Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Page 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 | 3
Í
grein sem birtist í Morgunblaðinu 25.
febrúar sl. benti ég á að í fyrir-
huguðu tónlistarhúsi yrði hvorki gert
ráð fyrir heimili Íslensku óperunnar
né óperuuppfærslum í venjulegum
skilningi þess orðs, heldur svoköll-
uðum hálfuppfærslum, og því væri nauðsynlegt
að huga að öðrum úrræðum fyrir starfsemi Ís-
lensku óperunnar í framtíðinni. Árni Tómas
Ragnarsson skrifar grein í Morg-
unblaðið 3. mars sl. þar sem hann
telur þetta óþarfa svartsýni og
segir efnislega að með tilteknum
breytingum á sviðsaðstöðu í stóra
tónlistarsalnum í fyrirhuguðu tónlistarhúsi
megi skapa vel viðunandi aðstöðu til óperu-
flutnings. Í grein minni gekk ég að sjálfsögðu
út frá því að aðstaðan yrði eins og henni hefur
verið lýst í útboðsgögnum Austurhafnar-TR
ehf. til væntanlegra byggingaraðila og fjár-
festa, enda engra breytinga að vænta hvað
þetta varðar samkvæmt þeim upplýsingum
sem fyrir liggja. Ég mun hér á eftir skýra mál
mitt betur, en fyrst vil ég gera athugasemd við
annað atriði í grein Árna Tómasar.
Sviðslistasalur
Árni Tómas fullyrðir að of dýrt sé að hafa bæði
sal fyrir tónleikahald og annan sal fyrir óperu-
flutning í tónlistarhúsinu eins og Íslenska
óperan fór fram á á sínum tíma. Hann nefnir 30
milljarða kostnað við byggingu nýja óperu-
hússins í Kaupmannahöfn til viðmiðunar. Ég
held að þetta sé alrangt. Íslenska óperan ósk-
aði eftir sérstökum sal sem tæki 750 áhorf-
endur með hóflega stóru leiksviði. Þannig salur
er einmitt af þeirri stærð og gerð sem vantar
sárlega í Reykjavík og myndi ekki aðeins nýt-
ast fyrir óperuuppfærslur, heldur einnig fyrir
hvers kyns sviðslistaviðburði aðra, m.a. fyrir
söngleiki sem jafnan njóta mikilla vinsælda en
eru oft sýndir við erfiðar aðstæður. Tónlistar-
hús þar sem bæði væri fullkominn tónleikasal-
ur og sérstakur sviðslistasalur væri mun væn-
legri kostur en sá að reyna að nota stóran
sinfónískan tónleikasal með takmarkaðri sviðs-
aðstöðu til svo ólíkra þarfa sem nú er ráðgert.
Þá væri ekki aðeins komið til móts við hinar
ólíku greinar tónlistarleikhúss, sem er snar
þáttur í íslensku tónlistarlífi, heldur myndi það
auka nýtingarmöguleika hússins almennt og
treysta rekstrargrundvöll þess sem fjölsóttrar
menningarstofnunar.
Það er fráleitt að bera kostnað við svona ein-
faldan sviðslistasal í ráðstefnu- og tónlistar-
miðstöð saman við byggingarkostnað heils
óperuhúss, eins og nýja hússins í Kaupmanna-
höfn sem er 14 hæða hús á stærð við
fótboltavöll með eitt þúsund herbergjum og
einhverri fullkomnustu sviðsaðstöðu og tækni-
búnaði í allri Evrópu. Kostnaður við gerð svona
salar er aðeins lítið brot af kostnaði við óperu-
hús, enda yrði hönnun hans að miðast við raun-
hæfa rekstrarmöguleika á Íslandi en ekki í er-
lendum milljónaborgum.
En aftur að aðstöðunni í stóra sal tónlistar-
hússins, sinfóníusalnum, eins og hún er fyr-
irhuguð og hefur verið lýst í útboðsgögnum
Austurhafnar. Samkvæmt þeirri lýsingu er
reiknað með að hægt verði að setja þar upp
óperur með einföldum sviðsbúnaði, eða svo-
kallaðar hálfuppfærslur (semi staged). Skiptar
skoðanir virðast hins vegar vera um hvað hægt
verði að aðhafast í þessum sal, t.d. var nýlega
birt á vef Austurhafnar ráðgjafaskýrsla eftir
Þórunni Sigurðardóttur og Svanhildi Konráðs-
dóttur þar sem segir m.a. að öll helstu verkefni
Íslensku óperunnar geti átt prýðilega heima
þar. Ég geri ráð fyrir að verið sé að tala um
fullburða óperuuppfærslur. Þetta sjónarmið er
útbreitt, en rétt er að taka fram að skýrsluhöf-
undar hafa ekki borið þetta undir Íslensku
óperuna. Það er reginmunur á þessu tvennu,
hálfuppfærslu og fullburða uppfærslu.
Hálfuppfærsla og fullburða uppfærsla
Óperuformið einkennist af samtvinnun margra
listgreina í eitt heilsteypt tjáningarform. Auk
tónlistar og leiklistar nýtir óperan margbrotna
umgjörð sviðsmyndar, leikmuna, búninga og
ljósa, auk margvíslegra tæknibragða annarra.
Fullburða óperuuppfærsla krefst hárná-
kvæmra tímasetninga á samspili hinna ólíku
þátta, en samstillingaratriði sem varða brot úr
sekúndu skipta mörgum tugum og jafnvel
hundruðum í hverri óperusýningu. Það er því
nauðsynlegt að geta æft óperur í sviðsmynd á
sýningarstað, eða á æfingasviði sem er af sömu
stærð og býður upp á sömu tæknilega mögu-
leika. Yfirleitt er gert ráð fyrir þriggja til fjög-
urra vikna æfingum í sviðsmynd á sviði við
uppfærslur Íslensku óperunnar, en það er sami
tími og atvinnuleikhúsin ætla fyrir sviðsæf-
ingar við undirbúning leiksýninga.
Í hálfuppfærslu er hins vegar megináherslan
lögð á tónlistina. Þáttur leiklistar er takmark-
aður og allri umgjörð og tæknibrögðum mjög í
hóf stillt. Æfingatími er að sama skapi miklu
styttri en við fullburða uppfærslu, oftast aðeins
fáeinir dagar. Í nýtingaáætlun fyrir stóra sal
tónlistarhússins er gert ráð fyrir tveimur hálf-
uppfærslum á ári sem hluta af starfsemi Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands. Áætlað er að fyrir
hvora um sig þurfi fjórar æfingar, en það er
svipað og fyrir vikulega tónleika sveitarinnar.
Það er með öðrum orðum einkum tvennt
sem ræður því hvort um fullburða óperuupp-
færslu geti verið að ræða: Annars vegar hvort
aðstaða er fyrir hendi til að listformið fái að
njóta sín til fulls. Hins vegar hvort nægur tími
sé til æfinga og aðlögunar á sýningarstað, eða
við sams konar aðstæður. Um hvorugt er að
ræða í fyrirhuguðu tónlistarhúsi.
Tónlistarhúsið
Samkvæmt útboðsgögnum Austurhafnar verð-
ur í stóra salnum svið með hringsviði og hljóm-
sveitargryfja. Baksviðs er þröng aðstaða fyrir
umferð fólks og flutninga á búnaði að og frá
sviðinu. Op milli baksviðs og sviðs eru 280 cm á
hæð, eða rétt rúmlega eins og venjuleg stofu-
hurð. Í heild má segja um stóra salinn að hann
hafi hvorki lögun, sjónlínur, né sviðs- og tækni-
búnað óperusalar, enda er hann fyrst og fremst
hannaður sem sinfónískur tónleikasalur með
viðbótarbúnaði til að auka nýtingarmöguleika.
Það er rétt sem Árni Tómas segir, að helsti
vandinn við að nýta salinn fyrir óperusýningar
sé þröng baksviðsaðstaða og lág hurðarop milli
sviðs og baksviðs, en þetta torveldar aðflutn-
inga að sviði og útilokar að mestu notkun sviðs-
myndar sem er mikilvægur hluti hverrar full-
burða óperuuppfærslu. Ekki hefur verið ljáð
máls á að breyta þessu þrátt fyrir tilmæli Ís-
lensku óperunnar.
Vitað er að starfsemi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands verður kjölfestan í dagskrá tónlistar-
hússins og er reiknað með að hún samsvari um
40% nýtingu stóra salarins, auk afnota af
kammersal til æfinga þegar verið er að nota
stóra salinn til annars. Ákveðið er að rekstur
hússins verði í höndum einkaaðila, væntanlega
þess sem lætur byggja hótelið og mun eignast
ráðstefnu- og tónlistarmiðstöðina með tíð og
tíma. Ennþá liggur ekkert fyrir um þennan
einkarekstur annað en spádómar ráðgjafa
Austurhafnar um fjölbreytta og síbreytilega
notkun hússins sem ekki benda til að um lang-
tímaafnot fyrir einstaka listviðburði geti verið
að ræða. Það er heldur ekki um að ræða sér-
staka æfingaaðstöðu fyrir sviðslistagreinar í
húsinu og því aðeins reiknað með aðfluttum
sýningum af ýmsu tagi sem koma þarf fyrir á
sviði með snarræði og fjarlægja á sama hátt til
að rýma fyrir næstu uppákomu.
Einfaldar óperuuppfærslur
Vissulega má hugsa sér óperuuppfærslu í ein-
faldaðri mynd sem liggi einhvers staðar á milli
hálfuppfærslu og fullburða uppfærslu sem
væri útbúin og æfð annars staðar en á sviði
tónlistarhússins, en þó við sams konar að-
stæður, og síðan flutt í tónlistarhúsið sem
nokkurs konar gestasýning. Með vaxandi há-
tíða- og uppákomuvæðingu menningarlífsins
verður algengara að stórir listviðburðir séu
hannaðir sem farandsýningar til gámaflutn-
inga milli húsa og landa og séu að mestu óháðir
tæknilegum aðstæðum á hverjum stað, enda
tími til aðlögunar oftast naumur. Sú aðferð á
auðvitað mjög misvel við um ólík verkefni og
útilokað er að gera ráð fyrir þannig vinnu-
brögðum sem reglu við óperuuppfærslur á Ís-
landi. Það er meginviðfangsefni Íslensku
óperunnar að sviðsetja óperur með öllu sem því
til heyrir og treysta með því atvinnugrundvöll
óperulistafólks á Íslandi. Það er ekki björt
framtíðarsýn fyrir íslenskt óperulistafólk ef
það á að stunda listgrein sína í gestasýningum
við aðstæður þar sem þarf að sleppa úr mik-
ilvægum þáttum í samofinni heild, eða breyta
listforminu með öðrum hætti. Við hljótum að
hafa þann metnað, séum við á annað borð að
fást við óperustarfsemi, að vilja skapa framtíð-
araðstæður þar sem listformið fær að njóta sín
til fulls.
Niðurstaða
Niðurstaða mín varðandi tónlistarhúsið eins og
áform hafa verið kynnt er sú, að þótt hægt
verði að sviðsetja óperur þar í einhvers konar
einfaldaðri mynd með umtalsverðum tilfær-
ingum og tilkostnaði, sé það ekki ákjósanlegt
nema í undantekningartilfellum. Langlíklegast
er að sú aðstaða sem ráðgerð er verði að jafn-
aði nýtt á þann hátt sem beinast liggur við, það
er fyrir hreinar konsertuppfærslur og/eða hálf-
uppfærslur. Flutningur óperutónlistar með
þeim hætti getur vissulega orðið ágæt viðbót
við venjulega óperustarfsemi, en kemur ekki í
stað hennar. Þetta er ástæðan fyrir því að ég
tel óhjákvæmilegt að huga að öðrum framtíð-
armöguleikum fyrir meginstarfsemi Íslensku
óperunnar.
Eins og áður segir virðast vera skiptar skoð-
anir um möguleika til óperuflutnings í fyrir-
huguðu tónlistarhúsi. Raunar velta menn fyrir
sér fjölmörgu öðru varðandi nýtingu og rekst-
ur hússins og það er ekki bara á síðum Morg-
unblaðsins sem umræðan fer fram. Málið er
mikið rætt meðal tónlistarmanna og annars
staðar í þjóðfélaginu. Menn velta því fyrir sér
hvort verið sé að byggja hús sem þjóni íslensku
tónlistarlífi almennt, eins og látið hefur verið í
veðri vaka, eða hvort í raun sé verið að byggja
yfir Sinfóníuhljómsveit Íslands með viðbót-
armöguleikum fyrir snöggsoðnar og/eða
gámahannaðar uppákomur af ýmsu tagi sem
væntanlegur einka-rekstraraðili telur við-
skiptalega hagkvæmar. Það skýtur líka skökku
við ef laga þarf mikilvægar greinar tónlistar-
lífsins að aðstöðunni í þessu húsi, jafnvel með
breytingum á listforminu sjálfu, í stað þess að
byggt sé og starfrækt tónlistarhús á for-
sendum tónlistarlífsins. Það er nauðsynlegt
fyrir upplýsta umræðu og skilning á þessu máli
að stjórnvöld, eða Austurhöfn í umboði þeirra,
geri tónlistarfólki og almenningi fyllri grein en
áður fyrir þessari byggingarframkvæmd og
áformum um nýtingu hússins og hlutverki þess
í íslensku tónlistarlífi. Í þeirri greinargerð þarf
m.a. að koma fram af hverju ákveðið hefur ver-
ið að fela einkaaðila rekstur hússins og hvaða
skilyrði verði sett fyrir þeim rekstri.
Framtíð óperulistar á Íslandi
Úr Toscu í Íslensku óperunni „Niðurstaða mín
varðandi tónlistarhúsið eins og áform hafa verið
kynnt er sú, að þótt hægt verði að sviðsetja
óperur þar í einhvers konar einfaldaðri mynd
með umtalsverðum tilfæringum og tilkostnaði,
sé það ekki ákjósanlegt nema í undantekning-
artilfellum.“
Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir óperu-
flutningi í tónlistarhúsinu telur greinarhöf-
undur óhjákvæmilegt að hugað sé að öðrum
framtíðarmöguleikum fyrir meginstarfsemi
Íslensku óperunnar.
Eftir Bjarna
Daníelsson
bjarni@
opera.is
Höfundur er óperustjóri Íslensku óperunnar.