Vikublaðið


Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 07.10.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 7. OKTOBER 1994 Menningin 9 Eineltið gegn velferðinni Joachim Israel: Klappjakt pá valfárden. Ordfiront 1994. ✓ kosningum ti! sænska þingsins haustið 1991 misstu jaíhaðar- menn þar nokkuð fylgi og við tók samstjórn borgaraflokkanna undir forystu Hægri flokks Carl Bildts. Sá flokkur hafði að stórum hluta lent í höndum trúboða frjálshyggjunnar, menntunarlitlum og reynslulausum ungherjum með vöruhyggjuna sem sína einu hugsjón. I nýafstöðnum þingkosningum unnu jafhaðarmenn frækinn sigur og réð afstaðan til velferðarkerfisins mestu um úrslitin. A ríkisstjórnarárum Bildts gerðu postular nýffjálshyggjunnar í Svíþjóð sitt besta til að veikja og rífa það há- þróaða velferðarkerfi, sem jafnaðar- menn og verkalýðshreyfingin höfðu byggt upp. A Islandi hafa hugmynda- ffæðingar borgarastéttarinnar talað um þetta tímabil sem „hrun sænska vöggustofúsósíalismans." En hvað er það í raun sem hefur hrunið og af- hverju? Joachim Israel, prófessor í félags- fræði, hefur sent ffá sér áhugaverða úttekt á þróun mála þessi ár borgara- legrar stjómar. Bókina kallar hann „Klappjakt pá válfárden“, sem þýða mætti Velferðin lögð í einelti. Má af þeim tdtli merkja hvað Israel telur merkast við þetta valdau'mabil. Þarf raunar ekki að koma á óvart þó valda- taka frjálshyggjustjómar hafi í för með sér árásir á velferðarkerfið. Is- lendingar hafa fengið að kynnast hinu sama síðastliðin ár. Bókin er hins veg- ar ekki hvað síst áhugaverð fyrir úttekt Israel á því hvernig árásirnar hafa ver- ið rétdættar með tilvísun til ímynd- aðrar kreppu sænsks samfélags og til hugmyndaffæði frjálshyggjunnar, „hver er sjálfúm sér næstur.“ Skatttekjur frá ríki til fjár- málasukkara Raunar telur Israel að upphaf þeirra skerðinga á lýðréttindum sem Svíar hafa þurft að upplifa síðustu ár megi rekja til síðustu stjórnarára jafnaðar- manna og þá sérstaklega skattabreyt- ingar sem þáverandi ráðherra fjár- mála, Kjeld Olof Feldt, var höfundur að. Yfirlýst markmið þessarar breyt- ingar var að draga almennt úr skatt- heimtu og sérstaklega létta „byrðum" af fyrirtækjunum. Þessi skattkerfis- breyting vakti lítinn fögnuð meðal verkafólks og benda rannsóknir stjórnmálafræðinga til að kosningátap jafnaðarmanna 1991 megi rekja til þess að sá hópur hafi í óvanalega litl- uin inæli stutt jafhaðarmenn. Að auki kom síðar í ljós, sem marg- ir höfðu óttast, að heildarniðurstaða skattabreytingarinnar varð tap fyrir ríkissjóð. Ekki varð vart þeirra efna- hagslegu fjörgunaráhrifa sem hag- ffæðingarnir höfðu spáð og áttu að vega upp skattalækkanir. Almenningi leist ekki á ástandið og lagði því þá skildinga, sem honum áskotnaðist með lækkun skatta, í banka í stað þess að auka neyslu. Bankar og fyrirtæki fjárfestu ekki innanlands en Iögðust í peningabrask og keyptu fasteignir er- lendis. Kampavínsærðir fjármála- hvolpar sólunduðu milljörðum sem skyndilega voru til ráðstöfunar á hin- um „frjálsa markaði." Fyrirtæki ráðið til að túlka tilveruna Þessi breyting auðveldaði Bildt og félögum hans eftirleikinn þá þeir voru sestir í valdastólana. En þeir fengu líka drjúga hjálp frá hugmyndaffæð- ingum borgaranna. Sænska vinnuveit- endasambandið (SAF) hóf á síðasta áratug meðvitaða gagnsókn í sænskri umræðu. Komið var upp sérstöku fyr- irtæki (Timbro) til að sinna því hlut- verld að túlka tilveruna eins og SAF vildi. Fjármagn fékk þetta fyrirtæki lítt takmarkað og hefur nú í áratug dælt út áróðursritum og bæklingum sem hamrað hafa á nokkrum grund- vallar„sannindum“ ffjálshyggjunnar. Erlendar skuldir eiga að vera hræði- lega háar, allt of mikið af þjóðarfram- leiðslunni fari til opinbera geirans og allt sem frá hinu opinbera komi sé ó- þarflega dýrt og illa unnið. Opinberir starfsmenn séu í raun á framfæri þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækj- um. Kannast menn nokkuð við tón- inn? Israel fer vandlega í gegnum helstu rökseindir sem beitt hefur verið gegn velferðarkerfmu og sýnir fram á hvernig þær byggja ýmist á hreinum fölsunuin svo sem talið um erlendu skuldirnar, eða hvíla í alrönguin for- sendum, svo sem talið um litla „fram- leiðni" opinbera geirans. Seinni röksemdin byggist á því að gengið er út frá líkönum þjóðhagffæði um mat á ffamleiðni. Þá er alveg litið ffam hjá þeim markmiðuin sem póli- tíska kerfið hcfur sett opinberum stofnunum. í flestum tilfellum er um að ræða stofnanir og þjónustu, sem á að nýtast öllum jafint, án tillits til efna- hagslegrar stöðu. Við slíkar stofnanir þýðir ekki að beita sama mati og not- að er á fyrirtæki sem ffamleiðir vöru sem á að fara á markað og er aðeins keypt af þeiin sem efni hafa á. Með öðrum orðum; er sá kennari, sem kennir 35 nemum „ffamleiðnari" en sá sem kennir 30? Þarf ekki að taka til- lit til niðurstaðna kennslunnar? Og ætli sé ekki líka rétt að huga að því hvaða forsendur nemendurnir höfðu þegar þeir komu til kennarans? Baráttan gegn verðbólgu ein allsherjar réttlæting Líkt og hjá öðrum ný-frjálshyggju mönnum skyggir baráttan gegn verð- bólgu á allt annað. Atvinnuleysi og skerðingar lýðréttinda eru réttlættar með því að þetta sé herkostnaður í baráttunni við verðbólguna. Enn þyk- ist maður kannast við orðfærið en að sumu leyti ætti þetta að vera einkenni- legra í Svíþjóð en á íslandi sökum þess að verðbólga hefur aldrei verið veru- leg þar og sjaldnast nema einu til tveim prósentustigum hærri en í OECD löndunum. En Israel bendir á að kostnaðurinn við að lækka verð- bólgu, sérstaklega þegar hún er komin niður undir fjögur stág, sé það hár að óréttlætanlegt sé að halda baráttunni til streitu enda ástæðulaust nema þá til að koma höggi á verkalýðshreyfing- una. Þegar verðbólga er tiltölulega lág kostar það um það bil fjögur prósent af þjóðarffamleiðslunni að lækka hana um eitt prósent. Til þess þarf að þrengja að efnahagskerfinu með auknu atvinnuleysi, samdrætti í fram- leiðslu og háum vöxtum, sem gera fjárfestingu allt að því ómögulega. Og öllu þessu hefur verið beitt í Svíþjóð og enn er líkt og maður kannist við aðgerðirnar hérlendis. En hver ætti þá að vera tilgangur slíkra aðgerða? Að dómi Israel er það tvennt sem vakir fyrir mönnum. Ann- ars vegar er um að ræða tilraun til að koma höggi á verkalýðshreyfinguna. Hins vegar og því nátengt, er að ffemsta markmið frjálshyggjunnar er að hlutgera alla þætti mannlegrar til- veru. Allt á að vera til sölu á „ffjálsum" markaði hvort sem það eru dömu- bindi, kaffi, líf, heilsa, æra eða ást. Og til þess að ná ffam þessum markmið- um er vísasta leiðin að grafa undan réttindum og öryggi almennings. Enn hefur þó ekki gengið sem skyldi að mati hugmyndafræðinga SAE enda er sænska verkalýðshreyfingin firna sterk og hefur getað komið í veg fyrir margar þeirra aðgerða sem Bildt hef- ur viljað beita sér fyrir. Frelsið til að gera allt að söluvöru Engu að síður hefur verulega verið höggvið í sænsku velferðina á undan- förnum árum. Versta hlið þessa máls, að mati Israel, er þó hvernig hug- myndaffæði frjálshyggjunnar er tekin að gegnsýra sænskt samfélag og þó sérstaklega hina opinberu umræðu. Kannanir sýna að almenningur er reiðubúinn að greiða háa skatta ef þeim fylgir gott velferðarkerfi, öryggi og tryggur aðbúnaður þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Sænsk- ir jafnaðarmenn hafa enda alltaf lagt áherslu á að velferðin væri fyrir alla en ekki ölmusa eða fátækrahjálp. Sú tekjutenging allra bóta sem kli'ku Jóns Baldvins er svo hugstæð er fjarri hugs- unarhætti hinna sænsku krata. Þar fá allir foreldrar barnabætur, kóngurinn líka. Og þar eru atvinnuleysisbætur hlutfall af fyrri tekjum vegna þess að gengið er út frá tekjuöryggi, en ekki bónbjörgum. A Islandi virðast menn hins vegar þokkalega sáttir við að bæt- ur til þeirra sem missa vinnuna dugi til lifa af en ekki til að lifa. Hérlendis sem og í Svíþjóð, Bret- landi og Bandaríkjunum er uppá- haldsorð frjálshyggjunnar, „frelsi.“ Það minnir á að þegar Stalinistar horfins tíma stofnuðu félög voru þau gjarnan skreytt með orðinu lýðræði. „Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra hitt og þetta.“ A stundum virðist svo sem mönnum sé tamast að skreyta sig með því sem þeir eru veikastir í. Þannig er það með frelsi þeirra ffjálshyggjumanna. Stjórnmálaleg hegðun þeirra beinist fyrst og ffemst að því að breyta mönnum úr sjálfstæð- um gerendum í þolendur. Frelsið er þeirra sem hafa völdin og auðinn. Þetta er í samræmi við þann siðferðis- boðskap sem liggur að baki kúrfum þeim sem hagffæðingar ffjálshyggj- unnar veifa. Maðurinn á að vera eigin- gjarn og gefa dauðann og djöfulinn í samstöðu, samhjálp og stuðning. Hver fyrir sig og þá reddast þetta allt. Valffelsið sem svo hátt er lofsungið er aðeins til fyrir þá sem búa yfir nauð- synlegum björgum, eru ungir, ríkir, ffekir og í réttum flokki. Hinir mega eiga sig. Víð erum enn af holdi og blóði I þessari stuttu bók (125 bls.) hefur Israel tekist að koma saman miklum fróðleik um hvernig alröng efhahags- stefna hefúr dýpkað verulega þá kreppu sem hlaut að verða í Svíþjóð í tengslum við hina alþjóðlegu kreppu. Og hann bendir einnig á hvernig sú efnahagsstefha hvílir á óskum ffjáls- hyggjunnar um að brjóta niður vel- ferðarkerfið sem verkafólk hefúr byggt upp. Síðast en ekki síst bendir Israel á að ekkert af því sem okkur er stöðugt sagt. að sé „óumflýjanlegt“ sé það í raun og veru. Hvort sem ákvarð- anir eru teknar á þingum eða mörkuð- um þá er það fólk af holdi og blóði sem tekur þær. Og slíkt fólk getur líka tekið aðrar ákvarðanir og beint þróun samfélagsins í aðra átt. Það er ekkert gefið, engin söguleg nauðsyn né lög- mál markaða. Okkar er að ákvarða leiðina. Höfundur er félagsffæðingur. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-2.fl. 25.10.94-25.10.95 kr. 284.388,70 1981-2.fl. 15.10.94-15.10.95 kr. 172.170,20 1982-2.fl. 01.10.94-01.10.95 kr. 121.042,20 1987-2.ÍI.A 6 ár 10.10.94 -10.10.95 kr. 31.865,20 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. september 1994 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.