Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Síða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 7
ur uppi fjölbreytni í kvikmyndaúrvalinu í
landinu, heyrir maður fólk oft kvarta yfir
hinni krampakenndu hrynjandi kvikmynda-
menningarinnar. Að öllu jöfnu sé ládeyðan
mikil, en síðan hellist yfir holskefla af
ómissandi kvikmyndum, og þá á svo stutt-
um tíma að vonlaust sé fyrir vinnandi fólk
að sjá fleiri en einn, í mesta lagi tvo gull-
mola hverju sinni. Þar sem þessar hátíðir
eru venjulega þemabundnar, oft miðaðar við
áveðin þjóðlönd, hefur fólk e.t.v. rétt rúma
viku til að setja sig inn í það sem hefur ver-
ið að gerast í franska, hollenska, danska eða
ameríska óháða kvikmyndageiranum, sem
er auðvitað fremur óeðlilegt ástand. En
þangað til að forsendur skapast (sem við
skulum vona) fyrir jafnari fjölbreytni í kvik-
myndaúrvali hér á landi, megum við vel una
við virknina í hátíðarhaldi. Auk hátíða sem
helgaðar voru ofangreindum kvikmynda-
gerðarlöndum, voru haldnar á árinu hátíðir
helgaðar „hinsegin“ kvikmyndum, auk hinna
árlegu Reykjavik Shorts and Docs, Stutt-
myndahátíðar Grand Rokks og Nordisk
Panorama. Í lok árs var síðan sleginn upp-
taktur að því sem stefnt er að því að verði
stór og árviss alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, með kvikmyndadagskrá og mál-
þingi þar sem velt var upp spurningum um
stöðu og framtíð kvikmyndamenningar hér
á landi.
En það stóð víst til að byrja á byrjuninni.
Fyrstu mánuðir ársins eru venjulega ágætir
fyrir kvikmyndaáhugafólk hér á landi, því
þá streyma í íslensk bíóhús Óskars-
kandidatarnir svokölluðu, og er þar oft á
ferðinni rjóminn af Hollywood-kvikmynd-
unum. Hér má nefna myndir eins og Glötuð
þýðing (Lost in Translation), 21 Gram, Hús
byggt á sandi (The House of Sand and
Fog), Amerískur ljómi (American Splendor)
og Ófreskja (Monster), svo dæmi séu nefnd.
Aðrar eftirminnilegar Hollywood myndir
voru Eilíft sólskin flekklauss hugar (Etern-
al Sunshine of a Spotless Mind) og seinni
hluti Bana Billa eða Kill Bill tvennunnar.
Hin árlega franska janúarhátíð varð jafn-
framt til þess að landinn hristi af sér jóla-
timburmennina, og tók að streyma í bíó í
stórum stíl til að sjá heimildarmynd um
fuglalíf, þ.e. hina undurfögru Farfuglar.
Önnur frönsk heimildarmynd, þ.e. skólalífs-
myndin Að vera og hafa var einnig sýnd um
þetta leyti en sú litla perla varð einmitt að
nokkurs konar aðsóknarundri í Frakklandi
og víðar.
Ef tiltaka á eitthvert einkenni á bíóárinu
má líklega segja að þetta hafi verið ár
heimildarmyndarinnar. Fjaðrafokið í kring-
um Fahrenheit 9/11 og Michael Moore er
einn eftirminnilegasti póllinn hvað það varð-
ar, en áður en rætt er nánar um heimild-
armyndir ársins 2004 er réttast að víkja að
öðru og meira fjaðrafoki bíóársins sem var
auðvitað frumsýning kvikmyndaðrar útlegg-
ingar Mel Gibsons á Píslarsögu Krists.
Hinn kaþólski strangtrúartónn sem ein-
kennir túlkun Gibsons, sem og markaðs-
setning kvikmyndarinnar til hins sterka
kjarna bókstafstrúaðra kristinna í Banda-
ríkjunum, skipar Píslarsögunni að mörgu
leyti í hugmyndafræðilega andstöðu við
hinn róttæka gagnrýnistón í þjóðfélagsrýni
Michaels Moores. Í bandarísku forsetakosn-
ingunum í nóvember höfðu fylgismenn Mels
Gibsons þó betur en Moore-fylkingin. Ís-
lenskir kvikmyndahúsagestir tóku vel í báð-
ar fjaðrafoksmyndirnar, Píslarsagan var vel
sótt og vakti umræðu, og sama má segja
um Fahrenheit 9/11. Vinsældir síðarnefndu
myndarinnar má tengja þeirri almennu upp-
sveiflu sem einkennir gerð og aðsókn heim-
ildarmynda og fóru íslenskir kvikmynda-
húsagestir ekki varhluta af þeirri uppsveiflu
á árinu. Þannig barst hingað til lands fjöldi
áhugaverðra heimildarmynda sem eiga það
sameiginlegt að taka á mikilvægum spurn-
ingum í vestrænum samtíma. Hér má nefna
myndirnar Fyrirtækið (The Corporation),
Jámennirnir (The Yes Men), Foxruglaður
(Outfoxed), Heili Bush (Bush’s Brain) og
Stjórnstöðin (Control Room), auk hinnar
bráðskemmtilegu skyndibitarýni (Stækk-
aðu) Supersize Me og hina áleitnu stúdíu á
fjölskyldulífi í rústum í Friedman-fjöl-
skyldan fönguð (Capturing the Friedmans).
Áhuginn fyrir heimildarmyndum birtist
ekki síst í þeirri miklu aðsókn sem stutt- og
heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorma
hlaut, en þar fékk maður jafnframt tæki-
færi til að kynnast því sem norrænir kvik-
myndagerðarmenn eru að pæla. Þar má
greina sérstakan áhuga fyrir hinu persónu-
lega, fjölskyldutengda og tilfinningalega, en
sams konar næmi mátti greina í þeim fjöl-
mörgu vönduðu dönsku kvikmyndum sem
sýndar voru á dönsku hátíðinni í Regnbog-
anum.
Að lokum ber að víkja að því sem íslensk-
ir kvikmyndagerðarmenn hafa verið að
senda frá sér á árinu, og kennir þar bæði
margra og góðra grasa. Leiknar myndir í
fullri lengd, s.s. Kaldaljós, Dís, Næsland,
Sterkt kaffi og Jargo eru einkar ólíkar og
áhugaverðar hver á sinn hátt, vonbrigði árs-
ins voru að mínu mati dans- og söngva-
myndin Í takt við tímann, en botninn á
árinu var nýársdagssýning Opinberunar
Hannesar í Sjónvarpinu. Fjölmargar áhuga-
verðar íslenskar stutt- og heimildarmyndir
voru sýndar á árinu, margar hverjar á há-
tíðum helguðum þessum kvikmyndagrein-
um. Í raun var allt of mikið af áhugaverðum
íslenskum myndum umræddum hátíðum,
s.s. Reykjavík Shorts & Docs, Nordisk
Panorama og Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni til þess að forsvaranlegt sé að nefna
einhverjar umfram aðrar. Það var hins veg-
ar áhugavert að sjá hversu alþjóðlegur fók-
us einkennir margar þessara mynda, sem í
mörgum tilfellum eru eftir íslenska kvik-
myndagerðarmenn sem starfa erlendis. Það
er því ekki ástæða til annars en að horfa
fram á bjarta og skapandi tíma í íslenskri
kvikmyndagerð og vonast til þess að aukinn
kraftur verði lagður í að styðja við kvik-
myndamenningu hér á landi í víðum skiln-
ingi.
heimildarmyndarinnar
Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins.
Á
rið sem var að líða? Yfirlit? Nokkrir stóratburðir í
samfélaginu, heiminum, skyggðu á allt. Tóku all-
an tíma. Ýmislegt sem áður hafði ekki verið ljóst
varð skýrt. Það var ekki hægt að hugsa um ann-
að. Ýmsir fundir, mikilvægari, áhugaverðari,
nauðsynlegri en þeir sem maður átti við fólk í
leikhúsi. Því miður. Og allt skoðað í ljósi þeirra atburða líka leik-
húsið.
Snúa beint fram
Velkomin í leikhúsið, vinsamlegast slökkvið á farsímanum. Étið
ekki, drekkið ekki, látið ekki skrjáfa í sælgætispokum. Hreyfið
ykkur sem minnst, hóstið ekki, látið ekki í ykkur heyra, nema til
að hlæja að bröndurum, klappa milli atriða og þegar tjaldið fellur
– en þá má einnig hrópa húrra og blístra.
Áhorfendur eiga að sitja, sitja kyrrir í
myrkrinu, snúa beint fram með augun límd á
sviðinu, útiloka allt annað en það sem þar ger-
ist. Sem merkir væntanlega að þeir viðurkenni
að þeim beri að sýna því virðingu sem þar fer
fram, það krefjist óskiptrar athygli, í það beri að rýna, það þurfi
að túlka og gefa táknum menningarlega merkingu.
Við erum prúðir Íslendingar miðað við Þjóðverja. Mögl-
unarlaust látum við beita okkur þessu félagslega valdi. Í Þýska-
landi, ef mönnum falla ekki sýningar í geð, þá púa þeir á leik-
endur, standa upp og öskra af óánægju, æða úr salnum og skella
hurðum. Það gerum við ekki hér. Við látum okkur allt lynda.
Jafnvel algjört merkingarleysi. Eða höfum við aldrei ástæðu til
að vera óánægð?
Fyrir hverja er skrifað?
Á sýningu í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur, þremur árum. Einni af
síðustu sýningum á gömlu íslensku verki þar sem leikstjórinn er
byrjandi en leikmyndin svolítið ævintýri, – menn fremja töfra-
brögð. Salurinn er setinn til hálfs. Yfirstjórn stórs fyrirtækis,
verksmiðju, hefur boðið starfsfólki. Í hléinu segir stúlka, sem sit-
ur fyrir framan mig, stundarhátt við aðra: Mikið vildi ég geta far-
ið oftar í leikhús.
Mér þótti það kaldhæðnislegt að stúlka sem á leikhúsið, og
rekur það sennilega að hluta til líka, skyldi ekki hafa efni á að
fara þangað nema í boði atvinnurekandans sem borgar henni allt-
of lág laun.
Hún kom mér aftur í hug, stúlkan, þegar ég leit yfir verkefni
leikhúsanna á síðastliðnu ári: Þessi óhemju gróska, þessi fjöldi
sýninga í báðum stóru leikhúsunum og úti um allan bæ, allt land
og í öðrum löndum. Hverjir eru það sem sækja þessar sýningar?
Ekki nokkur maður nær að sjá þær allar – aðeins sumir hafa efni
á því. Vita menn hverjir sækja helst leikhús? Á hvaða aldri þeir
eru? Hvaða þjóðfélagshópar? Veit íslenskt leikhúsfólk fyrir
hverja það er að leika? Vita íslenskir leikritahöfundar fyrir
hverja þeir eru að skrifa?
Merkilegasta við árið 2004 er reyndar hversu mörg þessara
verka voru frumsamin íslensk verk, hátt á annan tug. Gleðilegt er
þar að sjá hve höfundarnir koma úr ólíkum áttum, hve breiddin á
viðfangsefnunum er mikil og efnistökin ólík. Samt, í ljósi þeirra
miklu breytinga sem orðið hefur á íslensku samfélagi síðastliðinn
áratug og þeim stórmálum sem þjóðin og heimsbyggðin stendur
frammi fyrir að leysa, þá er illskiljanlegt að þau skulu ekki hvíla
þyngra á leikritahöfundum okkar og leikhúsfólki. Hvað kemur
þeim svona mörgum til að halda að sjónarhorn þeirra sem sitja í
myrkrinu sé svona þröngt? Áhyggjur þeirra svo smáar?
Leikstjórar
Á verkefnaskrá Þjóðleikhússins voru að vísu tvö verk Sorgin
klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill og Öxin og jörðin eftir Ólaf
Gunnarsson sem tóku á hinu stóra máli Stríði og friði – en þar
fataðist mönnum í úrvinnslunni. Leikstjóranum Stefáni Bald-
urssyni tókst að þurrka út hernaðinn í Sorgin klæðir Elektru, –
þegar upp var staðið var það vonska kvenna sem var undirrót
harmleiksins. Afskaplega þekkt stef.
Hilmari Jónssyni tókst heldur ekki með Öxinni og jörðinni að
tengja okkur við tímann, enda hefur það aldrei beinlínis verið
styrkur hans að gefa sýningum samfélagslega merkingu. Hilmar
hefur hins vegar skapað margar skemmtilegar og hug-
myndaríkar leikgerðir og sýningar með leikhóp sínum í opnu
rými Hafnarfjarðarleikhússins. En það er einsog hugmyndaflug
hans hverfi þegar hann kemur inn í Þjóðleikhúsið í stað hrás,
kröftugs, gamansams leikstíls kemur einhver snyrtimennska.
Það er oft erfitt að greina hvar ábyrgð leikstjórans endar og
brestir leikaranna eða leikhússins taka við. En þegar litið er til
þess að sömu og svipaða sögu er að segja af fleirum leikstjórum á
stóru sviðunum m.a. Guðjóni Pedersen, sem glansaði á árum áð-
ur með leikhópi sínum frú Emelíu en mistókst núna enn einu
sinni á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í sýningunni á Don
Kíkóta – þá er ljóst að leikhúsin þurfa að huga mun betur að því í
framtíðinni hvaða kröfur þarf að gera til þeirra leikstjóra sem
leikstýra á stóru sviðunum, þó að ástæður fyrir mistökunum liggi
án efa líka að einhverju leyti í vinnuaðstæðum leikstjóra og leik-
ara þar. Eitt af vandamálunum sem Stefán Baldursson skilur eft-
ir fyrir eftirmann sinn er hvernig á að byggja upp leikstjóra fyrir
Þjóðleikhúsið? Leikstjórar eiga ekki að vera til einnar nætur eða
einnota. Þar má kannski líta til Guðjóns Pedersens og hvernig
hann hefur gefið Stefáni Jónssyni tækifæri til að afla sér reynslu
og þróast í samfellu, – árangurinn lýsti sér í einni bestu sýningu
ársins Héra Hérasyni – á stóra sviði Borgarleikhússins.
Leikarar og leiksýningar
Listahátíð í Reykjavík flutti inn þrjár frábærar dans og leiksýn-
ingar: Hibiki, butohsýningu japanska dansleikhópsins Sankai
Juku; Körper, sýningu Schaubühne í Berlín; og Þrettándakvöld,
sýningu Rustaveli-leikhússins frá Georgiu. Það er mikilvægt
bæði fyrir almenning og leikhúsfólk að eiga kost á að njóta hæfi-
leika svo góðra listamanna en ekki síður að eiga kost á að máta
sig við þá.
Þessar sýningar minntu óþyrmilega á að þrátt fyrir þann
fjölda góðra leikara sem íslenskt leikhús hefur á að skipa, þá eru
túlkunaraðferðir þeirra og látbragð oft mjög takmarkað, þjálfun
þeirra eftir skóla, inni í leikhúsunum, lítil. Launakjör þeirra
lengst af verið þannig að þeir hafa stöðugt verið að eltast við ann-
að viðurværi, ekki gefið sér sjálfir tíma til að þjálfa sig og mennt-
ast.
En þeir voru góðir leikararnir, sérstaklega Ólafía Hrönn, í
Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Baltas-
ars. Það var skemmtileg sýning, textinn ískrandi fyndinn og leik-
myndin frábær. Sumar senur kannski fulllangar, annars leik-
gerðin ágæt. Ég hafði veðjað að svo yrði ekki og það var gott að
geta breytt um skoðun.
Best þótti mér þó sýning Íslenska dansflokksins á Screensaver
eftir ísraelska dansarann Rami Be’er. Ég vissi ekkert hvað ég
var að fara að sjá, vissi ekkert um höfundinn, hafði ekki séð kynn-
ingu, vinkona mín tók mig með sér. Ég sat bergnumin. Áhrifa-
mikil tónlistin, lýsingin, leikmyndin: Sjö myndvarpar börðu, eins
og hríðskotabyssur, veggi, dýnur, gólf, með tölum, textum,
myndum og dansararnir ótrúlegir, umkomulausir, varnarlausir í
vörn, á flótta undan stöðugu áreitinu. Þarna upplifði ég vits-
munalega, tilfinningalega og líkamlega það mikla óþol sem ég svo
oft verð gripin gagnvart því endalausa, innihaldslausa áreiti sem
við verðum fyrir í samtímanum frá auglýsingum, blikkdósahlátri
skemmtiþáttanna, orðaofbeldi heilaþveginna stjórnmálamanna,
marklausum upplýsingum fréttamanna af voðaverkum. Þetta var
nútíminn í formi og innihaldi. Og er það ekki það sem leikhús á að
vera?
Spurningar úr myrkrinu
Morgunblaðið/Golli
Screensaver „Áhrifamikil tónlistin, lýsingin, leikmyndin: Sjö
myndvarpar börðu, eins og hríðskotabyssur, veggi, dýnur, gólf,
með tölum, textum, myndum og dansararnir ótrúlegir, umkomu-
lausir, varnarlausir í vörn, á flótta undan stöðugu áreitinu.“
Leiklist
Eftir Maríu
Kristjánsdóttur
majak@simnet.is
Höfundur er leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins.