Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 What Price, Glory? nefnist Holly-woodmynd meistarans John Ford ogfjallar um atburði úr fyrri heims-styrjöld. Nafnið kemur ósjálfrátt upp í hugann í sambandi við deilunnar og spurn- ingarnar sem vaknað hafa vegna fyrirhugaðrar töku á hluta stríðsmyndarinnar The Flags of our Fathers, að því er fullyrt er í fjölmiðlum í Reykja- nesfólkvanginum í sumar. Ef marka má þær frétt- ir er tökunum ætlaður staður annars vegar við Sandvík, sem er á hrjóstrugu svæði milli Hafna og Reykjanestáar og ekki til- takanlega viðkvæm við fyrstu sýn. Öðru máli gegnir um hinn tökustaðinn, við Arnarfell, hinum megin á skaganum, rétt austur af gömlu kirkjunni í Krísuvík. Þar er gróið land og jarðhitasvæði, en kvikmyndin mun fjalla um blóði drifin átök Bandaríkjamanna og Japana á Iwo Jima. Iwo Jima er lítil og grýtt eyja með svörtum sandströndum og undirlendið markað af eldvirkni. Þar er að finna jarðhitasvæði með leir- og gufu- hverum líkt og á Krísuvíkursvæðinu. Náttúran á Reykjanesi ætti því að uppfylla óskir kvikmynda- gerðarmannanna. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur mótmælt mögulegu raski sem orðið getur vegna kvikmynda- tökunnar. Erfitt er að sjá fyrir skemmdirnar, sem stafað geta bæði af ágangi hátt í 500 manna tökul- iðs og enn frekar þeim spjöllum sem talið er að langframa fyrir kvikmyndatökur. Þeir eru virtir heiðursmenn og Spielberg að auki einn auðugasti framleiðandi á jarðríki og borgunarmaður fyrir frágangi á landinu eftir tökurnar eins og manns- höndin getur best gert. Hafnarfjarðarbær hlýtur að leggja alla áherslu á að frágangurinn að tökum loknum verði eins góður og mögulegt er. Tvímenningarnir og þeirra úrvalslið ættu að vera viss trygging fyrir að tjónið verði í lágmarki – og jafnframt auknum orðstír landsins sem eft- irsóknarverður tökustaður fyrir stórmyndir. Ekki veitir ríkiskassanum af öllum þeim aukabúgrein- um sem tiltækar eru, hér býðst líka atvinna, reynsla og landkynning, þó síðasta atriðið sé of- metið. Aldrei hefur verið ríkari ástæða til að setja kvik- myndagerðarmenn undir smásjána en nú, við- skipti þeirra við landið hafa verið upp og ofan frá fyrstu tíð. Talsvert gekk á þegar Rauða skikkjan var kvikmynduð norður í Þingeyjarsýslum fyrir hartnær 40 árum og fyrir rúmum 20 árum voru leikmyndarhlutar og annað skylt drasl skilið eftir austur á söndum vegna undirbúningsvinnu við Enemy Mine. Hverju góður ásetningur og milljarðarnir hans Spielbergs koma til leiðar á eftir að koma í ljós og vonum að sárin sem hin undurfagra Krísuvík mun óhjákvæmilega bera eftir umrótið, nái að gróa sem fyrst. Sættum okkur ekki við hálfkák. Hvað sem því líður er eitt víst: Það sem eitt sinn er brotið verður aldrei heilt. verði unnin á landinu vegna eðlis myndefnisins. Á Iwo Jima rigndi linnulaust öflugum sprengjum er átökin átur sér stað og eyjan varðsundurtætt af sprengjugígum, með ógrynni gapandi neðanjarð- arvígja og skorin og sneidd af völundarhúsum skotgrafa. Kvikmyndin verður því ef að líkum læt- ur hrikalegt sjónarspil eyðileggingar og átaka. Stjórn fólkvangsins mótmælir rótinu, en hún er eingöngu umsagnaraðili, líkt og Umhverfisstofnun og Fornleifavernd, en þessar stofnanir báðar ku hafa lagt blessun sína yfir framkvæmdirnar. Sá sem að endingu axlar ábyrgðina og hefur úr- slitavaldið er landeigandinn, Hafnarfjarðarbær. Veldur hver á heldur. Mennirnir að baki The Flags of our Fathers eru engir aukvisar heldur leikstjórinn Clint Eastwood og framleiðandinn Steven Spielberg; nöfnin gerast ekki stærri í kvik- myndaheiminum. Ef þeim er ekki treystandi til að standa við orð sín þá er eins gott að loka eyjunni til Krísa í Krísuvík Sjónarhorn Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is ’Hafnarfjarðarbær hlýturað leggja alla áherslu á að frágangurinn að tökum loknum verði eins góður og mögulegt er.‘ Sarah MichelleGeller sem er líklega frægust fyrir hlutverk sitt í Buffy the Vampire Slayer hefur verið valinn til að leika hlutverk Lísu í Undralandi í sam- nefndri kvikmynd byggðri á tölvuleik og teiknimynda- sögum American McGee. Í tölvu- leiknum er þráðurinn aftur tekinn upp, tíu árum eftir að Lísa datt nið- ur holuna í Undralandi. Í millitíðinni hefur hún hins vegar dvalið á geð- sjúkrahúsi þegar frásögur hennar af talandi köttum, kanínum og spila- stokkum voru taldar vera tákn um þverrandi geðheilsu stúlkunnar. Þegar Lísa er loksins útskrifuð af geðsjúkrahúsinu kemur hún að heimili sínu sem hefur verið brennt til grunna auk þess sem fjölskylda hennar hefur verið myrt. Þegar til Undralands er aftur komið kemst hún einnig að því að þar hefur ástandið heldur betur versnað, hafi það einhvern tímann verið gott. Hlutverkið þykir henta Geller vel, því að sú Lísa sem hér er mætt til leiks er önnur og harðari af sér en sú sem Lewis Carroll skapaði á síðustu öld, í hermannastígvélum og vopnuð forláta hníf. Ekki er enn vitað hvenær tökur hefjast en leikstjóri verður að öllum líkindum Marcus Nispel sem á með- al annars heiðurinn að endurgerð The Texas Chainsaw Massacre.    Óskars-akademían hefur komistað þeirri niðurstöðu að áhættu- leikurum verði ekki bætt í hóp þeirra sem hljóta Óskarinn eft- irsótta. Málið var tekið til athugunar á fundi akademíunnar eftir að fjöldi áhættuleikara mót- mælti fyrir utan höfuð- stöðvar hennar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem beiðni áhættuleik- ara hefur verið hafnað en rökin eru sú að at- höfnin sjálf taki alltof langan tíma eins og hún er í dag. Aðeins tvenn- um verðlaunum hefur verið bætt við hátíðina seinustu tuttugu og fimm ár; fyrir förðun og teiknimyndir í fullri lengd. Forseti akademíunnar segir að á sama tíma og leitað sé allra leiða til að stytta athöfnina sjái akademían sér ekki fært að bæta við fleiri verð- launum í bili. Áhættuleikarinn Jack Gill sem hefur unnið við myndir á borð við Pearl Harbour og The Day After Tomorrow hefur barist fyrir Óskarsverðlaunum í fimmtán ár. „Áhættuleikarar eru nauðsynlegur þáttur í þessum iðnaði en við erum algerlega sniðgengnir. Næstum því hver einasta mynd hefur einhvers konar áhættuatriði með það mark- mið í huga að draga fleiri áhorf- endur að. Meira að segja Ósk- arsverðlaunaathöfnin sjálf notast við áhættuatriði og áhættuleikara.“    Nýjustu fregnir herma að kvik-mynd Terry Giliams, The Brothers Grimm, verði frumsýnd í Bandaríkjunum hinn 26. ágúst næst- komandi. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir þessari mynd og ef marka má kynningarmyndskeið sem nú er hægt að skoða á ýmsum kvik- myndavefjum netsins verður þessi mynd ein af bestu kvikmyndum árs- ins. Terry Gilliam hefur ekki sent frá sér kvikmynd síðan 1998 en fræg er heimildarmyndin The Man Who Killed Don Quixote sem sýnir von- lausa tilraun hans í millitíðinni til að kvikmynda sögu Cervantes um ridd- arann Don Kíkóta. Erlendar kvikmyndir Fear And Loathing In Las Vegas. Óskarinn Sarah Michelle Geller Þ eir eru fáir sem eftirsóttari eru þegar kemur að því að semja tón- list við kvikmyndir. Þjóðverjinn Hans Zimmer hefur unnið og starfað í Hollywood í liðlega 20 ár. Á ferli sínum hefur Zimmer komið að gerð tónlistar fyrir á annað hundrað kvik- mynda og sjónvarpsefni. Hann hefur, líkt og flest önnur stór kvikmyndatónskáld í Hollywood, sinn afgerandi stíl og er oftar en ekki fenginn til að semja tónlist við andrenalíninnblásnar has- armyndir, tónlist stóra og mikla, ískalda en um leið innblásna, þaulútreiknaða og í senn há- dramatíska – rétt eins og landi hans Wagner myndi líkast til bera sig að væri hann uppi nú á tímum og á spena Hollywood- beljunnar. En þótt Zimmer sé, líkt og flest önnur kvikmyndatónskáld, sprenglærður í tónfræðum hóf hann feril sinn í poppinu og átti þátt í að gera lagið „Video Killed The Radio Star“ vinsælt á sínum tíma. Hann öðl- aðist fyrst frægð í kvikmyndaheiminum fyrir að semja tónlistina við Óskarsverðlaunamyndina Rain Man. Fékk hann þá sína fyrstu Óskarstil- nefningu, af sex, en hann hefur einu sinni unnið, árið 1995, fyrir hina eftirminnilegu tónlist í teiknimyndinni Konungur ljónanna. Zimmer er með fjölhæfari tónskáldum í kvikmyndaheim- inum, en er þó mest áberandi í hasarmyndum, eins og fyrr segir, einkum myndum úr smiðju hasarmyndakeisarans Jerrys Bruckheimers – The Rock, Crimson Tide, Pearl Harbour – auk þess sem hann hefur verið hirðtónskáld þeirra bræðra Ridley og Tony Scott til fjölda ára. Forðaðist Batman Það verður að teljast býsna rökrétt að Zimmer skuli hafa verið fenginn til að semja tónlist við endurnærðan Batman. Nokkuð sem hlýtur þó að hafa verið talsver áskorun fyrir hann í ljósi þess að hinn margrómaði Danny Elfman samdi eft- irminnilega tónlist við fyrri Batman-myndirnar fjórar sem Tim Burton ýtti úr vör. „Nei, ég er of heimskur til að átta mig á slíku enda ber ég mig aldrei saman við aðra. Eina sem ég hugsaði um var að gera tónlist við mynd eftir Chris Nolan. Við forðuðumst líka að nota orðið Batman, leiddum hjá okkur að myndin snerist um mann svo truflaðan á geði að hann sæi sig knúinn til að klæðast gúmmígalla.“ Í staðinn segist Zimmer hafa reynt að nálgast myndina sem sögu um mann, Bruce Wayne, sem er drifinn áfram af hatri og hefndarþorsta, ein- hvern sem lifir tvöföldu lífi glaumgosans og bjargvættarins. Reyndi að túlka með tónum þá sálarfjötra sem Wayne hefur klárlega verið bundinn í allt frá barnæsku, allt frá því hann horfir upp á foreldra sína myrta með köldu blóði. „Ég notaði mikið af endurtekningum, sömu sparlegu nóturnar aftur og aftur, til þess að skýra hugarástand hans, þráhyggjuna. En aldrei leysi ég þær úr læðingi, vegna þess að Wayne virðist aldrei fá hugarró.“ Lætur ekki stela frá sér Zimmer viðurkennir að það séu heilmikil forrétt- indi fyrir kvikmyndatónskáld að hafa jafnan svo greiðan aðgang að heilli sinfóníuhljómsveit. „Það eru þvílík forréttindi, sem margir eiga til að gleyma. En þessi staða manns hefur líka í för með sér viss leiðindi. Ég get t.d. ekki hætt að ergja mig á því hversu margir eiga það til að stela frá manni hugmyndum. Maður er ekki fyrr búinn að semja tónlist við einhverja kvikmynd, eins og t.d. tónlistina við Crimson Tide, þegar nauðalíkir tónar fara að hljóma í annarri hverri spennumynd. Nú orðið legg ég mig því fram um að gera eitthvað sem ég veit að er erfitt að leika eftir. – Reynið bara að stela þessu, hugsa ég þá með mér, sigri hrósandi,“ segir Zimmer og hlær. Hann viðurkennir fúslega, þegar saumað er að honum, að hann vinni út frá nokkrum öruggum formúlum, en þær séu þó hans eigin. „Tónlistin í Thelma og Louise er mjög ólík tónlistinni í Gladiator, sem er mjög ólík Hanni- bal, sem er mjög ólík Matchstick Men, sem er mjög ólík Black Hawk Down. Einfaldlega vegna þess að þetta eru svo ólíkar myndir. Viðfangs- efnin eru svo ólík. Maður verður að nema ný lönd ef maður ætlar að tóra eitthvað í þessum bransa. En á hinn bóginn ætla ég ekki að neita því að ég á mér vissa spennumyndaformúlu og mér finnst oft að ég hefði átt að gefa mér rýmri tíma til að þróa mig áfram, reyna eitthvað nýtt. Það er enginn vafi á því að tónlistin í The Rock er mjög lík tónlistinni í Crimson Tide. En ein- mitt þess vegna geri ég í því að velja mér eins ólík verkefni og ég get. Síðasta mynd sem ég samdi fyrir á undan Batman var Spanglish, sem getur ekki verið ólíkari.“ Zimmer segir nokkur verk sín hafa skarað fram úr öðrum, sérstaklega tónlistina í Thin Red Line eftir Terrence Malick. „Og í Gladiator gafst mér færi á að nota fullt af hugmyndum sem ég hafði lengi varðveitt og beðið eftir rétta tækifær- inu til að nota.“ Svo er það eitt sem heldur aftur af sköp- unarkrafti kvikmyndatónskáldsins en það sem ætlast er til af þeim, að í Hollywood vilji menn geta gengið að vissum hlutum vísum, þeir vilji t.d. fá Hans Zimmer-tónlist fyrir sumar myndir og þá þýðir ekkert fyrir Hans Zimmer að ætla sér að prófa eitthvað allt annað. „Chris [Nolan] átti stundum til að biðja mig um eitthvað alveg ákveðið sem hann þekkti úr fyrri myndum mínum. Ég reyndi þá aðeins að hvika frá því til að endurtaka mig ekki al- gjörlega, en stundum hafði hann líka alveg rétt fyrir sér, sum atriðin þurftu ekta Zimmer-tóna, sem eru hvort sem mér líkar betur eða verr orðnir að ákveðnu tungumáli, farnir að standa fyrir ákveðna spennustemmningu sem leikstjór- inn var að reyna að skapa.“ Zimmer segist semja tónlistina á meðan sjálf kvikmyndagerðin stendur yfir. Þannig geti hann haft meiri áhrif á sjálfa útkomuna og sameinað tónlistina ritmanum í klippingunni. „Ég vil hafa bein áhrif á myndmálið einnig. Eitt atriði þar sem Batman stendur á toppi byggingar gekk ekki upp hjá Nolan, ekki fyrr en hann heyrði tónlistina sem ég hafði samið við það, þá fyrst gat hann klárað að skjóta atriðið. Þetta er ein af mínum sterkum hliðum; ég hef gott auga fyrir því hvaða atriði virka með tón- listinni og hverjum er ofaukið. Stunum nægir tónlistin til að koma ákveðnum skilaboðum áleið- is.“ Horfði á 101 Reykjavík Eins og alkunna er var Batman-myndin að hlut tekinn upp á Íslandi. Liggur því beint við að spyrja Zimmer hvort íslenska landslagið hafi haft einhver áhrif á tónsmíðar hans: „Hvort það gerði. Eitt meginstef myndarinnar var samið eftir að ég sá fyrstu skotin sem gerði voru á Íslandi. Með því var ég að reyna að lýsa jöklinum með tónum. Þetta stef lagði um margt línurnar hjá mér. Þú heyrir það strax í upphafi myndarinnar þegar Wayne er ungur snáði og það kemur oft fyrir í myndinni. Ég hef aldrei komið til Íslands en vinir mínir eru alltaf að segja mér að ég verði að fara. Ég sá 101 Reykja- vík um það leyti ég samdi tónlistina og það mætti segja mér að þessi skemmtilega mynd hafi haft einhver áhrif á tónlistina í Batman, eins undarlega og það nú hljómar. Ísland var því með einum eða öðrum hætti ofarlega í huga þegar tónlistin var samin. Þér er óhætt að skjalfesta það.“ Næsta verkefni Zimmers verður að semja tón- listina við kvikmyndagerð á metsölubókinni Da Vinci-lyklinum. Hann segist einmitt þessa dag- ana vera að undirbúa sig fyrir hana. „Ég hef ekki glóru hvað ég ætla að gera, reyni að finna innblástur í bókum um stærðfræði, leynifélög og orðið mér út um eldgamla tónlist. Það þarf að byrja einhvers staðar.“ Innblásinn af íslensku landslagi Hans Zimmer, höfundur tónlistarinnar í Batman Begins, er einhver nafntogaðasti höfundur kvik- myndatónlistar nú um mundir. „Ég fékk inn- blásturinn víða að, m.a. frá ægifögru íslensku landslagi,“ segir Zimmer. Tónskáldið Zimmer: „Ég naut þess að misnota sinfón- íuhljómsveitina þegar ég var að semja fyrir Bat- man, notaði hana eins og plötusnúður smalar hljóð- um og hljómum í hipp-hopptónlist.“ Batman Begins er sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.