Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 11
dreggjar listtúlkunar fyrir skilningarvitum
okkar í dag. Túlkunin er hefnd vitsmunanna í
garð listarinnar í menningarsamfélagi þar
sem ofvöxtur vitsmuna á kostnað krafts og
skynjunarhæfni er ekki lengur ný
krísa … Hún er hefnd vitsmunanna á heim-
inum. Að túlka er að gera fátækara, firra
heiminn einhverju – í því skyni að koma á fót
skuggaveröld „merkinga“. Að mati Sontag er
það einmitt sjálf sýndin sem skiptir öllu máli,
já, fyrirbærið sjálft og þar með hæfileikinn til
að skynja hlutina eins og þeir eru. Hún talar í
því samhengi um „gagnsæi“ en það þýðir að
upplifa „ljóma hlutarins í sjálfum sér“. Í lok
ritgerðarinnar talar hún um að menning okk-
ar byggist á ofgnótt og offramleiðslu og að öll
skilyrði nútímalífs leggist á eitt við að deyfa
skilningarvit okkar. „Það sem mestu skiptir
nú er endurheimt skilningarvitanna. Við
verðum að læra að sjá meira, heyra meira,
skynja meira“. En ritgerðin endar með þess-
um orðum: „Í stað túlkunarfræði er þörf á
erótík listarinnar.“
Frægasta ritgerðin í þessu fyrsta ritgerð-
arsafni hafði reyndar birst í tímaritinu Part-
isan Review haustið1964 og gert Susan Son-
tag að stjörnu meðal lista og menntamanna í
New York á einni nóttu. Hún heitir „Notes
on Camp“ og þar greinir hún á snilldarlegan
hátt þá sérstöku og frumlegu skynjun á ver-
öldinni sem hafði þróast í litríkri jaðarmenn-
ingu homma í Bandaríkjunum eins og hún
birtist í „hommalegri“ orðanotkun, tísku,
smekk, svolítið ýktum tilburðum, fjaðra-
skrauti frá þriðja áratugnum, áhuga á ballett
og óperum, ást á kitschi, listum yfir 10 verstu
kvikmyndir sem ég sé á ævinni og oscar-
wilde-legum orðatiltækjum: því meira sem ég
pæli í listum, því minni áhuga hef ég á nátt-
úrunni. Í „camp“-kúlturnum fann Susan Son-
tag eitthvert næmi fyrir veruleikanum sem
heillaði hana; fólk sem sér meira, heyrir
meira og skynjar meira.
Stundum hefur verið bent á að áhersla Sus-
an Sontag á fyrirbærin eins og þau birtast
okkur sé mjög kantísk afstaða. Sontag hafn-
aði aldrei þeirri samlíkingu en kannski má
fullt eins kalla hana and-platónista því hinn
sýnilegi veruleiki á hug hennar allan. Hún
hefur engan áhuga á heimi frummyndanna,
öll athygli hennar beinist að heimi sýndanna.
Um það ber áhugi hennar á ljósmyndum
ljósast vitni og að hún er heilluð af kvikmynd-
um (evrópskum), þessu listformi hinna flökt-
andi sýnda. Í formála að endurútgáfu á
Against Interpretation í spænskri þýðingu
segist Sontag hafa lært mikið af því að fara
daglega í kvikmyndsafnið í París, meðan hún
bjó þar, til að horfa á gamlar og nýjar mynd-
ir. Hennar eigin fagurfræði mótaðist af því að
deila upplifun sinni og skarpskyggni með
bandarískum lesendum eftir að hafa horft á
nýjustu myndir Godards, Bressons og Berg-
manns. Godard var í sérstöku uppáhaldi hjá
henni, um myndirnar hans skrifaði hún sum-
ar af sínum snjöllustu ritgerðum.
Þegar líður á sjöunda áratuginn og fram á
þann áttunda verður Susan Sontag sífellt rót-
tækari í yfirlýsingum sínum um bandarískt
þjóðfélag og bandaríska utanríkisstefnu en
ritgerðir hennar snúast fyrst og fremst um
fyrirbæri samtímamenningar. Hún pælir í
ímyndum klámsins, skrifar um eiturlyf, kvik-
myndir og nútímalist. Hún skrifar ítarlega og
hárbeitta ritgerð „Fascinating Fascism“ gegn
Leni Riefenstahl sem þá var um það bil að
hljóta uppreisn æru í alþjóða samfélaginu
með glæsilegum ljósmyndum sínum af ít-
urvöxnum Núbíumönnum í ljósmyndabókinni
The Last of The Nuba. „Liturinn er svartur“
skrifar Sontag „efnið er leður, freistingin er
fegurð, réttlætingin er heiðarleiki, markmiðið
er alsæla og fantsían er dauði“. Nokkrum ár-
um síðar skrifar hún eina af sínum fallegustu
ritgerðum um Walter Benjamin, sem mætti
kalla guðföður menningarfræðinnar, en hann
framdi sjálfsmorð við spænsku landamærin á
flótta undan nasistum 1940. Ritgerðin heitir
„Undir merki Satúrnusar“. Það eru þó eink-
um tvær bækur frá áttunda áratugnum sem
tryggðu varanlega frægð Susan Sontag. Áð-
urnefndur greinaflokkur Um ljósmyndir
fjallar á brilljant hátt um tvíeggjuð áhrif og
hlutverk ljósmynda í neyslusamfélaginu.
Þetta er sennilega víðlesnasta bók Susan
Sontag og sumir fullyrða sú besta. Hin bókin
er ritgerðin Illness and Metaphor sem kom
út 1978 en þar lýsir Sontag ekki aðeins bar-
áttu sinni við brjóstakrabba sem hún hafði
greinst með tveimur árum áður, heldur grein-
ir hún og gagnrýnir menningarfyrirbærið
krabbamein. Hún gagnrýnir þá tilhneigingu í
samfélaginu, sem hún varð vör við, að líta
krabbamein sem einhvers konar tákn fyrir líf
sem er ekki lengur í jafnvægi, firrt samfélag,
hnignun okkar nútímamanna. Boðskapur
hennar er að við eigum ekki að líta á krabba-
mein sem myndlíkingu fyrir eitthvað annað
en það er, nefnilega sjúkdómur sem við þurf-
um að berjast við með hjálp læknavísinda. Og
það var nákvæmlega það sem Sontag gerði –
og hafði sigur með hjálp lækna í París og
reyndar einnig vina sinna sem hjálpuðu henni
fjárhagslega vegna þess að hún hafði aldrei
verið í fastri vinnu og var ekki sjúkratryggð.
Nokkrum árum síðar þegar alnæmi kom upp
og raddir heyrðust um refsingu fyrir syndugt
líferni kom bókin út aftur endurskoðuð og að-
löguð: Aids and its Metaphors (1988).
Þegar Balkanstríðið skall á taldi Sontag sig
sjá skýr merki að nú væru aftur að hefjast
þjóðernishreinsanir í Evrópu. Hún undraðist
eins og áður sagði aðgerðarleysi Evrópríkja
og ekki síður deyfð evrópskra menntamanna.
Hennar viðbrögð voru að fara til Sarajevo
þegar ástandið þar var hvað verst og dvelja
þar meira og minna í tvö ár. Hún var sann-
færð um að loftárásir Nató á Bosníu og Kos-
ovo hefðu stöðvað þjóðernishreinsanir. Frið-
arsinnum sem mótmæltu loftárásunum
svaraði hún í blaðagreininni „Why Are We in
Kosovo“. „Er það virkilega satt að stríð leysi
aldrei neitt? Prufið að spyrja svarta Banda-
ríkjamenn hvort þeir telji að frelsisstríðið
hafi ekkert leyst“? Hún gagnrýndi hins vegar
harðlega innrás Bandaríkjamanna og hinna
viljugu þjóða í Írak. Taldi augljóst að Bush-
stjórnin beitti lygum og blekkingum og að
henni gengi illt eitt til, það er að segja að
tryggja olíuhagsmuni og að koma upp her-
stöðvum á lykilstöðum í Mið-Austurlöndum.
Aftur uppskar hún hatursraddir herskárra
hægrimanna sem urðu nú háværari en
nokkru sinni fyrr.
Í sinni síðustu bók Regarding The Pain of
Others tekur hún upp þráðinn frá því ljós-
myndabókinni frá 8. áratugnum en veltir nú
fyrir sér ljósmyndum af þjáningum annarra.
Nú telur hún ljóst að hún hafi gert of mikið
úr því að myndflæði neyslusamfélagsins geri
okkur sljó og ónæm fyrir myndefninu. Og
hún gagnrýnir harkalega póstmódernista sem
hafi ýkt slævingaráhrif myndflæðisins svo
mikið að þeir trúi því að fólk hafi engin tengsl
lengur við raunveruleikann og þar með raun-
veruleika þjáningarinnar. Þetta er lúxuspæl-
ing vestrænna menntamanna og hefur ekkert
að gera með hvernig stór hluti mannskyns
upplifir veruleika myndanna, skrifar hún. –
Einhvers staðar bætir hún svo við „Fórn-
arlömbin vilja ekki að enginn hirði um þján-
ingu þeirra“. Kannski minntist hún þá ljós-
myndanna úr Buchenwald.
Susan Sontag lést úr hvítblæði á heimili
sínu í New York 27. desember síðastliðinn.
Sambýliskona hennar til margra ára var ljós-
myndarinn Anne Leibowitch.
Tilvitnanir í verk Susan Sontag eru úr þýðingum Her-
manns Stefánssonar og Hjálmars Sveinssonar. Úrval rit-
gerða eftir Susan Sontag er væntanlegt í atviksbókaröðinni.
(1933–2004)
AP
Buchenwald „… haustið 1945 var hún einu sinni sem oftar að gramsa í bókabúð í Los Angeles og rakst þar á
fréttatímarit með ljósmyndum frá aðkomunni í Buchenwald-útrýmingarbúðunum fyrr á árinu. Hún var tólf
ára gömul. „Þá brast eitthvað inni í mér,“ sagði hún löngu síðar í viðtali, „ég hef aldrei verið söm síðan.“
Höfundur er heimspekingur og útvarpsmaður.
Síðdegi eitt í nóvember 1634 rakst CurzioInghirami, ungur aðalsmaður frá Toscana,
á forvitnilegan hlut við árbakka í nágrenni
sveitaseturs fjölskyldunnar. Hluturinn líkist
moldarköggli, en datt í sundur þegar Curzio
tók hann upp og sýndi sig þá vera hylki sem í
var geymdur hluti af hörkenndu papp-
írshandriti. Nánari athugun leiddi svo í ljós lat-
neskan texta sem leit út fyrir að vera frá tíma
Etrúska. Textinn var eignaður Prospero „varð-
manni borgarvirkisins“ og lauk á orðunum: „Þú
hefur fundið fjársjóðinn.
Merktu staðinn og farðu burt.“
Curzio var hins vegar mikill
söguáhugamaður og hóf sam-
stundis leit sem skilaði af sér fleiri hylkjum og
leirkerum með fleiri textum er hann síðan
tvinnaði saman í bók er olli fornaldaræði meðal
evrópskra fræðimanna. Textarnir reyndust
síðar vera falsaðir og ástæða fölsunarinnar sú
að Curzio vildi ekki leggja stund á lögfræði eins
og fjölskyldan ætlaðist til, heldur gat hann nú
þess í stað hlakkað til sökkva sér í sagnfræði
næstu árin. Falsanir Curzio hafa nú verið rifj-
aðar upp á nýjan leik í bókinni The Scarith of
Scornello: A Tale of Renaissance Forgery. En
höfundinum Ingrid D. Rowland þykir, að sögn
gagnrýnanda New York Times, hafa tekist
einkar vel að endurframkalla æðið og síðar
deilurnar sem hinn meinti fundur Curzio olli.
John Updike, sem er í hópi virtari rithöfundaokkar tíma, sendir frá sér sína 21. skáld-
sögu síðar í þessum mánuði. Bókin nefnist
Villages, eða Þorpin, og
segir þar frá lífi smábæjar-
drengsins Owen Mackenzie
og ekki hvað síst konunum í
lífi hans. Rekur Updike lífs-
hlaup Owens allt frá því að
hann fæðist í þorpinu Will-
ow í austurhluta Pennsylv-
aníu, í gegnum háskólaár
hans hjá M.I.T. og allt þar
til hann sest að í smábæn-
um Haskells Crossing í
austurhluta Massachusetts þar sem hann býst
við að ljúka ævi sinni.
Londonderry lávarður og tengsl hans við ogaðdáun á nasistunum eru viðfangsefni
nýjust bókar Ian Kershaw, sem áður hefur
hlotið mikið lof fyrir ævisögu Hitlers. Bókin
nefnist Making Friends With Hitler eða
Vingast við Hitler eins og heiti hennar gæti út-
lagst á íslensku. Kershaw rekur þar feril Lond-
onderry innan bresku ríkisstjórnarinnar, op-
inberu heimsóknirnar sem hann fór í til
Þýskalands þar sem hann naut lífsins í fé-
lagsskap manna á borð við Göring, Himmler,
Hess og Hitler. Segir gagnrýnandi Guardian
það skína í gegnum skrif Kershaw hversu heill-
aður hann sé af viðfangsefni sínu ekki síður en
spurningunni um hvernig maður eins og Lond-
onderry, sem í hvívetna sýni sig ekki sérlega
skarpan, hafi náð að halda áhrifum svo lengi
innan bresku stjórnarinnar.
Biblían er tekin til endurskoðunar og út-skýringa í bók þeirra Lisbet Kjær Müller
og Mogens Müller og fá skrifin góða dóma hjá
gagnrýnanda danska blaðsins Information.
Bókin nefnist einfaldlega Bogen om Biblen,
eða Bókin um Biblíuna og rekja höfundarnir,
sem eru annars vegar sóknarprestur og hins
vegar prófessor í guðfræði, þar bókina helgu
kafla fyrir kafla og veita skýringar á textum
sem jafnframt eru víða settir í sögulegt sam-
hengi. Þannig eru tengsl Gamla og Nýja testa-
mentisins til að mynda tekin til umræðu sem og
þær mörgu túlkanir sem sem eru fyrir hendi í
Biblíunni.
Erlendar
bækur
John Updike
Ian Kershaw
Líku líkt
Tvær gamlar kunningjakonur mættust
á götu:
– Það eru víst nokkur ár síðan jeg sá
yður seinast. Jeg ætlaði varla að þekkja
yður. Þjer eruð orðin svo ellileg.
– Nei, er það satt? Jeg hefði, svei
mjer þá, heldur ekki þekt yður, ef þjer
hefðuð ekki verið í sama kjólnum.
Boðið betur
Þorlákur kjötsali kemur til málfærslumanns.
– Ef hundur kemur inn í búðina hjá mjer
og stelur kjöti, á þá eigandi hundsins að
gjalda mjer skaðabætur fyrir það?
– Já, auðvitað!
– Það er ágætt. Það var einmitt
hundurinn yðar, sem stal kjötbita í
búðinni hjá mjer. Jeg heimta 10 kr. í
skaðabætur.
– Með ánægju! En fyrst á jeg að fá
20 kr. fyrir að svara spurningu yðar.
Hitamælirinn
Inga litla hafði verið send í búð til að
kaupa hitamæli.
– Sagði hún mamma þjer ekki neitt
um, hvernig hitamælirinn ætti að vera?
spurði búðarmaðurinn.
– Nei, svaraði Inga litla. En það er best að
jeg fái einn af þeim stærstu, sem þjer hafið,
því það á að hita upp svefnherbergið okkar
með honum.
Lesbók Morgunblaðsins | 4. október 1925
Skrítlur
80
ára
1925
2005