xið Svalbarða \ið innbrotsþjófa."

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.