Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 5
þess ber líka að minnast að væri safneignin
ekki sýnd reglulega væru þessi verk hvergi
sýnileg, etv. árum saman. Listasafn Reykja-
víkur var með margar og fjölbreyttar sýningar
á árinu og þar bar hæst, amk. í fjölmiðlum,
sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsi. Ef til
vill hefur hún orðið til þess að einhverjir fundu
fyrir áður óþekktri gleði sem fylgt getur sam-
tímalistinni, þá er tilganginum náð. Listasafn-
ið veitti nokkrum listamönnum af yngri kyn-
slóðinni tækifæri, eins og Katrínu Sigurðar og
Finni Arnar, sýning Þorvaldar Þorsteinssonar
hefði að mínu mati getað verið meira spenn-
andi en hún var, kannski koma þar til tengsl
Þorvaldar við ritlistina og þá staðreynd að hið
sjónræna er ekki alltaf sterkasta hlið verka
hans. Sýning Rögnu Róberts á Kjarvals-
stöðum var frábær sjónræn upplifun og eft-
irminnileg auk þess að veita áhorfendum inn-
sýn í margvíslega möguleika listamanna á að
nálgast náttúruna og samspil náttúru og
menningar í dag. Listasafn Reykjavíkur Ás-
mundarsafn hélt áfram spennandi framtaki í
formi Pýramídasýninga, en sýningarnar í Kúl-
unni voru einnig afar vel heppnaðar. Væri
þetta ekki sniðugt fyrir fleiri söfn? Gerðarsafn
var svo kannski ekki eins spennandi á árinu og
stundum áður, en þar er eftirminnilegust sýn-
ing þeirra Guðrúnar Veru Hjartardóttur, JBK
Ransu og Sigtryggs Bjarna, öll eiga þau eftir
að skrá spor sín í íslenska listasögu. Síðan voru
stór tíðindi í sögu Nýlistasafnsins á árinu þeg-
ar það flutti í nýtt húsnæði sem lofar afar góðu.
Starfsemin þar heldur áfram að vera fram-
sækin og spennandi eins og hún hefur alltaf
verið og ætíð forvitnilegt að kíkja þar inn. Ný-
listasafnið hefur verið í áhugaverðu samstarfi
við Orkuveitu Reykjavíkur, ma. með málþing
og afnot af sýningarsal Orkuveitunnar. Safn
Péturs Arasonar við Laugaveg er þegar orðið
ómissandi stærð í myndlistarlífinu og þar hef-
ur tekist að vera með mjög áhugaverðar tíma-
bundnar sýningar á sama tíma og fastasýning
safnsins er ætíð heimsóknar verð. Listasafn
ASÍ heldur áfram að vera með framsæknar
sýningar og frábært að listamenn skuli ekki
lengur þurfa að greiða fyrir sýningar þar. Sýn-
ingar þar eru mjög fjölbreyttar og þar fá hinir
framsæknustu af yngri kynslóðinni inni um
leið og þeir eldri láta einnig ljós sitt skína, sbr.
sýningu Hafsteins Austmanns á árinu. Nor-
ræna húsið er að sækja í sig veðrið með sýn-
ingum á ungri samtímalist sl. mánuði, þar er
salur sem gott er að sækja heim.
Það sem lifir áfram
Það er síðan einstaklingsbundið hvað það er
sem lifir áfram í huganum eftir árið. Í mínum
huga er það fjöldi góðra smærri sýninga ein-
stakra listamanna, eða einstök verk á stærri
sýningum. Áleitnir skúlptúrar Guðrúnar Veru
í Gerðarsafni, marglitur sjóndeildarhringur
Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsi, myndband
Finns Arnar í Safni við Laugaveg, Trúnaður
þeirra Magnúsar Sigurðarsonar og Ragnars
Kjartanssonar í ASÍ, skálar Kolbrúnar Kjar-
val á sama stað. Myndbönd Helenu Jónsdóttur
í Orkuveitunni og pendúll Hreins Friðfinns-
sonar á sama stað. Opnun Klink og Bank.
Hrafnkell í Banananas. Ragna Róberts á Kjar-
valsstöðum og fleira og fleira sem of langt er
upp að telja. Þetta var gott ár, en næsta ár
verður enn betra, Listahátíð 2005 og áfram-
haldandi orka og kraftur nýrrar kynslóðar sjá
til þess. Það er bara að fara að hlakka til. Já og
koma KÍM af stað, þó fyrr hefði verið.
árinu sem leið
Morgunblaðið/Golli
Ragna Róbertsdóttir „Sýning Rögnu Róberts á Kjarvalsstöðum var frábær sjónræn upplifun og eftir-
minnileg auk þess að veita áhorfendum innsýn í margvíslega möguleika listamanna á að nálgast
náttúruna og samspil náttúru og menningar í dag.“ Höfundur er myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins.
T
ónleikahald hefur heldur en ekki tekið kipp á síðustu mán-
uðum og árum, fjölmargir hafa orðið atvinnu af því að flytja
inn erlenda listamenn og sumir komast bærilega af að því er
virðist. Eins og vill verða í vertíðarsamfélagi vilja aðrir kom-
ast í mokið líka og ör fjölgun tónleikahaldara skilaði sér svo í
tónleikaárinu mikla 2004.
Kraftwerk, Metallica, Pink, Blonde Redhead, 50 Cent, Kris Krist-
offerson, Beach Boys, Van Morrison, Korn, Placebo, Deep Purple, Strangl-
ers, Scooter, Pixies, The Fall, Marianne Faithfull, Damien Rice, Sugababes,
Lisa Ekdahl, The Prodigy, James Brown, Lou Reed, Starsailor, Violent
Femmes og guðmávitahvað þau hétu hljómsveitirnar og listamennirnir sem
léku hér á landi á síðasta ári og sumar oftar en einu sinni. Að auki má nefna
Airwaves-hátíðina þar sem ríflega 100 hljómsveitir
tróðu upp, velflestar íslenskar en líka þónokkrar er-
lendar og grúa minna þekktra hljómsveita og lista-
manna erlendra sem léku hér á árinu.
Aðsóknin að helstu tónleikum sem hér eru nefnd-
ir var bærileg, líklega nálægt 100.000 miðar seldir þegar allt er talið og velt-
an í kringum hálfan milljarð. Þrátt fyrir það er ljóst að margir hafa farið
flatt á innflutningnum, tapið hleypur á milljónatugum. Ólíklegt verður því
að telja að við eigum eftir að upplifa annað eins tónleikaár í bráð og öruggt
að ekki verður eins mikið um innflutning á listamönnum hingað til lands á
þessu ári þar sem helsti tónleikastaðurinn, Laugardalshöllin, verður lokuð
frá mars fram í september vegna breytinga.
Plötuútgefendur víða um heim hafa barmað sér yfir minnkandi sölu á
tónlist og kennt um Netinu og þeim sem það stunda; hafa haldið því fram að
stóraukin dreifing tónlistar yfir Netið sé völd að samdrætti í sölu. Þessa
staðhæfingu, sem víða er étin upp gagnrýnilaust, er aftur á móti erfitt að
sanna, ekki síst nú síðustu ár þegar tölur um plötusölu vísa í aðra átt. Í haust
kom nefnilega í ljós vestan hafs, þar sem samband hljómplötuframleiðenda,
RIAA, hefur beitt þeirri stóreinkennilegu aðferð að lögsækja þá sem sótt
hafa sér tónlist á Netið, að plötusala hefur aukist milli ára. (Í því sambandi
má geta þess að RIAA hefur birt tölur og sagt þær sýna fram á samdrátt í
sölu þegar beinar tölur úr sölukerfi verslana sýna fram á umtalsverða aukn-
ingu.)
Þegar þetta er skrifað eru um 12.000.000 manna að nota P2P hugbúnað,
þ.e. hugbúnað sem notaður er til að skiptast á gögnum, t.a.m. tónlist, texta,
myndum, kvikmyndum eða hugbúnaði. Málsóknir á við þær sem RIAA hef-
ur beitt vestan hafs og menn eru að byrja á hér á landi hafa ekki dugað til að
draga úr notkuninni, enda bætast 20 sinnum fleiri notendur við á degi hverj-
um en RIAA lögsækir á mánuði.
Ekki er gott að gera sér grein fyrir hvaða áhrif málsóknir eiga eftir að
hafa á netnotkun hér á landi. Þó að rétt sé að dómstólar taki af tvímæli í
þessum málum, til að mynda hvort aðili sem rekur tengipunkt sem aðrir
nota til að dreifa efni beri ábyrgð á því sem um punktinn fer, þá verða rök
þeirra sem að kærunum standa óneitanlega skrýtin þegar þeir segjast vera
að koma í veg fyrir samdrátt á sölu en síðan sýna tölur að sala eykst um tugi
prósenta milli ára. Líklegri skýring er að þó aukin neysla þýði að þeim fjölgi
sem kaupa ekki fjölgi þeim líka sem kaupa.
Þegar rýnt er í plötusölu síðasta árs kemur fleira forvitnilegt í ljós en að
sala hafi aukist því það má sjá á plötusölulistanum að smekkur manna hefur
breyst, í stað poppsins kemur það sem menn vilja kalla millitónlist og vísa
þá til þess að hún hefur víðari skírskotun, nær til breiðari aldurshóps, en
poppið og þá aðallega til eldra fólks. Þetta er þróun sem vart hefur orðið er-
lendis líka, en hérlendir útgefendur hafa verið misnaskir á að nýta sér auk-
inn áhuga eldri plötukaupenda. Í því ber Fossatúnsbóndinn Steinar Berg
höfuð og herðar yfir aðra útgefendur íslenska, tekur risana í nefið ef svo
má segja, því Steinsnar, fyrirtæki sem státar af tveimur starfsmönnum,
átti þrjár af mest seldu íslensku plötum ársins.
Metár í tónleikum „Aðsóknin að helstu tónleikum sem hér eru nefndir var
bærileg, líklega nálægt 100.000 miðar seldir þegar allt er talið og veltan í
kringum hálfan milljarð. Þrátt fyrir það er ljóst að margir hafa farið flatt
á innflutningnum, tapið hleypur á milljónatugum.“ Þýska rafsveitin Kraft-
werk hélt tónleika í íþróttahúsinu Kaplakrika.
Steinsnar
tekur ris-
ana í nefið
Morgunblaðið/Sverrir
Popp
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
enga sérstaka eða einstaka upplifun. Dans-
flokkurinn samanstendur af fáum en tæknilega
góðum og sviðsvönum dönsurum sem ráða við
ólík verkefni. Fyrir utan fyrrnefnd dansverk,
hefði að ósekju mátt sjást meira frá flokknum.
Eflaust á fjárskortur þar hlut að máli.
Listahátíð gekk í garð með góða gesti í far-
arbroddi. Japanski dansflokkurinn Sankai Juku
sýndi verkið Hibiki sem var bæði í senn dul-
arfullt og hrífandi. Verkið einkenndist af því
sjaldséða í vestrænum nútímadansi en það er
lítillæti, hógværð og auðmýkt. Hægar hreyf-
ingar Butoh-dansaranna og tjáning andlita
þeirra gáfu meira til kynna en orð fá lýst. Kær-
komið gestaverk á listahátíð og dans af allt öðr-
um toga var verkið Körper eftir Sasha Waltz og
dansflokk hennar. Þar var á ferð þýskt dans-
leikhús eins og það gerist best. Verkið var bæði
í senn myndræn og slungin samfélagsádeila.
Mikið hefur verið fjallað um dansarann og dans-
höfundinn Ernu Ómarsdóttur í fjölmiðlum á
liðnu ári. IBM 1401, notendahandbók eftir hana
og Jóhann Jóhannsson var flutt í Borgarleik-
húsinu á listahátíð. Verkið sem var hvorki gott
né vont var í besta falli lofandi um framhaldið.
Nýtt verk eftir hana er væntanlegt á árinu í
flutningi Íslenska dansflokksins.
Það var Spánverjinn Joaquín Cortés sem
tryllti landann í Laugardalshöllinni í lok apríl.
Cortés var hrífandi á sviðinu og ásamt stórsveit
sinni sýndi hann frábært samspil tónlistar,
söngs og dans. Eftirminnileg sýning fyrir þau
nokkur þúsund Íslendinga sem hana sáu.
Þau dansverk sem sýnd voru á liðnu ári voru
ólík og misgóð. Áðurnefnd dansverk höfunda á
Nútímadanshátíðinni 2004 stóðu upp úr fyrir
þær sakir að velta upp áleitnum spurningum og
bera með sér frumleg efnistök. Lúna Láru Stef-
ánsdóttur var eftirminnilegast af verkum flutt-
um af Íslenska dansflokknum og Hibiki í flutn-
ingi Sankai Juku var töfrandi fulltrúi
danslistarinnar á Listahátíð 2004. Sýning þess
var toppurinn á því sem var í boði á liðnu ári.
Árið 2005 er óskrifað blað í danslistinni. Á
síðasta ári var áberandi uppsveifla hjá sjálf-
stætt starfandi danslistarfólki. Það er vonandi
að það finni list sinni áfram hentugan farveg á
nýju ári. Þjóðarballettinum, Íslenska dans-
flokknum, er þess óskandi að verða ekki það
þröngur stakkur búinn fjárhagslega að hann
sjái sig knúinn til að draga sýningar enn frekar
saman og hverfa endanlega af landi brott á vit
erlendra listahátíða.
Höfundur er dansgagnrýnandi Morgunblaðsins.