Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
TAXI
Í takt við tímann (SV)
Blade Trinity (SV)
Búi og símon – Leiðin til
Gayu (SV)
Háskólabíó
National Treasure
Alfie
The Incredibles (HL)
Ocean’s Twelve (SV)
Bridget Jones – The edge of
reason (HJ)
Laugarásbíó
Oldboy
Blade Trinity (SV)
Í takt við tímann (SV)
SAW (SV)
Búi og Símon – Leiðin til
Gayu (SV)
Regnboginn
Í takt við tímann (SV)
TAXI
Bad Santa (SV)
Paparazzi (HJ)
Christmas with the Kranks
(HJ)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
National Treasure
Ocean’s Twelve (SV)
The Polar Express (HJ)
The Incredibles (HL)
Alfie
Smárabíó
TAXI
Í takt við tímann (SV)
Christmas with the Kranks
(HJ)
Paparazzi
Seed of Chucky (HL)
Christmas with the Kranks
(HJ)
Búi og Símon – Leiðin til
Gayu (SV)
Bad Santa (SV)
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar
4: Rafn Sigurbjörnsson –
Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli
– stefnumót lista og minja.
Til 5. júní.
Gallerí 101: Egill Sæbjörns-
son – Herra Píanó & Frú
Haugur. Til 29. jan.
Gallerí Banananas: Baldur
Björnsson – Hefur þú kynnst
geðveiki? Til 22. jan.
Gallerí Dvergur: Sigga
Björg Sigurðardóttir – Lapp-
ir, línudans og fórnarlamb í
gulri peysu. Til 23. jan.
Gallerí Sævars Karls: Hulda
Vilhjálmsdóttir – Hver bank-
ar á hurðina? Kannski barnið
í landslaginu?
Gerðuberg: Þetta vilja börn-
in sjá! – Myndskreytingar úr
íslenskum barnabókum sem
gefnar hafa verið út á árinu.
Sýndar eru myndir úr nær
fjörutíu bókum eftir tuttugu
og sjö myndskreyta. Ari Sig-
valdason fréttamaður –
mannlífsmyndir af götunni.
Sýningu lýkur um helgina.
Hafnarborg: Rafmagn í 100
ár – sýning í tilefni af 100 ára
afmæli fyrstu almennings-
rafveitunnar. Svart á hvítu,
þrívíð verk, málverk, teikn-
ingar og grafík eftir íslenska
og erlenda listamenn í Sverr-
issal og Apóteki. Sigrún Guð-
mundsdóttir er myndhöggv-
ari febrúarmánaðar.
Hólmaröst: Jón Ingi Sig-
urmundsson – olíu- og vatns-
litamyndir.
Hrafnista Hafnarfirði: Sig-
urbjörn Kristinsson mynd-
listamaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsal.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Sænskt listgler,
þjóðargjöf.
Iðntæknistofnun: Nýsköpun
í ný sköpun. Átta listamenn
úr Klink og Bank.
Kaffi Espresso: Guðrún Egg-
ertsdóttir – skúlptúrar og
myndir.
listarnemar sýna.
Nýlistasafnið: Hlynur Helga-
son – Gengið niður Klapp-
arstíg. Ævintýralegir fem-
inistar – Carnal Knowledge.
Stendur til 30. jan.
Safn: Birgir Andrésson –
Sýning. Til 23. jan. Yun Fei
Ji – „Boxers“. Til 9. jan. Opið
mið.–fös. 14–18 og lau.–sun.
14–17.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Thorvaldsen: Linda Dögg
Ólafsdóttir – „–sKæti–“.
Þjóðminjasafnið: Gleym-
mér-ei, ljósmyndasýning.
Leiklist
Austurbær: Vodkakúrinn,
lau. Borgarleikhúsið: Híbýli
vindanna, lau, sun. Lína
Langsokkur, sun. Ausa og
Stólarnir, lau, sun.
Leikfélag Akureyrar:
Óliver!, lau, sun.
Borgarleikhúsið: Edith Piaf,
lau, sun.
Kaffi Sólon: Sigríður Valdi-
marsdóttir – Snjókorn.
Kling og Bang gallerí:
Heimir Björgúlfsson – Alca
torda vs. rest. Til 30. jan.
Kunstraum Wohnraum: Alda
Sigurðardóttir, Landslags-
verk. Til 28. jan.
Listasafn Íslands: Ný íslensk
myndlist, Um veruleikann,
manninn og ímyndina. Opið
þri.–sun. frá 11–17.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Opið alla daga frá kl. 13–16.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Erró, Víðáttur.
Yfirlitssýning til 27. feb.
2005. Opið alla daga kl. 10–
17.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Textíllist 2004 –
Alþjóðleg textílsýning. Kjar-
val í Kjarvalssal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Fyrir og eftir. Til 6. febrúar.
Náttúrugripasafnið Hlemmi:
Tuttugu og sex mynd-
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hér
á landi koma út frumsamdar bækur
um sögu og heimspeki vísindanna.
Tilhneigingin hefur verið sú að þýða
slík rit á íslensku eða endursegja
þau frekar en að semja þau og þó að
það sé allra góðra gjalda vert og
nauðsynlegur hluti af því að færa al-
þjóðleg fræði í íslenskan búning, þá
er ekki síður nauðsynlegt að íslensk-
ir fræðimenn skrifi sjálfir um vís-
indasögu. Þorsteinn Vilhjálmsson
samdi ritið Heimsmynd á hverfanda
hveli í tveimur bindum fyrir tæpum
20 árum og heimspekingarnir Atli
Harðarson og Þorsteinn Gylfason
hafa einnig gefið út rit sem meðal
annars er ætlað að segja sögu heim-
spekinnar og skýra suma helstu
drætti hennar fyrir íslenskum les-
endum. En þegar á heildina er litið
má segja að fjöldi frumsaminna og
frumlegra verka um þessi efni beri
smáu mál- og háskólasamfélagi
vitni. Það er einfaldlega ekki við því
að búast að hér á landi hafi margir
nægilega færni og yfirgripsmikla
þekkingu til að skrifa yfirlitsrit sem
samsvara þeim kröfum sem íslensk-
ur lesendahópur gerir, þótt fámenn-
ur sé.
Rit Andra Steinþórs Björnssonar
um rætur vísindabyltingarinnar er
framúrskarandi vandað yfirlitsrit
um sögu heimspeki og vísinda. Það
kemur lesandanum þægilega á óvart
hve léttilega Andri vindur sér í
gegnum flókin heimspekileg efni allt
frá upphafi þeirrar hefðar sem nú-
tímavísindi og heimspeki sækja til í
Grikklandi til forna og fram á daga
Newtons. Textinn er ítarlegur án
þess þó að vera á nokkurn hátt lang-
dreginn eða leiðigjarn og þó að bók-
in sé talsverð að vöxtum þá liggur
við að maður renni í gegnum hana
eins og hvern annan reyfara.
Markmiðið sem Andri setur sér er
eins og nafn bókarinnar gefur til
kynna að varpa ljósi á þá þróun vís-
inda og fræða á 16. og 17. öld sem
nefnd hefur verið vísindabyltingin.
Þó fjallar bókin í rauninni ekki með
beinum hætti um þennan umbrota-
tíma í sögu vestrænna samfélaga.
Áherslan er fyrst og fremst á ræt-
urnar og á samhengið. Andri leggur
sig fram um að skýra þau vandamál
sem heimspekingar og vísindamenn
fyrri alda voru að reyna að leysa í
samtíma sínum. Hann fellur ekki í
þá gryfju að gera lítið úr hug-
myndum og sjónarhorni fyrri tíma
án þess þó að halda fram afstæð-
ishyggju um hugmyndakerfi og
heimspekilegar kenningar.
Í inngangskafla gerir Andri grein
fyrir nálgun sinni sem byggist á
hluthyggju um meginhugmyndir
vísindanna. Hluthyggja er í grófum
dráttum sú skoðun að vísindaleg
hugtök geti verið sönn í þeim skiln-
ingi að þau samsvari veruleikanum.
Af þeirri skoðun leiðir meðal annars
að megineinkenni framfara í vís-
indum felist í því að kenningar kom-
ist nær því að lýsa heiminum eins og
hann er fremur en til dæmis að þær
felist í því einu að menn nái meiri ár-
angri í að smíða stórfenglegar vélar
og tæki. Þó að hluthyggja sé um-
deild nú á tímum þá er hún engu að
síður máttug hugmynd um vísindi og
eðli þeirra. Og því má vissulega
halda fram að hún hæfi einmitt yfir-
litsriti á borð við Vísindabyltinguna.
Með hluthyggju sem meginviðmið
má gera hvorttveggja í senn, setja
þróun vísindakenn-
inga í auðskiljanlegt
samhengi og skýra
hversvegna eldri
kenningar víkja fyrir
nýjum.
En eins og Andri
bendir á þá er ekki þar
með sagt að hlutverk
vísinda sé eingöngu í
því fólgið að lýsa veru-
leikanum eins og hann
er. Frá upphafi hefur
forspárgildi vís-
indakenninga ekki
verið síður mik-
ilvægur eiginleiki
þeirra og það þarf
ekki alltaf að fara saman að geta
spáð fyrir framvindu hlutanna og
lýsa þeim eins og þeir séu eða hljóti
að vera. Það er mikill kostur á bók-
inni að þótt Andri sé sjálfum sér
samkvæmur í hluthyggju sinni þá er
hann laus við kreddufestu. Meg-
inmarkmið hans er að lýsa kostum
og göllum kenninga á þeirra eigin
forsendum og þetta tekst honum yf-
irleitt vel, ekki síst í umfjöllun sinni
um Ptólemaíos og jarðmiðjukenn-
ingu hans sem um margra alda skeið
var grundvöllur hinnar opinberu
heimsmyndar vestur-
landabúa.
Söguþráður vís-
indanna, eins og Andri
rekur hann, felur
kannski ekki í sér nein-
ar sérstakar nýjungar.
Andri fylgir þekktum
vísindasagnfræðingum
um helstu þætti og or-
sakavalda í sögu vís-
indanna. En vandaðar
skýringar, staðföst að-
ferðafræði og einlægur
vilji til að segja söguna á
aðgengilegan hátt stuðl-
ar að því að honum hef-
ur tekist að skrifa bók
sem getur höfðað til allra áhuga-
manna um vísindasögu og auðveldað
skilning á undirstöðum nútímavís-
inda. Þetta er bók sem mörgum mun
þykja gagnlegt að lesa og mun vafa-
laust koma að miklum notum við
kennslu í mörgum greinum hug- og
félagsvísinda. Ekki sakar að maður
finnur fyrir eldmóði höfundarins frá
upphafi til enda. Og það er ekki
hægt að verjast þeirri tilhugsun að
þrátt fyrir allt sé einfaldleiki vís-
indalegra skýringa mesta undrið.
BÆKUR
Vísindasaga
Andri Steinþór Björnsson. 379 bls.
áskólaútgáfan, Reykjavík, 2004.
Vísindabyltingin og rætur hennar
í fornöld og á miðöldum
Andri Steinþór Björnsson
Jón Ólafsson
Einfaldleikinn er mesta undrið
Í SAFNRITI þessu eru hugverk af
fjölskrúðugasta tagi, kveðskapur,
smásögur, sendibréf, endurminn-
ingabrot og fleira. Langmest fer fyr-
ir kveðskapnum. Ljóst er að sunn-
lenskar konur hafa ort sér til
hugarhægðar gegnum tíðina. Sú
hefur verið dægradvöl þeirra í önn-
um daganna. Fyrirmyndir hafa þær
að nokkru leyti sótt til sam-
tímaskálda á hverjum tíma. Náttúr-
an, árstíðirnar, veðráttan – þangað
eru yrkisefnin að mestu leyti sótt.
Vorljóðin eru þarna mörg. Blómin
og fulglarnir standa ófáum nær. Þar
að auki yrkja þær til nánustu ætt-
ingja – foreldra, systkina, barna.
Dagleg störf koma síður inn í mynd-
ina. Og húsdýrin standa sveitakon-
unni fjær en búast mætti við. Það
var ekki kvenna að setja saman
hestavísur! Fæstar ljóstra upp því
sem innst í sefa býr. Og armæða lífs-
ins er ekki oft á dagskrá. Til und-
antekninga telst Una sem orti Vest-
mannaeyjaljóð. Minnist ég að
kennari minn, Halldór Halldórsson,
skírskotaði til hennar – málfræðing-
urinn! Ekki fer heldur mikið fyrir
djúpfundnu táknmáli eða undiröldu
sálarlífsins. Þó mætti benda á ljóð
eins og Teppið eftir Oddnýju Krist-
jánsdóttur og Tommustokksþulu
eftir Hlíf Einarsdóttur. Góður
skáldskapur gefur í skyn en útskýrir
ekki. Vekur aðeins hugboð. Fátt er
þarna ljóða frá 18. og 19. öld en því
fleira því nær sem dregur líðandi
stund. Yngstu skáldkonurnar hafa
modernismann að leiðarljósi, þó
ekki allar. Fáeinar yrkja með enda-
rími en láta ljóðstafi lönd og leið.
Það hlýtur að teljast miður!
Lausa málið er minna að fyrir-
ferð. En fjölbreytnin er þar meiri,
bæði að efni og formi. Vigdís Björns-
dóttir, sem orðin er bóndakona í
Spanish Fork – fluttist þangað 1955
– skrifar vinkonu sinni í Vest-
mannaeyjum og lýsir í þaula bú-
skaparháttum sínum þar vestra.
Þuríður Pálsdóttir segir frá við-
brögðum sínum við Kötlugosinu
1918, en hún átti þá heima á Söndum
í Meðallandi. Kristín Skúladóttir frá
Keldum lýsir jarðskjálftanum 1912.
Hún var þá sjö ára, en sextán ár
voru þá liðin frá Suðurlandsskjálft-
anum mikla 1896. »… og það var
þá,« segir Kristín, »sem húsið á
Reynifelli skekktist og hljóp af
grunninum en þegar kippurinn kom
1912 kipptist húsið til og komst aftur
á réttan kjöl.« Guðlaug Guðjóns-
dóttir frá Stóru-Mörk segir frá
brúðkaupi sínu 1929. Meðal annars
greinir hún gerla frá matseðlinum.
Matthías Jochumsson minntist þess
frá veru sinni í Odda að á Suðurlandi
væri hefð fyrir viðhafnarmiklum
brúðkaupsveislum. Veislan í Stóru-
Mörk minnir um sumt á þær eins og
séra Matthías lýsir þeim. Þegar
Guðlaug gekk í hjónaband var góð-
æri í landi, svo í veðráttunni sem í
afkomunni. Árið eftir skall á krepp-
an mikla. Dilkurinn féll úr átján
krónum í fimm! Ungu hjónin máttu
hafa sig öll við. Guðrún Jakobsdóttir
var prestsdóttir frá Holti undir
Eyjafjöllum. Hún giftist norður í
Kelduhverfi og bjó þar upp frá því.
Hún minnist bernsku- og æskuár-
anna í átthögunum. Sigurbjörg
Hreiðarsdóttir frá Grafarholti í
Mosfellssveit segir frá hernáminu í
sinni sveit. En það færði með sér
hættur og lífsháska ekki síður en
eldgos og jarðskjálftar fyrr á öld-
inni. Sigurbjörg fluttist síðar austur
í Hreppa og gerðist þar með Sunn-
lendingur. Ingibjörg Ólafsson frá
Valdres í Noregi lýsir svo hernámi
Þjóðverja í sínu landi. Fáeinum ár-
um síðar fluttist hún til Íslands og
tók við búi á Þorvaldseyri ásamt
manni sínum, Eggert Ólafssyni.
Frásögn hennar var flutt í samsæti
sem hún hélt fjölskyldu sinni þegar
hún hafði búið í hálfa öld á Íslandi.
Og þarna er lifandi komin sjálf
Ingibjörg Pálmadóttir. Og það með
smásögu! Fáum hefur sem henni
tekist að bregða mannlegum svip yf-
ir stjórnmálin. Hér bregður hún
mannlegum svip yfir skáldskapinn.
Sagan hennar, Vorkvöld í Reykja-
vík, sem byggist að einhverju leyti á
endurminningum hennar frá náms-
árunum, minnir á hversu erfitt það
er að vera ungur og óþreyjufullur,
en jafnframt auðtrúa og reynslulaus.
Mynd og æviágrip fylgir hverjum
höfundi. Sjaldnast er á valdi
ókunnugra að dæma hversu þar sé
rétt með farið. Þó
þetta um Önnu frá
Moldnúpi: »Vet-
urinn 1929–30
stundaði Anna nám
við Menntaskólann
að Laugarvatni og
hugðist síðan taka
stúdentspróf frá
Lærða skólanum í
Reykjavík …«
Lesandann má
svo sem gruna hvað
hér hefði átt að
standa. Gallinn er
aðeins sá að skólar
þessir voru ekki til
á umræddum tíma!
Hér hefur fátt
eitt verið nefnt af
efni þessa viða-
mikla rits. En von-
andi nóg til að gefa
hugmynd um fjöl-
breytt efni þess.
Þjóðlegur fróð-
leikur, sem átti sér
vísan stað í hug-
skoti þjóðarinnar á
liðinni öld, er ekki
lengur jafnáberandi í bókaútgáf-
unni; virðist ekki vera í tísku hvað
sem öðru líður. Rit eins og Vængja-
tök vekja þó von um að gömlu góðu
dagarnir eigi enn sem fyrr sterk ítök
í þjóðarsálinni.
Hugurinn leitar víða
BÆKUR
Safnrit
Hugverk sunnlenskra kvenna.
388 bls. útg. Pjaxi ehf. 2004.
Vængjatök
Erlendur Jónsson