Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005
H
vað sem hægt er að segja um
árið 2004 þá var það gott
myndlistarár. Þegar litið er
yfir árið virðist mér margt
afar jákvætt hafa komið
fram, bæði innan listarinnar
sjálfrar og í starfseminni sem henni tengist.
Eftirtektarvert er að flest er það frá myndlist-
armönnunum sjálfum komið. Árið byrjaði
reyndar ekki vel í miðbænum þegar Þóra Þór-
isdóttir sá fram á lokun Gallerís Hlemms eftir
fjögurra ára vægast sagt frábært starf. Í við-
tali sem tekið var við Þóru um þetta leyti sagði
hún að kynslóð sín væri dugleg að skapa sér
tækifæri. Það sannaði
hún sjálf og ekki síður
kom það fram þegar for-
svarsmenn Kling og Bang
gallerís við Laugaveg og
Björgólfur Guðmundsson, formaður banka-
ráðs Landsbankans undirrituðu samstarfs-
samning vegna húsnæðis gömlu Hampiðj-
unnar. Þar hóf listasmiðjan Klink og Bank
starfsemi sína fáeinum mánuðum síðar og er
nú orðin ómissandi hluti af menningarlífi borg-
arinnar. Þeir ungu listamenn sem þarna hafa
starfað hafa sýnt mikinn metnað og sýningin
sem stendur enn yfir í Norræna húsinu, Vetr-
armessa, er til vitnis um það. Ungir listamenn
sýndu dug á fleiri vígstöðum á árinu en litlu
sýningarrýmin Gallerí Dvergur og Gallerí
Banananas hafa komið skemmtilega á óvart og
halda vonandi áfram að kynna starfsemi sína
og ekki síst gera hana aðgengilegri almenn-
ingi. Fleiri óháð sýningarrými hafa staðið sig
ótrúlega vel, ekki síst Gallerí + á Akureyri en
þar hefur hver gæðasýningin rekið aðra. Einn-
ig má nefna starfsemi Kunstraum-Wohnraum
á Akureyri. Þarna sést ákaflega vel að það er
hugarfarið og þekkingin sem skipta miklu
máli. Ekki veit ég hvort Gallerí + nýtur stuðn-
ings bæjarfélagsins en væri svo sannarlega vel
að honum komið. Fleiri sýningarrými komu
fram á árinu, 101 gallery er góð viðbót við
gallerístarfsemi á höfuðborgarsvæðinu og án
efa eftirsóttur sýningarkostur meðal lista-
manna. Kling og Bang stækkaði við sig á
Laugaveginum og heldur áfram flottri starf-
semi með spennandi sýningum í alfaraleið.
Nýlunda í myndlistarheiminum er síðan
listaverkaútlánið sem til húsa er í Borgar-
bókasafni við Tryggvagötu. Þetta var aldeilis
orðið tímabært og frábært framtak að koma
þessu á laggirnar. Vaxtalaus lán til listaverka-
kaupa eru einnig nýlunda hér á landi, en með
samstarfi Reykjavíkurborgar, KB banka,
listaverkasala og listamanna hefur sá mögu-
leiki orðið að veruleika og kaupandi getur
fengið vaxtalaust lán til 36 mánaða. Þetta er að
vissu leyti ljós punktur í þeim vonbrigðum sem
niðurstaðan í málverkafalsanamálinu var flest-
um í myndlistarheiminum og slík lántaka verð-
ur etv. mörgum tækifæri til að fjárfesta í sam-
tímalist.
Landsbyggðin
Listasafn Árnesinga hefur staðið sig afar vel
með framsækinni sýningarstefnu líkt og sýn-
ingar þeirra Elínar Hansdóttur og Tuma
Magnússonar eru til merkis um og hefur sýnt
sig að vera spennandi kostur fyrir listamenn.
Listasafn Reykjanesbæjar hefur aftur á móti
ekki verið eins framsækið í stefnu sinni og sýn-
ingar þar ærið misjafnar. Listasafn Akureyrar
kemur alltaf á óvart með sýningum sínum og
einkar kraftmikilli stjórn Hannesar Sigurðs-
sonar. Safnið bætti heldur betur við sig þegar
listaverki Finnboga Péturssonar var komið
fyrir á þaki þess. Ekki má gleyma Safnasafn-
inu í nágrenni Akureyrar en það er svo sann-
arlega heimsóknar virði árið um kring og sýn-
ingar þar á samtímalist í bland við fasta-
sýningu safnsins hafa gefist vel. Listasafn
Ísafjarðar hefur verið ötult við að sýna sam-
tímalist á árinu og má nefna td. ljósmyndasýn-
ingu Spessa og sýningu Guðbjargar Lindar.
Síðan er Seyðisfjörður virkur í myndlistinni en
sýningar þar eru jafnan áhugaverðar. Nafn
Dieters Roth bar þar hæst á árinu. Ekki má
gleyma listamiðstöðinni á Eiðum en í sumar
var haldin vegleg myndlistarsýning undir
nafninu Fantasy Island þar sem þekktir er-
lendir listamenn eins og Jason Rhoades og
Paul McCarthy sýndu ásamt nokkrum af okk-
ar bestu, þ. á m. Þorvaldi Þorsteins og Katrínu
Sigurðar. Og fleira má nefna sem vel er gert,
Gallerí Kamb við Hellu er ætíð skemmtilegt að
sækja heim og Óðinshús á Eyrarbakka er
einkar fallegur sýningarstaður. Það má nefna í
þessu sambandi að stefna sýningarstjóra
myndlistar á Listahátíð 2005 er einmitt að
færa sýninguna út um landið allt, yfirtaka eyj-
una ef svo má segja. Þar verður samvinna með
hinum ýmsu stöðum í fyrirrúmi og spennandi
að sjá hvað verður úr því.
Söfnin í bænum
Listasafn Íslands kemur vel út þegar litið er
yfir árið 2004. Fluxus í Þýskalandi í upphafi
árs og sýning á íslenskri list frá árunum 1960–
80 í því samhengi. Close-up sýningin banda-
ríska var eftirminnileg og gaman að sjá sum
þeirra verka augliti til auglitis. Sýning á verk-
um Guðmundu Andrésdóttir var einnig lofs-
verð. Sýningin á listinni undir fertugu sem nú
stendur yfir er gott framtak í starfsemi safns-
ins og forvitnilegt verður að sjá hvernig fram-
haldið verður á því verkefni. Helst finnst
manni kannski óspennandi sumarsýningar
safnsins og ýmsar sýningar úr eigu þess, en
Gæsirnar gripnar á
Myndlist
Eftir Rögnu
Sigurðardóttur
ragnahoh@simnet.is
Lesbók | Íslensk menning 2004
D
anslistin í landinu var nokkuð
blómleg á nýliðnu ári. Sjálf-
stætt starfandi listamenn voru
áberandi. Aðstandendur Nú-
tímadanshátíðarinnar sem
haldin var 3.–11. september
tefldu fram sjö dansverkum ásamt einu gesta-
verki frá Svíþjóð. Nútímadanshátíðin sem er
styrkt af Reykjavíkurborg er orðin árlegur við-
burður í danslist Reykjarvíkur og er hún lyfti-
stöng fyrir listina hérlendis. Sveinbjörg Þór-
hallsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir
vöktu athygli með dansverki sínu, ,,Lít ég út
fyrir að vera pallíettudula? Túlkun þeirra var
ágeng og skondin og er
verkið eftirminnilegt fyr-
ir þær sakir. Metropolit-
an eftir Cameron Corb-
ett og The concept of
beauty eftir Nadiu Banine áttu það sameig-
inlegt að vera ádeila á þær ranghugmyndir og
óvægnu útlitskröfur sem ríkja á Vesturlöndum í
garð kvenna. Birtingarmyndir kvenfyrirlitn-
ingar annarstaðar í heiminum væru eflaust
uppspretta tugi dansverka ef út í það væri farið.
Verkin voru ólík í uppsetningu og loksins komu
fram á sjónarsviðið dansverk sem fjalla á gagn-
rýninn máta um mein í þjóðfélagi höfundanna.
Græna verkið eftir Jóhann Björgvinsson var af
öðrum toga. Þar blandaði höfundur málun með
líkama á dúkflöt saman við hreyfingu og dans.
Verkið sem var sambland gjörnings og dans
kom vel út á hátíðinni. Í verki Ólafar Ingólfs-
dóttur og Ismo-Pekka var dásemd þess að vera
öðruvísi lofuð. Verkið var í flesta staði ánægju-
legt áhorfs, búningarnir frumlegir og hreyfing-
arnar þokkalega útpældar. Góðir gestir frá Sví-
þjóð komu í boði hátíðarinnar með grínverkið
Things that happen at home eftir Birgittu
Egerbladh. Verkið fjallaði á húmorískan máta
um álag nútíma heimilislífs. Dansverkið var af-
bragðsvel útfært og skemmtilegt áhorfs. Þó að
einungis séu tvö ár síðan Nútímadanshátíðin
var stofnuð, er tilvist hennar orðin stór hluti
skapandi danslistar í höfuðborginni. Hátíðin var
veglega úr garði gerð. Hún er rós í hnappagatið
fyrir aðstandendur.
Dansleikúsið er annars konar vettvangur
dansara/höfunda til að koma list sinni á fram-
færi. Þar vinna ungir dansarar gjarnan með
höfundum og dönsurum sem eru lengra á veg
komnir. Dansleikhúsið er runnið undan rifjum
dansræktar JSB, Báru Magnúsdóttur og nem-
enda hennar. Af þeim fjórum verkum sem sýnd
voru var Hughrif eftir Maríu Gísladóttur dans-
að af Þórdísi Schram eftirminnilegast. Dans-
arinn var stæltur og sterkur og dansgerðin í stíl
kröftug, einföld og flæðandi. Skólabókardæmi
um vel samið dansverk þar sem hæfileikar og
geta dansarans var höfð í fyrirrúmi. Restored
Restoration dúett Jóhanns Freys Björgvins-
sonar og Lovísu Óskar Gunnarsdóttur sýndi af-
bragðs hreyfigæði dansaranna enda reynslu-
miklir atvinnudansarar á ferð. Hreyfingarnar í
verkinu skáru sig í gegnum rýmið á sviðinu svo
hrífandi var á að horfa. Önnur verk á dagskrá
voru þó ekki jafnathyglisverð. Tilvist Dansleik-
hússins er mikilvæg þar sem það skapar döns-
urum og verðandi danshöfundum nauðsynleg
tækifæri til að spreyta sig í listinni.
Minna bar á Íslenska dansflokknum en oft
áður. Þjóðarballett Íslendinga virðist hafa
meira erindi erlendis en hérlendis og er það
umhugsunarefni. Það er vonandi að hann hverfi
ekki fyrir fullt og allt til betra atlætis annars
staðar í Evrópu. Lúna eftir Láru Stefánsdóttur
er eftirminnilegast af þeim þrem dansverkum
sem dansflokkurinn flutti á síðasta ári. Lúna
var leidd áfram af Cyrano, tónlist eftir Hjálmar
H. Ragnarsson í lifandi flutningi Rússíbananna.
Dansverkið var fullt af gáska og vel dansaðri og
samdri dansgerð. Verk Stijn Celis Æfing í
Paradís var kómískt og vel dansað. Það líktist
óþægilega dansgerð svíans og fyrrum stjórn-
anda Cullberg-ballettsins í Stokkhólmi, Mats
Ek. Screensaver eftir Rami Be’er sýndi dans-
flokkurinn í októbermánuði. Verkið sem var
mjög krefjadi á úthald dansaranna var smart,
skrautlegt og poppað en innihaldsrýrt. Annað á
dagskránni hjá Íslenska dansflokknum veitti
Danslistarannáll 2004
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Lúna „Minna bar á Íslenska dansflokknum en oft áður. Þjóðarballett Íslendinga virðist hafa meira erindi erlendis en hérlendis og er það umhugsunarefni.
Það er vonandi að hann hverfi ekki fyrir fullt og allt til betra atlætis annars staðar í Evrópu. Lúna eftir Láru Stefánsdóttur er eftirminnilegast af þeim
þrem dansverkum sem dansflokkurinn flutti á síðasta ári.“
Dans
Eftir Lilju Ívarsdóttur
kek@kraftaverk.is