Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 | 13 Þessi plata Louvin bræðra, Satan IsReal, er ekki síst fræg fyrir umslagiðþar sem þeir Charley og Ira Louvinstanda hvítklæddir í vítiseldi og Satan sjáfur með þríforkinn hvessir á þá eilítið rang- eyg augun. Tónlistin á plötunni er í takt við um- slagið, trúarleg sveitartónlist eins og þeim bræðrum var svo lagið að syngja. Umslagið var víst hug- mynd þeirra bræðra sem bjuggu allt til, söfnuðu saman gjóti og dekkjaaf- göngum sem þeir svo kveiktu í og gerðu líka pappasatan. Við lá að illa færi þegar Satan valt um koll og kviknaði í hon- um og þeir bræður þurftu að forða sér til að verða ekki satanslogum að bráð. Bræðurnir Charlie Elzer Loudermilk og Lonnie Ira Loudermilk byrjuðu snemma að syngja trúartónlist þar sem þeir ólust upp í fá- tækt í Appalachian-fjöllum í Alabama. Ira lék á mandólín og Charlie á gítar og svo sungu þeir báðir sem ein rödd. Þrátt fyrir nokkar vinsældir heima í héraði gekk þeim illa að koma sér á framfæri á landsvísu og það var ekki fyrr en þeir komust að í Grand Ole Opry útvarpsþættinum í Nashville sem tónlistaráhugamenn sperru eyr- un. Fram að því höfðu þeir aðallega sungið trúarlega tónlist en tóku nú til við hið veraldlega trúarleg, og heiti laga eins og „The Kneeling Drunkards Plea“, „The River of Jordan“, „Are You Afraid to Die“, titillagið og „Satan’s Jewel- ed Crown“ gefa nasasjón af því sem á plötunni er. Slíkt var ekki líklegt til vinsælda á þeim tíma, ný andlit og ný gerð tónlistar hafði tekið við. Það gerði svo vont verra að Ira Louvin var farinn að drekka ótæpilega og haustið 1962, rúmum tveim árum eftir að Satan Is Real kom út, slitu þeir samstarfinu. Þeir reyndu báðir fyr- ir sér sem sólólistamenn og Charlie Louvin gekk bærilega næstu árin. Drykkjuskapur Ira var honum aftur á móti fjötur um fót og ekki löngu eftir að þeir bræður hættu að syngja saman lenti hann í deilum við konu sína á miklu fylleríi og endaði með skotbardaga þeirra sem banaði þó hvorugu. Ira fann sér aðra konu og byrjaði að syngja aftur en áður en á það reyndi hvort hann væri kominn á réttan kjöl létust hann og nýja konan í bílslysi sumarið 1965. Satan is Real er klassík plata, sannkölluð perla, og þeir Louvin bræður áttu eftir að hafa áhrif á fjölmarga þá sem á eftir komu, til að mynda Gram Parsons sem tók upp tvö Louvin- lög, þar á meðal „The Christian Life“ af þessari plötu. Satan is Real kom út á vínyl 1959 og á geisla- disk 1996. með góðum árangri - slógu í gegn haustið 1955 og nutu talsverðra vinsælda það ár og fram á næsta ár, en eftir það snerist gæfan þeim í óhag. Þegar Satan Is Real kom út 1959, en platan var tekin upp haustið 1958, var farið að halla undan fæti hjá þeim bræðrum, rokk og rokk- abillí ógnaði stöðu þeirra og mönnum fannst þeir gamaldags. Tónlistin á Satan is Real er mjög Trúhneigðir söngbræður Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Skipuleggjendur tónlistarhátíð-arinnar All Tomorrow’s Part- ies í Bretlandi eru komnir með ferska hugmyndin tengda hátíðinni í ár. Í þetta skiptið ætla þeir að bjóða hljómsveitum að spila uppáhalds eigin plötu í heild sinni og hefur múm verið boðið að taka þátt. Tón- listarmenn úr öllum átt- um verða fengnir til verksins, allt frá Belle & Sebastian yfir í Iggy Pop & the Stooges. Nú þegar er búið að tilkynna um eftirfarandi hjómsveitir og plötur: 30/08 - The Stooges - Fun House,15/09 The Lemonheads - It’s A Shame About Ray, 16/09 Mudhon- ey - Superfuzz Bigmuff, 17/09 múm- Yesterday Was Dramatic, Today is OK og Cat Power - The Covers Alb- um, 21/09 Jon Spencer Blues Explosion - Orange, 24/09 Gang of Four - Entertainment, 25/09 Belle & Sebastian - If You’re Feeling Sin- ister, 05/10 Dirty Three - Ocean Songs og Sophia - The Infinite Circle. Tónleikarnir verða haldnir undir nafninu Don’t Look Back á ýmsum stöðum í London. Aðalhátíðin verður síðan haldin 2. - 4. desember og eru Mars Volta heiðursgestir. Aðrar sveitir sem fram koma eru m.a. The Kills, Les Savy Fav, Blonde Redhead, Battles, Beans, the Fucking Champs, Acid Mothers Temple, Mr. Quintron, Jaga Jazzist, Diamanda Galas, Cin- ematic Orchestra, High on Fire, Weird War, Year Future, 400 Blows, Subtitle og Kill Me Tomorrow.    The Strokes bauð breska tónlist-arblaðinu NME í heimsókn til að heyra lög af þriðju plötu sinni, sem væntanleg er eftir um hálft ár. Rokksveitin leyfði blaðinu að heyra fjórtán lög í hrárri útgáfu og voru mörg svo ný að þau höfðu ekki hlotið nafn. Lögin þykja vera tilrauna- kenndari en það sem Strokes hefur gert áður. Trommarinn Fab Moretti segir það vera út af afslöppuðu and- rúmsloftinu í hljóðveri þeirra í New York. Þeir byggðu eigin hljóðver fyrir peninga plötufyrirtækisins í stað þess að eyða þeim í dýrt hljóð- ver þar sem borgað er fyrir klukku- tímann. „Við erum ekki lengur undir þessari peningapressu. Þetta hjálp- ar okkur við að prófa eitthvað nýtt,“ sagði hann. Þessi þriðja plata markar klár skil frá hinum tveimur og er sagt að upptökustjórinn David Kahne sé að ná fram þessari nýju hlið á sveitinni. Sean Lennon kynnti Strokes fyrir Kahne og lofar Fab hann mjög. Skil- in við fyrri upptökustjóra, Gordon Raphael eru þó sögð hafa verið í góðu. „Við reynum alltaf að gera eitthvað öðruvísi. Kannski höfðum við ekki nóg í höndunum á annarri plötunni til að gera það. Núna er okkur að takast það með David Kahne og nýja hljóðverinu,“ sagði hann og viðurkenndi að þeir hefðu verið undir mikili pressu á síðustu plötu, Room On Fire. Sem stendur er verið að hljóð- blanda plötuna í Soundtrack Studios og er von á fyrstu smáskífunni í haust. Kristín, söngkona múm. Julian Casablancas, söngvari The Strokes. Erlend tónlist T urin Brakes tók sér stutt hlé á milli platna, eða eitt ár frá því tón-leikaferðalagi til kynningar Ether Song lauk, en sú plata kom út árið 2003. Á þessu eina ári gerðu þeir fé-lagar Jack- inabox, sem kemur út á morgun, 30. maí. Hléið kom eftir svo til stanslausa tveggja og hálfs árs tón- leikaferð. „Eftir þennan tíma fór- um við að spyrja sjálfa okkur af hverju í ósköpunum við værum að þessu og efuðumst meira að segja um að við myndum nokkru sinni aft-ur fá löngunina til að skapa tón- list,“ segir Gale. „Lífið á tón- leikaferðalagi getur verið mjög erf- itt á stundum og okkur langaði að endurvekja hugarfarið sem við höfðum áður en við gerðum fyrsta plötusamninginn. Þá sömdum við tónlist af ástríðu fyrir tónlistinni sjálfri og gerðum tónlist sem við höfðum dálæti á, frekar en hafa alltaf á bak við eyrað hvað gengi í almenning og útgáfufyrirtækin,“ segir hann. Eruð þið þá orðnir þreyttir á þessum eilífa kynningarhring; gera plötu, veita viðtöl og fara í tónleika- ferð? „Eiginlega ekki. Eftir þetta hlé er okkur eiginlega farið að klæja í fingurna að byrja að nýju, með þessa plötu í farteskinu.“ Hljómurinn og tónninn á nýju plötunni er mjög afslappaður og „sólríkur“. Eruð þið rólegri í tíðinni en áður? „Já, ég held það bara. Við tókum hana upp að sumri til og unnum hana eins og okkur hafði alltaf dreymt um; algjörlega eftir eigin tímaáætlun og vorum einir við stjórnvölinn. Við höfðum ákveðið að gera plötu sem kæmi áreynslulaust og biðum eftir að andinn kæmi yfir okkur, frekar en að rembast. Við vildum ekki gera þemaplötu, heldur plötu sem væri einmitt alveg laus við þema. Við vildum að hlustand- inn fengi á tilfinninguna að það væri sólríkur sumareftirmiðdagur.“ Eruð þið stoltir af útkomunni? „Já, mjög svo. Ég naut þess virkilega að vinna að þessari plötu. Hvert einasta lag var mjög ánægju- legt. Hljóðverið var bara í tíu mín- útna fjarlægð frá heimilum okkar og það var frábært að koma heim á kvöldin með nýtt lag og hlusta á það. Þegar ég hlusta á plötuna núna er ekkert sem angrar mig, eins og svo gjarnan gerist hjá manni þegar svona verki er lokið. Ég get hlustað á hana eins og hverja aðra plötu og haft mikla ánægju af. Ja, næstum því; það er einn trommukafli sem hefði mátt gera betur,“ segir hann og hlær. Af hverju heitir platan Jack- inabox [sem er heiti á sprellikarli sem sprettur upp úr litlum kassa þegar hann er opnaður]? „Eitt lagið á plötunni ber þetta heiti. Við hrifumst af hugmyndinni um eitthvað sem sprettur fram af mikilli orku. Til dæmis er gaman að fá geislaplötu í hendurnar sem kemur manni á óvart, eins og karl- inn í kassanum. Við erum hrifnir af hugmyndinni um orku sem bíður þess að verða leyst úr læðingi. Endurfæðingu, jafnvel. Nafnið er eiginlega í takt við það sem við telj- um okkur vera að gera með þessari plötu. Eins og þú segir er hún svo- lítið „sólríkari“, meira upplífgandi og beinskeyttari en það efni sem við höfum áður sent frá okkur.“ Hún er líka töluvert fjölbreytt. Trommutakturinn í laginu „Asleep with the Fireflies“ minnir til dæmis á diskótímabilið. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Þannig vinnum við bara og þannig tónlist viljum við hlusta á. Þótt lög- in okkar séu kannski í ólíkum stíl sjáum við alltaf tengsl þeirra á milli, en ég skil alveg að fólk átti sig kannski ekki alveg á því hvað er í gangi. En já, trommutakturinn í Eldflugunum er sóttur í diskóstíl- inn. Ætlunin var reyndar að lagið hljómaði eins og blanda af Badly Drawn Boy og hústónlist og útkom- an varð þessi. Hljómar vel, þótt hún sé ekki nákvæmlega það sem við leituðum eftir.“ Hugsið þið eitthvað um að hafa útsetningarnar ekki of flóknar, svo auðvelt sé að endurskapa lögin á tónleikum? „Nei, við hugsum ekkert um tón- leika þegar við erum í hljóðverinu. Við höfum alltaf haft útsetningar frekar einfaldar og það er kannski vegna þess að við viljum leggja áherslu á textana og koma skila- boðunum óbrengluðum á framfæri.“ Ertu sammála þeirri staðhæfingu að það sé mælikvarði á lag hvort það stendur fyrir sínu berstrípað, það er aðeins með söng og einu hljóðfæri; gítar eða píanói? „Það er hin hefðbundna skil- greining á góðu lagi, já. En þegar fólk talar um „lag“ á það oft við lag eins og Fatboy Slim sendir frá sér, sem er í raun og veru tæknilega ekki lag. Ég held að þetta sé mjög algeng skoðun hjá fólki, en ég held hún sé ekki alveg rétt. Að mínu mati er margt í útsetningu og hljóðfæraleik sem getur gert lag mun betra en ella og aðstoðað við að leggja áherslu á textann. Mér finnst næstum eins og margir sem haldi að þeir séu mjög snjallir segi þetta um tónlist, en að mínu viti er þetta ekki alveg satt. Þegar fólk fer að ræða þetta til hlítar gerir það sér gjarnan grein fyrir villu síns vegar. Það má líkja þessu við kvik- mynd, sem verður auðvitað aldrei betri en söguþráðurinn, en samt eru til myndir með frábærri sögu sem er óbærilegt að horfa á.“ Er þema í textum plötunnar? Þið fjallið mikið um náttúruna; aft- urhvarf til náttúrunnar. Eruð þið börn náttúrunnar? „[Hlær] Já, við erum sannarlega náttúrulegir menn. Ég held að þetta hafi verið hálfgert þema frá byrjun, þessi hugmynd um að hug- urinn skipti meiru máli en peningar [e. „mind over money“] og að mað- ur eigi ekki að helga sig allan efnis- legum gæðum. Pabbi Ollys var ljós- myndari, mamma hans listakennari og foreldrar mínir arkitektar. Öll systkini okkar iðka listir og þetta umhverfi hefur innrætt okkur þá trú að velgengni sé ekki mæld í peningum, heldur vinnunni sem maður inni af hendi. Þessa gætir á plötunni. Hún er ekki andkapítalísk, en hún varar við þeim gildrum sem fylgja kapítal- ismanum. Ég held að hún sé líka ein rómantískasta platan okkar. Það eru margir mansöngvar á henni.“ Textinn við „Road to Nowhere“ er svolítið persónulegur. Er hann byggður á reynslu ykkar? „Hann er byggður á því þegar Olly var lítill strákur, kom inn í svefnherbergi föður síns og hélt að hann hefði fengið hjartaáfall. Lagið fjallar um það; allt í einu gerði hann sér grein fyrir að pabbi hans væri dauðlegur. Hins vegar kom í ljós að ekkert amaði að föður hans og hann er við góða heilsu enn þann dag í dag. En það eru vissu- lega ákveðin tímamót í lífi hvers drengs, þegar hann gerir sér grein fyrir að foreldrar hans eru hverf- ulir.“ Við erum börn náttúrunnar Gale Paridjanian er helmingur tvíeykisins Turin Brakes, á móti Olly Knights. Paridjanian spjallaði við Ívar Pál Jónsson um nýjustu plötu sveitarinnar, Jackinabox. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Trampólínæðið gerir vart við sig í Bretlandi: Þeir eru gríðar hressir drengirnir í Turin Brakes. Og hundurinn þeirra líka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.