Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Page 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 | 7 sýnir henni hvað hún er. Leitin að elskhuga, að ást og sambandi tveggja líkama, er því einnig leit að sjálfsmynd. Í ljóðinu „Vonir“ í Horft í birtuna er sam- runinn við elskhugann séður sem innganga í landrými, einhvers konar útópía fyrir sjálf konunnar, eða það vonar hún. Ég vænti að finna fólgið í sál þér landrými gróið hraun og sauðahjörð. Ég leitaði þar að fossi og fleti vatns er speglaði birtu himinsins. Voninni eru ekki takmörk sett. Andstæðurnar á milli elskhugans og kon- unnar eru slíkar að í honum væntir hún að finna allt sem hana skortir. Andstæðan við ein- semdina og ástarskortinn er birtan, frjósemin og náttúran sem er ekki einungis samastaður elskendanna heldur væntir konan þess að finna hana innra með elskhuganum. Hún telur hann fanga og umfaðma það villta sem hún samsamar sig með. Sem yfirgefin kona upp- lifir hún hömluleysi sem elskhuginn þarf að koma böndum á. Hann hefur að geyma lyk- ilinn að hamingjunni og friðsældinni sem kon- una skortir og væntir að finna innra með hon- um. Í myndmáli ljóðsins er brugðið upp mynd af draumalandi konunnar en það er ekki þar með sagt að það sé að finna hjá elskhuganum. Síðasta lína ljóðsins er háðsk og vísar í van- getu elskhugans til að mæta væntingum kon- unnar. III Í ástarljóðum Þóru sem tjá þrá eftir samruna er einsemd konunnar sem eyðimörk eða auðn. Hið nána samband elskendanna nær hámarki með inngöngu konunnar í hjarta elskhugans eins og segir í ljóðinu „Heimkoma“ úr bókinni Leiðin heim: „Hugurinn eigrar um auðnir/ unz mér opnast hjarta þitt“. Elskhuginn er göfg- aður og settur á stall en konan er í stöðu þess auðmjúka, litla og örvæntingarfulla. Tilvist hennar er algjörlega undir honum kominn. Hann stjórnar því hvort hún fái inngöngu í faðminn og hvort hún sé þess virði að elska. Ljóðin eru því öðrum þræði um það sem konan hefur enga stjórn á. Hún hefur hvorki stjórn á lífi sínu né elskhuga og eru því vísanir í sárs- auka og sorg áberandi í ástarljóðunum líkt og í tregrófum kvenna á miðöldum. Þrá eftir samruna við annan einstakling, segir Julia Kristeva, vaknar strax í frum- bernsku hvers manns. Fyrsta ástin er ást milli móður og barns. Í frumbernsku upplifir barnið sig og móður sína sem órofa heild. Aðskilnaður þeirra er jafnframt fyrsta yfirgefningin. Julia Kristeva tengir máltöku barnsins við að- skilnað þess frá móðurinni. Tungumálið verð- ur til við þennan fyrsta aðskilnað sem skilur eftir sig tóm innra með barninu. Það sem hún nefnir þrá í tungumáli er viðleitni barnsins að fylla upp í þetta tóm. Þráin beinist að öðrum einstakling sem er göfgaður og þess vænst að hann fylli upp í tómið sem móðirin skildi eftir sig. Aðskilnaðurinn frá móðurinni er samt sem áður forsenda þess að geta elskað, því fyrst verður barnið að upplifa sjálft sig sem ein- stakling til þess að geta elskað og beint þrá sinni að öðrum.3 Sársauki fylgir þránni og leitinni að elsk- huganum í ljóðunum „Óglögg skil“ í Leiðin heim og „Hin rauða slóð“ í Leit að tjaldstæði. Þar er sársaukinn táknaður með blóði. Í því fyrra kemur fyrir athyglisverð skilgreining á „ljóðinu um kærleikann“ en sú skilgreining gæti allt eins átt við tregróf þar sem upp- sprettan er yfirgefning elskhugans. Þegar blæðir inn á hugann angur grætir gleðina í brjósti þér still grát hennar með vöggusöng. Kveð henni ljóðið um kærleikann um óglögg skil milli þín og þeirra sem þú elskar. Konan upplifir yfirgefninguna á líkamlegan hátt. Sársaukinn vegna ástarinnar verður að- eins sefaður með kvæði um ástina, þ.e. með skáldskap um samrunann. Það sem veldur trega huggar jafnframt og sefar. Með vísunum sínum í sársauka tengdan ást sver ljóðið sig í þá alþjóðlegu kvæðahefð sem tregrófið er.4 Í ástarljóðum sínum eru konurnar ekki aðeins að átta sig á tilfinningum sínum heldur eru þær einnig að sefa hug sinn. Orðræða ást- arinnar í ástarljóðum heldur áfram að hjala og gæla við elskhugann, upprifjunin gæðir ást- arsambandið lífi. Samruninn sem táknaður er með faðmi og hjúpun eins líkama utan um ann- an í ljóðum Þóru er hér skilgreindur sem „óglögg skil“, mörkin á milli þess hvar einn byrjar og hinn endar eru óljós. Í ljóðinu „Hin rauða slóð“ í Leit að tjald- stæði skilur opið sár yfirgefningarinnar eftir sig rauða slóð umhverfis húsaskjól elskhug- ans. Gegnum tímann um ljóð og draum liggur slóð hjarta míns að húsi þínu. Þegar þú um síðir opnar lokaðar dyr þess, muntu sjá rauða slóð kringum bústað þinn. Slóðina er hægt að líta á sem mark um orð- ræðu ástarinnar sem ferðast í tíma og rúmi, ruglar saman því sem var og er. Hér eins og áður er karlmanninum líkt við hús. Þetta er samskiptaljóð sem sprettur upp af yfirgefn- ingu. Í ljóðinu krefst konan þess að elskhuginn gangist við sársauka hennar og því sem hann skilur eftir sig. Hún getur ekki stjórnað brott- för elskhugans. Í ljóðum um yfirgefningu stendur konan eft- ir í sömu sporum og áður eins og í ljóðinu „Stutt samfylgd“ í Horft í birtuna. Er þú hvarfst fyrir horn stóð ég eitt andartak í sömu sporum og vissi vart hvert halda skyldi. Ein og yfirgefin veit konan ekki hvaða stefnu hún á að taka, í hvaða átt hún á að snúa sér og hvernig hún eigi að höndla frelsið sem felst í yfirgefningunni. Ástarsambandið er séð sem staður tveggja einstaklinga en við yf- irgefninguna er konan skilin eftir „í sömu sporum“ og hún var í með elskhuga sínum. IIII Stundum verða elskendurnir óafvitandi við- skila eins og í ljóðinu „Vinslit“ úr bókinni Horft í birtuna. Áður lágu ótal þræðir milli mín og þín. Einhversstaðar í grænu grasi urðu tvenn spor viðskila. Við skulum reyna að kalla við skulum reyna að kalla Yfir veðrabrigðin og tímann. Tengsl elskendanna eru eins og þræðir og tengir ljóðmælandi þau saman og eignar þau hvort öðru. Það sem kemur á „milli mín og þín“ er tíminn. Ástarsambandið er tímabil, það byrjar og endar, og hér í augum ljóðmælanda lauk því snögglega. Aðskilnaðurinn skall á eins og snögg umskipti veðursins. Í staðleysu tím- ans eru þau þó enn á gangi „í grænu grasi“ og von hennar er sú að þau nái hvort til annars í gegnum tungumálið og finni aftur þræðina. Ákallið, við skulum reyna að kalla, er end- urtekið tvisvar sinnum. Þannig særir konan karlinn fram og sameinar þau í tungumálinu. Þræðirnir, hin „óglöggu skil“ ,sem liggja milli tveggja einstaklinga er m.a. umfjöllunar- efni ástarljóða Þóru og tómið sem getur mynd- ast á milli elskendanna í tímans rás. Konan í ljóðum hennar hefur misst nándina sem áður var á milli hennar og elskhugans en það þýðir ekki endilega að elskhuginn hafi yfirgefið hana eða svikið. Elskendur ljóða Þóru eru ekki endilega aðskildir líkamlega. Þeir hvíla með „tvö höfuð á sama kodda“, eins og segir í sam- nefndu ljóði í bókinni Á hvítri verönd, en á milli hugarheima þeirra er þó djúp gjá. Sam- fylgdin rofnar óvart og þau verða viðskila. Ljóðin fjalla því samhliða sundrungu elskend- anna um tengslaleysið á milli þeirra. Í ljóðinu „Tvö höfuð á sama kodda“ eiga elskendurnir margar nætur að baki sem allar renna saman nema: Kannski nótt þegar þú hvíldir með höfuðið í holhönd hans. Söknuðurinn er eftir hinni líkamlegu ást. Elskendurnir fjarlægjast með aldrinum og verða viðskila án þess að ætla sér það. Í ljóðinu „Stefnumót“ í Á hvítri verönd eru elskendurnir enn saman þrátt fyrir að „til- hugalífið sé þetta eina andartak“ því eins og konan segir „er hann ennþá minn og ég er honum trú“. Andartakið sem samruni elskend- anna varir og minningin um þetta tengir þau saman. Háðskan undirtón má heyra í ljóðum Þóru og beinist hann sérstaklega að elskhuganum og því sem konan leggur á sig fyrir hann. Í ljóðinu „Árshátíð“ í Leiðin heim fer konan í búning ástarinnar vegna elskhugans. Vegna þín er kyrtill minn grænn, og blómið rautt í barmi mínum. Vegna þín skrýfði ég lokka mína og dró silfurskó á fætur mér. Vegna þín er ég drottning kvöldsins með annarlegt blik í augum og blæðandi hjarta. Vegna þín, ástin mín. Nærvera konunnar sem talar og þess sem hún talar við er sterk í þessu ljóði. Í hverri setningu eru orðin „vegna þín“ endurtekin. Þannig er maðurinn gerður ábyrgur fyrir líð- an konunnar. Konan sem karlinn vill elska er annarleg og undarleg. Hún setur sig á þann stall sem karllæg bókmenntahefð hefur gert handa henni, fer í hlutverk gyðjunnar, en hug- ur hennar fylgir ekki með. Vegna hans klæðist hún ekki aðeins fallegu gervi heldur blæðir henni vegna hans. Háðið rífur ímynd hans nið- ur og jafnframt þá ímynd sem er af konum í ástarljóðum karla. Orðin „vegna þín“ virka bæði sem særing og sem ákall til elskhugans. Háðið beinist gegn umbúðunum sem konan þarf að klæðast til að ganga í augu elskhugans og minnir því á ljóðið „Frá henni“ í Það sagði mér haustið eftir Þur- íði Guðmundsdóttur. Umbúðirnar henta ekki konunni. Sýnd og reynd eru ekki það sama því á bak við fallegt andlit felst blæðandi hjarta. V Í ástarljóðum Þóru Jónsdóttur er fjarlægðin milli elskhuganna tvíbent. Hún er annars veg- ar milli líkama þeirra eða hugarheims þeirra. Ljóðin eru alltaf sögð frá sjónarhorni konu sem á einhvern hátt hefur verið yfirgefin af elskhuga sínum. Það sem einkennir ástarljóðin er leit konunnar að samastað og sjálfsmynd sem hún væntir að finna hjá elskhuganum og í faðmi hans. Ímynd elskhugans er göfguð í draumsýn konunnar en í raunveruleikanum er hann annar. Konan biður um inngöngu að hjarta elskhugans líkt og hún hafi engin önnur „hús“ til að leita skjóls í og göfgar þannig elsk- hugann í huga sér en í reynd kastar hann henni út. Þóra dregur þannig úr ímynd elskhugans með háðskum tón eftir að hafa upphafið þá ímynd sem ljóðmælandi gerir sér af honum. „Mikli“ elskhuginn reynist í raun mjög harður og óvæginn. Þráin eftir samruna við annan lík- ama er undirliggjandi í ástarljóðum Þóru óháð því hvort hana sé að finna í faðmi elskhuga eð- ur ei. Einsemdin og þögnin sem einkenna til- veru konunnar kjarnast í ljóðinu „Í rökkrinu“ í bókinni Á hvítri verönd. Þar einkennir rökkrið einveru konunnar og hún er gripin af „þrá eft- ir tvíburasál/ að deila með/ því sem verður að trega/ uns það er tjáð“.  1. Helga Kress, „Í kvöld er ég fimmtug. Afmælisljóð kvenna til sjálfra sín“, Speglanir, s. 372. Julia Kristeva setur fram hugtakið um kvennatíma í greininni „Womens Time“, sjá The Kristeva Reader, „Women’s Time“, ritsj. Toril Moi, Basil Blackwell, Oxford, 1986, s. 191. 2. „Love will give her back her mother as well as her father, it will give her back her childhood. What she wants to recover is a roof over her head, walls that prevent her from feeling her abandonment in the wide world, authority that protects her against her liberty.“ Simone de Beauvoir, „The Woman in Love“, The Second Sex, Vintage Books, 1989, s. 645. 3. Helga Kress greinir frá og fjallar um kenningar Juliu Kristevu í greininni „Dæmd til að hrekjast“. „Það er að þessu rofna sambandi við líkama móðurinnar, að öryggi, hlýju og symbíósu frumbernskunnar sem maðurinn síðan leitar í ást- inni, með því að færa það yfir á annan einstakling.“ S. 251– 252. 4. „Women’s Songs Women’s Language“, s. 193. ur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þóra Jónsdóttir rithöfundur „Ástarljóð [hennar] einkennast af þrá ljóðmælanda eftir samastað og samruna við elskhugann.“ ’Konan sem karlinn villelska er annarleg og undarleg. Hún setur sig á þann stall sem karllæg bókmenntahefð hefur gert handa henni, fer í hlutverk gyðjunnar, en hugur hennar fylgir ekki með.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.