Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005
F
yrir rúmum áratug náðu útgefnar ævisögur hér
á landi varla máli. Skrifuð höfðu verið ógrynni
viðtalsbóka á níunda áratugnum sem virtust
hafa drepið nánast allan áhuga og tilfinningu
fyrir persónusögulegum bókmenntum. Útgáfa
vondra viðtalsbóka hefur aldrei lagst alveg af en
á síðustu árum hafa margar af forvitnilegustu tilraununum í ís-
lenskum bókmenntum verið af ævisögulegum toga. Síðasta ár
var engin undantekning. Það hófst reyndar með harðri deilu um
ævisagnaritun, fyrsta bindi Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar um Halldór Kiljan Laxness. Og árinu lauk með því að
meintur ritstuldur Hannesar Hólmsteins úr verkum Halldórs
var kærður til dómstóla. Og þó að fáir nenni að tala um þetta
mál öllu lengur þá gæti niðurstaða þess átt eftir að kosta enn
meira orðaskak á nýbyrjuðu ári. Og þó að
aðferð Hannesar Hólmsteins hafi vissu-
lega verið tilraunakennd við ritun fyrsta
bindisins þá er hún varla til eftirbreytni
enda segist Hannes sjálfur hafa vikið frá
henni í öðru bindinu sem kom út í desember síðastliðnum. Þetta
voru heldur ekki helstu tíðindi ársins af ævisagnariturum. Hall-
dór Guðmundsson ritaði ævisögu Halldórs Laxness sem á lík-
lega eftir að móta skilning okkar á skáldinu meira en önnur
verk. Bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar um Héðin Valdi-
marsson, verkalýðsleiðtoga og forstjóra, var sömuleiðis við-
burður.
Heimildir fá mál
Matthías Viðar lést fyrir aldur fram 3. febrúar síðastliðinn en
hafði þá lokið við fyrra bindi ævisögunnar um Héðin. Vænt-
anlega mun síðara bindið ekki koma út, enda vandséð hver
myndi geta fetað í fótspor Matthíasar Viðars, en fyrra bindið er
til vitnis um að hann var að gera merkilega tilraun með ævi-
söguformið. Í því er fjallað um jarðveginn sem Héðinn spratt
úr, bakgrunn hans og æsku, foreldra hans og systur. Titill bók-
arinnar, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey: Fjölskylda og
samtíð Héðins Valdimarssonar, lýsir ætlun hennar vel. Ritið er
ekki aðeins lýsing á Héðni og hans nánasta fólki heldur og um-
hverfi hans, í henni talar Matthías Viðar um að setja saman
„umhverfismynd tímans“ (254). Heimildir um samtímamenn
Héðins og hans fjölskyldu eru rannsakaðar með það að augna-
miði að varpa ljósi á lífið í Reykjavík á sögutíma, þetta eru
heimildir upp úr dómskjölum, lögregluskýrslum, gjörðabókum
og öðrum opinberum skjölum, einkabréfum og öðrum persónu-
heimildum jafnt sem prentuðum textum. Sagðar eru sögur af
drykkjuskap, heimilisofbeldi og almennu fátæktarbasli í þessu
plássi sem var drullugt og dimmt. Sumar þessara heimilda virð-
ast við fyrstu sýn ekki snerta viðfangsefnið mikið en þegar bet-
ur er að gáð kemur í ljós að þær eru jafnnauðsynlegar í þessari
bók og leikmynd og lýsing í leiksýningu, án þeirra vissum við
hvorki hvar sagan gerðist né sæjum við hvað gerðist. Í neðan-
málsgreinum má sjá að Matthías Viðar hefur velt því nokkuð
fyrir sér hvað ætti að fá að vera með í ritinu og hvað ekki, þar fá
heimildir mál, segjast vilja fá andrými og að þær séu búnar að
fá nóg af fólki „sem þykist vita hvað [s]ér er fyrir bestu“ (490)
eins og „skrifara“ bókarinnar sem er persóna sem var um tíma
allfyrirferðarmikil í meginmáli ritsins eins og fram kemur í eft-
irmála Steinunnar Ólafsdóttur, eiginkonu Matthíasar Viðars. Í
neðanmálsgreinum má einnig finna vangaveltur um réttmæti
sviðsetninga, sem eru talsverðar í bókinni, og mörk sagnfræði
og bókmennta, sögu og skáldskapar en höfundur leikur sér á
þeim vitandi vits, án þess að slá nokkru sinni af kröfum um
vandaða meðferð á heimildum. Fyrir vikið er bókin um Héðin
einstök lestrarupplifun, í senn breið og lifandi lýsing á því
hvernig þessi margbrotni maður varð til og tímabær, vönduð og
ögrandi rannsókn á ævisagnaforminu.
Sagnfræði og skáldskapur
Þessi skörun sagnfræði og skáldskapar einkennir einnig sjálfs-
ævisöguleg skrif sem hafa verið eins og leiðarstef í íslenskum
bókmenntum undanfarin ár. Matthías Johannessen hefur lík-
lega gengið manna lengst í því að blanda saman hlutlægri,
sögulegri greiningu og huglægri, skáldlegri skynjun í þremur
bókum, Hann nærist á góðum minningum (2001), Vatnaskilum
(2002) og Málsvörn og minningum sem kom út í haust. Í þeim fá
ýmiss konar heimildir mál og mynda margradda verk þar sem
skrifarinn vakir yfir öllu og grípur fram í á ólíklegustu stöðum
til að velta upp möguleikum, gæta að samhengi hlutanna, rjúfa
framrás, bresta í söng. Þessar bækur eru karnivalískur lestur
sem geyma jafnt hreinan skáldskap, sagnfræði, sjálfsskoðun,
gagnrýni, heimspeki og fagurfræði sem fáir aðrir virðast geta
talað um lengur án þess að hljóma innantómir.
Eiríkur Guðmundsson rær á svipaðar slóðir af öðrum eins
krafti í fyrstu bók sinni 39 þrep á leið til glötunar. Skrif Eiríks
einkennast af flæði sem fær lesandann til þess að trúa því að
það séu engin mörk lengur, þau hafi verið yfirstigin í allt-
umvefjandi textamassa.
Andstæða þessara orðháka er Kristín Steinsdóttir sem skrif-
ar skáldævisöguleg textabrot í fallegri bók sem nefnist Sólin
sest að morgni.
Annars konar skörun sagnfræði og skáldskapar birtist síðan í
sagnaflokki Péturs Gunnarssonar, Skáldsögu Íslands, en þriðja
bókin í honum kom út í haust, Vélar tímans. Heimsmynd Péturs
verður flóknari með hverri bók og verður áhugavert að fylgjast
með framhaldinu.
Skáldskapur og fræði
Íslenskar bókmenntir hafa lengi einkennst af einhvers konar
fræðafælni, þær hafa forðast hugmyndafræðilega umræðu og
umgengist fræðikenningar um bókmenntir sem skæðan óvin.
Nokkrar bækur komu út á árinu sem ganga þvert á þessa hefð.
Telja má áðurnefnd rit Matthíasar Johannessen og Eiríks Guð-
mundssonar til þeirra en einnig bók Oddnýjar Eirar Ævars-
dóttur, Opnun kryppunnar, sem tekst með átakalausum hætti
að gera heimspeki skáldlega. Hermann Stefánsson fer aðra leið
í forvitnilegasta smásagnasafni ársins Níu þjófalyklum sem
glímir beinlínis við eitt af grundvallarhugtökum bókmennta-
fræðinnar síðustu tvö hundruð ár, „höfundinn“, með því að gera
það að sögupersónu. Guðbergur Bergsson fer ekki ósvipaða leið
í bók sinni Lömuðu kennslukonunum sem fjallar einmitt á af-
hjúpandi hátt um höfundinn í klóm íslenskrar lestrarhefðar.
Rödd hins ósagða
Bók Guðbergs er vafalítið með bestu skáldsögum síðasta árs en
í þeim hópi eru einnig Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson
sem hefur í þremur skáldsögum tekist að skapa rödd sem á sér
enga líka í íslenskri sagnaritun um þessar mundir, rödd hins
ósagða. Bók Braga fjallar um viðkvæmt efni með því að leiða
lesandann eftir einstigi hins rétta og ranga og skilja við hann í
lok sögu með þá tilfinningu að mörkin þar á milli hafi einnig
máðst út. Samkvæmisleikir er í senn strangraunsæisleg lýsing
á reykvískum samtíma og ljóðrænn óhugnaður.
Lykilorðið
Skörun er líklega lykilorð í bókmenntum síðasta árs. Enn eitt
dæmið er fyrsta bók Kristínar Eiríksdóttur, Kjötbærinn, sem
er sambland af ljóðum og smáprósum sem mynda eins konar
skáldsögu. Bókin er jafnframt dæmi um þá tilfinningu sem virð-
ist áberandi í verkum ungra höfunda nú um stundir, að veru-
leikinn sé ekki áhugaverður í sjálfum sér heldur frekar stöðug
ummyndun hans í orð og hugmyndir. Á sama tíma fær þessi
veruleiki að breiða úr sér með áður óþekktum hætti í verkum
ungra höfunda; hryllingurinn sem áður var nánast algerlega
óorðaður hluti hans hefur nú ratað á prent, bæði í Kjötbænum,
sannkallaðri hrollvekju Jökuls Valssonar, Börnin í Húmdölum,
og undirheimaþrillerinn Svartur á leik eftir Stefán Mána.
Skörun er lykilorðið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matthías Viðar Sæmundsson „Fyrir vikið er bókin um Héðin einstök
lestrarupplifun, í senn breið og lifandi lýsing á því hvernig þessi
margbrotni maður varð til og tímabær, vönduð og ögrandi rann-
sókn á ævisagnaforminu.“
Bókmenntir
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Lesbók | Íslensk menning 2004
A
ndspænis því verkefni að rifja
upp nýliðið bíóár er líklega
skynsamlegast að byrja á
byrjuninni, þ.e. janúarmánuði
og rekja sig þannig áfram.
Því ef reynt er að byrja á
hinum endanum, og leiða hugann að kvik-
myndaúrvali í bíóum hér í nýliðnum desem-
bermánuði, er manni skapi næst að reyna
að þurrka allar minningar um það út úr
skamm- og langtímaminninu hið fyrsta. Úr-
valið í kvikmyndahúsum landsins þann mán-
uðinn var nefnilega gott dæmi um kvik-
myndamenningu eins og hún gerist verst
hér á klakanum. Ef
frá er talin snilld-
arteiknimyndin
Hinir ótrúlegu (The
Incredibles), var
það rýra samsafn annars og þriðja flokks
amerískra jóla- eða afþreyingarmynda sem
auglýst var til sýningar þann mánuðinn, svo
sorglegt að það var eins og kvikmyndahúsin
væru að reyna að forðast að fá til sín gesti.
Hvort kemur á undan, eggið eða hænan, í
þeim efnum, er reyndar erfitt að spá um en
kvikmyndakúltúrinn er greinilega ekki inni
í myndinni á þeim annars menningarlega
tíma sem aðventan að mörgu leyti er.
Ef litið er yfir bíóárið í heild má greina
skarpari útlínur landslags sem hefur verið
að taka á sig æ skýrari mynd á síðustu ár-
um. Annars vegar gætir þróunar í átt til sí-
fellt þéttari Hollywood- og úthverfavæð-
ingar bíómenningarinnar. Ef teknar eru
stikkprufur af bíóúrvalinu á tímum eins og í
júní eða desember, er hlutfall bandarískra
mynda ótrúlega hátt og mikið er um sömu
stór- og afþreyingarmyndirnar í mörgum
bíóum. Tengslin við það sem er að gerast í
kvikmyndagerð á öðrum svæðum heims en
Kaliforníu eru lítil og í raun sorglegt að
hugsa til þess að engin samfelld tengsl sé
að finna við kvikmyndagerð í helstu ná-
grannalöndum okkar í Evrópu. Þetta er
þróun sem vindur upp á sig, skemmir út frá
sér, hún verður til þess að fólk hættir að
líta til kvikmyndarinnar sem menningar-
forms og þeir sem fara reglulega í bíó
sækja þau með það fyrir augum að láta fara
vel um sig í bólstruðu sæti og fylgjast með
einhverju litríku og aðlaðandi á tjaldinu.
Þannig er eins og fólk líti ekki á kvik-
myndalistina sem vettvang tilrauna og
sköpunar, heldur sem tækifæri til þess að
hvíla lúin bein og heilabú eftir erfiðan dag í
Smáralindinni.
Tilraunir til að sporna við einsleitninni
eru þó til staðar og koma í rokum. Það eru
þessar rokur, þar sem ýmsir aðilar, allt frá
rekstraraðilum bíóhúsanna sjálfra, til að-
standenda hátíða, félagasamtaka og ein-
staklinga efna til stærri og smærri kvik-
myndaveislna sem standa í stuttan tíma. Þá
er reynt að fanga athygli fólks sem hefur
áhuga á „listrænum“ kvikmyndum, en hefur
hætt, jafnvel af biturri reynslu, að fylgjast
reglulega með því hvaða unglingamyndin,
eða hrollvekjan sé í bíó. Þó svo að þessar
stærri og smærri hátíðir séu það sem held-
Gibson vs. Moore – og ár
Píslarsaga Mel Gibsons „Hinn kaþólski strangtrúartónn sem einkennir túlkun Gibsons, sem og mark-
aðssetning kvikmyndarinnar til hins sterka kjarna bókstafstrúaðra kristinna í Bandaríkjunum, skip-
ar Píslarsögunni að mörgu leyti í hugmyndafræðilega andstöðu við hinn róttæka gagnrýnistón í þjóð-
félagsrýni Michaels Moores.“
Kvikmyndir
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
heida@mbl.is