Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 6
6 Samfélagið VIKUBLAÐIÐ 7. OKTÓBER 1994 tí Erindi Vilhjálms Árnasonar heimspekings á „Siðvæðingarfundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna á Hótel Sögu 22. september sl. Siðvæðing stjórnmála I! "þessu erindi langar mig til að reifa fáein atriði sem ég tel -skipta höfuðmáli þegar við hug- leiðum siðferði stjómmála. Eg hef ekki í hyggju að ræða nein tiltekin á- litamál um siðferðilegt réttmæti ein- stakra ákvarðana, heldur mun ég leitast við að ræða þau grundvallar- atriði sem ávallt þarf að hafa til við- miðunar þegar stjómvaldsaðgerðir em metnar. Fyrsta spurningin sem ég velti upp er því þessi: Hvernig getum við metið það hvað skiptd meginmáli þegar rætt er um siðferði stjóm- mála? Þegar þessari spurningu er svarað er mikilvægt að minna á þeg- ar í stað að þótt stjómmál séu sér- stakt svið mannlegrar starfsemi þá eiga þau að lúta sömu lögmálum og gilda um mannlífið yfirleitt. Nú kann mörgum ykkar að virðast að engan veginn sé ljóst hver þau lög- mál era. Afstæðishyggja um siðferði er útbreidd og er eflaust ein skýring- in á því hversu bágstödd þjóðmál- umræða er hér á landi. Ekkert kynd- ir meir undir gerræði stjórnmálanna í lýðræðisríki en viðmiðunarleysi í almennri umræðu. En þegar vel er að gáð kemur í ljós að langflestir átta sig á muninum á réttu og röngu og ganga daglega að honum vísum í hugsun sinn og breytni. Við gerum þá kröfu til fólks að það segi sann- leikann, standi við gefin loforð og gerða samninga, valdi saklausu fólki ekki skaða, svo grandvallaratriði séu nefnd. Heimspekingar deila um það á hvaða forsendum þessi siðaboð séu reist, en ég æda ekki út í þá sálma HEFUR ÞU FENGIÐIÐGJALDAYFIRLITIÐ? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. mars 1994 til 31. ágúst 1994. Ekki er óeðlilegt að greiðslu fyrir mánuðina júní 1994 til ágúst 1994 vanti í yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsam- legast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember n.k. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR-ÖRORKULÍFEYRIR-MAKALÍFEYRIR-BARNALÍFEYRIR GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu laun- þegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til við- komandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grund- velli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 814033, TELEFAX (91) 685092. hér. Ég mun einungis halda fram þeirri skoðun að almennar óskráðar siðareglur séu svo djúpt greyptar í vitund okkar vegna þess að án þeirra geti mannlífið ekki þrifizt og samfé- lagið ekki staðizt. Mannleg sam- skipti krefjast þess einfaldlega að ákveðnar reglur séu haldnar í heiðri og þeim verðum við að hlíta til þess að geta treyst hvert öðra. En siðferðið snýst ekki bara um ytri leikreglur sem við eigum að íylgja heldur líka um þá innri eigin- leika mannsins, mannkosti á borð við heiðarleika, sem skera úr um hvers vegna hann fylgir þeim. Þá er einnig ljóst að ekki nægir það eitt að fylgja reglum eða almennum siða- boðum, heldur verða menn að hafa dómgreind til þess að meta hvenær tiltekið siðaboð er viðeigandi og hvenær ekki. Það er til dæmis al- menn siðaregla að gera vinum sín- um greiða, en það er siðferðilega rangt og til marks um dómgreindar- leysi hjá stjórnmálamanni að hygla vinum sínum með embættisveiting- um. Þessir þættir, mannkostir og dómgreind, skera augljóslega oft úr um það hvort tiltekin breytni geti talizt lofsverð eða ekki. En hvers vegna að hefja máls á svona sjálfsögðum hlut? Það er vegna þess að eitt af því sem ein- kennt hefur stjórnmál víða á Vestur- löndum er að þau hafa tekið að lúta lögmálum og hegðunarregium sem brjóta í bága við siðgæðishugmyndir sem við viljurn almennt halda í heiðri. Svo dænti séu tekin þá hefur það eltki þótt óeðlilegt að stjórn- málamaður „hagræði sannleikan- um“, gangi á bak orða sinna, og „fari frjálslega með tölur“. Sá sem er öðr- um klókari í slíkum hráskinnsleik er jafnvel oft vera talinn „góður póli- tíkus“ en hinn grunnhygginn sem kemur fram af einlægni og heilind- um. Þessi þróun er eðlilegt af- sprengi þess hugsunarháttar að stjórnmál séu ekkert annað en bar- átta um völd. Það sé markmið í sjálfu sér að ná og halda völdum og í því skyni sé allt leyfilegt, a.m.k. allt sem rýmist innan ramma laganna. Þetta viðhorf mætti kalla tæknilega sýn á stjórnmálin, því hún snýst að ná valdi á viðfangsefhinu án tillits til siðferðilegra spurninga um réttmæti og sanngimi. Þessi tæknisýn á stjórnmálin er að mörgu leyti skiljanleg. Stjórnmál eru óneitanlega barátta um völd og í harðri valdabaráttu er ekki óeðlilegt að menn tefli stundum á tæpasta vað í samskiptum við pólitíska andstæð- inga. Þetta er hins vegar ekki rök fyrir því viðhorfi að valdabarátta sé markmið í sjálfu sér og helgi öll þau meðul sem menn kunna að kjósa sér. Stjórnmál era ekki markmið í sjálfu sér heldur leið manna til þess að ráða ráðum sínum um sameiginlega hagsmuni og leiða þau farsællega til lykta. Þetta atriði, hvort valdhafar stjórna til þess að efla sérhagsmuni sína eða til þess að efla sameiginleg- an hag þegnanna, ræður úrslitum um afdrif hins pólitíska samfélags. Af þessu sést vel að völd era tæki en ekki takmark í sjálfu sér, tæki til þess að koma í framkvæmd þeim hug- myndum sem stjórnmálamenn telja að tryggi farsæld heildarinnar.1 Þessa pólitísku hugsjón mætti sem bezt kenna við siðferðilega sýn á Vilhjálmur Árnason stjórnmálin. Hún er ekki ný,‘því hún er til dæmis inntakið í Stýómspeki Aristótelesar sem rituð var á 4. öld fýrir Krist. Hún hefur hins vegar átt lengi í vök að verjast og fyrir því era margbrotnar hugmyndasögulegar á- stæður sem ekki er ráðrúm til að ræða hér.2 Ég get einungis greint á- hrifin, sem mér virðast einkum vera tvenns konar. Annars vegar er af- leiðingin sú að pólitísk umræða snýst sjaldan um eiginleg siðferðileg markmið né lýtur hún réttnefndum siðferðilegum rökum. Markmiðin virðast einfaldlega vera gefin í „auknum hagvexti“ og rökin varða þá þann árangur sem pólitískar að- gerðir kunna að hafa í tiltölulega þröngu efhahagslegu tilliti. Oneit- anlega skiptir sú umræða máli fyrir hagsæld almennings, en almenn far- sæld tekur til mun fleiri þátta sem era forsendur jiess að fólk geti lifað góðu lífi. Hin afleiðingin af „afsið- un“ stjórnmálannna í þessum víða skilningi er að þau verða vettvangur tiltölulega þröngs hóps - atvinnu- stjórnmálamanna og stjórnmála- flokkanna - sem leitast við að tryggja eigin afkomu og völd. Um þetta segir í hinni ágætu bók Upp- reisti frá miðju: „Hagur flokksins er settur ofar þjóðarhag, tillitið til flokksins vegur þyngra en rökstudd sannfæring og tillitið til kjósenda kemur einna ljósast fram í óttanum við atkvæðatap. Það verður megin- verkefhi flokksins að auka fulltrúa- fjölda sinn innan valdastofnana ...“.3 Vegna þessa virðingarleysis stjórn- málamanna gagnvart umbjóðendum sínum, hefur almenningur almennt glatað virðingu sinni fýrir fulltrúum sínum og pólitískur doði hefur sezt að í hugum margra í lýðræðisríkjum samtímans. Það er alvarlegt á- hyggjuefhi því þar með dæmir hinn eiginlegi valdhafi, lýðurinn, sjálfan sig úr leik. Enn er aukið á þessa firr- ingu stjórnmálanna frá almenningi með síauknu valdi sérfróðra ráðu-. nauta og sérfræðinga í stjórnkerfinu. Þeir gefa afdrifaríkum pólitískum á- kvörðunum tæknilegt yfirbragð því úrlausnarefhin eru sögð vera á valdi sérfræðinga einna. Þessi tæknivæð- ing stjórnmálanna á stóran þátt í því að útiloka almenna pólitíska um- ræðu.4 Nú kann einhverjum að þykja ég vera kominn út fýrir efnið. Ég er hins vegar sannfærður um það að afar takmarkað sé og jafhvel hættu- legt að ræða um siðferði stjórnmála úr samhengi við þá almennu sýn sem mótazt hefur til stjórnmála og þá stjórnsiði sem ríkja. Höfúðástæð- an er sú að ef hin tæknileg sýn á stjórnmálin er ríkjandi og siðferði- legri uinræðu er skipulega úthýst, þá era allar tilraunir til siðvæðingar stjórnmálanna dæmdar til að mis- takast. Raunar er þá hættan sú, eins og þegar hefur borið á til dæmis í bandarískum stjórnmálum, að sið- ferðið verði einungis enn eitt vopnið

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.