Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Qupperneq 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 | 7 tjáning, án þeirra, óhugsandi. Hvorttveggja verður að hafa í huga sem órjúfanlegt, ekki aðeins á þeim tíma, heldur á öllum þeim, sem mannveran þekkir. Einnig nú hafa tækniframfarir á þessu sviði verið talsverðar. Léreftsgerðin í Belgíu er aldagömul og traust, og áfram þræðir hún sína slóð, sem þeir eru hressir yfir, er að því standa. Það veit ég, því að eitt sinn heimsótti ég höf- uðbólið þar í landi. En meiri hafa breytingar verið í framleiðslu synthetískra lita og bindiefna nútímans, því að endurreisnin er langt að baki. Þá var kvartað yfir óþjálum fernis, þess gerist nú ekki þörf. Ekki er nauðsynlegt, að allt séu náttúruefni, ef þau ekki eru nógu góð, verða þau að víkja. Efnafræði nútímans býður upp á margar lausnir, og sá á kvölina sem ekki veit völina. Hol- lendingar bjóða bezt, eins og við var að búast. Efnafræðingar á þeim slóðum hafa gert ítarlega efniskönnun á verkum gamalla meistara, svo framarlega sem það er mögulegt. Hvert sem er sannleiksgildi slíkra fullyrðinga, er víst að lausnin er frábær, enda tel ég hana vera þeirra eigin, fyrst og fremst. En hvers- vegna skilar hún sér ekki til þeirra, sem ættu að renna til hennar hýru auga? Hinir gömlu meistarar hefðu án efa gert það, svo glæst efni, föst og fljótandi, hafa þeir tæplega milli handa haft. Ekki er hugmyndafræði nóg, líka þarf að huga að efnisheimi, hvaða nafni sem hann nefnist. Olíulitir eru gljúpir, massífir, þétt- ir, þykkir, þunnir, gegnsæir. Þeir voru, eru, og verða um ófyr- irsjáanlega framtíð, vegna langtíma yfirvegunar í tækniþróun, frjóastir allra efna til myndsköpunar. Sú þróun var í rás árþús- undanna, eins og segir í vísunni um vorið, að „því miðar hægt og hægt“, samt ekki án stökkbreytinga í sínum árstíðum. Gömlu módernistarnir klöppuðu saman lófunum, stöppuðu niður fót- unum, og sneru sér rækilega í hring, svo að flest sem í þeirra kjalsogi lenti varð kollvelta. Þegar bilið nú breikkar á rúmsjó tímans, er stefnan auðveldar tekin, samt aldrei án þess að tekið sé mið af ofanskráðu. Nú má kannski segja, að senn skuli ég hætta lofsöng um Cro Magnon-manninn, því list hans hafi verið frumstæð, og hans vís- indi einnig. Vissulega var hann samt fyrsti efniskönnuður í sögu mannkyns. Slík könnun hefur nú hlaðið upp miklu bákni gervi- efna, sem óhjákvæmilegt er, því vísindin fæða af sér þann heim. Í myndlist, einkum málaralist, hafa vísindi lengi verið að verki, unnið vel og gera enn, því ekkert hafa þau skemmt, nema síður sé. Ástæðan er einfaldlega sú, að virðing fyrir náttúruefnum hef- ur skapazt í langtíma starfi, en vísindamenn hafa þó ekki látið aftra sér frá tilraunum, sem leitt hafa til bóta á efnavali. Ég fæ ekki séð annað en jafnvægi sé þar gott, því mikið er af góðum náttúruefnum, þótt ekki sé um algild lögmál að ræða. Synthetísk efni geta bætt sumt, renna mjúklega inn í heildina, samlagast svo vel, að engin röskun á sér stað. Gott væri, ef oftar tækist svo til, á ýmsum öðrum sviðum. Könnun efnisheims hefur í gerviefnum og tækjaflóði mörgu drekkt, jafnt í mannlífi sem náttúrunnar ríki. Hátæknin verður vélrænt alræði, sé mótvægi ekki fyrir hendi. Hún getur þá valdið andarteppu, en ég mæli samt ekki með aft- urhvarfi til hnútaleturs. Málaralistin gengur sinn efnis gang líkt og sólkerfi, og tölvu- tækni ratar í ferlið, sem ný reikistjarna. En sé horft til seinni hluta 20. aldar, einmitt þegar málaralist varð fyrir meira aðkasti en nokkur önnur listgrein, létu efniskönnuðir þau ólæti sig engu varða, og héldu sínum rannsóknum ótrauðir áfram. Árangri hef- ur það skilað slíkum, sem ég lauslega hef minnst á. Fyrr á tímum var gjarnan talað um töfraefnið, já, hver vildi ekki eignast sitt fasta og fljótandi Grail? Ég veit satt bezt að segja ekki, hvaða orð væri nú við hæfi að nota. Eitt er samt víst, ekki er um neitt þús- und og einnar nætur ævintýri að ræða, öllu heldur ótímabundið lögmál efnisins, er miðlað getur vitneskjunni: Fylgir þú mér, fylgi ég þér. Febrúar–apríl 2004 ’Vil ég þá færa tölvuna í átt að málverki? Já, á vissan hátt, þótt alla leiðinakomist hún ekki, því að hugsunin ein nægir ei til sköpunar þeirrar efnis- hleðslu, sem fæðir æðra ljós málaralistar. Að gera því ferli öllu skil í ritgerð, nei, þá geri ég hlé og læt mér nægja að fjalla um sólarljósið. Það hefur góðu komið til leiðar, eins og bindiefnið, já, heill þér, efnisheimur. Að Cro Magn- on-maðurinn hafi blandað blóði, sem bindiefni í litina, nei, því trúi ég varla. Hann hefur kannski einhverntíma rekið fingur í steinnibbu á hellisvegg, þeg- ar eigið blóðstreymi varð voldugt.‘ Höfundur er myndlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.