Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 14. OKTOBER 1994 Alvarlegasta siðspilling ríkisstjórnarinnar? Hluthafinn í Eimskip lagði niður Ríkisskip Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra lét endurskoð- endur Eimskípafélagsins taka út rekstur Ríkisskipa. Ilalldór Blöndal landbúnað- arráðherra lét fyrirtæki náfrænda sinna taka sam- an skýrslu um stöðu físk- eldisins. Eitdivert alvarlegasta tilwkið síðari ára um siðlausan hags- munaárekstur við. embættis- gjörð ráðherra áttí sér stað þegar í upphafi ferils ríkisstjórnarinnar. Eitt allra fyrsta verk Halldórs Blöndals sem samgönguráðherra var að láta gera úttekt á stöðu Skipaútgerðar ríkisins (Ríkisskips), en Halldór var þá í trúnaðarstörfum fyrir Sjóvá-Al- rnennar, stærsta hluthafann í Eim- skip, samkeppnisaðila Ríkisskips. Eimskipamenn útfarar- stjórar Ríkisskipa Til að framkvæma úttektina fékk Halldór Blöndal tíl liðs við sig end- urskoðendur Eimskipafélagsins eða nánar tíltekið Endurskoðun Aknr- eyrar hf., sem er dótturfyrirtæki og í raun aðeins Akureyrarútibú Endur- skoðunar hf. í Reykjavík, fyrirtækis Olafs Nilssonar og félaga. Endur- skoðun hf., með Olaf Nilsson sem stjórnarformann, er endurskoðunar- fyrirtæki Eimskipafélagsins og Ólaf- ur persónulega einn kjörinna endur- skoðenda. Eimskip haíði vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta og end- urskoðendurnir fyrir hönd þess fé- lags. Það var niðurstaða þeirra og ráðherrans að Ríkisskip seldi eitt Halldór Blöndal hóf feril sinn sem ráðherra með tveim- ur siðlausum ákvörðunum; önnur þjónaði þeim tilgangi að hygla Eimskip en hin náfrændum hans í Talna- könnun hf. Erum við víkingar? Náfnið á þessari gréin' gætí verið spurning á prófi; kannski í sagnfræði, en það yrði að bæta við: b) Hvernig? Svarið við fyrra liðnum yrði auðvelt - annað hvort: Alveg meiriháttar eða Alveg ör- ugglega. Svarið við síðari liðnum gæti vafist fyrir nemandanum sem gæti ekki svarað báðurn með: „Við erum víkingar á meiriháttar hátt!“ Sagnfræðingar hafa haldið því fram, og slíldr menn fara hvorki með fleipur rié skáldskap heldur rök byggð á fomum heimildum, að við höíum áldrei verið víkingar, vegna þess að þegar við fórum til þessarar afskekkm eyjar til að lifa þar enda- laust á fiski og Iambakjöti, hafi víkingatímabilinu verið lokið á meg- inlandi Evrópu, þ.e.a.s. gráðugir karlmenn úr norðurhluta Evrópu vom hættir að fara um álfúna og hrifsa til sín góss í suðlæguin borg- um. 1 staðinn fóm þeir tiltölulega hlýðnir, en kannsld þó ergilegir, með konum sínum að sitja lömb og spinna ull heima og bíða eftir að kartöflurækt gæti hafist ineð vorínú og yfirvofandi fundi Ameríku. Vegna ótta við prófessora í bænda- samfélagsfræðum þori ég ekki að halda nelriu fram um það hvað við Guðbergur Bergsson vorum að erinda hingað, en segi það sem alsagt er: i „Við vildum sitja frjáls við rokk í baðstofú og spinna þríband í sokk undir lestri á heimsbókmenntum við himneskt ljós frá grútarlampa.“ Hann var betri en útlenda rafur- magnið sem hefúr kúgað og rekið okkur til vinnu á þeim tíina dags þegar við gátum áður hallað okkur á stokkinn og geispað. Það fór ekki fram hjá Ameríkan- anum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hvað- við væmm, þegar hann sá ís- lensku ferðamennina með töskumar sínar í tollinum. Mér skilst að nýtt víkingatímabil hafi byrjað hjá ykkur, sagði hann. Gamla konan við hliðina á honum skildi þetta ekki, en þá kom maður góður í ensku og túlkaði orðin, en síðan hina vægast sagt einkennilegu söguskoðun Kanans, að íslendingar samtímans fari í víking til megin- landsins til að kaupa á sig galla og gottirí. Eitthvað hlaut hann að vera kunn- ugur yerslunarháttum landsmanna og tengt þá hádum víkinga, að hrifsa og sópa til sín í erlendum búðum og skilja aðeins búðarstúlkumar eftir. Víkingarnir fóm eins að, því ís- lenskar konur vora fegurstar í heinti, sagði Kaninn. Hann gaf þá skýringu á því, hvers vegna þær væru eklci „rifriar út“ er- lendis, þegar þær kæmu í verslunar- ferðir með fegurð sína innan um ljót- ar útlendar konui', að enginn karl- maður kæmi hönd á valkyrjumar sem hrifsuðu úr búðum allt sem hönd og tönn á festir og hlypu út á flugvöll og kölluðu á Flugleiðir til að komast heiin með góssið. Þannig eyðileggið þið eina af at- vinnugreinuin ykkar, frjálsan markað og innlenda samkeppni, bætti ís- landsvinurinn við og spurði: Hvernig getur þjóðin elskað og lofsungið sitt pund, eins og þið gerið, ef verslunin flyst úr ykkar stórbrotna landi? í fari okkar eru mótsangir sem útlendingar skilja ekki, sagði túlk- urinn og bætti því við, að þannig væm áhrif elds og ísa. Hvaða áhrif hefur þá hafragrautur- inn haft á ykkur? spurði Kaninn. skipa sinna og hætti Færeyjasigling- um, sem öfluðu félaginu tekna um- fram gjöld, en tók verkefúi af Eim- skip. Halldór var sem fyrr segir sjálfur beinn persónulegur hagsmunaaðili. Elann var fyrr þetta vorið, áður en hann varð ráðherra, kjörinn til trún- aðarstarfa hjá Sjóvá-Almennutn, stærsta einstaka eiganda Eimskipafé- lagsins (11,1%). Hann var kjörinn varastjórnannaður. Engin tilkynn- ing hafði borist hlutafélagaskrá um afsögn Halldórs. Þetta er til samans mjög gróft dæmi um hagsmunaárekstra, en þá er.sagan ekki öll sögð. Sem sam- gönguráðherra hafði Halldór Bliin- dal við þessa embættisgjörð í vegar- nesti stefnu Sjálfstæðisílokksins í samgöngumálum eins og hún var samþykkt á síðast haldna landsfundi flokksins. Ályktun samgöngunefirdar flokksins var samþykkt, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir að einkafyrirtæki tæki yfir flest verkefni Ríkisskips. Formaður samgöngu- nefirdar flokksins og aðalhöfundur á- lykmnarinnar og þar ineð stefúunnar var Tómas William Möller, þáver- andi forstöðuinaður landrelcstrar- sviðs Eimskipafélagsins. Og frændur fengu fisk- eldið Í sama inund og Halldór var sem samgönguráðherra að biðja Olaf Nilsson og félaga að taka út Ríkis- skip sneri hann sér við, fór í búning landbúnaðarráðherra og bankaði upp á hjá frændum sínum af Engeyj- arætt. Erindið var ekki af verri end- anum fyrir frændurna - þeir skyldu taka saman inyndarlega skýrslu um stöðu fiskeldisins á íslandi. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra bað með öðmm orðum fyrir- tækið Talnakönnun hf. að taka sam- an skýrsluna og breytti í engu að for- veri hans, Steingrímur J. Sigíússon, hafði skömmu áður fengið í ráðu- neytið myndarlega úttekt á sömu at- vinnugrein. Talnakönnun hf. er fyrirtæki ná- frænda Halldórs. Það er í eigu bræðranna Benedikts og Sigurðar Jóhannessona, Vigdísar Jónsdóttur eiginkonu Benedikts og föður þeirra bræðra, Jóhannesar Zoega fyrruin hitaveitustjóra. Eiginkona Jóhannes- ar, Guðrún Benediktsdóttir og móð- ir Halldórs, Kristjana, vora systur. Benedikt, fratnkvæmdastjóri Talna- köimunar, Sigurður, stjórnarfor- maður fyrirtækisins og Halldór ráð- herra em með öðmm orðum tví- menningar, sysö-asynir. Til hliðsjónar má í þessu sam- bandi hafa vanhæfisákvæði stjórn- sýslulaga, þar sem aðili er talinn van- hæfur til meðferðar máls „ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan légg eða að öðmm lið til hliðar....“. Friðrik Þór Guðmundsson Útboö F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Mælaskipti". Verkið felst í því að skipta um mæla á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Alls er um að ræða 2.000 mælaskipti. Verkinu skal lokið á innan við 10 vikum. Útboðið er opið fyrir alla pípulagningameistara sem löggildingu hafa í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. október 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ARKITEKT Byggingafulltrúinn í Reykjavík óskar eftir aö ráða arkitekt. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í arkitektúr og hafa starfsreynslu á því sviði. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, berist fyrir 21. október nk. til starfs- mannastjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, þriðju hæð, sem ásamt byggingafulltrúa gefur upplýsingar um starfið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.