Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 | 11
ÁTÍMUM kínversku menningar-byltingarinnar fannst gömul
kona í öngviti á lestarstöð í dreifbýli.
Við leit á konunni
að persónuskil-
ríkjum fundu
yfirvöld bréfsnifsi
með sérkennilegu
letri sem leiddi
samstundis til
þess að hún var
álitin njósnari.
Fræðimenn stað-
festu hins vegar
að letrið væri nu
shu – ritháttur sem hafði tíðkast
meðal kvenna í Hunanhéraði í rúm
þúsund ár. Löngu síð-
ar, er Lisa See frétti
af letrinu, leiddi það
til eins konar þrá-
hyggju hennar með nu shu sem nú
skilar af sér hennar fjórðu skáld-
sögu. Bókin nefnist Snow Flower
and the Secret Fan og er rituð eins
og um æviminningar hinnar 80 ára
Lily Yi væri að ræða. Lily horfir yfir
farinn veg, æskuárin í þorpinu Pu-
wei við upphaf 19. aldar, kvölina sem
felst í því að láta reyra fætur sína,
skipulögðum hjónaböndum og vin-
áttuna við Snæblómið, konu sem hún
binst ævilöngum vináttuböndum. Að
mati gagnrýnanda Washington Post
er Snow Flower and the Secret Fan
einkar áhrifamikil saga sem nær vel
að vekja samkennd með lesandanum
á þeim framandlega menningar-
heimi sem hún geymir.
FALL Berlínarmúrsins er við-fangsefni Henry Porters í nýj-
ustu spennusögu hans. Bókin er
fjórða skáldsaga Porters og nefnist
Brandenburg, en þar rekur höfund-
urinn ævintýrakennda langferð
austur-þýsks listfræðings sem fest-
ist í neti leynimakks leyniþjónusta
Bretlands, Austur-Þýskalands,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á
lokadögum kalda stríðsins. Að mati
Guardian er bókin einkar spennandi
lesning sem byggist á reynslu höf-
undar sjálfs sem blaðamaður í Berlín
á lokadögum múrsins og þeirri þekk-
ingu sem hann hefur á austur þýsku
leyniþjónustunni og starfsháttum
hennar.
NÝJASTA bók Gina Ochsner færgóða dóma hjá gagnrýnanda
New York Times sem segir smá-
sagnasafnið,
People I Wanted
to Be, einkar líf-
legt og uppfullt af
ófyrirsjáanlegum
uppákomum.
Hvort sem sögu-
sviðið er Austur-
Evrópa eða
Kyrrahafið þá
teygja sögurnar
sig undantekn-
ingarlítið inn í draugalegan fantasíu-
heim þar sem draumar manna eru
að engu gerðir, lundarfarið reynt til
hins ýtrasta og þar sem kraftaverk
og syndaaflausnir á síðustu stundu
eiga sinn þátt, en ná ekki að draga úr
þeirri annarsheims mannfyrir-
litningu sem verkin draga kraft sinn
af.
REYNSLA Sandy Mitchell afleyniþjónustu Sádi-Araba er
viðfangsefni bókarinnar Saudi Bab-
ylon sem Mitchell ritaði í félagi við
Mark Hollingsworth og nýlega kom
á markað. Bókin lýsir því er Mitch-
ell, sem starfaði sem svæfingalæknir
í Riyadh, var handtekinn af leyni-
þjónustu Sádi-Araba í desember
2000 og hann pyntaður til að játa á
sig morð á breskum sjúkrahúsverk-
fræðingi. Mitchell hafði góða og
gilda fjarvistarsönnun er morðið var
framið sem vakti lítinn áhuga rann-
sakenda málsins. Þeir voru nefnilega
í leit að blóraböggli meðal útlend-
inga vegna nýlegra hryðjuverka
frekar en að viðurkenna að um væri
að ræða verk hryðjuverkahópa
tengda al-Qaeda. Það tók Mitchell
næstum 11 mánuði að fá að hitta lög-
fræðing og á því tímabili var þegar
búið að dæma hann til dauða, en
hann var loks í ágúst 2003 leystur úr
haldi og honum leyft að halda til
Bretlands.
Erlendar
bækur
Lisa See
Gina Ochsner
E
f fagurfræði væri aðeins að finna í
bókmenntum og öðrum listum
væri ekki fallegt um að litast í ver-
öld okkar mannanna. Að undan-
förnu hafa staðið yfir miklar (og
umdeildar) umferðarfram-
kvæmdir á Vatnsmýrarsvæðinu í Reykjavík. Læt
ég liggja á milli hluta hvort nauðsyn eða eitthvað
annað liggur að baki þessum dýru framkvæmdum
(en er þó á því að spítali eigi betur heima t.d. í rúm-
góðum Fossvoginum en Miðbænum). Lengi vel
voru framkvæmdir þessar einungis til sem mikil
moldarhrúga og samgönguvesen í mínum huga.
Eða þar til ég sá fagurfræðina í þessu öllu saman.
Ef setið er bíl á Hringbraut við Háskólasvæðið og
horft (og ekið) í austur blasir við hin nýja Hring-
braut sem aflíðandi og fullkomlega rökrétt fram-
hald af þeirri gömlu.
Til að auka enn á feg-
urðina fellur nýja (og
nauðsynlega) göngu-
brúin alveg að bogalaga Öskjuhlíðinni, og sést því
ekki fyrr en nær dregur. Perlan er svo kirsuberið á
toppi þessa samspils náttúru, umferðar og mann-
virkja. Þetta fagurfræðilega sjónarspil þakka ég
arkitektum en ekki pólitíkusum eða embættis-
mönnum.
Í borg þar sem almenningssamgöngur eru ekki
eðlilegur partur af hönnun, borgarmynd og lífsstíl
íbúanna (heldur þekkist aðeins sem gult vandamál
sem enginn notar nema aldraðir og aðrir öfgahópar
í samfélaginu) er ekki nema eðlilegt að umferðar-
mannvirki taki það pláss í fermetrum og á fjár-
lögum sem raunin er. Sorglegt en satt. Þess vegna
fagna ég fegurð í malbiki og steypu, því oftast er
hinn meðfæddi ljótleiki þessara efna látinn ráða út-
liti mannvirkjanna. Í Reykjavík býr fólk sem ekki
kann að búa í borg (enda flestir nýfluttir „á möl-
ina“). Við förum á bíl í „kaupstaðarferð“ í stór-
verslun (Kaupfélag) og kaupum allt á sama stað,
helst fyrir alla vikuna. Borðum brauð úr plastpok-
um (sem búið er að keyra þvert yfir borgina), fros-
inn fisk og grátt nautahakk í bakka sem kostar
meira en þetta rauða nýhakkaða í Melabúðinni.
Fiskbúðir þrauka reyndar enn, en lifa á að selja
reykta og nætursaltaða ýsu, þ.e. fortíðarmat sem
er að deyja með síðustu kaupendunum. Við höldum
að glæpir og ofdrykkja sé eitthvað sem allar „stór-
borgir“ státa af, og teljum óvænta gesti eins og
vespuna til merkis um vinsældir landsins og enn
eina sönnun þess að hér sé byggilegt, meira að
segja fyrir framandi skordýr.
En þessi pistill átti að fjalla um fagurfræði en
ekki listina að lifa í borgarsamfélagi á hjara ver-
aldar. Og því aftur að því sem fallegt er í fræðilegu
samhengi.
Íslendingar er voða „stoltir“ af því að vera fædd-
ir á þessu skeri á sama tíma og þeir (við) reyna að
fjarlægja allt íslenskt úr umhverfinu. Við borðum
pizzur, horfum á myndir frá USA og klæðum okkur
eins og fífl. Og við elskum túlípana, í víðara sam-
hengi. Túristar eru túlípanar og við gerum allt til
að fá þá hingað og halda þeim hér. Þeir lífga svo
uppá. Við kaupum alvöru túlípana á stórfé og eyð-
um fermetrum, orku og tíma til að halda í þeim líf-
inu fram á haust. Og allan tímann líta þeir út eins
og túristar í görðunum. Vita ekki hvar þeir eru eða
hvert þær ætla að fara. Túlípanar eru sólskinsbörn
íslendinga, en fíflarnir eru einhverjir „aðskota-
hlutir“ sem eltir eru uppi með klórum, orfi og eitri
og þeim útrýmt úr sjónheimi okkar.
Fíflar eru fallegri en túlípanar. Þeir eru eins og
sólin. Og eins og sólin þá vaxa þeir þar sem þeim
sýnist, þeir opnast bara allstaðar og láta ljós sitt
skína. Gulir og æðislegir. Íslenskir. Ókeypis. Sí-
gildir.
Þegar þessi orð eru skrifuð eru umferðareyjur
borgarinnar þaktar hressilegum grasvexti og bros-
andi fíflum. Innan tíðar munu grímuklædd ung-
menni með vélorf tæta þessar litlu sólir og svíða
grasið niður í rót. Hvers vegna? Til hvers?
Fagurfræði
Eftirfarandi pistill fjallar um listina sem felst í því
að lifa í borgarsamfélagi á hjara veraldar. Grein-
arhöfundur veltir m.a. fyrir sér framkvæmdum í
Vatnsmýrinni og af hverju almenningssam-
göngur eru ekki eðlilegur partur af hönnun,
borgarmynd og lífsstíl íbúa Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hringbrautin „Ef setið er í bíl á Hringbraut við Háskólasvæðið og horft (og ekið) í austur blasir við hin nýja
Hringbraut sem aflíðandi og fullkomlega rökrétt framhald af þeirri gömlu“.
Eftir Stefán Mána
stefan.mani@simnet.is
’Í borg þar sem almenningssamgöngur eru ekki eðlilegurpartur af hönnun, borgarmynd og lífsstíl íbúanna (heldur
þekkist aðeins sem gult vandamál sem enginn notar nema
aldraðir og aðrir öfgahópar í samfélaginu) er ekki nema
eðlilegt að umferðar-mannvirki taki það pláss í fermetrum
og á fjárlögum sem raunin er. Sorglegt en satt. ‘
Það mun varlaofmælt, aðhvert manns-barn á land-
inu, sem komið er til
vits og ára, kunni
þessa einföldu vísu:
Bí, bí og blaka
álftirnar kvaka.
Eg læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Mæður syngja hana við börn sín
og hún er eitthvert fyrsta ljóðið
sem börnin læra og fara með þegar
þau hafa fengið málið.
Flestir munu halda að vísan sé
sjálfstæð, en hún ber þó öll merki
þess að vera viðlag. Og fyrrum hef-
ur hún sætt hinni sömu meðferð og
ýmis önnur viðlög, að menn hafa
breytt henni á marga vegu eftir því
sem þeim líkaði, þegar þeir rauluðu
við börnin. Í „Barnagælum og
barnavísum“ Ólafs Davíðssonar
eru til þessar útgáfur af henni:
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
vindar ský skaka,
skúmar hræ taka.
Láttu sem þú sofir,
samt skaltu vaka,
bí, bí og blaka.
Bí, bí og blaka
blessuð litla mín.
Álftirnar kvaka,
og Jesú gæti þín
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
vindar ský skaka,
skúmar hræ taka.
Þegar piltar (stúlkur) koma
og vilja á þér taka
láttu sem þú sofir,
samt skaltu vaka.
Bí, bí og blaka.
Bí, bí og blaka
álftirnar kvaka,
ágæt hafa þær hljóð.
vífin þau vaka
og verða þér svo góð.
Það er auðséð á þessu, að
snemma hefur viðlag þetta orði
vinsælt, og þó mun nú aðeins fyrsta
vísan lifa á munni manna. En úr
hvaða kvæði er þá þetta viðlag?
Það vita víst fæstir, því að flestir
munu halda að ljóðið sé sjálfstætt,
eins og fyrr segir. En hérna um
daginn talaði við mig aldraður
maður og sagði mér svo frá, að á
æskuárum sínum uppi í sveit hefði
hann komizt yfir skrifað kver,
gamalt að því er virtist og voru í
því nokkur kvæði. Eitt kvæðið var
með þessu viðlagi og kvaðst hann
aðeins muna fyrsta erindið úr því
en það er svo:
Leikur sér í ljósinu
lítill ungi á vatninu,
en í gula grasinu
gamlar álftir kvaka:
bí, bí og blaka.
Álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Ekki kvaðst hann muna hvað
vísurnar hefðu verið margar, lík-
lega þrjár, en máski fleiri. Hann
var hræddur um að kverið væri
týnt. Eigandi þess er látinn, hand-
ritin úr búi hans hafa komizt á
Landsbókasafnið, en ekki er þetta
kver né kvæðið á meðal þeirra.
Hver er svo fróður að hann
kunni þetta kvæði eða geti bent á
hvar það er að finna?
Á.
Lesbók Morgunblaðsins 19. september 1954
Bí, bí og blaka
80
ára
1925
2005