Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Side 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 ég ábyrgðina sem fylgir því að vera frjáls vit- undarvera? Ef ekki, þá er ég sekur um óheil- indi (mauvaise foi). Óheilindi eru undanbrögð í hvaða mynd sem er til að leyna mig frelsi mínu og ábyrgð.1 Þau taka þó á sig nokkrar dæmi- gerðar myndir sem lýsa má út frá því hvernig þeir túlka aðstæður sínar. Óheilindin eru ýmist ofmat eða vanmat á því sem heyrir staðveru minni til. Ofmatið kemur iðulega fram í því þegar menn skýra athafnir sínar eða athafna- leysi með tilvísun til félagslegra, sálrænna eða líffræðilegra þátta sem þeir fái engu ráðið um. Sartre neitar að sjálfsögðu ekki tilvist slíkra þátta, né því að þeir móti líf okkar með marg- víslegum hætti. En það eru óheilindi að skáka í skjóli þess að líf manns sé ákvarðað af þessum þáttum, það sé niðurstaða sem ég beri enga ábyrgð á. Það er alveg sama hverjar aðstæður mínar eru, segir Sartre, sem vitundarvera hef ég alltaf svigrúm til að gera eitthvað úr þeim sem er mín sköpun. Í þeim skilningi er ég dæmdur til frelsis. Þannig get ég ekki sagt, til dæmis, að ég geri eitt eða annað vegna þess að ég sé svona persónuleiki eins og öll mín saga sýni. Með þessu er ég að hlutgera mig, hafna sjálfsveru minni og frelsi sem felur það í sér að ég á þess jafnan kost að losa mig úr viðjum for- tíðar og verða nýr maður. En ég má samt ekki heldur vanmeta fortíð mína. Óheilindi geta líka birst í því að ég gangist ekki við því sem ég hef þegar gert úr mér. Hafi ég sýnt af mér hug- leysi, til dæmis, þá er ég einungis heill ef ég viðurkenni það, en ég hafna hins vegar í óheil- indum ef ég stimpla mig sem heigul og gæði mig þannig eðliseinkenni sem ákvarði mig um aldur ævi. Manneskjan árangurslaus ástríða Það er jafnan hætta á stimplun af þessu tagi í samskiptum mínum við annað fólk. Þar eð aðr- ir sjá mig ekki sem frjálsa sjálfsveru hættir þeim til að gæða mig hlutverulegum eigin- leikum, pakka mér snyrtilega inn í ákveðinn eiginleikakassa og stinga í frysti. Sé mér um- hugað að vera gæddur föstum eiginleikum sem skýra hegðun mína get ég tekið þessari fryst- ingu fegins hendi. Og það er ofur mannlegt að falla í þessa freistni og fyrir því eru tvær meginástæður. Við getum kallað það sálræna ástæðu þegar menn vilja forðast þá angist sem fylgir því að horfast í augu við nakið frelsið og þá miskunnarlausu ábyrgð sem því fylgir. En Sartre nefnir aðra og dýpri ástæðu, er kalla mætti frumspekilega, sem hann kallar þrá mannsins eftir því að vera Guð. Guðs- hugmyndin, eins og Sartre skilur hana, er um veru sem er í senn gædd fastmótuðum eig- inleikum og er frjáls vitundarvera. Sá veru- háttur er mönnum ekki mögulegur því eins og við höfum séð brýtur vitundin jafnharðan upp öll þau form sem manneskjan leitast við að finna lífi sínu. Hún er frjáls vera sem þráir staðfestu án þess að glata vitund sinni. Þess vegna er manneskjan árangurslaus ástríða, segir Sartre.2 Alvörugefni er mikilvæg birtingarmynd óheilinda. Þetta nafn gefur Sartre þeirri af- stöðu að líta á gildi sem hluta staðverunnar fremur en þá liti sem við grípum til hverju sinni til að mála okkar eigin mynd af aðstæð- unum. Sartre leggur áherslu á að gildi séu aldrei hluti þess sem er heldur tilheyri þau því sem ætti að vera. Sartre lýsir alvörugefni fyrst og fremst sem algengri viðleitni til að gefa skýringar á hegðun sinni. Þannig heyrist oft sagt: „Ég gerði þetta vegna þess að það er skylda mín.“ Að mati Sartres afhjúpar þetta orðalag þá afstöðu að siðferðileg gildi („skylda“) hafi verufræðilega stöðu sem er óháð ákvörðun minni og gefi mér þannig hlut- læga ástæðu til breytni. Þetta kallar hann al- vörugefni vegna þess að þá lít ég svo á að ég hljóti að virða þessi gildi eins og væru þau skrifuð í skýin. Sartre vill snúa þessu við og leggur til að sagt sé: „Með því að gera þetta held ég því fram að það sé skylda mín.“ Með þessu orðalagi gengst ég við því að siðferðileg gildi séu undir ákvörðun minni komin og að ég beri ábyrgð á mínum hlut, a.m.k. í að viðhalda þeim. Í raun gerir Sartre hér vægðarlausa kröfu um samkvæmni. Ég get ekki sagst vilja eitt, en gert annað. Vilji minn og gildismat eru lesin af athöfnum mínum. Ef ég segi, til dæmis, að ég sé nauðbeygður til að hlýða kalli til her- þjónustu sem mér sé meinilla við vegna þess að ég sé á móti öllu hernaðarbrölti, þá dæmast orð mín óheil. Með því að verða við herkvaðning- unni kýs ég hernaðarbröltið, lýsi því yfir að það sé af hinu góða. Tilveran sem sjálfsraungerving Sartre kallar þann kost sem við eigum á því að losna undan óheilindum eiginlega tilveru. Það segir sig sjálft að nær ókleift er að gefa ein- hverja forskrift um slíka tilvist. En það má út- lista nokkrar meginforsendur hennar og það verður helst gert með neikvæðum formerkj- um. Eiginleg tilvera er lífsstíll einstaklings sem hefur losað sig undan þránni til að verða Guð. Hann hefur gengist við þeirri staðreynd að hann getur ekki öðlast neinn varanleika sem verður honum höfn í tilverunni, skýrir per- sónuleika hans og athafnir. Í raun má segja að eiginleg tilvera sé eins konar sjálfsraungerving þess sem viðurkennir að hann hefur ekkert sjálf nema það sem hann skapar sjálfur. Lyk- ilinn að þessu er að finna í því sem Sartre kall- ar „hreinsandi yfirvegun“. Með því á hann við að þegar einstaklingurinn grandskoðar hug sinn, þá rekist hann ekki á eitthvert sjálf sem er uppspretta hugsana hans og gjörða, heldur geri hann sér grein fyrir að vitundarathafn- irnar einar saman eru að verki. Hin hreinsandi yfirvegun brýtur þar með upp þá veggi vanans sem hversdagsleg hugsun nær ekki út fyrir og afhjúpar í senn heiminn í merkingarleysi sínu og vitundina sem uppsprettu merkingar og gilda. Við þetta tekur einstaklingurinn sinna- skiptum. Hann áttar sig á „upprunalegum tengslum sínum við gildi“, eins og Sartre kallar það, og gengst við því að þau eru hans eigin sköpunarverk. Þetta er í raun hans mann- dómsvígsla: Hann yfirgefur heim barnslegrar og borgaralegrar alvöru og gengur á vit frels- isins sem fullveðja einstaklingur. Lýsa má þessari uppgötvun einstaklingsins á upprunatengslum sínum við gildi sem færslu frá frjálsri vitund til vitundar um frelsi. En hvernig birtist þessi frelsisvitund í verki? Í ljósi þess að forsenda frelsunarinnar er að hafna því að mannleg tilvist öðlist nokkurn var- anleika má segja að sá sem lifir á eiginlegan hátt varist það öðru fremur að staðna. Hann gætir þess að líf hans taki á sig eitthvert fast- mótað form sem kynni að verða honum eitt- hvert athvarf frá frelsi hans og ábyrgð. Grund- vallaratriðið er að gangast við ábyrgð sinni í þessum skilningi. Frelsið sem grundvöllur allra gilda Sartre tekur frelsisgreiningu sína enn lengra með því að segja að sá einstaklingur sem hafi gert sér grein fyrir upprunatengslum sínum við gildi hljóti að vilja frelsið sem grundvöll allra gilda. Og þar eð frelsi eins er jafnan háð frelsi annars, þá hlýt ég ennfremur að haga at- höfnum mínum þannig að það stuðli að frelsi allra. Hér verður að hafa í huga að fyrir Sartre eru athafnir eini mælikvarðinn á viðhorf og gildi. Það eina sem hafa má til marks um frels- isvitund mína er að ég sýni hana í verki. Verk mín beinast að heiminum, aðstæðum mínum og annarra, og birta frelsisvitund mína að því marki sem ég leitast við að uppræta þá þætti sem hindra framgang frelsis í heiminum, jafnt mitt sem annarra. Framan af ferli sínum gerði Sartre ráð fyrir því að frelsishömlurnar væri fyrst og fremst að finna í vitundarlífi manna. Hlekkir frelsisins væru sjálfskaparvíti manna sem flúðu angist ábyrgðarinar í óheilindum. Í samræmi við þetta leit Sartre til dæmis svo á að hlutverk rithöfundarins væri að vekja menn til vitundar um frelsi sitt;3 sem frjálsar vit- undarverur höfðu þeir alla möguleika á því að rífa sig upp úr doðanum og hefjast handa við eigin frelsun og annarra. Eftir því sem leið á höfundarferil Sartres gerði hann sér æ betri grein fyrir því álagi aðstæðnanna í lífi ein- staklinga. Hið frjálsa áform sem einstakling- urinn er í tilvistarkenningu Sartres öðlast æ meiri rótfestu. Með öðrum orðum má segja að Sartre hafi smám saman breytt skoðun sinni á samspili staðveru og handanveru í líf manns. Þessari breytingu í hugsun Sartres má lýsa með tvennum hætti.4 Annars vegar tekur hann æ meira mið af því hve frelsi einstaklingsins er takmarkað af persónusögu hans, þeim hömlum sem fylgja honum úr uppvextinum. Sartre seg- ir því ekki lengur að vitundin skáki jafnan for- tíðinni úr leik, því í lifaðri reynslu gerir ein- staklingurinn sér ekki fulla grein fyrir þeim þáttum sem hafa mótað hann. Merkingarmóða fortíðar hefur þar með sest á spegil vitund- arinnar og einstaklingurinn getur ekki lengur grafist fyrir rætur sínar með „hreinsandi íhug- un“. Þetta birtist t.d. vel í bók Sartres um Jean Genet (1952). Hins vegar gerir Sartre stöðugt meir úr þýðingu þeirra efnislegu aðstæðna og félagslegu innviða sem einstaklingar búa við og setja möguleikum þeirra skorður. Áform þeirra takmarkast til dæmis af stéttarstöðu og greiningu Sartres á aðstæðum mannsins í Gagnrýni díalektískrar skynsemi (1960) svipar mjög til lýsingar Marx á firringunni í Þýsku hugmyndafræðinni. Nú skapa aðstæðurnar því manninn ekki síður en hann aðstæðurnar og í samfélagi firringar felast frelsið og ábyrgðin í því að endurvinna það sem úr manni hefur ver- ið gert.5 Höfuðatriðið verður því að skapa sam- félag þar sem manneskjan á þess kost að móta efnislegar aðstæður sem gera frelsið mögu- legt. Það gera menn ekki nema þeir taki skipu- lega höndum saman um að uppræta þá kúgun manns á manni sem Sartre telur einkenna samtímann.  1 Sjá grein mína „Frelsi og óheilindi. Um siðferðis- hugmyndir Jean-Pauls Sartre“, Broddflugur (Háskóla- útgáfan 1997): 39–47. 2 Sartre setur þessar hugmyndir sínar fram í höfuðrriti sínu, Veru og neind (L’Etre et le Néant sem kom út í París 1943. Í enskri þýðingu heitir ritið Being and Nothingness). 3 Hvað eru bókmenntir? (1947). 4 Ég ræði þetta nánar í grein minni „Tvíræð frelsunar- siðfræði. Samanburður á Sartre og Beavoir“, Simone de Beavoir. Heimspekingur, rithöfundur, femínisti, ritstj. Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir (Háskólaútgáfan 1999): 121–134. 5 Sartre, The Itinerary of Thought, Between Existentialism and Marxism (New York: William Morrow & co. 1974), s. 34. anarkistinn, hann er í góðu lagi.“ Að læra heimspeki og að læra að lifa að mati Sartres varð ekki í sundur skilið og þrátt fyrir ólíkar áherslur í kennslu náðu nemendur Sar- tres sambærilegum árangri og nemendur ann- arra kennara. Að vera nemandi í kennslustofu existensíalistans Kunn eru áhrif existensíalismans eða tilvist- arstefnunnar á ýmsar aðrar greinar, bæði fræðilegan þátt þeirra sem og verklegan. Áhrif- in eru væntanlega þekktust á sálar- og geð- læknisfræði. Síður hefur verið rætt um mögu- legt innlegg og áhrif tilvistarstefnunnar á skólastarf, þótt það hafi vissulega verið gert. Vert er því að spyrja: Á tilvistarstefnan erindi í skólastarf á unglingastigi og ef svo er hvert er þá hlutverk hins tilvistarsinnaða kennara? Sá kennari sem ætlar sér að taka til starfa með tilvistarsinnuðu viðhorfi þarf að hafa hug- fast að nemandinn er fyrst og fremst ein- staklingur sem er eins og Sartre sagði „það sem hann er ekki og er ekki það sem hann er“. Með þessum orðum er átt við að sérhver nemandi er einstaklingur sem er í sífelldri mótun og er sí- fellt að áforma líf sitt eða gera eitthvað úr sjálf- um sér. Enginn er eitthvað fast og ákveðið í eitt skipti fyrir öll. Það eru engin ný sannindi að í skólastarfi er misjafnt hversu viðurkennt það er að nemend- urnir eru ólíkir, hafa ólíkar skoðanir, þarfir og lífsáform. Allir hafa samt sem áður eitthvað til síns ágætis en það er annað mál hvort ein- staklingarnir fái tækifæri til þess að njóta sín sem slíkir, rækta hæfileika sína og áhugamál. Skólinn hefur átt það til að leggja ekki nægilega rækt við mismunandi gáfur nemenda sinna heldur þvert á móti hefur sú tilhneiging verið fyrirferðarmikil að steypa nemendur í sama mótið og úr hefur orðið einhverskonar „hjarð- mennska“ svo notað sé ágætt hugtak sem til- vistarsinnar nota oft. „Hjarðmennskan“, með- almennskan, metnaðarleysið og umburðarleysið gagnvart hinu óvenjulega hef- ur því of oft einkennt skólastarf. Þeir sem ekki hafa fallið inn í „hjörðina“ hafa fengið á sig stimpil eins og „tossi“, „agaleysingi“, „vand- ræðaunglingur“ eða jafnvel „fatlaður“ svo dæmi séu nefnd. Mörgum árum seinna kann sú stund að renna upp að „tossinn“ sem gert var ráð fyrir að yrði „tossi“ alla sína tíð spjaraði sig bara vel og gerði eitthvað markvert úr lífi sínu. Það hefur þá komið í ljós að „tossinn“ var „ekki það sem hann var heldur það sem hann var ekki“, svo vitnað sé í mannskilning Sartres. Með öðrum orðum var „tossinn“ sífellt að áforma og gera eitthvað úr eigin lífi þótt ekki hafi það alltaf verið gert á meðvitaðan hátt. Dæmi um „hjarðmennsku“ í skólastarfi má finna allvíða og er nokkuð sem tilvistarsinninn hlýtur að þurfa að takast á við. Nærtækt er að nefna þá kröfu margra skólamanna og all- nokkuð var rætt í fjölmiðlum sl. vetur, að allir trúi á sama guð, þ.e.a.s. guð Þjóðkirkjunnar. Birtist „hjarðmennskan“ t.d. í því að öllum nem- endum er gert að ganga til guðsþjónustu í des- embermánuði. Einstaka „sérvitringar“ fá und- anþágu en almennt er nemendum ekki gefið fullt frelsi hvort þeir mæta til guðsþjónustu . Ég hef rætt þetta mál við nemendur mína og sagt þeim að þeir hafi fullt trúfrelsi og að það sé ekki skólans að ákveða trúarlíf nemenda. Ég hef sett sjálfan mig í sartreískar stellingar og sagt við þá ekki ósvipað og Sartre gerði forðum: „Þið er- uð frjáls, veljið.“ Það er ekki hægt að skylda neinn til að trúa á guð og þar af leiðandi er ekki hægt að skylda neinn til að ganga til kirkju, þeir fara þangað sem vilja. Orð mín hafa undantekningarlaust komið nemendum mínum á óvart enda alþekkt að í ís- lenskum grunnskólum hefur ekki verið lögð mikil áhersla á að vekja nemendur til vitundar um valfrelsi sitt og þá ábyrgð sem felst í því að taka afstöðu í lífinu. Orð Sartres „Þú ert frjáls, veldu“ hafa nem- endur mínir því sjaldan eða aldrei heyrt og er það miður þar sem enginn kemst í raun undan því að velja. Sartre hélt því fram sem einnig er vert að hafa hugfast að ef maður telur sig ekki velja þá er það engu að síður val. Að vekja nemendur til vitundar um frelsið og ábyrgðina sem því fylgir eru með mikilvægari verkefnum sem hinn tilvistarsinnaði kennari tekur að sér. Annað mikilvægt viðfangsefni hins tilvistarsinnaða kennara er að fást við tilvist- arvandann, sem er sá vandi sem felst í huga sem þráir og heimi sem veldur vonbrigðum. Til- vistarvandann ber óneitanlega á góma ein- hverntímann í öllu skólastarfi, því þrátt fyrir allar tækniframfarirnar, lífvísindin, afþrey- inguna og neysluvarninginn hefur ekki tekist að útrýma tilvistarvandanum nema síður sé. Tilvistarspurningar Tilvistarstund er ákveðin stund í lífi sérhvers einstaklings þar sem hann horfist í augu við til- vist sína og þær spurningar sem henni fylgja. Stund þessi er ekki óalgeng á meðal unglinga sem velta fyrir sér persónulegri tilveru sinni eins og aðstæðum, möguleikum og lífskostum, frelsi, hindrunum og framtíðaráformum auk pælinga um útlit og samskipti. Spurningar sem fylgja í kjölfarið geta verið margskonar og mis- alvarlegar, allt frá vangaveltum um hvað við taki að loknum grunnskóla yfir í það hvernig berjast skuli við fíkn og sjálfsvígstilhneigingar. Tilvistarvandinn tekur á sig ýmsar myndir en þegar einstaklingurinn upplifir þessa svoköll- uðu tilvistarstund, er í spurn um tilvist sína þá er fundinn ákveðinn grunnur að því að vilja taka ábyrgð á eigin lífi. Sá sem í einlægni stendur í spurn um tilvist sína hlýtur að vilja fá svör. Þessi tvö grunnviðfangsefni tilvistarstefn- unnar; frelsið, valkostirnir og ábyrgðin ann- arsvegar og tilvistarvandinn hinsvegar, eru það sem fyrst og fremst er horft til þegar skólastarf er skoðað frá sjónarhorni tilvistarstefnunnar. Hlutverk kennarans Eins og fram kom í samskiptum Sartres og nemanda hans sem leitaði ráða þá lagði Sartre á það ríka áherslu að nemandinn væri frjáls og að hann axlaði ábyrgð á eigin ákvörðun og breytni. Fram kom einnig hjá Sartre að þrátt fyrir ráð sem hann hefði getað fengið þá væri hann samt sem áður ávallt á endanum ábyrgur fyrir því að fara að þeim ráðum. Ráðgjafar taka ekki ábyrgðina af þeim sem leitar ráða. Meginhlutverk hins tilvistarsinnaða kennara er að vekja nemendur til vitundar um frelsi sitt og ábyrgð annarsvegar og hinsvegar að takast á við þann vanda sem felst í því að vera mann- eskja. Þetta þýðir að kennarinn leitast við að fá nemendur til að gera sér grein fyrir því að: 1) Stöðugt val á sér stað í lífinu. Telji nem- endur sig ekki velja neitt þá er það engu að síð- ur ákveðið val. Þannig gengur hver dagur út á það að valið er um ýmsar leiðir og lífskosti. (Þetta val getur snúist um stóra sem smáa hluti, hvort það eigi að skrópa í kennslustund, læra heima eða stela geisladisk af náunganum svo dæmi séu nefnd.) 2) Það er á ábyrgð sérhvers einstaklings hvernig hann velur og hvernig hann áformar líf sitt. Sérhver er frjáls hvort sem viðkomandi lík- ar það betur eða verr og enginn kemst undan því að velja og gera eitthvað úr lífi sínu. Tilvist einstaklinganna er án afsakana eins og Sartre komst að orði. Maður er það sem maður gerir úr sér. 3) Með frelsinu eru menn dæmdir til ábyrgð- ar og með breytninni er maður öðrum fyrir- mynd. Eins og Sartre hélt fram í fyrirlestri sín- um Tilverustefnan er mannhyggja þá ber það merki um óheilindi að ætla sér að gera und- anþágur fyrir sjálfan sig og breyta á þann hátt sem maður vill ekki að aðrir taki sér til fyrir- myndar. Sartre komst þannig að orði: … er ég áreiðanlega slíkur maður að ég hafi rétt til að haga mér þannig að mannkynið taki sér athafn- ir mínar til fyrirmyndar.“ Ef tækist að koma nemendum (og reyndar öllum öðrum) í skilning um mikilvægi þessara grunnþátta tilvistarspekinnar er enginn vafi á að það yrði skólastarfi til framdráttar. Ábyrgð- arleysi og afsakanir, skeytingarleysi um mann- leg verðmæti og tilhneigingar nemenda til þess að gera undanþágur fyrir sjálfa sig í siðferðileg- um efnum er á meðal þess sem kennarar þurfa að takast á við í sínum daglegu störfum. Viðfangsefni tilvistarspekinnar; tilvistar- vandinn, frelsið og ábyrgðin, mæta okkur hvar- vetna og þar sem skólastarf miðast meðal ann- ars að því að þroska manneskjur og bæta samfélög á tilvistarstefnan þangað fullt erindi til þess að takast á við það verkefni. ’Eins og títt er með nemendur leitaði hann til kennarasíns Jean-Paul Sartre í þeirri von að mega fá ráð í vanda sínum. Svar Sartres var stutt og hnitmiðað: „Þú ert frjáls, veldu, þ.e.a.s. finndu einhver úrræði.“ Svo mörg voru þau orð.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.