Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 Og sjá, ég boða yður mikinn hagnað.“ Eitt-hvað á þessa leið prédikar nýaldarbúdd-inn Dúddi yfir íslenskum athafnamönn-um sem læra hjá honum að hugleiða gegn sálardrepandi flugleiða útrásarinnar og er sannarlega í takt við tímann. Of langt er síðan kvikmyndahúsagestir af öllum fáanlegum kynslóðum hafa almennt gengið út jafn léttir í lund af íslenskri bíó- mynd og þeir gera þúsundum saman þessa dagana af Í takt við tímann eftir Stuðmenn, Eggert Þorleifsson og Ágúst Guðmundsson. Þegar takturinn fannst kom tím- inn. Og það var kominn tími til að frumsýning ís- lenskrar bíómyndar gæti boðað framleiðendum sínum, ja, ef ekki mikinn hagnað, þá a.m.k. ein- hvern hagnað. Ástæður þess að þannig hefur til tekist eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Fyrri mynd sömu höfunda, Með allt á hreinu, sló fyrir rúmum tuttugu árum aðsóknarmet sem enn stendur. Því fylgja bæði plúsar og mínusar. Vinsældir Með allt á hreinu hafa ótvírætt og ómetanlegt auglýsingagildi fyrir Í takt við tímann. Um leið verða þær mestu fýlupok- unum og fortíðarfíklunum að því er virðist óyfir- stíganlegt tilefni til samanburðar. Sá samanburður getur tæplega orðið raunhæfur, umfram allt vegna þess að hann verður að stærstum hluta sam- anburður á hughrifum frekar en tveimur skyldum bíómyndum. Fullorðinn áhorfandi sem ber þau hughrif sem Með allt á hreinu kallaði á fyrir löngu saman við þau hughrif sem Í takt við tímann skilur eftir núna er á villigötum – vegna þess að þjóðfé- lagið er gjörbreytt, aðstandendur myndanna hafa þroskast en umfram allt er áhorfandinn sjálfur annar en hann var þá, eða það skulum við vona. Sá sem trúir hinu gagnstæða er bæði úr takt við tím- ann og sjálfan sig. Eða dettur einhverjum í hug að bera hughrif sem nýtt lag eftir Bob Dylan hafði ár- ið 1984 saman við hughrif nýs lags eftir Bob Dylan árið 2004? Góðar minningar úr fortíðinni eru vissu- lega ánægjulegur farangur í huga hvers og eins en þær ættu helst ekki að byrgja mönnum sýn á sam- tíma sinn og koma í veg fyrir að þeir geti notið nýrrar reynslu. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við Í takt við tímann og Með allt á hreinu er að myndirnar tvær eru í rauninni að segja sömu söguna. Í forgrunni beggja er saga af popphljómsveit að basla við að slá í gegn, vera í takt við tímann, og saga af sam- skiptum liðsmanna innbyrðis og við umhverfi sitt. Í bakgrunninum eru hins vegar tvö gjörólík þjóð- félög sem sama hljómsveit er að bögglast við að höfða til. Þessari tvíþættu sögu þykir mér Í takt við tímann skila ekki síður en Með allt á hreinu, jafnvel betur. Hitt er svo annað mál að áherslur á einstök atriði og einstakar persónur hefði mátt hugsa sér öðruvísi. Til dæmis hefði Í takt við tím- ann styrkst ef samband Kristins Styrkárssonar Proppé og Hörpu Sjafnar Hermundardóttur hefði fengið ívið meira svigrúm, jafnvel svipað svigrúm og í Með allt á hreinu. En það er bara yfir svo mörgu öðru að gleðjast í staðinn. Varla þarf að taka fram að Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir eru enn betri og örugg- ari leikarar núna en fyrir tuttugu árum og voru þau þó flott þá. Meiri athygli vekur ísmeygilega fyndin frammistaða kantmannanna, Ásgeirs Ósk- arssonar, Þórðar Árnasonar og Tómasar M. Tóm- assonar og kannski umfram allt Jakobs Frímanns Magnússonar sem stígur nú fram sem afar lunkinn gamanleikari af breskum undirleiksskóla; hinn of- urbjartsýni og barnslega síglaði athafnamaður hans er með því allra best gerða í nýju myndinni. Og svo stelur Eggert Þorleifsson hverju skoti sem hann á annað borð er í. Í takt við tímann er ekki síður sjóðbullandi af hugmyndum og húmor en Með allt á hreinu. Þótt allar hugmyndirnar og allur húmorinn virki ekki jafn vel, ekki frekar en í flestum mannanna verk- um, er það aukaatriði. Það er einfaldlega svo mikið af hvoru tveggja, framvindan svo hröð að þegar ein hugmynd fellur er sú næsta byrjuð að smella. Þemu úr gömlu myndinni, eins og t.d. um „týnd“ afkvæmi sem koma í leitirnar, ganga yfir í þá nýju, jafnvel þemu úr Hvítum mávum, eins og t.d. upp- götvun „nýrra orkugjafa“. Þetta er ekki til marks um endurvinnslu eða hugmyndafátækt heldur um meðvitund þess sem er vitaskuld kjarni þessara mynda – að allt sé í heiminum hverfult nema mannseðlið, sem ævinlega eltist við eigið skott og endar því í rassgati. Að vera í takt við tímann er að fara í hringi með honum, glaður og reifur og bjartsýnn á framhaldið. Framhaldið sem leiðir okkur aftur til upphafs- ins. Framhaldið sem boðar okkur mikinn fögnuð – og jafnvel hagnað. Í upphafi skyldi framhaldið skoða Sjónarhorn Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is ’Að vera í takt við tímann er að fara í hringi með honum,glaður og reifur og bjartsýnn á framhaldið …‘ André 3000, annar helmingurhipphopptvíeykisins OutKast, hefur skrifað undir samning um fyrstu myndina sína hjá stóru kvikmyndaveri. Myndin hefur ekki enn hlotið nafn en hún er framleidd af Paramount Pict- ures. Mark Wahlberg er í aðalhlutverki en myndin gekk áð- ur undir vinnuheitinu Four Broth- ers. Hún segir einmitt frá fjórum bræðrum sem ætla að hefna dauða móður sinnar. Leik- stjóri verður John Singelton (Boyz n the Hood, 2 Fast 2 Fur- ious, Shaft). Tyrese (The Flight of the Phoenix) og Garrett Hedlund (Friday Night Lights) verða líka í leikaraliðinu og leika þeir bræður André 3000 líkt og Walhberg. Tökur hefjast eftir helgina í Toronto í Kanada. Áður hefur André 3000 leikið í myndinni Be Cool, sem væntanleg er frá MGM og Revolver, mynd Guy Ritchie. Hann leikur einnig, eins og gefur að skilja, aðal- hlutverk í væntanlegri mynd HBO um OutKast.    Leikstjórinn Oliver Stone segisthissa yfir viðbrögðum gagn- rýnenda í Bandaríkjunum við Alexander, epískri stórmynd hans. Hann kennir um siðalögmálum bókstafstrúarmanna í sumum hlutum Bandaríkjanna. Gagnrýn- endur rökkuðu niður myndina, sem er með Colin Farrell í tit- ilhlutverkinu. Íhaldssöm samtök gagnrýndu sum hver hvernig Stone sýnir kynhneigð þessa makedónska hershöfðingja. „Ég var virkilega hissa hversu hörð gagnrýnin var um persónu sem við vitum ekki svo mikið um,“ sagði Stone við fréttamenn fyrir frumsýningu myndarinnar í Lond- on í vikunni. „Ég fer eftir sann- færingu minni og stundum er ég einfaldur og hugsa ekki um afleið- ingarnar.“ Hvað lélega aðsókn varðar hafði Stone ýmislegt um málið að segja. „Allt frá fyrsta degi mættu áhorf- endur ekki. Þeir lásu ekki einu sinni dómana í Suðurríkjunum því að fjölmiðlar notuðu þessi orð – homminn Alex. Ég er viss um að fólk hugsaði í kjölfarið – ég ætla ekki að fara að horfa á mynd um hershöfðingja sem eitthvað er að.“ Stone, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Platoon, JFK og Natural Born Killers, segir að Alexander sé stórmynd lífs hans. „Ég er mjög ánægður með nið- urstöðuna og mér finnst Colin standa sig frábærlega,“ sagði hann og Farrell hefur sjálfur lýst því yfir að hann væri tilbúinn að vinna á ný með Stone, hvenær sem væri.    General Motors hefur heitið yf-ir einni milljón dala, eða um 63 milljónum króna, á þriggja ára tímabili til að styðja starf Women in Film. Þessi alþjóðlegu samtök, Konur í kvikmyndum, hafa innan- borðs um 20.000 meðlimi. Styrk- urinn verður notaður til þess að hjálpa samtökunum til að varð- veita myndir gerðar af konum, styrkja myndir sem nú þegar eru komnar í framleiðslu, búa til vef- síðu og veita fimm upprennandi kvikmyndagerðarkonum frá Suð- ur-Ameríku styrk. Erlendar kvikmyndir Val Kilmer, Oliver Stone, Angelina Jolie og Colin Farrell. André 3000. O ld Boy var frumsýnd á síðustu kvik- myndahátíð í Cannes og fangaði þá þegar athygli blaðamanna og gagn- rýnenda sem flestir lofuðu hana fyrir frumleika, fítonskraft og frá- munalegan fantaskap – allt saman framreitt af fádæma listfengi leikstjórans Chan- wook Park. Allt að gerast í Asíu Þótti viðeigandi að myndin fengi inni í aðalkeppn- inni í Cannes, þar sem formaður dómnefndar, Quentin Tarantino, á stóran þátt í að Park þessi var „uppgötvaður“ á vesturlöndum. Þannig er að Tar- antino hefur lengi haldið merki asískra kvikmynda, einkum bardaga- og hasarmynda, á lofti og fullyrt að hvergi gerist slíkar myndir betri. „Helsti vaxtabroddurinn í kvikmyndagerð er í Asíu. Þar eru hlutirnir að gerast. Þar eru ungir kvikmyndagerðarmenn enn að finna upp ný hjól,“ sagði Tarant- ino við blaðamenn á hátíðinni í Cannes í maí í fyrra. Myndir Tar- antinos, einkum hans síðasta, Kill Bill, bera þess líka mjög sterk merki að hann sé undir miklum áhrifum frá asískum hasarmyndum. Hafa sumir reyndar gengið svo langt að telja Kill Bill tilraun Tarantinos til að gera Park-mynd. Og miðað við hinn snöggtum vaxandi áhuga bíóunnenda á vest- urlöndum á asískri kvikmyndagerð og örvæntinga- fullt kapphlaup þeirra í Hollywood um að end- urgera þær á vestræna vísu, blasir við að Tarantino hefur töluvert til síns máls. Ein klárasta sönnunin asísku bíóbyltinguna er síðan s-kóreska mynd Parks, Old Boy, sem hafði slegið öll aðsóknarmet í heimalandinu þegar hún var frumsýnd í Cannes. Eins og við var búist vann myndin til verðlauna, þeirra næstæðstu sem veitt eru á þessari virtu hátíð, Grand Prix-verðlaunanna. Park er nú þegar álitinn einn fremsti kvik- myndagerðarmaður Asíu. Hann er 41 árs gamall og nam heimspeki áður en hann snéri sér að kvik- myndagerð. Hann gerði sína fyrstu mynd árið 1992, The Moon is … the Sun’s Dream en eftir að hafa gert nokkrar stuttmyndir til vakti hann fyrst athygli á vesturlöndum er mynd hans JSA: Joint Security Area komst inn í keppnina um Gullbjörn- inn í Berlín árið 2001. Næsta mynd, Sympathy for Mr. Vengeance, fór ekki eins mikinn á erlendum kvikmyndahátíðum en styrkti þó enn stöðu Parks í Asíu. Þar fór Park að velta fyrir sér hefndinni og heldur þeirri rannsókn áfram í Old Boy. Hefndin er holl „Viðfangsefni myndanna kann að vera svipað en þegar betur er að gáð þá reyni ég að sýna í þeim tvær ólíkar hliðar á hefndinni,“ sagði Park í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Í þeirri fyrri sýndi ég fram á hversu skemmandi getur verið að bæla hefndarþorstann niðri en í Old Boy sýni ég hið þveröfuga, hversu fullnægjandi það getur verið að leysa þennan þorsta úr læðingi, hversu eðlislægt það er manninum að leita hefnar. Í Sympathy for Mr. Vengeance eru megininntakið það að hefndin sé slæm fyrir heilsuna á meðan Old Boy segir að hefndin sé góð fyrir heilsuna.“ Hér segist Park þó ekki vera beinlínis að hvetja til þess að fólk hafni hinu mannlega siðferði heldur segist hann líta svo á að myndin eigi einmitt að virka sem viss fróun, ímyndunarvekjandi fyrir okk- ur sem lifum á tímum þar sem við verðum að bæla niður hefndarþorstann. Fimmtán ára einsemd Old Boy fjallar um Oh Dae-su, venjulegan mann sem er rotaður og rænt í skjólin nætur fyrir framan heimili sitt. Hann rankar við sér í læstum klefa þar sem einungis er rúm og sjónvarp. Og þar þarf hann að dúsa, án þess að fá nokkra skýringu, í daga og nætur, mánuði og síðan ár. Fljótlega sér hann frétt í sjónvarpinu um að kona hans og fjölskylda hefur verið myrt með köldu blóði og að eiginmannsins, Oh Dae-su sjálfs, sé saknað og að hann sé grunaður um að hafa framið verknaðinn. Við það bugast Oh Dae-su nánast af harmi en eina sem heldur honum á lífi er þorstinn, þorstinn til að hefna fyrir allt það sem honum hefur verið gert. Og eftir því sem árin líða eykst þessi þorsti. Fimmtán árum síðar rankar hann við sér, staddur á húsþaki, klæddur fínasta pússi, með vasana fulla fjár og farsíma. Vandinn er að hann hefur enga aðra vísbendingu en kunn- uglegt bragð sem hann finnur af hráum kolkrabba – atriði sem vakið hefur óhug margra og verið gagnrýnt af dýraverndunarsinnum – sem hann borðar á japönskum veitingastað. Og farsíminn hringir. Á línunni er maðurinn sem hann hefur beð- ið svo lengi eftir að hafa uppá, sjálfur óvildarmaður hans, sem tilkynnir honum að hann hafi 5 daga til að hafa uppi á sér og komast að því hvers vegna hann lenti í þessum miklu raunum. Hann fellur í yf- irlið og rankar við sér á heimili ungrar konu. Hann segir henni raunasögu sína og hún heitir því að að- stoða Oh Dae-su við að leita hefndar. Hin óumflýjanlegu örlög Framvindan er óhefðbundin í meira lagi, lögð krók- um og kimum, hringtorgum, blindbeygjum og blindgötum, en fyrir sakir einstakrar frásagn- argáfu Parks þá gengur ferðin greiðlega og reynist á endanum ein sú ánægjulegasta sem unnendur ögrandi og framsækinna hasarmynda geta hugsað sér. Eitt af því sem Oh Dae-su kemst fljótt að í leit sinni – og hér er ekki verið að kjafta frá söguþræð- inum – er að örlög hans virðast ráðin. Óvildarmað- urinn hafi séð fyrir allar hans gjörðir og verið löngu búinn að ráða örlög hans, endalok sögunnar. Þetta er eitt af af höfundareinkennum Parks enda segist hann örlagatrúar: „Ég kann illa við hvernig sam- félagið treður þeim boðskap inn í fólk að hægt sé að leysa öll heimsins vandamál, með því einu að leggja sig bara nógu mikið fram. Sumum hlutum er ein- faldlega ætlað að fara eins og þeir fara og maðurinn fær engu um það ráðið, sama hversu mikið maður reynir að storka örlögunum. Örlögum verður ekki storkað. Ég persónugeri örlagavaldinn í Old Boy, til að undirstrika sterka nærveru örlaga í lífi okk- ar.“ Örlög Old Boy virtist að sama skapi ráðin fyrir löngu, jafnvel áður en hún sló í gegn í Cannes. Ákveðið hefur verið að endurgera hana í Hollywood og hefur Justin nokkur Lin verið fenginn til að leik- stýra og er gert ráð fyrir að myndin verði tilbúin 2006. Nicolas Cage, sem vel að merkja er giftur kóreskri stúlku, hinni tvítugu Kim Yong-gyeong, hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að koma að endurgerðinni, jafnvel fara með hlutverk Oh Dae-su. Park mun hinsvegar halda sig við hefndina og stefnir á að frumsýna á árinu Simpathy for Lady Vengeance - lokamyndina í hefndarþríleiknum. Svo snýr hann sér að sinni fyrstu hrollvekju. Hamslaus hefndarþorsti Leikarinn Choi Min-sik fer listilega með hlutverk Oh Dae-su og lýsir Park honum sem nýjum John Wayne. Ofbeldisópusinn Old Boy eftir s-kóreska leik- stjórann Chan-wook Park er ein merkilegasta og mærðasta kvikmynd ársins 2004. Og það sem meira er, hún er í miklu uppáhaldi hjá sjálfum Quentin Tarantino. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.