Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Side 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 | 13 Aðdáendur ÍslandsvinarinsMarks E. Smiths, söngvara The Fall, ættu að kætast yfir þeim tíðindum að útgáfufyrirtækið Sanct- uary Records hyggst gefa út sex diska safn með BBC- upptökum The Fall. Upptök- urnar voru gerð- ar í þætti Johns Peels, útvarps- mannsins knáa sem lést á síðasta ári, og fóru fram á árunum 1978-2004. Kassinn ætti að verða góð viðbót í safn Fall-aðdáenda, en sveitin hefur sent frá sér 25 hljóðversplötur og um 50 tónleikaplötur á löngum ferli. Með mun fylgja 30 síðna bækl- ingur, þar sem upptökurnar verða raktar og birtar verða myndir úr BBC-hljóðverinu. The Fall hélt sem kunnugt er tvenna tónleika hér á landi í nóv- ember; í Austurbæ og á Grandrokki. Smith þótti uppátækjasamur á svið- inu, sér í lagi í Austurbæ, þar sem hann endurstillti gítarmagnara og tók hljóðnema úr sambandi hjá með- sveitarmönnum sínum.    Brian Wilson hefur tilkynnt áheimasíðu sinni að 24. maí komi út tvöfaldur mynddiskur helgaður Smile-plötunni. Diskurinn ber heitið SMiLE: The DVD og á honum verð- ur heimildamynd um sögu plöt- unnar, tónleikar þar sem platan er flutt í heild sinni og tveggja klukku- stunda aukaefni sem ekki hefur áður litið dagsins ljós. Á fyrri disknum verður heim- ildamyndin, Beautiful Dreamer: Brian Wilson and the Story of SMiLE, sem sýnd var í bandarísku sjónvarpi í október og hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda. Leikstjóri myndarinnar, sem er í fullri lengd, er David Leaf, ötull skrásetjari Beach Boys-sögunnar og aðdáandi sveitarinnar. Í myndinni eru viðtöl við Wilson og Van Dyke Parks, sem samdi texta við lög plötunnar með höfundinum og einnig er rætt við Elvis Costello, George Martin, Burt Bacharach og Roger Daltrey. Seinni diskurinn inniheldur sem fyrr segir tónleika með öllum lögum plötunnar. Þeir fóru fram í Los Ang- eles á síðasta ári og þykja með þeim betri í Smile-tónleikaferðinni hingað til, en hún hefst aftur í júní.    Hinn 24. maí kemur einnig útönnur plata Gorillaz og mun hún heita Demon Days. Damon Al- barn er að sjálfsögðu potturinn og pannan hjá Górillunum, en vinnur sem fyrr með DJ Danger Mouse og þeir félagar eru enn í samstarfi við Jaime Hewlett, höfund Tank Girl. Að sögn Pitchfork kemur fram á plötunni enginn annar en leikarinn og fjöllistamaðurinn Dennis Hopp- er, en aðrir gestir eru London Community Gospel-kórinn, De La Soul, Ike Turner, Shaun Ryder fyrr- um söngvari Happy Mondays, Roots Manuva og MF Doom. Fimmtán lög verða á plötunni og þykir þeim sem á hana hafa hlýtt hún vera með dekkri hljóm en frum- burðurinn frá 2001, Gorillaz. Erlend tónlist Brian Wilson Gorillaz Mark E. Smith Sumar plötur eru þannig, að þótt áratugirlíði, þá mun maður alltaf muna nákvæm-lega allar sínar kringumstæður á þvíaugnabliki sem maður heyrði þær fyrst. Þannig plata er meistaraverk Queen, A Night at the Opera, sem kom út fyrir réttum þrjátíu árum. Ég var í heimsókn hjá kunningjafólki en var á leið austur á Laugarvatn þeg- ar húsbóndinn kvaðst verða að leyfa gestkomandi að heyra nýju Queenplötuna, áður en þeir legðu í hann. Jú, það var svosem í lagi að heyra eitt eða tvö lög, þótt ferðalangarnir væru þegar orðnir með seinni skipunum á áfangastað. Það fór svo, að þótt ferðalangar hefðu verið orðn- ir áfjáðir í að komast af stað, þá var það ekki hægt. Ekki nokkur smuga. Þessa plötu varð að hlusta á alla – alveg – ekki einu sinni, heldur tvisvar. Og enn er það svo, þrjátíu árum síðar, að þegar ég kem á Laugarvatn, tekur sig upp endurómur þessa dags forðum, og Night at the Opera fer af stað í hug- anum, í öllum sínum fjölbreyttu og góðu lögum, sem spanna allt litróf dægurtónlistarinnar, þunga- rokk, popp, rokk, gamaldags enska show-tónlist og svo bæheimsku rapsódíuna, sem manni þótti stór- kostlegri en nokkuð annað sem heyrst hafði í rokk- inu. Maður vissi varla hvernig maður ætti að höndla þessa plötu; – allan húmorinn innan um djúpa al- vöru; allt léttmetið, innan um klassíska vigt – þetta var allt þarna, tólf dásamlegar lagasmíðar sem sýndu fullkomlega hvers konar músíkhæfileikum þessi dáða hljómsveit var búin. Eins og með allar góðar plötur, þá fór maður í gegnum mörg tímabil með Night at the Opera. Í fyrstu umferð voru það lögin sem gripu strax; ensku gamansöngvarnir Seaside Rendezvous, Good Company og Lazing On A Sunny Afternoon í stíl enska skemmtileikhússins á fyrstu árum síð- ustu aldar. Þá kom rokktímabilið, með bragðmikla stuðlaginu I’m in Love With My Car, Sweet Lady, og fútúríska þungarokkinu í Death on Two Legs og Prophet’s Song. Margoft fór maður svo í gegnum ástarlagafasann á Night at the Opera; og þvílíkir gimsteinar þar: Love Of My Life, og You’re My Best Friend. Bohemian Rhapsody var auðvitað ein- stök lagasmíð og tilkomumikil, en þó er annað lag á plötunni, sem mér finnst alltaf standa uppúr, og það er ’39. Ég hef aldrei almennilega áttað mig á því hvort texti þeirra um hetjurnar sem sigldu frá ströndu þetta ár voru sjálfboðaliðar í átökum seinni heimsstyrjaldarinnar – eða bara einhverjar aðrar hetjur – og í raun hætti það fyrir löngu að skipta mig máli. Lagið, eftir gítarleikarann Brian May, er eitt besta dægurlag allra tíma, feiknarvel upp- byggt, með stígandi og grípandi viðlagi. Síðasta lag plötunnar var enski þjóðsöngurinn, God Save The Queen – afar viðeigandi í ljósi þess að engu var lík- ara en að hún hefði verið sköpuð til dýrðar enskri dægurtónlist allt frá upphafi aldarinnar. Það er ekki hægt að skjalla lagasmíðar Queen á Night At The Opera án þess að minnast á frábæran hljóðfæraleik, og sönginn, sem á engan sinn líkan í rokkinu. Freddie Mercury er auðvitað goðsögn, en raddanir hljómsveitarinnar og raddútsetningar hafa ekki enn, í þau þrjátíu ár sem liðin eru frá út- gáfu þessa meistaraverks verið jafnaðar. Enn ratar Night At The Opera á fóninn. Þar er að finna stemningar af öllu tagi, leita í tilfinningar af öllum gerðum, sækja einstaka dægurmúsík, sem fyrir löngu er orðin klassísk. Dýrðaróður Drottningar Poppklassík Efir Bergþóru Jónsdóttir begga@mbl.is. Þ egar maður hugsar til brimbretta- tónlistar þá dettur manni fyrst í hug taumlaus hressleiki. Upp í hugann koma þá óumflýjanlega hinir einu sönnu sólstrandargæjar – Beach Boys – sem kyrjuðu stuð-stuð-stuðsöngva í kór með öldum Kaliforníustrand- arinnar. Líf brim- brettakappans í söngvum þeirra var fullkomnun næst, einfalt og áhyggjulaust; sandur og sól, stelpur og stuð; stærsta glíma lífsins var við nátt- úrunnar öfl, öldutröll dagsins. Red Hot Chili Peppers drógu upp á grimmari tímum dekkri mynd af lífi sólstrandargæjans; sem þá var orðinn ábyrðarlaus ónytj- ungur, sníkjudýr og vímufíkill. Sólstrandargæjar nýrrar aldar eru þeir sömu – jafnafslappaðir og rómantískir og þeir á tímum Beach Boys og jafnrótlausir og utangarðs og Red Hot Chili Peppers. Brimbretti og kvikmyndagerð Jack Johnson heitir verðugur fulltrúi hinna nýju sólstrand- argæja, sannur brimbrettakappi sem stóð meira að segja frammi fyrir því að þurfa að velja milli tónlistarinnar og frama sem atvinnumaður í brimbrettaíþróttinni. Nýverið kom út þriðja plata þessa flinka söngvaskálds; gítarleikara, söngvara og lagasmiðs, sem hefur fram að færa hreint einstaklega áheyrilegt ak- ústískt gítarpopp, upplífgandi, yfirvegað og dægilegt, eitthvað sem skríbentar hér áður fyrr hefðu kosið að kalla gæðapopp. Hinn 29 ára Johnson var meira að segja bú- inn að landa atvinnumannasamningi við Quiksil- ver brimbrettaframleiðandann þegar hann ákvað fremur að helga sig tónlistinni. Fyrsta ástin hans var nefnilega eltingaleikurinn við öldurnar stóru, heima á æskuslóðunum á eyj- unni Oahu við Havaii, þar sem reglulega fer fram Pipeline-keppnin, sem er liður í stórri brimbrettakeppni atvinnumanna. Þegar hann fluttist til vesturstrandar Bandaríkjanna var það ekki einasta til að halda áfram brim- brettaiðkuninni heldur líka til að nema kvik- myndagerð við Kaliforníuháskóla í Santa Bar- bara. Á háskólaárunum greip hann svo í fyrsta sinn í kassagítarinn og fór að gutla á hann við varðeldinn niðri á strönd eftir að hafa háð langa og stranga baráttu við brimið og þegar kom að því að setja þurfti tónlist við myndirnar sem hann gerði í skólanum – vitanlega brim- brettamyndir – tók hann til við tónsmíðar. Eftirlæti stúdenta Eitt metnaðarfyllsta verkið sem hann gerði var heimildarmyndin Thicker Than Water sem vann til nokkurra verðlauna árið 2000, líkt og sú næsta The September Sessions sem fékk verðlaun á verðlaunahátíð ESPN-íþróttastöðv- arinnar. Lögin sem Johnson hafði samið og söng í myndum vöktu sérstaka eftirtekt manna, þeirra á meðal brimbrettablúsaranna í G. Love & Special Sauce, sem kunnu að meta þennan léttblúsaða, afslappaða þjóðlaga- og hipp- hoppskotna stíl Johnsons. Þeir fengu hann því til að syngja með sér í laginu Rodeo Clowns sem kom út á plötunni Philadelphonic árið 1999. Annar sem féll fyrir þessum fjölhæfa náunga var J. P. Plunier, hægri hönd póst-módernblús- arans Bens Harpers. Það var enginn smáræðis heiður fyrir Johnson því svo vildi til að Harper var einn af hans eftirlætis tónlistarmönnum og helstu áhrifavöldum, ásamt Nick Drake, Bítl- unum, Hendrix, Dylan, Marley o.fl. – að hans eigin sögn. Plunier tók að sér að stýra upp- tökum á fyrstu plötu Johnsons Brushfire Fai- rytales sem kom út á vegum Enjoy Records í janúar 2001 en þar lék Harper einmitt á stálgít- ar. Salan fór hægt af stað enda kynningin á plötunni svo gott sem engin hjá litlu og máttvana út- gáfufyrirtækinu. Platan fékk þó fínustu dóma og eftir ár hafði hún selst í um 100 þúsund eintökum. Tónleikaferð með Ben Harper, framkoma hjá Leno og Letterman og hægt vaxandi jákvætt orðspor gerði þó að verkum að platan náði inn á Billboard-sölulistann, fór hæst í 34. sætið og hékk á lista í meira en ár. Um það bil sem önn- ur plata Johnsons On and On kom út í maí 2003 hafði salan á Brush- fire því margfaldast og var komin yfir eina milljón eintaka. Þá var Johnson líka búinn að gera dreif- ingarsamning við Universalrisann sem þurfti aðeins að sjá til þess að plöturnar fengjust, tónlistin seldi sig sjálf. Jack Johnson var þá orðinn að eftirlætis sólstrand- argæja bandarískra háskólastúd- enta sem kom vel í ljós þegar On and On fór beint í 3. sæti Billbo- ard-listans, en hún hefur nú selst í 1,2 milljónum eintaka. Þekkir ekki 5 þúsund manns Johnson sjálfur var síðastur til að kveikja á því að hann var orðinn vinsæll tónlistarmaður, þessi brimbrettagaur og baslandi kvik- myndagerðarmaður, sem í upphafi sá fyrir sér að geta kannski selt vandamönnum og vinum úr brim- brettageiranum nokkur eintök af fyrstu plötunni. „Kim konan mín vildi láta framleiða 5 þúsund eintök og ég hváði bara og sagði henni að við þekktum enga 5 þúsund manns.“ Jack og Kim kynntust í Kaliforníuháskóla ár- ið 1994, þar sem hún var í kennaranámi. Þau giftu sig árið 2000 og hún starfar núna sem um- boðsmaður hans, hægri hönd og sálufélagi eins og nýja platan In Between Dreams gefur til kynna, sem er jafnvel ennþá sólríkari og inni- legri plata en forverarnir tveir. In Between Dreams kom út í síðustu viku og virðist ætla að festa Johnson rækilega í sessi því platan fór beint í 3. sæti Billboard-listans, næst á eftir ný- útkomnum plötum með 50 cent og Jennifer Lo- pez og seldist betur en nýja platan með Mars Volta sem fór beint í 4. sætið. Plötur hans þrjár eru vissulega svolítið keim- líkar. Johnson heldur sig við það sem honum fer best að gera, að semja og syngja upplífg- andi söngva sem fylla mann hlýjum sælu- straumum, rétt eins og maður sitji við varðeld- inn við hlið hans og njóti hlýrrar Kyrrahafsgolunnar. Með lagasmíðunum kafar hann kannski ekkert sérlega djúpt heldur kýs fremur að fleyta yfirborðið, klappar briminu undurblítt og létt. Brimsins blíðustu söngvar Fyrst voru það Beach Boys, svo Red Hot Chili Peppers og nú Jack Johnson sem sýnt hefur og sannað að það er enn í góðu lagi að vera sólstrandargæi. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Gítarinn hefur á síðari árum komið í staðinn fyrir brimbrettin sem helsta tjáningartæki Hawaii-búans Jack Johnson sem nú um mundir er sá heitasti í Bandaríkjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.