Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Qupperneq 8
Morgunblaðið/ÞÖK
Sýnishorn af því nýjasta Körper eða Líkamar á Listahátíð.
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005
Gróska og metnaður eru orð sem komaupp í hugann þegar hugsað er tiltónlistarársins 2004. Sama árið ogHaukur Tómasson, hirðtónskáld
Caput-hópsins, hlaut lárviðarsveiginn, Tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs, kom fram hópur
metnaðarfullra tónlistarmanna sem kalla sig
Aton og hélt eft-
irminnilega tónleika á
miðju hausti. Tónleika-
staðurinn var kannski
táknrænn; hrátt iðn-
aðarhúsnæði sem fólk úr öllum listgreinum
hefur hertekið og kallar Klink og Bank.
Árið var annars sérstaklega gjöfult fyrir
Hauk Tómasson því auk verðlauna Norð-
urlandaráðs voru frumflutt tvö stór verk eftir
hann: Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti Kons-
ert fyrir tvo kontrabassa og Paul Zukofsky
stjórnaði Kammersveit Reykjavíkur í flutningi
á verki Hauks, Seríu, á Myrkum músíkdögum.
Á sömu tónleikum heyrðust í fyrsta sinn á Ís-
landi Þrjár litlar litúrgíur eftir Olivier Messia-
en, undir stjórn Zukofskys: tónleikar sem
seint munu gleymast.
Af sviði Sinfóníunnar ber fyrst að telja
áframhald hinnar metnaðarfullu Shostako-
vitsjraðar aðalstjórnandans Rumons Gamba.
Þaðan er einnig minnisstæð flugeldasýning
rússneska píanistans Denisar Matsuev, túlkun
Osmos Vänskä á sjöundu sinfóníu Sibeliusar,
fiðluleikararnir Pekka Kuusisto og Leila
Josefowitz og Sigrún Eðvaldsdóttir sem stal
senunni af rússnesku dívunni Olgu Borodinu á
tónleikum hljómsveitarinnar á Listahátíð.
Annað eftirminnilegt frá tónlistarárinu 2004
er árangur Þuríðar Jónsdóttur en verk henn-
ar, Flow and Fusion, var valið eitt af tíu at-
hyglisverðustu tónverkum sem kynnt voru á
alþjóðlega Tónskáldaþinginu í París; einnig
metnaðarfullar útgáfur Smekkleysu á ís-
lenskri tónlist, Caput og Joel Sachs á tón-
leikum í Listasafni Íslands á Myrkum mús-
íkdögum, spilagleðin á tónleikum
Einleikarasveitarinnar frá Feneyjum og Ás-
hildar Haraldsdóttur á Listahátíð, Kvartettinn
Hekla á Útvarpstónleikum í Salnum og síðast
en ekki síst tónleikar þýsku raftónlistarsveit-
arinnar Kraftwerk í Kaplakrika sem voru frá-
bærir tónleikar og kannski leiksýning ársins.
Haukur,
Shostakovitsj
og Zukofsky
Tónlist
Eftir Bergljótu
Haraldsdóttur
bergaha@ruv.is
Höfundur er verkefnisstjóri tónlistar á Rás eitt.
Það er erfitt að svara því hvað var minn-isstæðast í leikhúsunum árið 2004 þvíþað sem einna helst einkenndi leik-húsið síðastliðið ár var með-
almennska. Flestir forðuðust áhættu og reyndu
í staðinn að höfða til allra í einu og fyrir vikið
safnaðist upp haugur af sýningum sem höfðu
lítið að segja.
En sem betur fer voru
ljós í myrkrinu og má þar
nefna sköpunarkraftinn
og hugrekkið sem ein-
kenndi uppfærslu Annars sviðs og Hafnarfjarð-
arleikhússins á Úlfhamssögu, yfirnáttúrulega
leikmynd Gretars Reynissonar og snjallar
lausnir Baltasars Kormáks í Þetta er allt að
koma, frumleikann og fegurðina í síðari hluta
dansleikhúss Auðar Bjarnadóttur Ern eftir
aldri, einfaldleikann og einlægnina sem hitti
beint í hjartastað í leiksýningunni Áttu smit eft-
ir Þórdísi Elvu Bachmann og metnaðinn og
hugmyndaauðgina í sýningum Íslenska dans-
flokksins.
Sú sýning sem að mínu mati trónir á toppn-
um árið 2004 kemur þó ekki úr röðum atvinnu-
leikhúsa og er eflaust hægt að túlka það sem
vitnisburð um tilvistarkreppu atvinnuleikhús-
anna í landinu. Sýning Stúdentaleikhússins Þú
veist hvernig þetta er hlýtur sprotann og kór-
ónuna í þetta skiptið, þar kom loksins sýning
sem minnti mann hressilega á hvað leikhúsið er
fært um. Sýning sem átti ekki bara brýnt erindi
við samtíma sinn heldur var einnig frábærlega
útfærð, stútfull af undirtexta og ofan á allt sam-
an löðrandi í kómík.
Gestasýningar ársins voru margar en upp úr
standa tvær: Hin ógleymanlega sjónræna veisla
Söshu Waltz, Körper, sem sýnd var á Listahátíð
í Reykjavík og Things that happen at home,
drepfyndinn sænskur óður til hversdagsleikans
sem sýnd var á Reykjavík Dansfestival.Stúdentaleik-
húsið hlýtur
sprotann
Leiklist
Eftir Kristínu
Eysteinsdóttur
kreyst@simnet.is
Höfundur er dramatúrg og framkvæmdastjóri
sjálfstæðu leikhúsanna.
Samkvæmisleikir Braga Ólafssonar:Drakúla greifi og Gutenberg saman ííbúð við Hringbraut. Ég bíð eftir ap-okrýfu bókunum, köflunum sem Bragi
kastaði út úr sögunni að sögn á lokasprettinum.
Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir
Matthías Viðar Sæmundsson: Loksins fortíð
sem breytist í bók-
menntir á för sinni úr
skjalaskóginum og upp á
skrifborðið. ,,Fökk ðöh
story! sagði heimildin og
flaksaði blöðunum…“ er setning ársins.
Lágmynd eftir Tadeusz Rozewicz í þýðingu
Geirlaugs Magnússonar: ,,Það eina sem ég get
borið fyrir mig er að ég gerði mitt besta. Það að
ég skuli afsaka mig er enn ein vísbendingin um
að tíð ,,fagurbókmennta“ og þá einkum ,,ljóð-
listar“ er fyrir bí. Þetta er kveðja mín til Franz
Kafka. Ég er orðinn 69 ára. Mál að linni.“
Sólskinsfólkið eftir Steinar Braga. Ég man
öskur í húsi um nótt, ljósaskiptamann, Blá-
skóga, Decode og Descartes, kuðung sem
geymir ekki nið hafsins, heldur fjarveru sem
fólk fyllir upp í með ímynduðu gjálfri innan úr
sjálfu sér.
Lömuðu kennslukonurnar eftir Guðberg
Bergsson. Rothögg á íslensku sagnaþjóðina.
Höfundar eru á villigötum og lesendur alger-
lega lamaðir.
Kaktusblómið og nóttin eftir Jón Viðar Jóns-
son: Verður ekki allt að skáldskap í kringum Jó-
hann Sigurjónsson? Ævisögur líka? Að minnsta
kosti dreymdi mig að ég væri að taka viðtal við
Jóhann skömmu eftir lestur bókarinnar. Síðan
þá hefur hafið lagst yfir mig, grátt og þungt,
eins og sæng úr blýi.
Landfræðissaga Þorvaldar Thoroddsen, ann-
að bindi: Ég heiti því á þessu ári að stunda
dofralistir, yrkja sálm og mæla djúpið í Lag-
arfljóti og taka þannig upp þráðinn þar sem
sonur Jóns lærða, Jón litlilærði, sleppti honum
á sínum tíma.
Og síðan allt það draumsilki sem hressti þök-
in, Oddný Eir Ævarsdóttir, Kristín Ómars-
dóttir, júin Sigfúsar, Baldur Óskarsson, Gogol
(,,Það er sagt að á Englandi hafi fiskur synt upp
úr vatni og sagt tvö orð á svo framandi tungu-
máli að vísindamenn hafa reynt að greina það í
þrjú ár en ekki tekist að botna neitt í því
ennþá“), Hermann Stefánsson og Óskar Árni
Óskarsson: ,,Eitthvað hlýtur að fara að gerast.
Þetta getur ekki haldið svona áfram.“
Til fjárans
með söguna
Bókmenntir
Eftir Eirík
Guðmundsson
eirikurg@ruv.is
Höfundur er útvarpsmaður.
Lesbók | Íslensk menning 2004
Fyrst er að minnast niðurstöðunnar ímálverkafölsunarmálinu sem ermenningarlegt stórslys og algjörthneyksli. Spurningar vakna um
hvort raunverulegur skilningur á myndlist sé til
staðar í þessu þjóðfélagi. Frumkvöðlar íslenskr-
ar myndlistar færðu þjóðinni fegurð sem nú er
búið að svívirða og flest-
um virðist sama. Getur
verið að bókaþjóðin hafi
skreytt sig með myndum
og allt of fáir skynjað listrænt gildi þeirra.
Framkvæmd sýninga er orðin faglegri og metn-
aðarfyllri en huga þarf að grunninum og bæta
menntun almennings í sjónlistum, m.a. með því
að hefja þær til vegs og virðingar í skólakerfinu.
Á árinu voru haldnar fjölmargar vandaðar sýn-
ingar, jafnt á verkum ungra listamanna og
þeirra sem þegar hafa kynnt sig, reyndar svo
margar að engin leið er að telja upp hér. Þó
langar mig til að minnast á framlag nokkurra
listamanna sem mér þótti að einhverju leyti
koma með nýtt innlegg að utan inn í íslenskt
listsamhengi og ekki fór mikið fyrir. David
Askevold í Kling og Bang, Federico Herrero í
Gallerí gangi, Katharina Grosse og Jun-Fei Ji í
Safni, Guðný Guðmundsdóttir í Ásmundarsafni,
Guðný Rósa Ingimarsdóttir í Nýlistasafninu,
Elana Herzog og Hrafnhildur Arnardóttir á
textílsýningu á Kjarvalsstöðum.
Málverka-
fölsunarmálið
stórslys
Myndlist
Eftir Ingólf Arnarsson
ingolfur@lhi.is
Höfundur er prófessor við Listaháskóla Íslands.
Gjöfult ár fyrir íslenska listdansunn-endur er að baki. Þá er fyrst að nefnaað sýningar Íslenska dansflokksins áárinu voru afar vel heppnaðar.
Frumsýnt var dansverkið Luna eftir Láru Stef-
ánsdóttur, gott verk og vel flutt. Á dagskrá með
Lunu var sýnt bráðskemmtilegt þó ekkert sér-
lega frumlegt verk, Æf-
ing í Paradís. Þar fóru
dansarar flokksins á
kostum og sýndu hve
leikræn tilþrif eru þeim
eiginleg. Í haust var það síðan Screensaver sem
var á verkefnaskrá flokksins. Áhugaverð og vel
dönsuð sýning.
Listahátíð sl. vor var sannarlega danshátíð.
Japanski Sankai Juku-flokkurinn sýndi verkið
Hibiki í Þjóðleikhúsinu. Þarna fengum við loks-
ins tækifæri til að sjá það besta sem gert er í
Butoh-dansi. Dans á allt öðru plani en við eigum
að venjast. Þökk fyrir Listahátíð í Reykjavík. Á
listahátíðinni var einnig flutt dansleikhúsverkið
Körper eftir Söshu Waltz. Þar var á ferðinni
sýnishorn af því nýjasta í evrópsku dansleik-
húsi. Erna Ómarsdóttir dansaði líka eigið verk,
IBM – a User’s Manual, við tónlist Jóhanns Jó-
hannssonar. Stúlkan sú hefur vakið mikla at-
hygli og er hlaðin lofi af dansgagnrýnendum í
Evrópu.
Ýmsar aðrar sýningar vöktu athygli t.d. hjá
Dansleikhúsinu sem stóð fyrir nokkrum sýn-
ingum í Borgarleikhúsinu sl. vor. Þar eru menn
Gjöfult dansár
Dans
Eftir Ingibjörgu
Björnsdóttur
arnivil@itn.is
Gjöfult ár Haukur Tómasson tók við Tónlistarverðlaunum Norð-
urlandaráðs og var áberandi í tónlistarlífi landsmanna.
Morgunblaðið/Kristinn
Kraftur og hugrekki Úlfhamssaga var sett upp af Öðru sviði í nýja Hafnarfjarðarleikhús-
inu. Ragnheiður Steindórsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson í hlutverkum móður og sonar.
Morgunblaðið/Sverrir
Fræðslustarf á Frostvirkni Á sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu voru haldnar
listasmiðjur og námskeið fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna, fyrirlestrar og síðast en
ekki síst skipulagðar leiðsagnir fyrir almenning og nemendur á öllum aldri, allt frá
leikskólastigi til háskólastigs.