Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 A f hverju skyldi þurfa að verja undrabarnið sem gerði bestu kvikmynd allra tíma hálfþrítug- ur að aldri? Þar er að sjálfsögðu vísað til Citizen Kane (Borgari Kane) en Orson Welles var 26 ára gamall þegar hann leikstýrði, skrifaði, framleiddi og lék aðalhlutverkið í mynd sem kannanir undanfarna áratugi hafa jafnan valið merkustu kvik- mynd sögunnar. Skömmu áður hafði hann umbylt leikhúslífi New York-borgar og hrætt líftór- una úr gervallri austurstöndinni með útvarps- leikriti sem byggðist á Mars-innrásarsögu nær nafna hans, H.G. Wells. Í kjölfarið lagaði hann Shakespare þrívegis að hvíta tjaldinu á magn- aðan hátt, einkum í útfærslu sinni á Othello, og gerði einu myndina sem einhvers er virði sem byggist á sögum Franz Kafka. Árið 1958 útbjó hann mikilfenglega dauðahryglu fyrir „film no- ir“-hefðina, Touch of Evil (Snerting hins illa). Orson Welles er með öðrum orðum goðsögn í almannaeign; allir sem telja sig vera að bylta einhverju í bíómyndum vitna í Welles sem fyrir- mynd og verndardýrling, hann er hinn upp- runalegi Hollywood-útlagi og eins og frægt er þá galt hann sjálfstæði sitt dýru verði. Ríkjandi viðhorf um Welles Þess vegna spyrjum við á ný: því varnarrit? Rit- höfundurinn Clinton Heylin er ljóslega á þeirri skoðun að þörf sé fyrir slíkt verk, en nýleg bók hans sem nefnist því ófrumlega nafni Despite the System (Þrátt fyrir kerfið, 2005) axlar þá sjálfskipuðu byrði að verja minningu Welles. Ekki líður þó á löngu áður en Heylin útskýrir gegn hverju og hverjum bók hans er beint og ekki er ólíklegt að lesandi, eftir nánari umhugs- un, samþykki að vissulega hafi hann nokkuð til síns máls. Nokkuð ósanngjarnt er því að kalla framtak hans „sjálfskipað“, og mjög gaman er að sjá höfund sem ekki telur sig bundinn al- mennum „kurteisisreglum“ fræðasamfélagsins vinna sína vinnu. Þannig gagnrýnir Heylin einkar harðlega þær bækur sem hafa komið út um Welles undanfarinn áratug, allt frá bók breska leikhúsmannsins Simons Callows, Road to Xanadu (Vegurinn til Xanadu), til framlags bandaríska kvikmyndaummælandans Davids Thompsons, Rosebud (en nafn bókarinnar vísar til þekktrar ráðgátu í myndinni um Charles Foster Kane). Óhætt er að segja að jafnvel bók- menntagagnrýnandi hjá slúðurblaði myndi hika við að beita fyrir sig því orðfæri sem Heylin not- ar á stundum um þessar og aðrar bækur. Þá lýsir hann bókstaflega yfir stríði við þekkta og (á sínum tíma) áhrifamikla greinargerð New Yorker-gagnrýnandans Pauline Kael um Wel- les, Raising Kane (Kane kveðinn upp), þar sem því var haldið fram að hann væri ekki höfundur handritsins að Citizen Kane. Þá hnýtir Heylin í ýmsa aðra í leiðinni. Í helstu atriðum má lýsa bók Heylins sem endurskoðun á ríkjandi viðhorfum um Welles, viðhorfum sem bæði Callow og Thompson end- urnýta að sumu leyti gagnrýnislaust, en tengj- ast einkum þeirri söguskoðun að harmrænan feril Welles skuli skýra með tilvísun til hans eig- in skapgerðargalla. Viðhorf þetta á rætur að rekja til fyrsta fræðiritsins sem skrifað var um Welles árið 1970, The Films of Orson Welles (Kvikmyndir Orson Welles) eftir Charles Hig- ham, en sú hugmynd sem þar er viðruð, að Wel- les hafi átt við sálræna erfiðleika að stríða, hef- ur reynst lífseig. Kenning Highams gekk í grundvallaratriðum út á að Welles hefði alltaf átt erfitt með að ljúka kvikmyndum og hafi seinna meir hreinlega ekki getað sett punktinn yfir i-ið. Higham heldur því með öðrum orðum fram að eins konar fullkomnunarárátta hafi gert Welles ómögulegt að segja skilið við eigin verk. Þess vegna kláraði hann fáar myndir, og átti í jafnmiklum erfiðleikum og raun bar vitni með þær sem hann þó kláraði. Ófrágengin verk Það er alveg rétt hjá Heylin að þetta er ríkjandi skilningur á höfundarverki Welles, enda ganga ennþá sögur um þær myndir sem hann vann að árum eða jafnvel áratugum saman, en lauk aldr- ei, líkt og kvikmynd hans um Don Kíkóta, The Island (Eyjan) og Other Side of the Wind (Hin hliðin á vindinum). Heylin gerir hins vegar skýran greinarmun á þeim kvikmyndum sem Welles leit einkum á sem tilraunir, og fjármagn- aði sjálfur, og þeim myndum sem hann gerði fyrir kvikmyndafyrirtæki í Hollywood eða pen- inga annarra. Fyrrnefndu myndirnar voru ekki búnar til með sérstaka útgáfudaga í huga, þær voru fjármagnaðar af Welles sjálfum (en hann notaði launin sem hann fékk greidd fyrir að leika í öðrum myndum til að borga brúsann), sem þýddi að á ýmsu gekk meðan á fram- leiðsluferlinu stóð. Og þar sem myndir þessar voru einkum búnar til fyrir hann sjálfan tók hann sér allan þann tíma sem hann vildi við eft- irvinnslu. Svona útskýrir Heylin að minnsta kosti hversu óáþreifanleg afköstin voru þegar að persónulegum verkefnum Welles kom þegar líða tók á ferilinn. Sitt sýnist væntanlega hverjum um þessa rökfærslu. Heylin hefur ýmislegt til síns máls, einkum er trúverðugt að óöruggt fjármagns- streymið hafi valdið erfiðleikum. Það sem öðru fremur mælir gegn þessari túlkunarleið er hins vegar að Welles virtist oft gefa hálfkláruð verk- efni upp á bátinn og leggja í ný. Fyrir sjálf- stæðan kvikmyndagerðarmann sem býr við þær erfiðu aðstæður sem Welles gerði liggur beinast við að ætla að fullgerð kvikmynd sé ein- mitt passinn yfir í næsta verkefni, sérstaklega þegar að peningahliðinni kemur. Á hinn bóginn má kannski ímynda sér að í sumum tilvikum hafi Welles hreinlega verið óánægður með út- komuna, og þess vegna leitað á önnur mið. En hvað sem því líður þá tekst Heylin afar vel að sýna fram á að þegar að stúdíómyndunum kom tengdist útkoman öðrum þáttum en persónu Welles og seinagangi. Frægt er auðvitað að allar myndirnar sem Welles gerði í Hollywood á eftir Kane voru teknar úr höndunum á honum, klipptar upp á nýtt, styttar verulega og utanaðkomandi aðilar fengnir til að taka upp ný atriði sem svo var bætt við „endanlega“ útgáfu verksins. Hér hafa sumir ummælendur einmitt skellt skuldinni á Welles sjálfan, bent t.d. á að hann hafi eytt allt- of löngum tíma í eftirvinnsluna, lent í persónu- legum illdeilum við yfirmenn og almennt verið erfiður í samstarfi og samskiptum. Heylin sýnir hins vegar á nokkuð sannfærandi hátt að aðrar ástæður eru fyrir því hvernig fór með stúd- íómyndirnar. En þar virðist sama atburðarásin hafa endurtekið sig hvað eftir annað og Heylin lýsir þessu endurtekna leiðindaferli á skýran hátt: Welles klárar tökur á tíma og innan skekkjumarka hvað kostnað varðar, einstök at- riði hljóta góðan hljómgrunn hjá framleið- endum, en þegar hann sýnir gróft eintak af lokaútgáfunni fyllast stúdíómenn ótta og við- bjóði. Myndin samræmist engum fyrirfram- gefnum hugmyndum, hún er annaðhvort svart- sýn og niðurdrepandi eða endar illa (nema hvort tveggja sé) og uppfull af atriðum sem virðast ekki tengjast framrás hinnar línulegu frásagnar nema að litlu leyti. Einhverjir lista- mannstaktar með öðrum orðum. Yfirmenn þeir sem báru ábyrgð á fram- leiðsluáætlun og fjárhagslegri afkomu kvik- myndaveranna voru alls ekki sammála því að svona lagað ætti að bera á borð fyrir almenning. Nauðsynlegt var því að taka þær af Welles og reyna að búa til almennilegar myndir sem lík- legri voru til að njóta vinsælda. Þetta voru við- brögðin við og örlög jafn ólíkra mynda og The Magnificent Ambersons (Dýrðardagar Amber- son-fjölskyldunnar, 1941), The Stranger (Að- komumaðurinn, 1946 ) og Touch of Evil. Fyrri rit um Welles Ljóst er að þegar stór orð eru höfð um fræðivinnu annarra er eins gott að þín eigin sé í lagi. Heylin er bæði sjálfsöruggur og árásargjarn. Hann hikar ekki við að gagnrýna (rakka niður) niðurstöður fræðimanna sem á undan honum hafa skrifað um Welles, en hann virðist oft hafa innistæðu til að standa við slíkar yfirlýsingar. Þótt heimildaskrá sé í einfaldara lagi í bókinni verður þeim les- endum sem þekkja það sem skrifað hefur verið um Welles fram til þessa snemma ljóst að Heylin hefur unnið heimavinnuna. Hann vísar í gögn sem að mínu viti hafa ekki verið notuð áður, en eru þó einkar mikilvæg. Heylin notast til að mynda ekki einvörðungu við upprunalega handritið og söguskemað („sto- ryboard“) að The Magnificent Ambersons sem löngum hefur verið vísað til til að birta mynd af upprunalegri hugsun Welles um heildarútlit myndarinnar heldur vísar hann einnig til töku- skipulagsins („continuity script“) sem ég hef ekki séð notað áður. Þannig dregur Heylin upp athyglisverða mynd af ferli sem stundum er álitið ein mesta sorgarsaga bandarískrar kvik- myndasögu, en það er niðurrif stjórnenda RKO-kvikmyndafyrirtækisins á myndinni sem Welles bjó til eftir Kane. Þeir sem sáu myndina um Amberson-fjölskylduna í upprunalegri út- gáfu (en verkið var stytt um rúma klukkstund án afskipta Welles og atriðum bætt við sem hann hvorki tók né skrifaði) vildu meina að hér hefði verið á ferðinni kvikmynd sem tók sjálfri Kane fram. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um rann- sóknarvinnu Heylins, en hann virðist ávallt hafa tilvísun reiðubúna til að styðja eigin framsögn sem gegnir því tvöfalda hlutverki að afbyggja einnig afstöðu og hugmyndir andstæðinga hans. Og þannig er líka eitruð umfjöllun hans um bók hins sérvitra Thompsons réttmæt að mínu mati; um er að ræða einfalda og afar gall- aða bók sem er skrifuð í hálfgerðum afþreying- artón og reynir eftir fremsta megni að skauta áfram í krafti stíls og kraftmikilla yfirlýsinga, en er sneydd frumlegri sýn á viðfangsefnið (og frumlegri heimildarvinnu). Hins vegar eyðir Heylin of miklu rými í að ráðast á langa ritgerð Kael frá því á áttunda áratugnum, en í fræðaskrifum um Welles er löngu búið að afskrifa túlkun hennar. Rann- sóknir á ólíkum útgáfum handritsins að Kane hafa sýnt fram á hvernig verkskipulagi var háttað milli Welles og Mankiewicsz, og enginn vafi leikur á um framlag Welles til útkomunnar. En ef Heylin jaðrar á stundum við að vera ósanngjarn ber helst á því í umfjöllun hans um bók Simons Callows, Road to Xanadu, sem þrátt fyrir að ganga of gagnrýnislaust að ríkjandi kenningum um sálarlíf Welles hefur einnig að geyma afar merka umfjöllun um leik- ritin sem Welles setti upp í New York á fjórða áratugnum. Nákvæmari umfjöllun um leik- verkin sem fyrst vöktu athygli á Welles er í raun ekki að finna í öllum þeim bókahillum sem hafa verið skrifaðar um Welles. Callow lagði ljóslega mestan metnað í rannsóknarvinnu sína á þessu sviði, og útkoman ber því vitni, en Heyl- in lítur alveg framhjá þessari staðreynd. Þá er það traust sem Heylin leggur á orð- ræðu franska kvikmyndaummælandans Andres Bazins oft einkennilegt. Ritgerð Bazins um Welles, sem gefin var út á ensku árið 1978 í þýð- ingu Jonathans Rosenbaum, er vissulega frá- bær og ekki síst áhugaverð í samhengi við kenningar Bazins um eðlislægt gildi tiltekinna stíltegunda, en tilvitnanir Heylins, sem eru nokkuð margar, koma alltaf eins og þruma úr heiðskíru lofti. Tengist það einkum þeirri stað- reynd að Heylin beitir fyrir sig afar bein- skeyttum og ófegruðum stíl í umfjöllun sinni um Welles og þótt hann leggi vissulega umtals- verða áherslu á greiningu kvikmyndanna er slík umfjöllun jafnan framreidd á máta sem helst mætti kenna við „skynsemis“-aðferðina í túlk- unarfræðum. Bazin, á hinn bóginn, var þekktur fyrir notkun sína á meginlandsheimspeki og allt að því frumspekilegum rökfærslum. Þetta virk- ar frábærlega í samhenginu sem Bazin skapar sjálfum sér en áreksturinn milli þessara tveggja aðferða reynist síendurtekið stílbrot í bókinni. Þó finnst mér, þegar upp er staðið, að grein- armunurinn sem Heylin gerir á „traustum“ heimildum, s.s. Bazin, Naremore, Leaming, og gölluðum, Kael, Higham, Thompson, Callow, sé oftar en ekki reistur á sannfærandi grundvelli. Þetta er kraftmikil bók sem stundum hefði kannski mátt pússa aðeins betur en sker sig engu að síður á áhugaverðan hátt úr mörgu því sem um Welles hefur verið skrifað síðustu árin. Dýrðardagar Orsons Welles: Deilur um arfleifð amerísks útlaga Enda þótt kvikmyndasaga Bandaríkjanna hafi vafalaust verið rannsökuð í meiri þaula en annarra þjóða eru mörg viðfangsefni sem bíða frekari athugunar. Þá hefur um fáa bandaríska kvikmyndagerðarmenn verið meira skrifað en leikstjórann, rithöfundinn og leikarann Orson Welles. Það er því með nokkrum fyrirvara sem maður heilsar nýrri bók um Welles, sérstaklega þegar um ævi- sögulega rannsókn er að ræða. Fréttir frá þeim vígstöðvum eru sennilega gamlar, hugsar maður, og þegar vel þekktar. Þá mætti líka ætla að nú á dögum væri varnarrit fyrir Welles harla óþarft. Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson @wisc.edu Orson Welles Á kápu bókarinnar Despite the System.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.