Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 7. OKTOBER 1994 Spillingarmál íhaldsins Davíð tvöfaldar efUrlaun Þorvaldar Garðars i Þorvaldur Garðar Kristjánsson er á fullum laun- um hjá Davíð Oddssyni við að „grúska“. Hefur sérstaka skrifstofu en takmarkaða viðveru. Á- hugamanninum um stofnun öryggislögreglu hefur verið falið að „undirbúa endurskoðun“ á stjórnar- ráðslögum þótt allt sé morandi í lögfræðingum í „kerílnu“ og frumvarp um efnið að öðru leyti ekki á dagskrá. Hjá Davíð er einnig sonur stjórnarfor- manns og útgáfustjóra DV, en Qölskyldan á stóran hlut í ræstingarfyrirtæki sem fengið hefur 100 milljón króna verk hjá Ólafi G. Einarssyni. Mörg dæmi eru um pólitískar mannaráðningar íhalds- ins innan ráðuneytanna. Að baki þessarar ómerktu hurðar er skrifstofa Porvaldar Garðars, en af verkefnum hans fara litlar sögur. Mynd: ól.Þ. orvaldur Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um nær þriggja áratuga skeið, hefur í rúmlega tvö ár verið með fasta þóknun frá forsætisráðuneyti Davíðs Oddssonar fyrir óljóst skilgreind „sér- verkefni". Davíð Oddsson forsætis- ráðherra setti Þorvald Garðar á fasta þóknun upp á 114.993 krónur á mán- uði frá og með 6. júní 1992. Með þessu tvöfaldast eftirlaun Þorval^ar, sem er að verða 75 ára gamall. Heim- ildarmönnum blaðsins ber saman um að „sérverkefni“ Þorvalds Garðars séu léttvæg og viðvera hans í lágmarki. Einn viðmælenda blaðsins gekk svo langt að fullyrða að hér væri einfald- lega um að ræða launauppbót Þor- valdi tíl handa og sárabót þar eð hann hefði aldrei orðið ráðherra flokksins. Bankarupp á ograbbar reglulega við Davíð Davíð Oddsson forsætisráðherra réð Þorvald Garðar til sín í forsætis- ráðuneytið 6. júní 1992 og sá honum fyrir skrifstofuaðstöðu í leiguhús- næði Landsbankans að Bankastræti 7. Davíð fól honum það sérverkefni að vinna að tillögugerð um tilflutn- ing ríkisstofhana og lauk því verkefni sumarið 1993. Þorvaldur hélt þó á- fram í sérverkefnum og í sumar var skrifstofuaðstaða hans flutt í húsnæði skrifstofu Norðurlandaráðs að Hverfisgötu 6. Að sögn Guðmundar Árnasonar deildarstjóra í forsætis- ráðuneytinu hefur Þorvaldi verið falið að undirbúa endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Islands og sagði aðspurður að krafa um viðveru væri að sjálfsögðu gerð og að unnið væri að viðkomandi verkefnum. „Eg get ekki sagt nánar til um þetta verk- efhi, en veit þó að Þorvaldur Garðar gefur ráðherra reglulega skýrslu urn sín störf‘, segir Guðmundur. Á málalista ríkisstjórnarinnar, sem fylgdi stefnuræðu forsætisráðherra, er ekkert ffumvarp um Stjómarráð Islands boðað. Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofhunar ríkisins, umsjónarað- ila lífeyrissjóðs alþingismanna, skerðast lífeyrisgreiðslur til þing- manna ekki vegna annarra starfa og tekna. Þingmaður sem kominn er á aldur og ef'hættur á þingi fær lífeyri, sinn sjálfvirkt burt séð ffá öðru. Þorvaldur Gárðár hafði nær þriggja áratuga setu á Alþingi að baki þegar hann hætti þingmennsku 1991. Hann fær því hámarkslífeyri, sem er 70 prósent af þingfararkaupi eftir 25 ár á þingi. Þórvaldur Garðar fær auk þess lífeyri fyrir fyrri störf, hann var t.d. starfsmaður Utvegs- bankans í 10 ár og starfsmaður Sjálf- stæðisflokksins um langt árabil. Grúskið fyrir Davíð færir Þorvaldi ráðherralaun Eftirlaun Þorvaldar Garðars úr líf- eyrissjóði alþingismanna eru nú 124.595 krónur á mánuði. Með þóknuninni ffá Davíð upp á tæplega 115 þúsund krónur hafa þessi eftir- laun því tvöfald^st og nálgast eftir- laun ráðherra. Og em þá ótalin eftir- laun vegna annarra starfa. Þorvaldur Garðar segir í samtali við Vikublaðið að hann sé í ýmsuin verkefnum, „engum sérstökum. Ég get ekkert ffekar sagt um þetta“, seg- ir Þorvaldur Garðar. Hann hætti á þingi 1991, sem fyrr segir eftir tæp- lega þriggja áratuga þingsetu, meðal annars lengi sem forseti sameinaðs þings og þar með einn af þremur handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta Islands. Þegar brennivíns- kaupamál Magnúsar Thoroddsen forseta Hæstaréttar komst upp kom í ljós að fleiri handhafar forsetavalds hefðu í gegnum tíðina ástundað óheyrileg brennivínskaup, þeirra á meðal Þorvaldur Garðar. En Magn- ús Thoroddsen var sá eini af þessum einstaklingum sem var látinn axla á- byrgð af siðlausum brennivínskaup- um. Ekki er fyllilega ljóst hvers vegna Davíð Oddsson velur Þorvald Garð- ar Kristjánsson til að „undirbúa end- urskoðun“ laga um Stjórnarráðið, þegar fyrir liggur að ríkið er með urmul lögffæðinga á sínum snærum, fyrir utan sérstakt embætti ríkislög- manns. Hins vegar er áhugi Þorvald- ar á uppsetningu öryggislögreglu innan stjórnsýslunnar vel kunnur. Áður en hann hætti á þingi lagði hann til uppsetningu e.k. öryggis- málas'tofnunar með sérstökum „ör- yggismálastjóra" til að „samhæfa yf- irstjóm öryggismála“ undir stjóm dómsmálaráðuneytisins. Tillaga Þorvaldar gerði ráð fyrir að öryggis- málastjóri hefði mjög sterka stöðu til að skipa niður liðsafla og ráðstafa tækjum og telur Þorvaldur að sér- staklega þurfi að gæta öryggis æðstu stjómar og stofnana ríkisins. Fjölskyldufyrirtæki að- stoðarmannsins fékk 100 milljóna verkefni Þorvaldur Garðar er reyndar ekki eini starfsmaðurinn í forsætisráðu- neytinu sem er í fösmm sérverkefn- um. Á síðasta ári var gerður starfs- lokasamningur við Guðmund Bene- diktsson, sem þar með hætti sem ráðuneytisstjóri. Hann hefur síðan verið á fullum launum við verkefni á borð við undirbúning opinberra heimsókna og umsjón mála er varða íslenska fánann. Með starfslokasamningi við Guð- mund reyndist unnt fyrir Davíð að gera Olaf Davíðsson að ráðuneytis- stjóra. Ölafur er sonur Davíðs Ólafs- sonar , fv. þingmanns Sjálfstæðis- flokksins og Seðlabankastjóra og var Ölafur sjálfur fonnaður efnahags- nefitdar Sjálfstæðisflokks 1986-’91. Ymsar fleiri mannaráðningar og aðkeypt sérfræðiþjónusta í ráðuneyti Davíðs Oddssonar hafa orkað tví- mælis. Eitt þessara mála tengist Eyjólfi Sveinssyni aðstoðarmanni Davíðs. Eyjólfur er sonur Sveins R. Eyjólfs- sonar stjórnarformanns og útgáfu- stjóra DV. Eyjólfur átti hlut í fyrir- tækinu Oháða fjárfestingasjóðnum hf., sem hann, Sveinn faðir hans og Hörður Einarsson framkvæmda- stjóri DV stofnuðu haustið 1992. Átti Eyjólfur fimmtung í félagi þessu, sem aftur gekk til samstarfs við danskt fyrirtæki um stofnun ISS- þjónustunnar hf. vorið 1993. Þetta nýstofnaða félag fékk fáeinum mán- uðum síðar 100 milljóna króna verk hjá Olafi G. Einarssyni við ræstingar í framhaldsskólum, en verkefni þessu var úthlutað af nefnd er laut for- mennsku Ölafs Arnarssonar fyrrum aðstoðarmanns Olafs. Sjálfur segir Eyjólfur að hann hafi selt sinn hlut áður en sjóðurinn gekk til samstarfs við danska fyrirtækið um viðkom- andi verkefni. Það breytir þó ekki hinu, að fyrirtæki fjölskyldu aðstoð- armanns forsætisráðherra fékk 100 milljóna króna verk hjá Olafi G. Ein- arssyni menntamálaráðherra sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra borgar fyrir hönd skattgreiðenda. Vikublaðið greindi upphaflega frá máli þessu sl. vor, en þá vakti málið takmarkaða athygli, enda hugtakið „spilling“ þá ekki í tísku. Fyrst á spena flokksins og svo á spena ríkisins I þessu sambandi er rétt að rifja upp að þeir Sveinn og Hörður tóku ákvörðun um að ráða Guðmund Magnússon sem fféttastjóra DV í mikilli óþökk ritstjóra og starfs- manna DV. Guðnuindur hafði þá um tveggja ára skeið verið settur þjóðminjavörður á vegum Olafs G. Einarssonar og Davíðs Oddssonar. Guðmundur hafði áður verið ötull stuðningsmaður og kosningastjóri Davíðs, aðstoðarmaður Birgis ísleifs Gunnarssonar fv. ráðherra og starfs- maður Sjálfstæðisflokksins, auk þess að vera ritstjóri tímarits ffjálshyggju- manna. Seming Guðmundar var hápóli- tísk og ffammistaða Guðmundar sem þjóðminjavarðar afar umdeild. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra og Guðmundur losuðu sig meðal annars við arkitekta sem um langt skeið höfðu unnið að teikning- um vegna endurbóta á Þjóðminja- safninu. í stað þeirra var fenginn í verkið Ögmundur Skarphéðinsson og skyldi hann teikna nýtt þjóð- minjasafn, sem ekkert samþykki var fyrir. Fleiri mannaráðningar í forsætis- ráðuneytinu orka tvímælis. Þannig hefur Davíð Oddsson á kjörtímabil- inu gert Guðmundur Árnason að deildarstjóra, nánar tiltekið 1992, en Guðmundur vann áður að sérverk- efnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forsætis- og fjármálaráðuneytin. Guðmundur vill í samtali við Viku- blaðið lítið tjá sig um þau verkefni, en segir að aðalvinnan fyrir Sjálf- stæðisflokkinn hafi verið verkefni fyrir Verkefnisstjórn flokksins undir forysm Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra. Sérverkefnin fyrir ráðuneytin hafi verið þau að hann var starfsmaður svokallaðrar „fortíð- arvandanefndar“. Ófá dæmi um klárlega pólitískar man- naráðningar Ekld er Davíð Oddsson forsætis- ráSierra eini ráðherra Sjálfstæðis- flokksins með pólitískar mannaráðn- ingar í ráðuneymnum. Nefna má nokkur umdeild tilvik: • Þór Sigfússon er titlaður „ráð- gjafi ráðherra“ hjá Friðrik Sophus- syni í fjármálaráðuneytinu. Hann átti sjálfstæðan feril í forysmsveit ungliðadeildar Flokksins og er auk þess bróðir Ama Sigfússonar. • Inga Dóra Sigfúsdóttir stjóm- málafræðingur er orðin fasmr starfe- maður á skrifetofu Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra, en hún er systir þeirra Þórs og Ama. • Pémr Asgeirsson er nýr hag- ffæðingur í menntamálaráðuneyt- inu. Hann er sonur Ásgeirs Pémrs- sonar fýrram bæjarfógeta, en Ásgeir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfetæðisflokkinn. • Þórhallur Jósepsson, aðstoðar- maður Halldórs Blöndal í sam- gönguráðuneytinu, hefur fengið tit- ilinn deildarstjóri. • Davíð Stefánsson, fyrrum for- maður Sambands ungra sjálfetæðis- manna, hefur verið gerður deildar- stjóri í samgönguráðuneyti Halldórs Blöndal. • Dagný Leifedóttir viðskipta- ffæðingur er orðin deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, en Dagný er dóttir Leife Magnússonar ffam- kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða. Leifur var í samgöngu- nefiid Sjálfstæðisflokksins 1982-89, formaður frá 1983. • Ingibjörg Þorsteinsdóttir er ffá október 1992 orðin lögfræðingur í tekju- og lagaskrifstofu fjármála- ráðuneytis. Hún sat fyrir Vöku í Stúdentaráði HÍ 1988-90. • Jóhann Baldursson er ffá októ- ber 1992 orðinn lögfræðingur í tekju- og lagadeild fjármálaráðu- neytisins. Jóhann, sem er bróðurson- urMagnúsar Jónssonar heitins, fyrr- um fyármálaráðherra Flokksins, sat í stjóm Vöku 1982-84 og í Stúdenta- ráði fyrir Vöku næsm tvö árin. Hér hafa ekki verið talin upp ýmis önnur tilvik, svo sem slápan ráðu- neytisstjóranna Jóns Birgis Jónsson- ar í samgönguráðuneytið og Guð- ríðar Sigurðardótmr í menntamála- ráðuneytið og heldur ekki pólitísk ráðning Jóns G. Tómassonar sem ríkislögmanns. Friðrik Þór Guðntundsson Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Stykkishólmi (Stykkishólms Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi viö 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráðabirgðalög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum or. 93/1994, aö viðtak- andi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgbir, búnað og innréttingar lyfjabúbarinnar. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er lyfjabúbin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í. Húseignin er fribuð og stendur vibgerb yfir. Þá fer fráfarandi lyfsali fram á að viötakandi lyfsali kaupi húseign lyfjaforðans í Grundarfirbi er tilheyrir Stykkishólms Apóteki. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimennt- un og lyfjafræðistörf, skal senda rábuneytinu fyrir 1. nóvember 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálarábuneytib, 3. október 1994.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.