Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 14. OKTÓBER 1994 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fjórði útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Alþýðublaðinu þriðjudaginn 11. október. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Exn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 Innlausnardagur 15. október 1994. 1. flokkur 1991: Nafriverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.415.619 kr. 141.562 kr. 14.156 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.259.628 kr. 629.814 kr. 125.963 kr. 12.596 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.203.175 kr. 1.240.635 kr. 124.063 kr. 12.406 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.105.825 kr. 1.221.165 kr. 122.116 kr. 12.212 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.623.148 kr. 1.124.630 kr. 112.463 kr. 11.246 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSg húsnæðisstofnun ríkisins J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 Amnesty og listin Einn, tveir, þrír... Vetrardvalinn er hafinn Allir eiga að loka sig inní bœlum sínum og svo skulum við sjá hver liggur lengst í híði. Þið þekkið samkeppnisreglii'nwr: engin hreyfi?ig, engir draumar, engin hugsun. Hver sem verður ber að hugsun er úr leik og okkur óviðkomandi. Upphaf ljóðsins „Samkeppni“ efrir rúmenska skáldið Marin Sorescu. I ljóðinu er lýst aðferð tíl að lifa af í al- ræðisríki og - þótt undarlegt megi virðast - þeirri leið sem alltof margir þegnar lýðræðisríkja virðast velja; að loka sig inni í sínu híði, láta sig umheiminn engu skipta, firrna ekki til með öðrum, vera ekki. Amnesty Intemational, sem var stofnað 1961, reynir að draga fólk upp úr vetrardvala sinnuleysisins. Með því að láta vita af mannréttindabrotum, auglýsa þau hreint og beint, þá ýta samtökin við fólki. Myndir af fólki sem haldið er föngnu vegna skoðana sinna eða kynþáttar geta orðið til þess að gera fólki ljóst að það er fólk eins og þú og ég sem þjáist. Stundum dugir það. Ljóð geta líka haft áhrif. Þau segja miklu meira en stað- reyndir eða þurrar tölur. Þess þegna þótti vel við að gefa út á íslensku alþjóðlegt ljóðasafn í tilefni af tutt- ugu ára afmæli íslandsdeildar Amnesty Intemational. Sigurður A Magnússon rithöfundur og formaður ís- lensku deildarinnar þýddi safnið, skrifaði formála að því og valdi íslensk ljóð í það. Safhið heitir: Ur ríki samviskunnar. Kvikmyndalistin fékk einnig sitt á þessari afrnælishá- tíð Amnesty. í tilefni af afmælinu vom sýndar sjö kvik- myndir sem allar tengjast mannréttindum á einhvern hátt. Reporting on Death var ein þeirra. Hún varpar ffarn spumingum um hlutverk og ábyrgð fjölmiðla. Eiga þeir að taka þátt í atburðum? Verða þeir kannski til þess að hafa áhrif á og jafhvel skapa atburðarrás með því einu að segja frá, vera á staðnum? Sú virðist hafa orðið raunin í Perú þegar fangar í E1 Pixtofangelsinu gerðu uppreisn einmitt þegar eiginkona sendiherra Venezúela var í heimsókn. Þeir tóku hana og þrjá aðra sem gísla og um leið hófst atburðarás sem endaði með dauða fjölda manns. Sjónvarpað er beint frá uppreisn- inni. Fangamir fá að sjá sjálfa sig í sjónvarpi. Finnst þeir vera orðnir að hetjum. Það er erfitt að gefast upp og láta af kröfum sínum þegar milljónir manna fylgjast með þér í sjónvarpinu. Það er óhugnanlegt að fylgjast með því hvernig allt snýst um það að ná nógu góðum „skotum“ af blóðbaðinu og grimmdinni. Aðalpersóna myndarinnar, sjónvarpskona ffá Venezúela, biður for- stjóra einnar sjónvarpsstöðvarinnar um að stöðva beina útsendingu frá þessum atburðum, en hann neitar, enda sjaldan náð jafn mörgum áhorfendum að sjónvarps- skjánum í einu. Það sást heilmikið blóð í útsendingunni ffá fanga- uppreisninni í E1 Pixto, þetta var eins og besta spennu- mynd og auðvitað enn meira spennandi af því að allt var þetta í alvörunni. Fangarnir nýttu sér fjölmiðlana til hins ýtrasta og þegar þeir settu ffam kröfur sínar þá var það ekki við fulltrúa stjórnvalda. Nei, fjórða valdið, fjölmiðlarnir, birti kröfur þeirra. Reporting on Death er máttug áminning um ábyrgð fjölmiðlanna og nánast óbærilega spennandi. Það er svo spennandi að fylgjast með þjáningum og dauða. Tango Ferez gerist í Argentínu á tímum stúdenta- uppreisnanna. Það er herforingjastjóm. Slík stjórn ger- ir ekki beinlínis ráð fyrir þeim ffávikum frá almennt viðurkenndri hegðun og hugsun sem fylgdi hippunum. Þar sem vestræn lýðræðissamfélög áttu erfitt með að sætta sig við hippana, hugmyndaffæði þeirra og lífstíl, þá var það fullkomlega ómögulegt fyrir herforingja- stjóm sem auðvitað þoldi enga gagnrýni, hvað þá mót- mælafúndi og kröfugöngur. Tango Ferez er söngvari í rokkhljómsveit. Hann er viðkvæmur, stoltur og hefur Sterka réttlætiskennd. Stórhættuleg blanda fyrir mann sem býr viðberforingjastjórn, enda fer illa fyrir Tango. Hann tekur þátt í mótmælaaðgerðum, storkar ungum nýnasistum, kyssir stúlkuna sem hann elskar úti á götu, reykir hass og gengur berserksgang þegar hann heyrir að búið er að taka upp lag og texta eftir hann sjálfan og breyta textanum án hans leyfist. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitar hann að njósna fyrir stjórnvöld. I lokin er þannig komið fyrir honum að aðeins dauðinn gat bjargað. Tango Ferez er sönn og átakanlega saga. Hins vegar fannst mér vanta í hana meiri sögulegan og pólítískan bakgmnn. Líklegan er ástæðan sú að mynd- in er gerð fyrir argentínskan markað, þar sem fólk þekkir bæði Tango og þær aðstæður sem hann bjó við. - is. 4*" FLOKKSSTARFID !• Fulltrúar Alþýðubandalagsins í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Samráðsfundur verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 17.15 að Laugavegi 3. Fundarefni: Fjárhagsáætlun. Önnur mál. Guðrún Ágústsdóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.