Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005
M
eð tilkomu gam-
anþáttanna Limbó,
sem sýndir voru í
sjónvarpinu árið
1993 og radíus-
bræðurnir Davíð
Þór Jónsson og
Steinn Ármann
Magnússon stóðu að ásamt tvíhöfðanum og
fóstbræðrunum Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjart-
anssyni auk leikstjórans Óskars Jónassonar,
var lagður grunnur að breytingum á íslensku
sjónvarpsgríni sem enn sér ekki fyrir endann
á. Í framhaldi af Limbó skaut upp kollinum
grín sem var bæði groddalegra og líkamlegra
en áður hafði þekkst og
byggðist ekki á því að gera
grín að þekktum fyr-
irmyndum, heldur var það
hversdagslegt fólk sem grínið snerist um. Eftir
að Limbó var tekið af dagskrá vegna mótmæla
almennings tóku þættirnir Radíus og Hegðun
atferli framkoma, sem síðar breytist í Tvíhöfða,
við. Voru þeir þættir sýndir sem innslag í dæg-
urmálaþáttum sjónvarpsins Dagsljós á árunum
1995–1997. Þegar þeir runnu sitt skeið var röð-
in komin að gamanþáttunum Fóstbræður á
Stöð tvö (1997–2001). En ólíkt fyrirrennurum
sínum nutu þeir umtalsverðra vinsælda og hafa
í dag öðlast sess sem eins konar menningarfyr-
irbæri í íslensku sjónvarpi. Það má svo sjá áhrif
af þessum hræringum í þáttunum 70 mínútur
er sýndir voru daglega á sjónvarpsstöðinni
Popptíví á árunum 2000–2004. Í framhaldi af
þeim þáttum urðu til gamanþættirnir Svína-
súpan þar sem sjá má fólk úr áðurnefndum 70
mínútum: Auðun Blöndal, Pétur Jóhann Sig-
fússon og Sverri Þór Sverrisson auk áð-
urnefndra Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjart-
anssonar. Einnig skartar þátturinn
leikkonunum Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur
og Eddu Björgu Eyjólfsdóttur. Leikstjóri þátt-
anna er Óskar Jónasson, sem auk þess að hafa
leikstýrt Limbó, leikstýrði þrem af fimm serí-
um Fóstbræðraþáttanna. Hér á eftir verður lit-
ið nánar á Svínasúpuna og Fóstbræður og það
uppbrot á grínhefðinni sem í þeim þáttum felst
og hvernig viðmiðum samfélagsins er þar snúið
á haus með grótesku raunsæi.
Hefðbundið grín myndi teljast til þess sem
hefir almennan hljómgrunn meðal fólks og vek-
ur sjaldan eða aldrei upp tilfinningar eins og
reiði eða fyrirlitningu og forðast það sem hrófl-
að gæti við þeim vinsældum er það nýtur. Aðal-
einkenni þess gríns hérlendis er af tvennum
toga: eftirhermugrín og grín sem byggist á
sköpun lífseigra karaktera. Fyrra dæmið felur
í sér að gert er grín að og hermt eftir
ákveðnum, oftast þjóðþekktum, fyrirmyndum.
Það seinna helgast af því að búin er til persóna
sem nýtur hylli fólks og verður hún í framhaldi
af því ávísun á „öruggt“ grín og er því notuð
óspart við öll möguleg tækifæri, er Ragnar
Reykás ágætt dæmi um slíka persónu og
Spaugstofan besta dæmið um hefðbundið grín
almennt séð. En málið er þó ekki alveg svona
einfalt þar sem þessi lýsing kallast um margt á
við greinina „Skipan orðræðunnar“ frá 1971
eftir franska heimspekinginn Michel Foucault
(1926–1984). Í henni segir að í vestrænu þjóð-
félagi megi finna útilokunarhætti sem segi til
um hvað sé leyfilegt innan þess og að það sé
orðræðan sem stjórni því. Í sem fæstum orðum
vísar hugtakið „orðræða“ til tungumáls sem er
beitt á tilteknu sviði, en á hverju sviði gilda
reglur um það hvernig má tala. Öll þjóðfélög
samanstanda af mörgum ólíkum orðræðu-
samfélögum með mismunandi stöðu innan
ríkjandi valdakerfis hverju sinni. Sú orðræða
sem er ofan á hefir vald yfir öðrum orðræðum.
Foucault talar svo einnig um þrjár ytri að-
ferðir sem stjórna orðræðunni. Sú fyrsta er
bannið, önnur markalínan og útskúfunin og sú
þriðja sannleiksviljinn. En allar þessar aðferðir
miða að því að segja fyrir um það hvað sé leyfi-
legt (satt) innan samfélagsins. Ef einhver gerir
eitthvað óleyfilegt eða bannað fer sá hinn sami
yfir strikið (markalínuna) og getur þ.a.l. verið
útskúfað eða talinn afbrigðilegur. Á þann máta
þvingar ríkjandi orðræða aðrar orðræður til
þess að feta ráðandi og viðurkennda slóð
(Foucault 1991:193–198). Í þessu ljósi er
Spaugstofan og áþekkt grín innan viðurkennda
rammans, enda gerir hún sjaldan eitthvað sem
brýtur í bága við hið leyfilega. Svínasúpan og
Fóstbræður eru aftur á móti ekki innan þess
ramma.
Það eru engin ný sannindi að andanum (vits-
mununum) sé hampað umfram efnið (líkam-
ann) og má því segja að andinn sé partur af
ríkjandi orðræðu. Það kann þó kannski að
skjóta skökku við að tala um að andanum sé
hampað umfram efnið á þessum líkamlegu tím-
um þegar líkaminn virðist allstaðar í fyrirrúmi.
Hver kannast t.d. ekki við að sjá hálfbera og
stælta líkama í auglýsingum. Gallinn er bara sá
að þar er ekki um raunverulega líkamsbirtingu
að ræða því oftar en ekki hafa „lýti“ eins og
fæðingarblettir og óæskileg hár verið fjarlægð.
Það er meira að segja stundum gengið svo
langt að taka burt það sem undirstrikar kyn-
ferði viðkomandi aðila t.d. geirvörtur og sköp.
En ef kynferðisleg einkenni væru ekki þurrkuð
út er líklegt að viðfangsefnið myndi lenda
handan markalínunnar og falla í flokk hins
ósæmilega. Einnig er merkilegt að líkamar
sem ekki eru „nógu stæltir“ eru oft sýndir sem
óeðlilegir eða frávik. Ofangreind líkamsbirting
felur í sér staðalmynd eða myndir sem leggja
línurnar fyrir það hvernig líkamar eigi að birt-
ast.
Uppbrot áðurnefndra grínþátta felst einmitt
í því að þá má staðsetja handan markalínu
Foucault. Enda eru þeir uppfullir af líkams-
gríni sem brýtur gegn staðalmyndum og er oft
bæði klámkennt og ofbeldisfullt. Þættirnir
ganga jafnvel stundum svo langt að hafna að-
greiningunni milli líkama og anda með því að
leggja áherslu á fyrrnefnda þáttinn. Slíkt lík-
amsgrín má kalla gróteskt raunsæi.
Gróteskt raunsæi
Sá sem einna best hefir fjallað um gróteskt
raunsæi er rússneski bókmenntafræðingurinn
Mikhail Bakhtin (1895–1975). Það gerði hann í
bók sinni um franska rithöfundinn Rabelais,
Rabelais and His World, ásamt því að setja
fram samfélagslega skiptingu hins háa eða hins
andlega og hins lága eða hins líkamlega. Kall-
ast það á við orðræðu Foucault, þar sem hið
háa væri ríkjandi orðræða en hið lága handan
markalínunnar.
Í sögulegri úttekt á gróteskunni segir
Bakhtin að upp frá miðöldum hafi lítið borið á
grótesku og að reynt hafi verið að útiloka sem
flest er lýtur að líkamanum og skapa, það sem
hann kallar, nýja líkamlega kanónu (Bakthin
1984:320). Þessi nýja líkamlega kanóna krist-
allast vel í hinum svokölluðu Heilagra meyja
sögum frá miðöldum þar sem hinar heilögu
Hið „nýja“ gróteska
Greinarhöfundur fjallar hér um íslenska
gamanþætti fyrir sjónvarp og hvaða breyt-
ingum þeir hafa tekið hvað efnistök og inni-
hald varðar. Leiðir hann að því líkur að
gróteskt sjónvarpsgrín, svo sem Fóstbræður,
hafi í dag öðlast sess sem eins konar menn-
ingarfyrirbæri í íslensku sjónvarpi og reynir
að greina hvaða ástæður liggja þar að baki.
Morgunblaðið/Jim Smart
Svínasúpan Viðmiðum samfélagsins er þar snúið á haus með grótesku raunsæi.
Eftir Ólaf Guðstein
Kristjánsson
ogk@simnet.is