Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Side 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 | 3
Þ
akhúsið (2001) var eitt af þeim
húsum sem skaut arkitektunum
Yui og Takaharu Tezuka upp á
vinsældalistann. Svo langt náði
það að þau léku aðalhlutverkið í
sjónvarpsauglýsingu fyrir
Toyota og sjónvarpsþáttur var gerður um þau
sem tekinn var upp heima hjá þeim og í arki-
tektastofunni og sýndi líf þeirra hjóna í heilt ár.
Upphaf afkasta-
mikillar starfsemi
arkitektastofunnar
Tezuka hélst í hendur
við ákvörðun japanskra stjórnvalda árið 1988
um að efla miðkjarna borga landsins og hækka
hlutfall einbýlishúseigenda. Upp frá því, hafa
þau Tezuka-hjónin hannað og byggt yfir fjöru-
tíu einbýlishús, þar sem þau leitast í öllum til-
fellum við að gera viðskiptavinina að þátttak-
endum í hönnunarferlinu og úrvinnslu
hugmynda.
Nær himninum
Takahashi-fjölskyldan, ung hjón með tvö börn,
bjuggu í einni af þeim fjölmörgu hefðbundnu
íbúðum sem risu í Tókýó á árum sjöunda ára-
tugarins.
„Þegar við fórum
heim til viðskiptavin-
anna í fyrsta skipti, fóru
þau með okkur upp
stiga að litlu þaki sem
var aðeins sex fermetr-
ar að stærð og sögðu við
okkur: „Við fáum okkur
hádegismat hérna uppi
á þaki á hverjum degi.““
Með þessa hugmynd í
huga hófu arkitektarnir
úrfærsluna á verkefn-
inu. Þau urðu fyrir
áhrifum af mjög svo af-
mörkuðu rými á þakinu
og hófust strax handa
við að koma til móts við
þarfir fjölskyldunnar.
Verkefnið myndi snúast
um þennan daglega
raunveruleika, samt svo óvenjulegan, og þau
myndu vinna með þakið eins og það væri flötur
sem hefði verið bætt við lóð hússins.
Hægt væri að túlka samræðurnar milli fjöl-
skyldunnar og arkitektsins sem leit að
ákveðnum leikreglum sem myndi tengja þakið
við notkunargildi gólfsins. Þak, sem í jap-
önskum menningarheimi merkir bústaður, vís-
ar til loftslags staðarins sem myndar gættina
milli himins og jarðar. Á því fær maðurinn svig-
rúm fyrir hugsanir sínar. Það er hins vegar á
gólfi hefðbundinna japanskra húsa þar sem lífið
tekur sínar ólíku stefnur. Litið er á gólfið sem
hluta af húsbúnaðinum og það hefur eiginleika
aðdráttarafls sem líkist því er veggirnir sem við
setjumst upp að hafa í vestrænum hýbýlum. Í
Japan er aðdráttaraflið að finna í gólfinu, mað-
ur sest frekar á það heldur en að ganga á því.
Lífshættir í japönskum húsum þróast út frá
hreyfingum sem gæla við gólfið, allt frá því að
leggjast á það eða að fara um það á fjórum fót-
um.
Þakhúsið
Yui og Takaharu Tezuka hófu verkefnið með
því að ímynda sér þakið sem aðalrými hússins.
Fjölskyldan hafði óskað eftir borðstofuborði
með tilheyrandi bekkjum en arkitektarnir
lögðu til að koma þar líka fyrir eldhúsi með ofni,
sturtu og vegg sem myndi skýla fjölskyldunni
bæði frá augum nágrannanna og vindum. Í
raun er þakið eitt stórt húsgagn með örlitlum
halla þar sem fjölskyldumeðlimirnir setjast,
leggja sig og athafna sig að vild.
Auk þessa lárétta svigrúms, hefur húsið
mjög ákveðnar lóðrétta þætti, sem líkja má við
hreyfingu sem á sér stað í hverju einasta her-
bergi. Þannig er húsið skipulagt í kringum átta
þakljós. Gluggi er opnaður í þaki stofunnar, í
forstofunni, í hjónaherberginu, í herbergi
barnanna, yfir vinnuherberginu, eldhúsinu og í
baðherbergjunum. Með því að klifra upp stig-
ana sem styðjast við þakgluggana, teygir hvert
og eitt þessara herbergja sig upp á þakið og
sameinast ytra rýminu. Það sem meira er, þeg-
ar upp er komið er ekkert sem girðir þakið af,
allt gert til þess að sameina það lífsmynstur
sem þróast á þakinu því sem gerist í garðinum.
Meðlimir fjölskyldunnar njóta þannig í sam-
einingu rýmis hússins á milli jarðhæðarinnar
og þaksins sem, án nokkurra milliveggja, býður
upp á útsýni yfir fjallið Kobo og dalinn í fjar-
lægð. Hér, í þakhúsinu, hreyfa íbúarnir sig auð-
veldlega milli láréttra og lóðréttra þátta, milli
jarðarinnar og himinsins til þess að öðlast ein-
stakt útsýni og viðhorf gagnvart lífinu. Að búa
upp á þakinu er jafnmikilvægt fyrir það og að
athafna sig á jarðhæðinni. Rýmið á þakinu, þar
sem hugsanirnar hafa nægilegt svigrúm, býður
líka upp á gólf til þess að njóta þeirra í samein-
ingu.
Þakhúsið í úthverfi Tókýóborgar
eftir Yui og Takaharu Tezuka
Nýja húsið leggur til sjónarsvið þar sem fjöl-
skyldan getur framkvæmt grundvallar-
athafnir sínar, eins og að sofa, borða og
hugsa, allt á þakinu þar sem jörðin vísar til
himins.
Arkitektarnir Þau Yui Tezuka (f. 1969) og Tkaharu Tezuka (f. 1964).
Þakhúsið Húsið sem er frá árinu 2001, hefur hlotið virt verðlaun, eins og Yoshioka-verðlaunin og verðlaun frá japanska arkitektafélaginu.
Eftir Halldóru Arnardóttur
og Javier Sánchez Merina
h.a@ono.com
Halldóra er listfræðingur og Javier arkitekt.
Í Hallgrímssálmum sjáum bert
það sem og flestir vita
að svo þá hefur sjálfur gert
af sínum trúarhita.
En veröld hefur – heyra má,
víst höfund engan fengið.
En hvað um lögmál lífsins þá
ef lagasmið frátengið?
Það gerist ekkert hér í heim,
ei hreyfing nein sjálfkrafa.
Ei andans verk í orðum tveim
ef eigi visku hafa.
Heimur vorra vísinda
hann varð með styrk þess fróða
og orkugjafi auðlinda,
hann orti veröld þjóða.
Hallgrímskirkja blessar borg
sem barn við móðurhjarta.
Er ljós í myrkri – líkn í sorg,
skín líkt og sólin bjarta.
Og mörg það vitnar gáfan góð,
um gjörandann og verkin:
Sjá veröld – kirkjan – ljós og ljóð,
þau listaverks ummerkin.
Væri veröldin án höfundar hefði mátt ætla hið
sama t.d. um Passíusálmana!
Pétur Sigurgeirsson, biskup