Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005
Á
að sýna Strákana seinna á
kvöldin en kl. 20? spurði
mbl.is-vefurinn nú í vor í kjöl-
far umræðna um að sjónvarps-
þættirnir Strákarnir væru
vond fyrirmynd fyrir börn.
Deilan um Strákana er aðeins eitt af fjölmörg-
um dæmum um óttann við ímyndir sem skjóta
reglulega upp kollinum í umræðunni. Í þess-
um ótta birtast hugmyndir um áhrifavald
ímynda og hættuna sem af þeim getur stafað.
Hættan byggist á því að ímyndin sé á ein-
hvern hátt sterkari og nálægari en til dæmis
orðið og kalli þar með á gagnrýn-
islausa eftiröpun og tilfinninga-
legan æsing. Þessi viðhorf eru
svo viðtekin að þau eru álitin
„augljóst mál“, „þetta sér hver
heilvita maður“ er viðkvæðið og það er á þeim
forsendum sem fjölmiðlaumræða á borð við þá
um Strákana fer á flug.
Nú er það ekki ætlun mín að ræða hlut
Strákanna sérstaklega hér, enda hef ég tak-
markaðan áhuga á þeirra þáttagerð. Hins veg-
ar nota ég þetta dæmi sem útgangspunkt fyrir
umræðu um þann ímyndaótta sem fjölmiðlar
gera sér reglulega mat úr, ótta sem að miklu
leyti beinist einmitt gegn fjölmiðlum.
Múgæsing
Ein leiðin til að skoða þetta mál er að líta á
sögulega samhengið, en W.J.T. Mitchell, sem
mikið hefur skrifað um ímyndir, bendir á að
óttinn við ímyndir sé aldagamall og tekur sem
dæmi helgimyndabrjóta og ógn skurðgoða.
Skurðgoðadýrkun tengist fjöldanum og múg-
sefjun og svo virðist sem óttinn við múginn
falli iðulega saman við ímyndaóttann. Það þarf
reyndar ekki ímyndir til, því hugmyndin um
múginn sýnir að óttinn er einnig nátengdur
fjöldamenningu og afþreyingarmenningu.
Dæmi um þetta er tilkoma borgarlegu skáld-
sögunnar á átjándu og nítjándu öld, en hún
varð strax vinsæl meðal kvenna, sem bæði
lásu og skrifuðu skáldsögur. Samtímakörlum
þeirra leist ekki meira en svo á blikuna og
lengi vel var skáldsagan álitin fremur vafa-
samt fyrirbæri, sérstaklega einmitt fyrir kon-
ur og börn, sem voru ekki eins sterk á siðferð-
issvellinu og fullvaxta karlar. Jane Austen
gerir grín að þessu viðhorfi í skáldsögu sinni
Northanger Abbey (1817), en þar lýsir að-
alsöguhetjan því fjálglega að eitthvað skelfi-
legt sé í vændum frá London. Viðmælendur
hennar hrökkva við og óttast að nú sé franska
byltingin að bresta á í Bretlandi, en þá á
stúlkugreyið bara við nýja gotneska skáld-
sögu (skáldsagan er skrifuð fyrir aldamótin,
en var ekki gefin út fyrr en eftir dauða skáld-
konunnar). Hér tengir Austen á skemmti-
legan hátt óttann við upprisu hins blóðþyrsta
múgs og óttann við skáldsöguna, sem í krafti
spillingarmáttar síns getur skapað slíkan
múg, og gerir hraustlega grín að öllu saman.
Þetta dæmi sýnir okkur ekki aðeins skýra
tengingu milli múgæsingar og fjöldamenning-
arafurða þegar kemur að óttanum við ímynd-
ina, heldur einnig að hver nýr miðill tekur við
skelfingarkyndlinum. Þannig má rekja blóð-
slóðina frá skáldsögunni til dagblaðanna – sér-
staklega þegar myndefni jókst, þaðan til leik-
húsa, kvikmynda og útvarps, myndasagan tók
við af kvikmyndinni sem helsti ógnvaldurinn
en var fljótlega slegin út af sjónvarpinu og síð-
ar vídeóinu. Nú eru það tölvuleikir og netið
sem eru helstu óvættirnir í heimi hins sið-
menntaða borgara, en hann er ævinlega óhult-
ur sjálfur; hættan beinist ávallt að einhverjum
öðrum, einhverjum sem er veikari fyrir, barni
eða menntunarsnauðum einstaklingi af verka-
mannastétt.
Greinahöfundar í Ill Effects: The Media /
Violence Debate (2001) eru sérstaklega upp-
teknir af óttanum við múginn, fjöldann, lág-
menninguna og setja þetta í pólitískt sam-
hengi stéttaskiptingar. Annar ritstjóri
safnsins, Martin Barker, hefur einnig fjallað
um pólitískar hliðar ritskoðunarherferða gegn
myndasögum og vídeómyndum og dregur þar
fram mjög sláandi mynd af því hvernig þessi
ótti við ímyndina hefur verið nýttur til múg-
sefjunar og hvernig stjórnmálaöfl hafa spilað
á þennan ótta til að styrkja stöðu sína og afla
sér vinsælda. Í fyrstu gæti svo virst sem hér
sé á ferðinni myrk og gruggug samsæriskenn-
ing, en það þarf ekki nema að líta rétt í kring-
um sig í íslenskum stjórnmálum til að finna
dæmi þess að formaður lítils stjórnmálaflokks
sló sér upp á fordæmingu á ofbeldi í sjón-
miðlum. Þessi æsingur var byggður á ná-
kvæmlega jafnmiklum sandi og fleiri slík æs-
ingamál, en í greinum Ill Effects og víðar er
að finna harða gagnrýni á svokallaðar vísinda-
legar kannanir á illum áhrifum ímynda og of-
beldis. Ein gagnrýnin sem komið hefur fram á
þessar kannanir er að þær virðast ekki gerðar
á ofbeldismönnunum sjálfum, heldur frekar
hinum almenna borgara sem er látinn meta
hvort hann fyllist ofbeldi við það að horfa á
hrollvekjur eða hasarmyndir. David Gaunt-
lett, sem fjallar um kannanir á fjölmiðlum,
bendir á að hentug leið til að skilja ofbeldis-
fulla einstaklinga sé að gera kannanir meðal
slíkra. Þannig kannanir hafa einmitt verið
gerðar, en þær hafa ekki vakið neina athygli
því þar kemur í ljós að til dæmis unglingar á
upptökuheimilum horfa mjög lítið á sjónvarp,
og þá aðallega á lögregluþætti eins og The
Bill. Það eina sem þau áttu virkilega sameig-
inlegt var lestur á dagblaðinu The Sun. Annað
sem bent er á er að í hinum sívinsælu könn-
unum á áhrifum fjölmiðla er forsendan ævin-
lega gefin: þeir sem gera könnunina eru sjálfir
undir áhrifum hins „augljósa“ viðhorfs til
hættu ímyndanna og komast því að fyrirsjáan-
legum niðurstöðum. Og líkt og stjórnmála-
menn afla sér vinsælda með því að predika
gegn illum áhrifum fjölmiðla afla vísindamenn
sér frægðar og tryggja stöðu fræða sinna sem
málefnalegs vettvangs með því að gera kann-
anir sem sýna fram á það sem borgarinn vill fá
staðfestingu á: að „hinir“, þeir sem eru ekki
eins vel menntaðir og vel í sveit settir og hann,
geti verið í hættu.
Blóraböggull
Í formálanum að Ill Effects velta ritstjórarnir
Martin Barker og Julian Petley því fyrir sér
hvort vandamálið sé kannski meira orðið það
að þetta viðhorf sé í sjálfu sér hættulegt, og
hættulegra en hin hættulegu áhrif. Hættan
við óttann við ímyndina birtist meðal annars í
því að ímyndin verður að blóraböggli sam-
félagsins, en þetta er auðvitað það sem stjórn-
málamenn nýta sér iðulega. Það er miklu auð-
veldara að skammast út í myndasögur,
sjónvarp, kvikmyndir og tölvuleiki en að horf-
ast í augu við þau margvíslegu vandamál sem
fylgja nútímasamfélagi. Ekki aðeins er ímynd-
in sem blóraböggull þægileg leið yfirvalda til
að forðast að taka á viðkvæmum málum, held-
ur getur þetta líka verið hentug leið fyrir af-
brotamanninn að firra sig ábyrgð („en Strák-
arnir gerðu svona“). Þekktasta dæmið um
tilraun yfirvalda til að firra sig ábyrgð er hið
svokallaða „Bulger-mál“ (1993), þegar tveir
tíu ára piltar myrtu lítinn strák. Piltarnir
höfðu alist upp innan um afleiðingar Thatch-
erismans, við fátækt, atvinnuleysi og örvænt-
„Vert’ ekki að horfa sv
ímyndir, áhorf, ótti
Óttinn við ímyndir er nokkuð sem skýtur upp
kollinum af og til í umræðunni. Greinarhöf-
undur segir „hugmyndir um áhrifavald
ímynda og hættuna sem af þeim getur staf-
að“ birtast í þessum ótta. Í greininni er þessi
ótti m.a. settur í sögulegt samhengi; hann
skoðaður með tilliti til fjöldamenningar og
múgsefjunar þar sem „hver nýr miðill tekur
við skelfingarkyndlinum“, en engin áhersla
er lögð á að rækta með fólki myndlæsi sem þó
skiptir sköpum hvað skilning á ímyndum og
hlutverki þeirra varðar.
Eftir Úlfhildi
Dagsdóttur
varulfur@
centrum.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Strákarnir „„Á að sýna Strákana seinna á kvöld-
in en kl. 20?“ spurði mbl.is-vefurinn nú í vor í
kjölfar umræðna um að sjónvarpsþættirnir
Strákarnir væru vond fyrirmynd fyrir börn.“ ’Þannig má rekja blóðslóðina frá skáldsögunni til dag-blaðanna – sérstaklega þegar myndefni jókst, þaðan til
leikhúsa, kvikmynda og útvarps, myndasagan tók við af
kvikmyndinni sem helsti ógnvaldurinn en var fljótlega
slegin út af sjónvarpinu og síðar vídeóinu. Nú eru það
tölvuleikir og netið sem eru helstu óvættirnir í heimi
hins siðmenntaða borgara, en hann er ævinlega óhult-
ur sjálfur; hættan beinist ávallt að einhverjum öðrum,
einhverjum sem er veikari fyrir, barni eða menntunar-
snauðum einstaklingi af verkamannastétt.‘