Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 | 15 ÞAÐ er óneitanlega töluvert þrekvirki sem Þóra Kristjánsdóttir list- og sagnfræðingur hefur unnið undanfarin ár með rannsóknum sínum á íslenskri myndlist fyrri alda. Vett- vangur þessara fræða virðist enda hafa mætt litlum áhuga til þessa og eru skráningarvinna og rannsóknir Þóru, og þeirra sem á undan hafa farið, því kærkomið brautryðjendastarf sem vonandi á eftir að glæða áhuga jafnt fræðimanna sem almennings. Nýútkomin bók hennar, Mynd á þili – Ís- lenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, er líka ekki aðeins vel til þess fallin að auka á fróðleik, heldur einnig að skapa lifandi um- ræðu um myndlist tímabilsins, sem nú virðist mun blómlegri en flestir gerðu sér grein fyrir. Í tengslum við útgáfuna hefur svo verið sett upp sýningin Mynd á þili – Íslenskir myndlist- armenn fyrri alda í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Er sýningin, sem nýtur sín vel í salnum, þá ekki síður til þess fallin að vekja forvitni enda geymir hún aðeins hluta þeirra verka og fróð- leiks sem í bókinni er að finna. Haglega útskorin verk á borð við altaristöfl- una frá Reykjum í Skagafirði eftir snikkarann Guðmund Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð af síðustu kvöldmáltíð Krists og lærisveinanna vekja þannig samstundis áhuga á listamann- inum, ekki síður en útskorin trélíkneski af Kristi og postulunum tólf eftir sama lista- mann. Sömuleiðis eru þær ófáar spurning- arnar sem vakna er Íslandskort og portrett- myndir Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups eru skoðaðar, og myndarlegt hvalbeinspjald Brynjólfs Jónssonar lögréttumanns úr predik- unarstólnum í Skarði á ómælda aðdáun skilið, ekki síður en einkar vel gerð mannamynd Jóns Ólafssonar yngri frá Svefneyjum. Íslenskir myndlistarmenn fyrri alda voru kannski ósamstæður hópur sem ekki leiddi til línulegrar þróunar á myndlistarsögu landsins. Sumir menntaðir erlendis – flestir þá með myndlistina sem hliðarfag við önnur fræði, og aðrir sjálflærðir einyrkjar heima á Fróni, en það gerir sögu þeirra í engu ómerkari. Og þó listamennirnir hafi vel flestir sinnt öðrum starfa utan myndlistarinnar – enda komnir úr fjölbreyttum hópi laghentra guðsmanna, snikkara og veraldlegra ráðamanna – rýrir það ekki gildi verka þeirra. Gróf málning, næft yfirbragð og mislipurlega mótuð anatómía, sem e.t.v. stenst Michaelangelo ekki snúning, skerðir heldur ekki menningarsögulegt gildi þessara verka né heldur sú staðreynd að mörg þeirra eigi sér erlendar fyrirmyndir. Og hvort sem fella má þau undir ramma hinna svoköll- uðu alþýðulista eða ekki eiga þau skilinn sinn sess innan myndlistarsögu okkar og fá nú von- andi notið þeirrar athygli sem þeim þar ber. Jafnvel þó höfundar reynist í einhverjum til- fellum aðrir en hér er talið þá eykst þekkingin á gildi þeirra ekki án aukinnar umræðu og vit- undar. Sýningin í Bogasal hefði gjarnan mátt vera stærri að umfangi og teygja sig yfir stærra rými, enda er bókin til vitnis um að auðvelt hefði verið að sýna mun fleiri muni og veita meðfram þeim ítarlegri upplýsingar á spjöld- um eða í sýningarskrá. Mynd á þili –Íslenskir myndlistarmenn fyrri alda er hins vegar von- andi aðeins byrjunin, upphafið á fleiri og veg- legum sýningum og rannsóknum á þessum svo lengi vanrækta hluta listasögu okkar. Úr skúmaskotum myndlistarsögunnar MYNDLIST Þjóðminjasafn Íslands Sýningin stendur til 23. október. Hún er opin alla daga frá kl. 10–17. Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn fyrri alda Morgunblaðið/Árni Torfason Predikunarstóll Þessi stóll er úr kirkjunni í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sem skorinn var út og mál- aður af Hjalta Þorsteinssyni, prófasti í Vatnsfirði, einhvern tímann á árunum 1725–33. Anna Sigríður Einarsdóttir VÖGGUSÖNGVAR voru samkenni lagavals- ins á annars yfirskriftarlausum tónleikum Sesselju Kristjánsdóttur og Antoníu Hevesi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi á þriðjudag. Ekki verri samtengingarformerki á söngdagskrá en svo margt annað, og jafnvel obbolítið frumleg, nú á bjartasta tíma ársins þar sem börn gerast jafnan torsvæfðust. Samt hefði í fljótu bragði mátt ætla að for- merkin fælu óhjákvæmilega í sér fábreytni, þrátt fyrir að leitað var fanga til fimm ólíkra þjóða. Eða hvað getur verið sammenskara en að rugga barni í svefn? „Konseptið“ hlaut því fyrir fram að veita afar takmarkað svigrúm til tjábrigða. Skyldi maður halda. Raunin varð þó allt önn- ur, því í slyngu vali þeirra stallna var slegið á mun fleiri tilfinningastrengi en menn tengja venjulega við kornabörn. Þó vissulega megi stórefast um að stétt- pólitískar „barnagælur“ Eislers & Brechts hafi nokkurn tíma nýtzt til ung- barnasvæfinga. Hvað þá hrollvekjandi barnafæla Brittens við ljóð T. Randolphs, A Charm, eða léttglettin samfélagssatíra Gladysar Rich, Am- erican Lullaby. Tónaferðin hófst á suðlægum breidd- argráðum með tveim spænskum lögum. Texti hinnar seguedillukenndu Canción de cuna para dormir a un negrito eftir Montsalvatge (1912– 2002) höfðaði, líkt og síðar hjá Eisler/Brecht, öllu frekar til kúgaðra fullorðinna en andvara- lausra hvítvoðunga. En þjóðvísa Manuels de Falla úr „Siete Canciones Populares“, Nana, var hins vegar ósvikið vögguljóð, og sameinaði lagið blíða fegurð og íberska reisn. Íslenzku lögin fjögur ýttu úr vör með hálf- ósönghæfum risatónbilum Vögguvísu Jóns Leifs, enda eina tilvikið þar sem söngkonan hékk aðeins neðan í tóni. Hörpuvögguljóð Jóns Þórarinssonar var hins vegar unaðslegt og bar, eftir Amma raular í rökkrinu eftir Ingunni Bjarnadóttur (líklega úts. Hallgríms Helga- sonar), af ásamt Vöggukvæði (Litfríð og ljós- hærð) Emils Thoroddsen. Hér sem fyrr og síð- ar lék Antonia mjúkt og fallega undir, þó að millispilið kunna væri kannski í það órólegasta – líkt og í aukalaginu Nótt eftir Árna Thor- steinsson. Af Fjórum vöggusöngvum handa verka- mannsmæðrum þeirra Hanns Eislers og Bert- olts Brechts, er lýstu frekar örvinglan atvinnu- þrefs en svefnheimi ungra draumsnillinga, bauð hið síðasta og lengsta upp á mestu túlk- unarmöguleikana, og var ekki laust við að berl- ínska verkakonan minnti snöggvast á hetju- hvetjandi móður Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu, þrátt fyrir gjörólík umhverfi. Sesselju tókst þar bráðvel upp, þótt hefði að ósekju mátt vera enn grimmari á hvössustu stöðum. Bandaríska þjóðlagið The Little Horses, hér í úts. Coplands en fyrrum heimskunnugt með Peter, Paul og Mary, heppnaðist mjög vel, svo og fyrrgetið American Lullaby eftir Rich, og O Men from the Fields (Hughes) var sérlega innilega flutt. Loks voru þrjú lög úr „A Charm of Lullabies“ eftir Britten þar sem áðurnefnd styggðardilla A Charm kom bráðskemmtilega út, og ekki síður hið háttlæga The Nurse’s Song. Fyrra aukalagið var án undirleiks, ókynnt enskt þjóðlag með tilheyrandi alþýðu- flúri og túlkað með látlausum glæsibrag. Loks kom Nótt Árna, er kórónaði furðuvíðfeðman vöggusöngvaskammt kvöldsins með klið- mjúkri tign. Bíum, bíum, bambaló TÓNLIST Sigurjónssafn Íslenzkir og erlendir vöggusöngvar. Sesselja Krist- jánsdóttir mezzosópran, Antonía Hevesi píanó. Þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30. Einsöngstónleikar Sesselja Kristjánsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Guess Who Mr. & Mrs. Smith  (SV) Star Wars: Episode III  (SV) Smárabíó Guess Who Mr. & Mrs. Smith  (SV) Star Wars: Episode III  (SV) Are We There Yet? Vélmenni  (SV) Regnboginn Guess Who Mr. & Mrs. Smith  (SV) Star Wars: Episode III  (SV) Layer Cake  (HL) Kingdom of Heaven  (HL) Laugarásbíó The Upside of Anger Mr. & Mrs. Smith  (SV) Are We There Yet? Monster-in-Law  (HJ) Háskólabíó Batman Begins  (HL) Inside Deep Throat Crash  (HL) Voksne Mennesker  (HL) The Hitchhikers Guide  (HJ) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Batman Begins  (HL) A Lot Like Love  (HJ) House of Wax Crash  (HL) The Hitchhikers Guide  (HJ) The Ice Princess  (HJ) The Pacifier  (HJ) Svampur Sveinsson m/ísl. tali  (HJ) The Wedding Date Myndlist Austurvöllur: Ragnar Ax- elsson Árbæjarsafn | Þorvaldur Óttar Guðlaugsson sýnir ís- lensk fjöll úr postulíni í Listmunahorninu. 101 gallery: Ólafur Elías- son til 1. júlí. Banananas | Sýningin Vig- dís – Skapalón á striga, að- ferð götunnar á striga. Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson. Dagsbrún undir Eyjafjöll- um: Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði: Ólöf Pétursdóttir til 26. júní Edinborgarhúsið, Ísafirði: Elín Hansdóttir. Elliheimilið Grund: Jeremy Deller. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui-húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrýl- verk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12–18 um helgar. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí Gangur: Haraldur Jónsson. Gallerí Galdur og rúnir: Haukur Halldórsson. Gallerí Gyllinhæð | Berg- lind Jóna Hlynsdóttir með sýninguna „Virkni Með- virkni Einlægni“. Gallerí i8: Ólafur Elíasson. Lawrence Weiner. Til 6. júlí. Gel Gallerí: Ólafur grafari. Gallerí Terpentine: Gull- pensillinn. Gerðuberg: Lóa Guðjóns- dóttir. Sýningin Stefnumót við safnara II stendur yfir til 30. júní. Grafíksafn Íslands: Arnór G. Bieltvedt til 10. júlí. Götur Reykjavíkur: Mar- grét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg: Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara. Hallgrímskirkja: Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndverk í forkirkju og kór til 14. ágúst. Hallgrímskirkjuturn: Þór- ólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Auður Vé- steinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði: Rúna (Sigrún Guðjóns- dóttir) til 28. júní. Hönnunarsafn Íslands: Circus Design frá Bergen. Til 4. sept. Kaffi Mílanó: Jón Arnar Sigurjónsson. Kaffi Sel | „Ástin og líf- ið“. Gréta Gísladóttir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur frá 12. júní til 3. júlí. Kaffi Sólon: Vilhelm Ant- on Jónsson til 2. júlí. Kunstraum Wohnraum Akureyri: Steingrímur Eyfjörð til 29. júlí. Klink og Bank: Samsýn- ing íslenskra, kanadískra og norskra listamanna. Til 10. júlí. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafnið á Akureyri: Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Jonathan Meese. Listasafn ASÍ: Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Íslands: Dieter Roth. Listasafn Kópavogs – Skaftfell, Seyðisfirði: Anna Líndal. Skriðuklaustur: Sýning 8 listamanna af Snæfelli. Slunkaríki, Ísafirði: Hreinn Friðfinnsson. Edinborgarhús, Ísafirði: Elín Hansdóttir. Suðsuðvestur: Sólveig Að- alsteinsdóttir. Vatnstankarnir við Háteigsveg: Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar: Micol Assael. Við fjöruborðið: Inga Hlöð- vers. Þjóðminjasafnið: Mynd á þili, sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjáns- dóttur, sérfræðings í kirkju- list, á listgripum Þjóðminja- safnsins. Þjóðminjasafn Íslands: Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Margir þekkja stakar ljós- myndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim sam- an birtist ný og óvænt mynd. Þjóðminjasafn Íslands: Story of your life – ljós- myndir Haraldar Jóns- sonar. Leiklist Loftkastalinn: Bítl, laug- ardag. Borgarleikhúsið: Kalli á þakinu, laug. Gerðarsafn: Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guill- iermo Calzadilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjavíkur, Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Sumarsýn- ing Listasafns Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Dieter Roth, Pet- er Fischli, David Weiss, Har- aldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Reykjanesbæjar: Martin Smida þýsk. Til 12. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sumarsýning. Lista- og menning- arverstöðin Stokkseyri: Elf- ar Guðni. Til 5. júní. Listhús Ófeigs: Halla Ás- geirsdóttir. Norræna húsið: Andy Horn- er til 28. ágúst. Nýlistasafnið: Thomas Hirschhorn. Safn: Carstein Höller til 10. júlí. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Saltfisksetur Íslands: Krist- inn Benediktsson ljósmynd- ari. Salurinn Kópavogi: Leifur Breiðfjörð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.