Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Page 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 | 5 meyjar afneita líkama sínum til þess að koma í veg fyrir að vondur heiðingi fá svalað fýsnum sínum á sér. Eftir miklar píslir uppskera þær ríkulega og hljóta að launum sæluvist á himn- um. Andstæða Heilagra meyja sagna var svo Fabliaux sem var eins konar ljóðafrásögn er naut hvað mestra vinsælda í Frakklandi á 13. öld. Í þeim frásögnum var m.a. að finna átveisl- ur, limlestingar, vergjarnar eiginkonur, kokkálaða eiginmenn og kynferðislega virka presta eða allt það sem ríkjandi orðræða (kirkjan) vildi og reyndi að bæla. Þrátt fyrir frjálsræði samtímans eimir enn eftir af svipaðri afneitun og í Heilagra meyja sögum. Sumum líkamsgerðum og líkams- athöfnum eru t.a.m. ekki gerð skil á skjánum eins og um eðlilegan hlut væri að ræða, þ.e.lík- amsgerðir og athafnir sem falla ekki að áð- urnefndum stöðlum. Þegar það er svo gert kemur það við kaunin á fólki. Og þótt líkamar hins hefðbundna gríns séu ekki endilega lík- amlegar staðalmyndir vinna þeir engu að síður eftir þeim reglum og viðmiðum sem ríkja í þeim efnum. Óstaðlaðar persónur eru sýndar sem óeðlilegir eða góðlátlegir trúðslegir vit- leysingar, eins og Spaugstofu-karakterinn Númi (Örn Árnason) ber vitni um og raunveru- legar líkamsathafnir eru ætíð sýndar undir rós. Svínasúpan og Fóstbræður? Það hugtak sem Bakhtin notar mest er karni- valið en þar leikur líkaminn, starfsemi hans og svölun fýsna stórt hlutverk. Hið sama má segja um Svínasúpuna og Fóstbræður. Grín þeirra snýst að miklu leyti um líkamann og þarfir hans: kynlíf, át og drykkju, sem og það sem úr honum skagar: reður, brjóst, nef og vörtur, ásamt því er úr honum kemur: æla, saur og þvag, og loks það er á honum dynur: barsmíðar og farsóttir. Það er með öðrum orðum fjallað um það sem er í fullkominni andstæðu við það sem tilhlýðilegt er að birta. Jafnframt þessu er hugmyndum um hegðun kynjanna og aldraðs fólks ögrað. Þannig er ekki óalgengt að gamlar konur viðhafi gróft klámkennt orðfæri um kyn- líf sitt og að konur hafi töglin og hagldirnar á kostnað karlpeningsins. Einnig er algengt að „óstaðlaðir“ líkamar valsi um naktir, orðfæri sem betur ætti heima klámmynd er viðhaft um gróðurhús, dauðinn er hæddur, kona í safnaðarnefnd gerist vænd- iskona til að fjármagna eiturlyfjaneyslu safn- aðarins, brjóstamjólkurhristingur með raun- verulegri brjóstamjólk er til sölu og hversdagslegir hlutir líkt og handklæði og skór taka upp á því að ráðast á fólk, og áfram mætti telja. Grínefni þetta miðar allt að því að skapa tog- streitu milli þess sem á að vera og þess sem er, á milli anda og efnis, hugmyndar og raunveru- leika og það er í þessari togstreitu sem fyndnin eða andúðin á meintri fyndni liggur. Nú er það ekki svo að aðferðin sem er beitt í Svínasúpunni og Fóstbræðrum sé algjörlega ný. Þættirnir sverja sig í ætt við margt sem áð- ur hefir litið dagsins ljós bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu og má nefna sem dæmi kvik- myndir og þætti enska hópsins Monty Python sem og samlensku sjónvarpsþættina Bottom en hérlendis er sjónvarpsgrín af þessum toga nýtt og eins og raunin er ætíð með uppbrot á hefð þá á það til að kalla á hörð viðbrögð fólks eins og fylgjandi brot úr lesendabréfi um Fóst- bræður ber vitni um: „Að mínu viti eiga svona grófir þættir ekkert erindi við almenning. Al- menningur vill ekki hafa sitt grín á svona lágu plani [...]venjulegt fólk vill almennt ekki sjá þætti um sk. „öfuguggahátt“, sóðaskap, fanta- skap og nauðgun, illmennsku, ljótt orðbragð, „dóp“, morð, geðveiki eða andlega vanheilsu í íslenskum grínþáttum“ (Rafnhildur Björk Ei- ríksdóttir. Morgunblaðið, 11. mars 2000). Mætti segja að í þessum orðum sé að finna full- trúa ríkjandi orðræðu en það athyglisverða er að orðin sem eru notuð til þess að lýsa þátt- unum gætu allt eins verið komin úr atriði úr Fóstbræðrum eða Svínasúpunni. Svo e.t.v. er- um við þær grótesku eða líkamlegu verur sem þessir þættir sýna okkur sem jafnvel þótt við höfnum því?  Heimildir : Byggt á ritgerðinni Ég prumpa því er ég: um gróteskt uppbrot gamanþáttanna Fóstbræður eftir undirritaðan. Bakhtin, Mikhail. 1984. Rabelais and his World. Indiana University Press, Bloomington og Indianapolis. Foucault, Michel. 1991. „Skipan orðræðunnar.“ Spor í bók- menntafræði 20. aldar: Frá Shklovskíj til Foucault, bls. 191- 226. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Tilvitnanirnar úr Morgunblaðinu eru teknar fengnar úr gagnasafni Morgunblaðsins á www.mbl.is Auk Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar stóðu leikararnir Benedikt Erlingsson, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Gunnar Jónsson og Þorsteinn Guð- mundsson að Fóstbræðrum. Leikstjóri fyrstu seríunnar var Styrmir Sigurðsson og leikstjóri þeirrar fimmtu Ragnar Braga- son. sjónvarpsgrín Morgunblaðið/Kristinn Fóstbræður Þættirnir sverja sig í ætt við margt sem áður hefir litið dagsins ljós í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu og má nefna sem dæmi Monty Python. ’Það hugtak sem Bakhtin notar mest er karnivalið en þar leikur líkaminn, starfsemihans og svölun fýsna stórt hlutverk. Hið sama má segja um Svínasúpuna og Fóstbræð- ur. Grín þeirra snýst að miklu leyti um líkamann og þarfir hans: kynlíf, át og drykkju, sem og það sem úr honum skagar: reður, brjóst, nef og vörtur, ásamt því er úr honum kemur: æla, saur og þvag, og loks það er á honum dynur: barsmíðar og farsóttir.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.