Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Qupperneq 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005
Alls má 91 land senda inn kvik-myndir í flokki erlendra kvik-
mynda á komandi Óskarsverð-
launahátíð en verðlaunin verða
afhent þann 5. mars 2006 í Kodak-
leikhúsinu í Hollywood.
Löndin eru eins misjöfn og þau eru
mörg – má í hópnum jafnt finna þró-
unarríki sem og iðnríki. Kazakstan er
meðal þeirra landa sem fá að senda
inn mynd í fyrsta sinn í ár.
Hvert land sendir eina mynd inn til
keppninnar og verða þær að berast
fyrir 14. október. Akademían velur
svo fimm myndir til úrslita. Í fyrra
var það
spænska
myndin The
Sea Inside
sem hlaut verðlaunin eftirsóttu en þá
sendu 50 lönd myndir inn í keppnina.
Kvikmyndin Shoe Shine frá Ítalíu
hlaut fyrst verðlaun sem besta er-
lenda myndin árið 1947.
Borgarráð Kraká hefur veitt leik-stjóranum Steven Spielberg
sérstök heiðursverðlaun sem þakk-
lætisvott fyrir
hans þátt í að
varðveita hluta
gyðingagettós í
borginni. Spiel-
berg styrkti upp-
byggingu og varð-
veislu lyfja-
verslunarinnar
Pod Orlem með
veglegri fjárhæð,
en eigandi henn-
ar, Tadeusz Pankiewicz, hætti lífi
sínu til að bjarga gyðingum í gettóinu
undan harðstjórn nasista.
Spielberg notaði hluta gettósins í
Kraká við upptökur á mynd sinni
Schindleŕs List.
Spielberg hlýtur í viðurkenning-
arskyni styttu af Stanczyk, ráðgjafa
Zygmunts III., sem var konungur í
Póllandi á 16. öld.
Kollegi Spielbergs, Roman Pol-
anski, hefur einnig látið pen-
ingjagjafir af hendi rakna til varð-
veislu lyfjaverslunarinnar en hann er
sjálfur gyðingur sem slapp úr get-
tóinu í Kraká sem barn.
Handritshöfundurinn ErnestLehman lést á sjúkrahúsi í Los
Angeles síðastliðinn þriðjudag, 89 ára
að aldri.
Lehman kom
víða við á löngum
ferli og hann á að
baki framleiðslu
og handritsgerð
að myndum á borð
við West Side
Story, North By
Northwest, Whós
Afraid of Virgina
Woolf? og Sound
of Music en hans
helsta sérgrein
var talin að færa
uppfærslur leik-
rita á hvíta tjaldið
með góðum
árangri.
Lehman var
fjórum sinnum tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna en hlaut þau ekki fyrr
en akademían ákvað að veita honum
heiðursverðlaun fyrir framlag hans
til kvikmyndalistarinnar. Það var ár-
ið 2001.
Eftir geysilega velgengni fyrir-rennarans stendur nú yfir
undirbúningur á tveggja framhalds-
mynda af Pirates of the Caribbean.
Munu þau Johnny
Depp, Orlando
Bloom og Keira
Khnightley öll
mæta aftur til
leiks í hlutverkum
sínum en Bill
Nighy hefur verið
ráðinn til að fara
með hlutverk ill-
mennisins Davy
Jones í fyrstu
framhaldsmyndinni, Pirates of the
Caribbean – Dead Mans Chest.
Leikarinn Chow Yun-Fat hefur
svo tekið að sér burðarhlutverk í ann-
arri framhaldsmyndinni sem ekki
hefur enn hlotið nafn.
Erlendar
kvikmyndir
Óskarinn
Chow Yun-Fat
Steven Spielberg
Hávertíð kvikmyndahúsanna stendur yfirþessar vikurnar, hvort sem þau eru íRíó, Reno eða Reykjavík. Hver stór-myndin rekur aðra, nú er tími afþrey-
ingarinnar í sinni mögnuðustu mynd. Flestar hinna
sannkölluðu „sumarmynda“, þ.e.a.s. þær sem kvik-
myndaverin binda mestar
vonir við aðsóknarlega, kosta
ekki undir 100 milljónum
dala. Að auki er ekkert til
sparað í útsmognum auglýs-
ingaherferðum og öll hugsanleg meðul notuð til að
gylla vöruna.
Aldrei hefur verið eins áríðandi að þær spjari sig,
ekki aðeins vegna framleiðslu- og kynningarkostn-
aðarins heldur þeirrar bláköldu staðreyndar að
Bandaríkin, Bretland og margir fleiri lykilmark-
aðir eru í verstu lægð frá því um miðjan níunda ára-
tuginn og hefur hún staðið í hvorki meira né minna
en 19 vikur samfellt. Stærsta helgi sumarsins, sem
kennd er við þjóðhátíðardaginn, 4. júlí, er liðin og
skildi eftir sig djúpa lægð þar sem tekjurnar voru
aðeins 75% af tekjum síðasta árs. Ekki nóg með
það, heldur brást Innrásin frá Mars – War of the
Worlds, myndin sem átti að stoppa af hrunið mikla,
líkt og Batman Begins, tveimur helgum á undan.
Ekki þar fyrir, báðar verða þær með best sóttu
myndum ársins og War of the Worlds á örugglega
eftir að hala inn drjúgar tekjur næstu vikurnar.
Þær áttu aðeins að gera svo miklu, miklu betur.
Vitaskuld vonaði iðnaðurinn að War of the Worlds
yrði þess megnug að slá við sex daga heimsmetinu
sem eini stórsmellur sumarsins, Star Wars: Epi-
sode III, setti snemmsumars (182 milljónir dala). Í
staðinn hafnaði hún í auðgleymdu 13. sæti og Bat-
man Begins stóð sig enn síður og settist mun neðar
á listann. Sjálfsagt skortir War of the Worlds og
sér í lagi hina langdregnu Batman Begins, með all-
an sinn drungalega sænska sósíalrealisma, hressari
húmor öðru fremur. Hvað sem því líður segja töl-
urnar það sem segja þarf.
Uppskeran sem af er sumri hefur aðeins skilað
fimm myndum sem náð hafa 100 milljóna dala
markinu eftirsótta, miðað við sex í fyrra. Þær eru:
Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith (366
millj. d.); Madagascar (172), Batman Begins (154),
The Longest Yard (147) og Mr. & Mrs. Smith (146).
Star Wars III, sem er þó fjarri því að nálgast
bestu myndirnar í bálknum (Star Wars og The
Empire Strikes Back), er spáð 7. sæti á lista yfir
mest sóttu myndir allra tíma og er ótvíræður sigur-
vegari það sem af er sumrinu (og árinu öllu.) Hún
meira en jafnaði glæsilegt met Spid-
er-Man 2 frá því í fyrra og náði 100
milljónunum á aðeins þremur dög-
um og gerði aðeins betur. Það tók
War of the Worlds heila fimm daga
sem þýðir aðeins 13. sætið en Bat-
man Begins barðist við mörkin í tíu
daga og er ekki í sjónmáli í 41. sæti.
Skellirnir eru sárir. The Kingdom
of Heaven, sem kolféll í Bandaríkj-
unum, náði að pota sér upp fyrir
gróðamörkin sakir vinsælda um all-
an heim. Bewitched; nýja myndin
um bjölluna Herbie, og sérstaklega
Cinderella Man, lofuð og prísuð
mynd þeirra Rons Howards og
Russells Crowes, eru þeir helstu
sem af er sumri.
Það er athyglisvert að engin ofan-
greindra mynda hefur náð þremur
stjörnum af fjórum á netmiðlinum Metacritic, þar
sem teknir eru saman dómar kvikmyndagagnrýn-
enda helstu fjölmiðla Bandaríkjanna.
Sumarið líður og fínu dráttunum fer hraðfækk-
andi. Miklar vonir eru bundnar við The Fantastic
Four, fokdýra brellumynd, enn ein byggð á geysi-
vinsælum hasarblaðahetjum, og The Island,
spennutrylli gerðan af Michael Bay með Scarlett
Johansson og Ewan McGregor.
Þá er ógetið Sin City, myndarinnar sem hér er
beðið með mestri eftirvæntingu. Hún hefur þó tæp-
lega burði til að slá einhver met.
Þess skal að endingu getið að hér hefur verið
fjallað um aðsóknina í Bandaríkjunum, íslenskir
bíóeigendur eru hins vegar mjög sáttir við það sem
af er sumri 2005.
Sjónarhorn
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Sumarsmellinn skrifar kvik-
myndagerðarmaðurinn Lucas
F
lestir eru sammála um að Innrásin
frá Mars er spennandi afþreying
sem seint verður talin meðal hans
bestu verka. Aðdáendur leikstjór-
ans eru langeygir orðnir eftir
metnaðarfyllra viðfangsefni þar
sem hann tekur á hlutum sem eru þyngri á met-
unum en útsmoginn hrekkjalómur, landlaus
strandaglópur í bílífi í flugstöðv-
arbyggingu, eða farsæll flótti und-
an geimverum frá New York til
Boston þar sem fátt nýtt ber fyrir
sjónir annað en eyðileggingu af
nýrri stærðargráðu.
Enginn gerir sér betur grein fyrir að nú þarf að
hrista af sér slenið en Spielberg sjálfur, því hann
er þegar rokinn af stað með hápólitískt og metn-
aðarfullt verk um ódæði Palestínumanna er þeir
myrtu ellefu ísraelska íþróttamenn á Ólympíu-
leikunum í München árið 1972. Sjónarhornið er
ögrandi og óvænt og engin spurning um að með
myndinni tekur Spielberg loksins mikla áhættu –
en hún getur einnig orðið ein sú umdeildasta og
eftirtektarverðasta á ferlinum ef vel tekst til.
Hann hefur óbifandi trú á viðfangsefninu og ætlar
að hraða kvikmyndagerðinni sem mest hann má
og frumsýna árangurinn fyrir næstu jól – í tæka
tíð fyrir tímamörk Óskarsverðlaunanna.
Eldfimt og hápólitískt
umfjöllunarefni
Spielberg hófst handa við verkefnið (sem enn hef-
ur ekki hlotið nafn), um síðustu mánaðamót.
Handritið er búið að taka umtalsverðum breyt-
ingum frá því hann ákvað að byggja kvikmynd í
kringum níðingsverkin á Ólympíuleikunum. Nú
er megináherslan lögð á útrýmingaraðgerðina
sem leyniþjónusta Ísraelsríkis (Mossad) hóf á
hendur palestínsku morðingjunum eftir fjölda-
morðin. Spielberg ætlar því að taka áhættu sem
hann hefur forðast frá því hann lauk við Saving
Private Ryan (’98), en sú raunsæja seinnastríðs-
mynd innihélt löng og blóðidrifin bardagaatriði
sem reyndu á þolrif og taugakerfi áhorfenda. Að
þessu sinni tekur hann á það viðkvæmu efni að
hann getur spillt fyrir gangi yfirstandandi friðar-
viðræðna Ísraela og Palestínumanna – ef hann fer
óhönduglega eða á óviðeigandi hátt með brothætt
efnið í augum almennings.
Reyndar er umfjöllunarefnið svo vandmeðfarið
að samstarfsmenn láku því út að Spielberg leitaði
ráða hjá ólíklegustu aðilum, alt frá rabbíanum sín-
um til Bills Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta.
Handrit Münchenmyndarinnar, sem er frum-
raun leikritaskáldsins Tonys Kushner, hefst á
drápi íþróttamannanna en þungamiðjan er
hefndaraðgerðir Ísraelsmanna. Leitin og laun-
morðin á hryðjuverkamönnunum palestínsku,
sem fyrirskipuð voru af þáverandi forsætisráð-
herra Ísrael, Goldu Meir; og Palestínumennirnir
sem ísraelska leyniþjónustan áleit hryðjuverka-
mennina, eru mikið í sviðsljósinu. Þar á meðal
voru nokkrir sem komu hvergi nærri blóðbaðinu í
Munchen. Með því að draga fram í dagsljósið jafn-
siðferðilega angrandi og endalaust ágreiningsefni
í sögu Ísraelríkis (það hleypti einnig af stað þeim
mjög umdeildu aðgerðum Mossad sem nefndar
eru ákveðin skotmörk), stefnir Spielberg í voða
því ómælda áliti sem hann hefur meðal gyðinga,
jafnt heima fyrir sem í Ísrael. Spielberg er vissu-
lega af gyðingaættum en hann ávann sér óskorað
traust með faglegri og trúverðugri meðhöndlun á
Helförinni í Schindler’s List (‘93) og Survivors of
the Holocaust (’96), mannúðlegri heimildarmynd
um fórnarlömb Helfararinnar. Til þessa hefur
hann lítið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðar-
hafsins miðað við flesta aðra opinskáa, bandaríska
stuðningsmenn Ísraelríkis.
Til að flækja málin frekar hefur sannleiksgildi
bókarinnar Vengeance eftir Mossadmanninn
George Jones, sem er aðalheimild Spielbergs,
verið stórlega dregið í efa.
Vinir Spielbergs segja að hann sé sér vel með-
vitandi um að aðdáendur verka hans um Helför-
ina geti hæglega misskilið nýju myndina og álitið
hana meiðandi fyrir Ísrael. Þeir benda á að hann
hefur aldrei fyrr viðrað jafnopinskátt umdeilda
atburði og reiknuðu fæstir með því að hugmyndin
yrði að veruleika.
Að jafnaði lætur Spielberg lítið frá sér fara um
viðfangsefnin og nú er hann eins og lokuð bók.
Það litla sem kvisast hefur út er að hún verður
tekin á Möltu, í Búdapest og New York og Eric
Bana (Hulk) leikur leiðtoga ísraelsku launmorð-
ingjanna og aðrir leikarar sem búið er að ráða eru
Daniel Craig, Geoffrey Rush, Mathieu Kassovitz,
Hans Zischler og Ciaran Hinds.
Í júnílok sendi leikstjórinn frá sér yfirlýsingu
sem birtist í The New York Times, ísraelska dag-
blaðinu Ma’ariv og á arabísku sjónvarps-
fréttastöðinni Al Arabiya. Þar kallar hann fjölda-
morðin, sem framin voru af Svarta september,
einum armi PLO, og viðbrögð ísraelsku stjórn-
arinnar, skilgreinandi augnablik í sögu Mið-
Austurlanda. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram,
þrátt fyrir vísbendingar til annarra átaka, að nýju
myndinni sé beint að sundrunginni á milli Ísraela
og Palestínumanna.
Áhugi Spielbergs á spurningunni um viðeigandi
viðbrögð menningarþjóða við hryðjuverkum,
jókst til muna eftir níðingsverkin kennd við 11.
september. Þeir sem lesið hafa handrit Kushners,
segja að ísraelsku leyniþjónustumennirnir eigi í
vandræðum með að komast til botns í því á hvaða
forsendum skotmörk þeirra voru valin og hverju
drápin komi til leiðar.
Hrikalega vandmeðfarið verkefni bíður Spiel-
bergs, það á eftir að kryfja efnismeðferðina niður
í kjölinn, mistúlka og rökræða fram og aftur. Það
kom m.a. í ljós í fyrstu viðbrögðum þeirra fáu
ráðamanna í Ísrael sem fjallað hafa um hugs-
anlegan efa í hópi drápsmanna Mossad. „Ég veit
ekki til þess að þeir hafi velkst í vafa yfir ætl-
unarverkinu“, segir sagnfræðingurinn Michael B.
Oren, höfundur bókarinnar Six Days of War.
„Sakbitinn Mossadmaður er orðinn stöðluð
ímynd, þú sérð ekki sakbitinn leigumorðingja í
öðrum samsvarandi hópum. Af einhverjum ástæð-
um eru þeir einungis af gyðingaættum. Þú sérð
heldur ekki Palestínumann knúinn áfram af ein-
skærri illsku heldur stafar hún jafnan af ein-
hverju áfalli.“
Milli skers og báru
Myndin hans Spielbergs verður ekki sú fyrsta
sem byggð er á níðingsverkunum í München. Fyr-
ir 9 árum gerði Michael Anderson kapalmyndina
Sword of Gideon, með Steve Bauer, Rod Steiger
og Coleen Dewhurst í hlutverki Goldu Meir. Hún
tók einarða afstöðu með harðsvíraðri ákvörðun
forsætisráðherrans. Það er alveg ljóst að að þessu
sinni verður dregin upp mun mannlegri mynd af
palestínsku morðingjunum, t.d. er búið að fjar-
lægja úr handritinu 15 mínútna langan upphafs-
kafla sem var í frumgerðinni og gekk eingöngu út
á blóðbaðið. Spielberg ætlar sér greinilega að
sigla á milli skers og báru.
Eftirköst illvirkjanna í München ’72
Menn velta fyrir sér hvað Spielberg hyggst fyrir
í kjölfar War of the Worlds – hann er byrjaður á
ögrandi og áhættusömu verki
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@
heimsnet.is
Reuters
Steven Spielberg