Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Síða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 | 9 nnig er gefið íma. Í lok öður og son á tt sérvisku nframt átökin í ð verkið enn witz“, hefst á eiknibók með klæddum rönd- hefðbundinn rasta Arties að yr Hvað ertu að a út hvernig eigi a. „Mús auðvit- ra ramma n sé jú frönsk. milli þess að ð teikna alla bendir réttilega að fá að vera að eitthvað sem va, því við sjáum ðurnar er því til- rinn er ekkert tilinn „Time daga skegg- n lýsir hann fjöl- i bókina og ingi sem einnig búðavist í r og á borði a vísar á ti sálfræðings- fer að velta fyr- gi að teikna, honum leiðist að teikna vélar. Svo byrjar sagan aftur. Margir gætu haldið að þessir leikir með form og dýr drægju úr áhrifum verksins og gerðu jafnvel lítið úr þætti helfararinnar og þeim hryllingi sem henni fylgir. Og vissulega eru sumar myndirnar af mús- unum oft kómískar, kannski þó aðallega grát- broslegar – þetta eru jú eftir allt krúttlegar mýs – en ekki bara skelfilegar. Þó er hryllingurinn aldrei langt undan og á einhvern hátt verður hann jafnvel enn meira áþreifanlegur í þessu gervi. Mýs eru jú smá- vaxin og fínleg dýr sem algengt er að setja í sam- hengi við gildrur manna, auk þess sem þær eru vin- sæl veiðibráð rándýra. Jafnframt er eitthvað sérstaklega magnað við að sjá í myndasögustíl teikn- ingar af drápsverksmiðjum og líkbrennsluofnum. Átökin við formið minna okkur líka á önnur átök, en það eru átök Vladeks og Arties við þessa sögu gyð- inga, við skugga helfararinnar, átök við það að lifa af og bera hryllingnum vitni – en umræðan um eftirlif- endur, sekt og sorg kemur einmitt fram hjá sálfræð- ingnum. Vladek lifir af en eldri sonur hans ekki, Artie lifir í skugga beggja og tekst á við það með því að færa í myndasöguform minningar eins sem eftir lifði.  Heimildir Heimasíða A. Waller Hastings, prófessors í ensku við Northern State University, Aberdeen, South Dakota, http://www.northern.edu/ hastingw/maus.htm, skoðað 11.6.2005 Síða hjá útgefanda Spiegelmans, hér eru nokkrir gagnlegir tenglar: http://www.randomhouse.com/pantheon/graphicnovels/ spiegelman.html, skoðuð 11.6.2005Hollensk myndasögusíða, hér er fullt af gagnlegum tenglum: http://www.lambiek.net/spiegel- man.htm, skoðuð 11.6.2005 Heimasíða Ian Johnston, við Malaspina University-College, Nanaimo, British Columbia, Canada: http:// www.mala.bc.ca/~johnstoi/introser/maus.htm, skoðuð 20.1.2005 Joshua Brown,“Book reviews -- Maus: A Survivor’s Tale: My Father Bleeds History (Part I) by Art Spiegelman / Maus: A Survivor’s Tale: And Here My Troubles Began (Part II) by Art Spiegelman The Journ- al of American History, mar 1993, vol. 79, iss. 4, pg. 1668http:// proquest.umi.com ÞEGAR söguhetja Astridar Lindgren, Kalli á þakinu, er spurður um aldur svarar hann: „Ég er fríður og vitur og hæfi- lega feitur maður á besta aldri“ (bls. 14). Sjö ára stráklingurinn sem spurði hann spurningarinnar skilur ekki hvað það er að vera á besta aldri. „Hvaða ár eru best?“ spyr hann því hikandi. „Öll“ svarar Kalli. Nú er Kalli á þakinu orðinn fimmtugur. Fyrsta bókin um þennan ungæðislega, sjálfumglaða, gráðuga, sígortandi og skapstirða litla karl kom út árið 1955. Það má segja að Kalli hafi haft á réttu að standa. Þegar kemur að honum hafa öll árin verið best. Hann hefur notið vinsælda um allan heim um hálfr- ar aldar skeið og enn er hann á besta aldri, ekkert lát er á því að sögurnar um hann séu lesnar og settar á svið. Fyrsta bókin um Kalla hefur nú verið endurútgefin hjá Máli og menningu í nýrri fyrirtaksþýðingu Silju Aðalsteinsdóttur og er mikill feng- ur að því að geta nálgast aftur söguna um karlinn á þakinu sem verið hefur ófáanleg um nokkurt skeið. Kalli á þakinu er lítill, skrítinn maður sem býr í litlu húsi á þaki fjölskyldu nokkurrar í Stokkhólmi. Hann er gæddur þeim eiginleika að geta flogið. Brósi er yngstur þriggja systkina sem búa í húsinu og Kalli svífur inn í líf hans, nánar tiltekið inn um herbergisglugga hans, dag einn þegar Brósi þarf á vini að halda. Kalli og Brósi gerast miklir mátar og lenda í hinum ýmsu ævintýrum saman. Brósa reynist þó erfitt að sannfæra fjölskyldu sína og vini um tilvist Kalla en flestir telja hann að- eins vera ímyndun Brósa. Sá hæfileiki Kalla að geta flogið stuðlar ef til vill að því að honum verði líkt við klassískar persónur barnamenningar á borð við Pétur Pan og Mary Poppins. Flugkunnáttan er þó sennilega það eina sem Kalli á þakinu á sammerkt með Pétri og Mary. Hann er of barnalegur og óábyrgur til þess að líkjast Mary Poppins og hann minnir meira á paródíu sem deilir á Pét- ur Pan þar sem hann flýgur á milli húsþaka með hjálp einhvers konar þyrluspaða en holdgerving eilífrar æsku. Í raun er það hálfótrúlegt að persónu á borð við Kalla hafi tekist að fanga hjörtu margra kynslóða lesenda. Hann er ókurteis og frekur. Hann er lyginn og tillitslaus, eigingjarn og sjálfhverfur. En það eru einmitt þessir eiginleikar sem Kalli í einlægni sinni getur hvorki hamið né dulið sem heilla. Svo miklum vinsældum hefur hann átt að fagna undanfarin fimmtíu ár að frasar úr bókunum um Kalla hafa fest sig í sessi í tungumáli. Fram kem- ur í ævisögu Margaretu Strömstedt um Astrid Lindgren að einkunnarorð Kalla, „rólegur, bara rólegur“ og lýsing hans á sjálfum sér, þ.e. „fríður og vitur og hæfilega feitur maður á besta aldri“, séu orðatiltæki sem hafi orðið hluti af daglegu tali í Rússlandi. Kalli á þakinu naut mikilla vinsælda í Sovétríkj- unum fyrrverandi. Þegar bókin kom þar fyrst út var hún prent- uð í 115.000 eintökum. Síðan þá hafa verið gefnar út 60 mis- munandi útgáfur af Kalla á þakinu á rússnesku. Boris Pankin sem var sendiherra Sovétríkjanna í Svíþjóð á níunda áratugn- um og vinur Lindgren tjáði henni eitt sinn að tvær bækur mætti finna á öllum sovéskum heimilum; annars vegar Biblíuna og hins vegar Kalla á þakinu. „Er það virkilega?“ átti Lindgren að hafa sagt. „Ég vissi ekki að Biblían væri svona vinsæl.“ Þegar Lindgren lést í janúar árið 2002, 94 ára að aldri, hafði hún skrifað 40 barnabækur og 44 myndasögur auk annarra bóka. Sagt er að bækur hennar hafi verið þýddar á hvorki meira né minna en 76 tungumál. Nánast allt sem hún skrifaði á ferlinum hefur verið sett á svið, orðið að kvikmynd eða sjón- varpsþáttum. Einmitt nú má sjá Kalla á þakinu láta til sín taka á fjölum Borgarleikhússins. Enn eru nýjar kynslóðir að uppgötva sagnaheim Astridar Lindgren. Íslenskum lesendum hefur nú verið gert kleift að nálgast á ný fjórar þýðingar á bókum höfundarins. Ásamt Kalla á þakinu hafa bækurnar Bróðir minn Ljónshjarta, Elsku Míó minn og Lína Langsokkur á Kattarattaey verið endur- útgefnar. Astrid Anna Emilia Ericsson, síðar Lindgren, fæddist árið 1907 á býli foreldra sinna rétt fyrir utan bæinn Vimmerby í Smálöndum í Svíþjóð. Hún var næstelst fjögurra systkina. Lindgren minntist ávallt æskuáranna með mikilli hlýju, þau voru tími ævintýra og leiks. Á milli þess sem systkinin hjálp- uðu til á býlinu fengu þau að leika sér að vild. Að fullorðnast upplifði Lindgren sem missi. Dag einn þegar hún var unglingur uppgötvaði hún skyndilega að hún gat ekki leikið sér lengur, hún hafði misst eiginleikann til þess að hverfa skilyrðislaust á vit ímyndaðra ævintýra. Lindgren sagði hamingjuríka æsku sína vera helstu uppsprettu hugmynda og innblásturs í verkum sínum. Gleðileg æskuárin þakkaði hún m.a. því að hún ólst upp á heimili þar sem foreldrar sýndu börnum sínum sem og hvort öðru opinskátt mikla ástúð og umhyggju sem var ef til vill ekki venjan á þeim tíma. Lindgren skrifaði um samband foreldra sinna af mikilli hlýju í einu bókinni sem hún ætlaði ekki börn- um. Meirihluti bóka Lindgren gerist í sveitum sem svipar til æskuslóða hennar sjálfrar, Smálanda, og bæjum sem minna um margt á Vimmerby. Lindgren sagði einu sinni að í sögunum hefði hún oft verið að skrifa um sína eigin áhyggjulausu æsku, um ævintýraleiki barnanna í grænu skrúði skógarins og á ísi- lögðum vötnum. „Ég skrifaði til að skemmta barninu í sjálfri mér,“ fullyrti hún. Það má því líta svo á að skrif Lindgren hafi verið einhvers konar afturhvarf til æskuáranna, þess tíma í lífi hennar þegar hún var hvað hamingjusömust, og sögur hennar hafi verið flótti frá fullorðinsárunum. Allar bækurnar fjórar sem nú hafa verið endurútgefnar á íslensku einkennir sam- bærilegur flótti, flótti frá misgrimmdarlegum hversdagsleika, á náðir ævintýra. Ævintýragjarn og uppátækjasamur Kalli á þakinu er lausn Bróa undan hinum fullkomlega venjulega hversdagsleika sem hann býr við. Þegar hann þráir félagsskap og krydd í tilveruna sækir Kalli hann heim og kemur með ævintýri og leik með sér. Sama má segja um Tomma og Önnu í bókunum um Línu. Þau eru ósköp hefðbundin og prúð börn. Lína umturnar öllu því sem þeim hefur verið kennt. Henni fylgir ærslafull gleði og fjör sem þau hafa ekki kynnst áður. Vel er hugsað um Bróa og Tomma og Önnu. Þau eiga fjöl- skyldur sem sinna þeim og þau hafa það gott í alla staði. Það eina sem hrjáir þau er leiði hversdagslífsins. Í sögum Lindgren eru persónur á borð við þau sjaldnast fjarlægðar úr vernduðu umhverfi sínu. Er þau hverfa á vit ævintýranna eru það oft æv- intýrin sem koma til þeirra. Þeim er fenginn leikfélagi sem færir þeim spennuna sem þau sækjast eftir. Þegar hins vegar bræðurnir Ljónshjarta og Búi Vilhjálmur Ólafsson, öðru nafni Míó, leita á náðir ævintýra er þörfin á lausn frá raunveruleik- anum meira en löngun eftir skemmtun og afþreyingu. Um er að ræða leið til þess að lifa með og vinna bug á tilfinningum á borð við umkomuleysi og ótta. Aðstæður þeirra eru erfiðar og eru þeir teknir úr umhverfi sínu er þeir flýja á náðir ævintýra. Þegar Bróðir minn Ljónshjarta kom út vakti sagan athygli fyrir djörf efnistök. Ekki þótti öllum við hæfi að fjallað væri um viðfangsefni á borð við dauða og sorg í bók ætlaðri börnum. Bróðir minn Ljónshjarta segir frá bræðrunum Jónatan og Snúði. Flótti þeirra er flótti undan þjáningum, sjúkdómum, sorg og yfirvofandi dauða. Það er þó aðeins í dauða sem þeim veitist lausn undan þrengingum og þeim gefst kostur á að kynnast ævintýralandinu Nangijala. Raun Búa Vilhjálms Ólafssonar í bókinni Elsku Míó minn er einmanaleiki. Líf hans er kærleikssnautt. Hann býr hjá fóstur- foreldrum sem kæra sig ekki um hann. Móðir hans lést er hann fæddist og hann þráir fátt heitar en að hafa uppi á föður sínum sem enginn veit hver er. Land ævintýra verður honum, líkt og bræðrunum Ljónshjarta, til sálarheillar. Andi sem rís upp úr pilsnerflösku tjáir honum að faðir hans leiti hans. Faðir hans reynist vera konungur Landsins í fjarska og miklir fagn- aðarfundir verða er þeir hittast. Sjálf leitaði Astrid Lindgren á náðir ævintýra og æskunnar gleði er hún skrifaði bækur sínar. Persónur hennar flúðu eymd raunveruleikans og urðu ævintýralönd þeim oftar en ekki til sáluhjálpar. Nú þegar fjórar af perlum Lindgren eru aftur fá- anlegar á íslensku gefst nýjum lesendum færi á að hverfa á vit ómetanlegra ævintýra Lindgren. BÆKUR Börn Höfundur Astrid Lindgren. Mál og menning 2005. Kalli á þakinu, Elsku Míó, Bróðir minn Ljónshjarta og Lína Langsokkur á Kattarattaey Astrid Lindgren Ómetanleg ævintýri. Sif Sigmarsdóttir Fríður og vitur og hæfilega feitur maður á besta aldri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.