Vikublaðið


Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 6
6 VTKUBLAÐIÐ 14. OKTÓBER 1994 Hrafnsdómuriim bírtur Vikublaðið var á íimmtudag ; birta forsendur dóms og dóni Hrafn Gunnlaugsson höfðaði það hér á eftir: Ar 1994, fimmtudaginn 6. októ- ber, var á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli Hrafhs Gunn- laugssonar gegn Hildi Jónsdóttur og Alþýðubandalaginu kveðinn upp svohljóðandi DÓMUR Telja verður að í grein þeirri og pisdum í Vikublaðinu, sem hér um ræðir, felist grófar ærumeiðingar í garð stefnanda. Er þar víða að finna ósannindi sem varpað er á borð sem staðreyndum. Til grundvallar ýms- um þessara staðhæfinga er lögð skýrsla ríkisendurskoðunar um „Fjár- málaleg samskipti Hrafns Gunn- laugssonar við ýmsa opinbera aðila“ sem út kom í júlí 1993 en stefnda Hildur hefur í ffamburði sínum hér fyrir dómi greint ffá því að tilefhi of- angreindra skrifa hafi verið útkoma nefhdrar skýrslu og sú^umræða sem fylgdi í kjölfar hennar. í grein þessari og pistlum er sannleikurinn afbakað- ur og oft beinlínis farið með rangt mál. Þykir ljóst að með skrifúm þess- um sé verið að gera stefhanda og störf hans tortryggileg í augum al- mennings. Af hálfu stefhdu er því m.a. haldið ffam að pistlamir ,A flækingi" og „Tilveran og ég“, séu ritaðir í „háðsá- deilustíl" og verði að skilja þá í því samhengi. „Háðsádeilustíll" þessi leiðir að mati dómsins eigi til þess að sá, sem ummæli setur ffam, geti í skjóli þessara stílbragða leyft sér, án ábyrgðar, að ráðast að æm manna og persónu, sbr. orðalag 72. gr. stjómar- skrárinnar um tjáningarfrelsi: „þó verður hann að ábyrgjast þær [hugs- anir sínar] fyrir dómi.“ Verður því ekki fallist á sýknukröfu stefhdu sam- kvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar. A. Krafa um ómerkingu um- mæla. í fyrri viku dæmt til að isniðurstöðu í máli því sem gegn Vikublaðinu og fer Verður nú fjallað um einstök um- mæli, eins og þau koma fyrir undir töluliðunum 1-9 í kröfugerð, og fyrst tekin afstaða til kröfu stefhanda um ómerkingu þeirra: 1.16.7.1993, úr greininni „I blekkj- mn ogskugga hrafiis. “ „I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur ffam að Hrafh hafi fengið að núvirði úr Kvikmyndasjóði um 91,5 milljónir króna. Þar kemur líka fram að hann hefur ýmist gengið á svig eða brotið gegn flestum veigamestu skil- yrðum sjóðsins hvaða nafni sem þau nefnast - til dæmis varðandi skil á greinargerðum og upplýsingar um fjánnögnunaraðila.‘r Af skýrslu ríkisendurskoðunar eða öðrum málsgögnum verður hvergi ráðið að stefnandi hafi á einn eða annan hátt brotið gegn skilyrðum Kvikmyndasjóðs miðað við þær starfsvenjur sem höfðu skapast hjá sjóðnum, m.a. varðandi skil á grein- argerðum og upplýsingar um fjár- mögnunaraðila. Þegar samhengi upphafsorða ofangreindra ummæla og þess texta, sem á eftir kemur, er virt í heild þykir ljóst að verið sé að era það tortryggilegt að stefhandi afi fengið 91,5 milljónir króna úr Kvikmyndasjóði þrátt fýrir að hann hafi brotið gegn skilyrðum sjóðsins. Að áliti dómsins er hér um meiðandi aðdróttun í garð stefnanda að ræða og ber að taka til greina kröfu hans um ómerkingu ofangreindra um- mæla, sbr. 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2.16.7.1993, úr greininni „I hlekkj- um ogskugga hrajns“. „I þriðja lagi þarf að nefna til þess- arar sögu Sjónvarpið. Hrafn er starfs- maður þess og hefur verið síðustu sjö ár - að vísu í leyfi um alllangan tíma. Á þeim sama tíma hefur hann selt sjónvarpinu vörur og þjónustu fyrir 2 5 milljónir króna - sjálfum sér. Það er athyglisvert að viðskipti þessi við Hrafh hófust ekki fyrr en eftir að hann sjálfur var kominn í stöðu dag- skrárstjóra. Hann hefur sem starfs- maður sjónvarpsins haft betri stöðu en allir aðrir kvikmyndagerðarmenn, ekki aðeins sín vegna beint heldur einnig óbeint með því að aðrir kvik- myndagerðarmenn og tæknimenn hafa orðið háðir honum með aðstöðu og verkefhi. Það á reyndar líka við um Kvikmyndasjóðinn og í seinni tíð menntamálaráðuneytið en á báðum þeim stöðum hefur hann haft úrlita- sambönd um skemmri eða lengri tíma.“ I niðurstöðu skýrslu ríkisendur- skoðunar um fjárhagsleg samskipti stefnanda við Sjónvarpið greinir frá því að greiðslur Sjónvarpsins til stefhanda og fyrirtælcis hans og fjöl- skyldu hans, F.I.L.M., frá árinu 1986 hafi í hverju einstöku tilviki verið í þokkalegu samræmi við það sem tfðkast hafi um samsvarandi grejðslur til annarra vegna sambærilegra við- skipta. Leiddi athugun ríkisendur- skoðunar elcki í ljós að sérstök ástæða væri til að ætla að stefhandi hafi hyglað sjálfum sér fjárhagslega í starfi sínu hjá Sjónvarpinu. I málinu er engum gögnum til að dreifa sem sanna eða gera sennilegt að stefnandi hafi misnotað aðstöðu sína hjá Sjón- varpinu sem dagskrárstjóri til að hygla sjálfum sér. Þá hafa stefndu eigi lagt ffarn neinn gögn til sönnunar því að stefhandi hafi gert aðra kvik- myndagerðarmenn og tæknimenn sér háða með aðstöðu og verkefhi. Ennffemur hefur stefndu eigi tekist að sýna fram á að stefhandi hafi haft úrslitasambönd hvað ofangreint varðar í Kvikmyndasjóði og mennta- málaráðuneyti. Með ummælum þeim, er í þessum kröfulið ræðir um, er að mati dómsins reynt að gera stefnanda og verk hans tortryggileg. Þykir hér vera um ærumeiðandi að- dróttanir að ræða og er fallist á kröfu stefhanda um ómerkingu þeirra, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. 3.16.7.1993, úr greininni „I hlekkj- um ogskugga hrafhs.“ „Fari svo verður ekki aðeins sjón- varpið heldur öll íslensk menning í skugga hrafnsins; Sjónvarpið vegna þess að Hrafn misnotar þar aðstöðu sína til þess að koma inn sínu fólki, sínum mönnum og sínum þáttum og um leið gerir hann allt sem hann get- ur til að hindra að aðrir fái að sjást á skermum sjónvarpsins. Þannig verð- ur þjóðin um sinn ekki aðeins í skugga hrafnsins heldur líka í hlekkj- um hans.“ Að mati dómsins er hér um algjör- lega órökstuddar fullyrðingar að ræða sem hvergi er að finna stoð í gögnum málsins. Verður að telja að í ofangreindum ummælum felist gróf- ar og ærumeiðandi aðdróttanir í garð stefnanda og ber að ómerkja ummæl- in í heild sinni samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. 4. 20.8.1993, úrþistlinum ,^4flæk- ingi. “ „Það veitir ekki af því að orðspor Hrafits er slíkt að sjálfstæðismenn eru upp til hópa komnir með óbragð í munninn, þetta sama bragð og maður fær við að horfa á pervertuna í myndum leikstjórans." Að áliti dómsins er hér um afar grófa og meiðandi aðdróttun að ræða sem ber að ómerkja að kröfu stefn- anda, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. 5. 20.8.1993, úr pistlinum ,/lflœk- ingi. “ „Hrafh hefur þverbrotið þær regl- ur sem flestir telja að eigi að gilda í samskiptum manna á milli og með afar ósæmilegum hætti nýtt sér tengsl sín við forsætisráðherra og aðra valdamenn til þess að skara eld að eigin köku.“ Hér er verið að drótta að því að stefhandi hafi misnotað aðstöðu sína vegna vinskapar við núverandi for- sætisráðherra og „aðra valdamenn“ til að hygla sjálfum sér og að auki þverbrotið þær reglur „sem flestir Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á fjarlægu ríki. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Viktoría. 7 2— 5 7 5 Z— T S 2 9 )0 7 k 2 2 n )2. 1J~ 1 \4 2 T~ T~ ? w— V T7~ 0 T \ isé T °i V li> ? ? V °) 5 /0 T~ V lto 7 T °1 ¥ 12 3 Í9 i X 10 2 0 20 I? \o 21 10 3 7 T 3 22 15 ZjO 7 Jú~ 3 5 2 29- * w 20 20 W~ 8 W 8 U? 3 n— V 25 y- T~ 10 V w~ W~ 3 T 1 10 H> Zí )0 w V 1 + <? T~ 15 Sk + íl ww i s? )£, i 1 3 )5 l°> 1+ 2 ZZ 8 1 20 3 2 21 7 n V \°! 1 í V 7 i /<? T w~~ 19 3 V 9 2 2 T- W~ 10 W 8 22 £ /9 ? V 2T~ i? 2í> 20 í? 20 4- 2 2 /9 & 2 ¥ V— 30 7— 3T~ +■ 'v’ & & T~ V JO 3 v- 10 2 10 32 29 3 7f— <? / // /o A = 1 Á = 2 B = 3 D = 4 D = 5 E = 6 É = 7 F = 8 G = 9 H = 10 1 = 11 í = 12 J = 13 K = 14 L = 15 M = 16 N = 17 o = 18 Ó = 19 P = 20 R = 21 S = 22 T = 23 U = 24 ú = 25 v = 26 x = 27 Y = 28 Ý = 29 Þ = 30 Æ = 31 Ö = 32 telja að eigi að gilda í samskiptum manna á milli.“ Að mati dómsins er hér um algerlega órökstuddar og ærumeiðandi fullyrðingar að ræða. Ber að fallast á kröfu stefnanda sam- kvæmt þessum lið um ómerkingu of- angreindra ummæla, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19,1940. 6.20.8.1993, úr pistlinum ,gl flæk- ingi. “ „Hrafhsliðið trúir því að það takist að hreinsa skjöld leikstjórans með at- lögu að æru Svavars. En það sannar bara að það sein smnir vissu og marga grunaði; Pervertisminn í af- urðum HrafnsBaldurs er engin til- viljun heldur opinberun að þeirra innsta eðli.“ Hér eru persóna stefnanda og verk hans samkennd öfuguggahætti og að af því megi draga þá ályktun að stefin- andi sé „pervert" eða öfuguggi. Að mati dómsins felst í ofangreindum ummælum afar gróf og meiðandi að- dróttun í garð stefbanda. Ber að ó- merkja ummæli þessi að kröfu stefn- anda, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. 7. 17.9.1993, úrpistlinum „Tilver- an og ég. “ „Hrafh er nú ekki ókunnugur þessu enda landsþekktur áhugamað- ur um ælur og annað það er frá búk- um kemur. Og í samstarfinu við leið- andi áhugamann um sauðariðla hefúr þetta fæðst.“ Á sama hátt og greinir frá undir lið 6 hér að ofan er að mati dómsins ver- ið að sverta æru stefnanda með því að jafha persónu hans við ýmsa afbrigði- lega hegðun sem ffarn kemur í nokkrum verka hans. Fela unnnæli þessi í sér grófa og meiðandi aðdrótt- un í garð stefhanda og ber fallast á kröfu hans um ómerkingu ummæla þessara, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. 8.17.9.1993, úr pistlinum „Einka- vinur vikunnar. “ „Hann fær hærra verð fyrir sýn- ingu mynda sinna í sjónvarpi en aðrir menn.“ Með vísan til þess sem ff am kemur í rökstuðningi varðandi 2. kröfulið hér að ffaman er hér um ósanna full- yrðingu að ræða sem er meiðandi fyrir æru stefnanda og ber að ómerkja að kröfu hans og samkvæmt heimild í 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. 9.24.9.1993, úr pistlinum „Einka- vinur vikunnar. “ „Hann seldi menntamálaráðu- neytinu myndir handa Námsgagna- stofhun á hærra verði en allar aðrar myndir og á margfalt hærra verði en myndin sem var keypt næst á undan í ráðuneytið." Hvorki í skýrslu ríkisendurskoð- unar né öðrum gögnum málsins er að finna nokkra stoð fyrir ofangreindri fullyrðingu. Þvert á móti kemur ffam í skýrslu ríkisendurskoðunar að tvær myndir, sem menntamálaráðuneytið keypti og framleiddar eru af öðrum en stefnanda, hafi skorið sig úr hvað upphæð kaupverðs varðar. Hafi það verð, sem greitt var fyrir hverja mynd stefhanda, verið um helmingi lægra en greitt var fyrir myndir þessar hvora um sig og þá hafi verið samið um mun lengri sýningarrétt á mynd- um stefhanda. Er það niðurstaða skýrslunnar að kaupverð og samn- ingssldlmálar vegna mynda stefhanda hafi verið innan þeirra marka sem áður hafa tíðkast við kaup ráðuneyt- isins á sýningarrétti leikinna íslenskra kvikmynda. Hafa að mati dómsins eigi verið lögð ffam nein gögn sem hagga þessari niðurstöðu ríkisendur- skoðunar. Sainkvæmt framansögðu fela ofan- greind ummæli í sér ósannandi og grófa og ærumeiðandi aðdróttun í garð stefiianda. Ber að ómerkja þau að kröfú stefnanda, sbr. 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19, 1940. B. Miskabótakrafa. Að áliti dómsins er stefnandi bor- inn þungum sökum í nefndri blaða- grein og pistlum. Ber að fallast á það með stefiianda að ummæli þau, er þar birtust, hafi verið fallin til þess að valda honum álitsspjöllum og óþæg- indum. Þykir vera vegið hart að æru

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.