Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 | 11 Mörk skáldskapar og veruleikaverða oft og tíðum óljós í nýj- ustu bók Penelope Lively, Making It Up, en þar lítur höfundurinn yfir eigin ævi á fullorðinsárum. Lively, sem nú er á áttræðisaldri, skáldar í bókinni upp atburði sem hefðu getað gerst ef atburðarás lífs hennar hefði á hverjum tíma fyrir sig orðið önnur en raunin varð. Þannig hefur Lively skrifin á þeim möguleika að hún hefði aldrei náð fullorðinsárum, en hún flýði frá Kaíró undan árásum nasista ásamt móður sinni og fóstru 1942. Annars staðar veltir hún fyrir sér hvernig líf hennar hefði orðið hefði ástaræv- intýri á eftirstríðsárunum leitt til barnsfæðingar í stað frekari mennt- unar, hún gerst fornleifafræðingur, eða jafnvel snúið til baka til Kaíró. Að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph sýnir Making It Up rithöfund- inn í sínu besta ljósi, enda skrifin lip- ur, skörp og uppfull af skilningi á mannlegu eðli.    Tæpu ári eftir andlát leikaransMarlon Brando er komin á markað skáldsaga sem Brando skrifaði sem kvikmyndahandrit á áttunda áratugnum í samstarfi við kvikmyndagerð- armanninn Do- nald Cammell. Bókin nefnist Fan Tan og segir frá ævintýra- manninum Annie Doultry, þétt- vöxnum, stríðn- um og með auga fyrir asískri feg- urð, en nafn sitt dregur sagan af kínverskum leik. Fan Tan hefur fengið góða dóma hjá ritinu Publishers Weekly sem segir hana spennandi sjóræningjasögu. Að sögn New York Times veitir bók- in þó ekki síður innsýn í líf Brandos sjálfs og endurspegla örlög bókar- innar, sem hefur tekið á sig ýmsar myndir á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin eru frá því að hún var skrifuð, ekki síður stormasama vin- áttu þeirra Brandos og Cammell.    Snemma einn aprílmorgun árið1940 eru rannsóknarlögreglu- mennirnir Poul Bjørner og Aage Schou kallaðir að Frihavnsbroen í Kaupmannahöfn þar sem maður hefur fundist hengdur undir brúnni. Dauði hans líkist við fyrstu sýn sjálfsmorði en margt er þó óljóst um tildrög málsins eins og lögreglu- mennirnir uppgötva fljótt. Þessi nýj- asta spennusaga Ole Frøslevs, Den grønne bar – eða Græni barinn fær góða dóma hjá gagnrýnanda hins danska Information sem segir bók- ina skemmtilega lesningu fyrir þá sem þekki vel til Kaupmannahafnar, enda muni þeir njóta þessara ferðar til fimmta áratugarins í hvívetna. Den grønne bar er þó að sögn blaðs- ins aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal, því sagan er upphafsbók Mørketid, sjálfstæðrar ritraðar spennusagna sem eiga það sameig- inlegt að Kaupmannahöfn er sögu- sviðið.    Nýjasta skáldsaga Patrick Neateum Lundúnaspæjarann Tommy Akhtar, sem er af asísku bergi brotinn, fær góða dóma hjá gagnrýnanda Daily Telegraph. Bók- in nefnist City of Tiny Lights og er Neate að mati blaðsins einkar góður sögumaður sem nær að draga fram lýsandi mynd af innvið- um samfélagsins á sama tíma og hann sýnir sjálfs- ánægju og óum- burðalyndi litla þolinmæði. Tommy, sem rannsakar smáglæpi og framhjáhald, viðurkennir sjálfur að hann geri lítið annað en að reyna að falla að ímynd sögufræga spæj- arans Marlow. Tommy lendir þó í mun skuggalegri málum en spæjara- starfið hefur boðið honum upp á til þessa, og kveðst gagnrýnandinn vona að Tommy bregði aftur fyrir í framtíðarskrifum Neate. Erlendar bækur Marlon Brando Patrick Neate ingu, en þær aðstæður skiptu litlu máli þegar fjöl- miðlar fullyrtu að þeir hefðu myrt barnið eftir forskrift hrollvekjunnar Child’s Play III. Reynd- ar kom seinna í ljós að hvorugur hafði í raun séð myndina – en það skipti ekki máli, því þá var vandamálið bara það að slík mynd væri til og að þeir hefðu vel getað séð hana, því eftirlit með því hvað börn sjá nútildags er svo lélegt. Önnur hroll- vekja, Halloween, hefur verið vinsælt skotmark, en þar felst illskan í því að hluti myndarinnar er sýndur út frá sjónarhorni morðingjans sem gerir það að verkum að áhorfandinn samsamar sig hon- um. Halloween komst í sjónvarpsfréttir RÚV 17. nóvember 2003, en þar var skýrt frá því að ung- lingsstúlka hefði myrt bróður sinn og ráðist á föð- ur sinn eftir að hafa horft yfir sig á Halloween- myndir. Það var svona nefnt í framhjáhlaupi að stúlkan hefði átt við félagsleg og geðræn vanda- mál að stríða, en orsökin lá sannlega ekki þar. Myndlæsi Hér birtist mjög einfaldað viðhorf til skilnings og skynjunar á myndefni. David Buckingham fjallar um slíkar einfaldanir og bendir á að markmiðið sé ekki að hafna því að ímyndin hafi áhrif heldur að benda á, ítreka og jafnvel hamra það inn, að þessi áhrif eru margvísleg og ævinlega háð samhengi – því samhengi sem ímyndin er í, hvar og hvenær hún er séð og hvers konar reynslu sá ein- staklingur sem sér hana býr yfir. Buckingham bendir á að í fjölmiðlafræðum og menning- arfræðum í dag sé öllum hugmyndum um hugs- unarlaust áhorf og einfalda samsömum með per- sónum hafnað, til dæmis á þeirri forsendu að slíkar hugmyndir geri lítið úr öllum almenningi og líti svo á að múgurinn sé ófær um að vinna úr upplýsingum og skemmtiefni. Hann fjallar sér- staklega um hugmyndina að ítrekað áhorf á of- beldisefni geri áhorfandann tilfinningalausan gagnvart því og segir að þótt það sé mögulegt að aukin reynsla af ofbeldisfullum sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum geri börn „vön“ slíku efni, þá sé ekkert sem bendi til að þau yfirfæri þá reynslu á annars konar, raunverulegt eða raunsærra of- beldi. Allt þetta er sérlega áhugavert með tilliti til stöðu myndefnis og sjónmenningar í vestrænum samfélögum, en hún er almennt veik og virðist byggjast á fremur neikvæðu viðhorfi – það er, myndefni er ekki álitið eins merkilegt og ritmál og ekki þykir ástæða til að rækta myndlæsi með börnum líkt og læsi á ritað mál. Sem dæmi má nefna áherslur í aðalnámskrám grunn- og fram- haldsskóla en í þessum meginverkum menning- arstefnu í skólakerfinu er vægi myndlæsis bæði lítið og lágt. Mikil áhersla er lögð á íslenska tungu og góða þekkingu á henni, sem felst í læsi, því að vera læs á íslenska tungu og fær um að beita henni í töluðu og rituðu máli. Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun, sem hluti af málskiln- ingi. Þetta vanmat á mikilvægi myndlæsis kemur meðal annars fram í aldursröðun barnabóka. Fræðimennirnir Gunther Kress og Theo van Leeuwen, sem fjallað hafa um málfræði sjón- rænnar hönnunar, benda á að bækur fyrir mjög ung börn eru auðugar af myndum, sem fækkar eftir því sem bókin er ætluð eldra barni. Þannig lærir barnið að lesa eftir myndum og lærir svo jafnframt að myndirnar eru ómerkilegri en orðið, því þær gefa eftir í réttu hlutfalli við það sem barnið upplifir sem aukinn þroska og þekkingu. Kress og van Leeuwen vilja líka meina að börn – sá hópur sem er talinn varnarlausastur gagnvart myndefni – hafi mun flóknari aðferðir við mynd- lestur en almennt er álitið. Allt frá unga aldri horfa börn á mikið magn af myndum og verða því jafnvel fimari í myndlestri en fullorðnir, þau eru frjálsari í túlkunum og sjá oft meira út úr hlut- unum. En eins og áður segir er því myndlæsi sem börn öðlast snemma ekki gefið mikið vægi, þau hljóta ekki mikla hvatningu í að fylgja því eftir og beita því frekar. Þetta er miður, því það ætti að vera ljóst að myndir krefjast lestrar ekki síður en orð: myndir eru merkingarbærar, myndir eru texti og tungumál rétt eins og ritað og talað mál. Og þetta tungumál krefst ákveðins læsis, þekk- ingar, innsýnar, einmitt til að við getum betur tekist á við og unnið á gagnrýninn hátt úr öllu því myndefni sem er okkar daglegi veruleiki. Því ætti myndlæsi að vera mikilvægur þáttur í daglegu lífi okkar og menningarneyslu, jafnmikilvægt fyrir börn – og fólk á öllum aldri – og læsi á ritað mál, sérstaklega í nútíma fjölmiðla- og fjölmenning- arsamfélagi þar sem upplýsingar birtast oft í myndrænu formi. Með þessu móti mætti vinna gegn hinu neikvæða viðhorfi gegn myndefni, við- horfi sem meðal annars birtist í óttanum við ímyndina og er, eins og þeir ritstjórar benda réttilega á, orðið beinlínis hættulegt sjálft.  Heimildir: Ill Effects: The Media / Violence Debate (önnur útgáfa), Mart- ing Barker og Julian Petley (ritstj.), London, Routledge 2001 W.J.T. Mitchell, Picture Theory: Essays on Verbal and Visual Representation, Chicago og London, The University of Chicago Press 1995. Gunther Kress og Theo van Leeuwen, Reading Images: The Grammar of Visual Design, London og New York, Routledge, 1996. Þótt hér séu einungis nefnd þrjú rit byggist greinin á mun víðtæk- ari rannsóknum á sjónmenningu, sjá nánar í grein minni „Það gefur auga leið: sjónmenning, áhorf, ímyndir“, í Ritinu, riti Hug- vísindastofnunar, 1. 2005. ona alltaf á mig“: Halloween Resurrection „Halloween komst í sjónvarpsfréttir RÚV [...], en þar var skýrt frá því að unglingsstúlka hefði myrt bróður sinn og ráðist á föður sinn eftir að hafa horft yfir sig á Halloween-myndir. Það var svona nefnt í framhjáhlaupi að stúlkan hefði átt við félagsleg og geðræn vandamál að stríða, en orsökin lá sannlega ekki þar.“ The Godfather-tölvuleikurinn „Það er miklu auðveldara að skammast út í myndasögur, sjónvarp, kvik- myndir og tölvuleiki en að horfast í augu við þau margvíslegu vandamál sem fylgja nútímasamfélagi.“ ’[…] það ætti aðvera ljóst að myndir krefjast lestrar ekki síður en orð: myndir eru merkingarbærar, myndir eru texti og tungumál rétt eins og ritað og talað mál. Og þetta tungu- mál krefst ákveðins læsis, þekkingar, innsýnar, einmitt til að við getum betur tekist á við og unnið á gagnrýninn hátt úr öllu því myndefni sem er okkar daglegi veruleiki. ‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.