Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Page 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 | 7
Það var sammæli bænda fyrir norðan land og sunnan:
1. Að þeir játuðu ævinlega skatt herra Hákoni konungi og Magnúsi konungi, land
og þegna með svörnum eiði, tuttugu álnir hver sá maður, sem þingfararkaupi á
að gegna. Þetta fé skulu saman færa hreppstjórar og til skips og fá í hendur
konungs umboðsmanni og vera þá úr ábyrgð um það fé.
2. Hér í mót skal konungur láta oss ná friði og íslenskum lögum.
3. Skulu 6 skip ganga af Noregi til Íslands tvö sumur hin næstu, en þaðan í frá
sem konungi og hinum bestu bændum þykir hentast landinu.
4. Erfðir skulu upp gefast í Noregi fyrir íslenskum mönnum, hversu lengi sem þær
hafa staðið, þegar réttir arfar koma til eða þeirra umboðsmenn.
5. Landaurar skulu uppgefast.
6. Slíkan rétt skulu íslenskir menn hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa bestan haft
og þér hafið sjálfur boðið á yðrum bréfum og að halda friði yfir oss svo sem
guð gefur yður framast afl til.
7. Jarlinn viljum við yfir oss hafa, meðan hann heldur trúnað við yður, en frið við
oss.
8. Skulum vér og vorir arfar halda allan trúnað við yður, meðan þér og aðrir arfar
halda við oss þessa sáttargjörð, en lausir ef hún rífst, að bestu manna yfirsjón.
Þessi eiður fylgdi sáttmálanum:
Til þess legg ég hönd á helga bók, og því skýt ég til Guðs, að ég sver Hákoni kon-
ungi og Magnúsi land og þegna og ævinlega skatt með slíkri skipan sem nú erum
vér ásáttir orðnir og máldagabréf þar um gert vottar.
Guð sé mér svo hollur sem ég satt segi, gramur, ef ég lýg.
É
g eignaðist íslenzka
vinkonu, sem var
skiptinemi í Bras-
ilíu 1987, og hún
gaf mér Egils
sögu. Ég varð al-
veg heilluð af sögunni og hún leiddi
mig inn í heim Íslendingasagn-
anna.“
Að loknu sagnfræði- og lög-
fræðinámi við kaþólska háskólann í
Sao Paulo, starfaði Patricia sem
lögmaður í Brasilíu, en sneri sér
síðan að Íslandssögu. Hún kom
tvisvar til Ís-
lands og nam
við Háskóla
Íslands; fyrst
1993–94 og aftur veturinn 1996–97.
Síðan hélt hún til Englands, þar
sem hún lauk doktorsprófi frá
Cambridge-háskóla 2003 og heitir
doktorsritgerð hennar; Íslendingar
og Noregskonungar í ljósi sagna og
lagatexta. Hún kennir nú við Cam-
bridge-háskóla norræn fræði vík-
ingaaldar.
„Til doktorsritgerðarinnar tók ég
fyrir lög frá 13. og 14. öld og las úr
þeim tengslin milli Íslendinga og
Noregskonunga. Ég hafði áður
fengið þá viðteknu mynd af mál-
unum, að Íslendingar hafi gengið
nauðugir Noregskonungi á hönd og
staðfest það með Gamla sáttmála
1262.
Þessi mynd breyttist heldur bet-
ur, þegar ég fór að rannsaka málið
og þá sérstaklega Gamla sáttmála
því niðurstöður mínar urðu þær, að
sá Gamli sáttmáli, sem við þekkj-
um, sé alls ekki frá 13. öld, heldur
saminn tveimur öldum síðar og efni
hans þá byggt á minnum og því
sem menn vildu að hefði verið í
slíkum samningi!
Gamli sáttmáli er ekki sam-
hljóma ástandinu á Íslandi á 13.
öld. Af honum mætti ráða, að Ís-
lendingar hafi verið fátækir og
þurfandi og má í því sambandi
benda á þá grein, sem segir að
Noregskonungur skuli sjá til þess
að sex skip gangi af Noregi til Ís-
lands. Ekki er nú beðið um mikið
fyrir landið allt! En Sturlunga gef-
ur allt aðra mynd af Íslandi þessa
tíma; Íslendingar voru ekki fátækir,
heldur í góðum efnum og djarf-
huga.
Hins vegar smellpassar Gamli
sáttmáli við Ísland á 15. öld. Þá
ríkti fátækt í landinu og menn vildu
meðal annars opna fyrir viðskipti
við Englendinga. Það hefur ábyggi-
lega verið vopn í þeirri baráttu að
draga fram Gamla sáttmála og
segja við Noregskonung að hann
hafi ekki uppfyllt samninginn, hvað
skipin sex snerti!
Í lagatextum frá 13. og 14. öld er
hvergi minnzt á Gamla sáttmála,
það er ekki fyrr en á þeirri fimm-
tándu sem hann stekkur allt í einu
alskapaður fram í dagsljósið.
Það er mjög erfitt að benda á
einhvern einn tímapunkt og segja,
að þá hafi Íslendingar gengizt Nor-
egskonungi á hönd. Þetta var löng
þróun; að íslenzkir höfðingjar sóttu
styrk til Noregskonungs og hétu
honum tryggð í staðinn. Þannig
færðist Ísland smám saman undir
Noregskonung. Gamli sáttmáli er
ekki sprottinn upp úr þessum jarð-
vegi. En þegar við lítum til 15. ald-
arinnar, þá kemur allt heim og
saman! Og hann er algjörlega í stíl
við lenzku þess tíma að skrifa niður
lög og hvaðeina og koma þeim
texta á handrit.
Ég hef tamið mér að nota orðið
tilbúningur um Gamla sáttmála,
ekki kallað hann fölsun. En hann er
skilgetið afkvæmi spunameistara
fimmtándu aldarinnar, sem kölluðu
allt gamalt til þess að gefa því
meira vægi!
Og spunameistarar þessara tíma
létu ekki þar staðar numið. Þeir út-
bjuggu annað skjal; Gizzurarsátt-
mála, sem fyrst kom fram á 16. öld,
en reyndu að láta líta svo út sem
hann væri elzta skjalið! Gizz-
urarsáttmáli byggir mjög á texta
Gamla sáttmála og er að mínu mati
yngri.“
Patricia segist ekki hafa fengið
mikil viðbrögð Íslendinga við dokt-
orsritgerð sinni, enda hafi fáir lesið
hana ennþá. En úr því rætist í
haust, þegar ritgerðin kemur á bók
hjá hollenzku Brill-útgáfunni og
Patricia segist hlakka til þess að
eiga orðræður við íslenzka fræði-
menn um kenningar sínar. Hún
segir að menn hafi í fyrstu verið
mjög vantrúaðir á kenningar henn-
ar. Sjálf segist hún hafa sótt styrk í
efasemdir Konrad Maurer um skip-
in sex í Gamla sáttmála. En þau
viðbrögð, sem hún hefur þegar
fengið, segir Patricia endurspegla
það að mönnum þyki spennandi að
fá svona nýjar hugmyndir inn í
fræðin, þær rími við áhuga yngri
manna á því að finna leiðir til að
varpa nýju ljósi á þessa tíma.
Hún Patricia segir það sína köll-
un nú að kynna löndum sínum ís-
lenzkar miðaldir. Hún er með
heimasíðu, þar sem hún birtir rit-
gerðir á portúgölsku um Íslend-
ingasögur og er að þýða Egils sögu,
sem hún segir reyndar ganga hægt,
en hún er staðráðin í að koma
henni á portúgölsku á bók og/eða
netið.
En að hverju er hún að vinna nú?
„Ég er enn við sama heygarðs-
hornið; að fást við Gamla sáttmála!
Nú er ég að skrifa um þennan
tilbúning Íslendinga á Gamla sátt-
mála og setja hann í evrópskt sam-
hengi.“
– Hefur þú farið á slóðir Egils
sögu?
„Leið mín lá einu sinni í gegnum
Borgarnes, en því miður hefur mig
skort tíma og fé til þeirra ferðalaga
um söguslóðir, sem hugur minn
stendur til.“
Íslenzk vinkona hennar, skiptinemi í Brasilíu, gaf henni Egils sögu og þar
með voru örlög Patriciu Pires Boulhosa ráðin. Nú hefur hún skrifað
doktorsritgerð við Cambridge-háskóla um Íslendinga og Noregskonunga
og í samtali við Lesbók segir hún niðurstöðu sína þá, að Gamli sáttmáli sé
tilbúningur; færður fyrst í letur á fimmtándu öld og í hennar tíðaranda en
sé ekki frá 1262.
Morgunblaðið/Þorkell
Patricia Pires Boulhosa Gamli sáttmáli er ekki samhljóma Íslandi 13ndu aldar en smellpassar við 15ndu öldina.
Mín köllun
er að kynna
íslenzkar
miðaldir
’Ég hef tamið mérað nota orðið til-
búningur um
Gamla sáttmála,
ekki kallað hann
fölsun. En hann
er skilgetið af-
kvæmi spuna-
meistara fimm-
tándu aldarinnar,
sem kölluðu allt
gamalt til þess að
gefa því meira
vægi!‘
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
’Leið mín lá einusinni í gegnum
Borgarnes, en því
miður hefur mig
skort tíma og fé til
þeirra ferðalaga
um söguslóðir,
sem hugur minn
stendur til.‘
Gamli sáttmáli