Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Side 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 | 13
Bono, Bruce Springsteen, WillieNelson, Steve Earle, Michael
Stipe, Peter Gabriel og Bob Geldof
eru á meðal þeirra sem munu koma
fram í myndinni, Get Up, Stand Up:
The Story of Pop and Protest. Eins
og nafnið gefur til kynna er hér um
heimildamynd að ræða sem fjallar
um sögu baráttutónlistar (e. protest
music) og verður hún frumsýnd á
sjónvarpsstöðinni PBS 28. septem-
ber. Myndin er framleidd og henni
leikstýrt af Hannes Rossacher og
Rudi Dolezal sem hafa
áður gert heimilda-
myndir um Miles Dav-
is, Freddy Mercury,
Quincy Jones og Billy Joel.
Myndin fer yfir sögu baráttulaga í
bandarískri stéttabaráttu og hvern-
ig tónlistarmenn á borð við Bob Dyl-
an, Sly Stone og MC5 hafa kosið að
syngja pólitíska texta við lög sín.
Sögumaður myndarinnar verður
rapparinn Chuck D úr Public
Enemy sem sjálfur ólst upp við bar-
áttutónlist og lagði sitt af mörkum
seinna til þessarar „tegundar“ tón-
listar.
Svo gæti farið að tónleikabúllanCBGB’s í New York neyddist til
að leggja upp laupana 1. september
næstkomandi
þegar leigusamn-
ingur hússins
rennur út. Bygg-
ingin er í eigu
Bowery Resi-
dents Comm-
unity sem eru
góðgerðasamtök
þar í borg en þau
saka eiganda
CBGB’s um van-
greiðslu á leigukostnaði mörg ár aft-
ur í tímann. Fjölmargir tónlist-
armenn á borð við Tommy Ramone,
Patti Smith, Lenny Kaye og Hand-
some Dick Manitoba sem hófu feril
sinn á CBGB’s hafa nú tekið höndum
saman til að bjarga staðnum og efna
til tónleikaraðar út ágúst til að safna
nægu fé fyrir lögfræði- og leigu-
kostnaði og munu hljómsveitirnar
Dead Boys, Chevelle, Living Colour
og The Misfits koma fram ásamt
öðrum. Tommy Ramone, eini eftirlif-
andi Ramone-bróðirinn, sagði í sam-
tali við fjölmiðla að CBGB’s væri eini
alvöru rokkstaðurinn sem ennþá
væri virkur, að hann væri viss um að
hverfið allt myndi líða fyrir það ef
staðurinn hyrfi fyrir fullt og allt.
„Ég kem hingað oft á ári til að skoða
hljómsveitir. Þetta er einstakur
staður.“
Framleiðandinn Quincy Joneshefur tekið að sér að semja tón-
list við kvikmyndina Get Rich or Die
Tryin’ sem bygg-
ist á ævisögu
rapparans 50
Cent, og ber
sama heiti og
fyrsta plata hans
sem kom honum
upp á stjörnuhim-
ininn.
50 Cent kemur
sjálfur til með að
leika aðalhlut-
verkið í myndinni sem leikstýrt er af
Íranum Jim Sheridan (My Left
Foot, In the Name of the Father)
Jones er enginn nýgræðingur
þegar kemur að kvikmyndatónlist.
Hann hlaut tvær tilnefningar til
Óskarsverðlauna fyrir lög í kvik-
myndinni The Colour Purple. Hann
hefur jafnframt verið tilnefndur fyr-
ir tónlistina út kvikmyndunum In
the Heat of the Night, In Cold
Blood, The Italian Job og The Wiz.
Erlend
tónlist
Patti Smith
50 Cent
Bono
Hans Edler, sem frægur er meðal ann-ars fyrir að vera einn fyrsti Svíinnsem sást með Febder-rafgítar, var ásínum tíma ein helsta stjarna Sví-
þjóðar sem gítarleikari og söngvari hljómsveit-
arinnar Ghost Riders. Síðar var hann í hljóm-
sveitinni We 4, en hætti svo
og hóf sólóferil 1966.
Árið 1969 las Edler um
Electronic Music Studio,
EMS-hljóðverið í Stokkhólmi,
en þar hafði þá verið sett upp eitt fyrsta tölvu-
hljóðver í heimi með tölvu sem kostaði sjö millj-
ónir sænskra króna, sem var gríðarleg upphæð í
þá daga. Edler fannst þetta svo spennandi hug-
mynd að hann fór á námskeið í stærð- og tölv-
unarfræði og eftir að hafa lokið prófum fékk
hann að vinna við tölvuna. Sérstakur stjórnklefi
var til að stýra tölvunni og mjög tímafrekt að
setja saman tónlist á henni því hljóðin þurfti að
forrita fyrir hverja millisekúndu. Það tók hann
því tvö ár að taka upp plötu, fyrstu tölvugerðu
poppplötuna segja menn í dag, en platan,
Elektron Kukeso, kom út 1971.
Tónlistin á plötunni er mikil og torskilin fram-
úrstefna enn þann dag í dag, hlýtur að hafa
hljómað eins og útsending utan úr geimnum á
sínum tíma, og kemur ekki á óvart að sænskir
plötukaupendur sýndu henni lítinn áhuga. Vegna
dræmrar sölu varð ekkert úr fyrirhugaðri mark-
aðssetningu á plötunni og þannig varð til að
mynda ekkert úr því að hún yrði gefin út utan
Svíþjóðar og öll vinna við enskar þýðingar lagðist
af.
Það kemur þeim sem heyra skífuna varla á
óvart að ekki skuli hafa tekist að selja hana af
neinu viti í Svíþjóð á sínum tíma og ekki líklegt
að það hefði gengið betur í öðrum löndum því
tónlistin á henni er svo framandleg og sér-
kennileg. Húr er engu að síður mjög skemmtileg,
frábærir sprettir inn á milli, en frekar það sem
maður spilar til að hrekkja fólk en skemmta því,
svona svipað og Tilt, meistaraverk Scotts Walk-
ers.
Hans Edler lagði ekki upp laupana þótt Elek-
tron Kukeso væri illa tekið, hann sneri sér að
barnaplötugerð með góðum árangri og sló svo
rækilega í gegn með plötur þar sem hann söng
rokklummur í bland við sænskar útgáfur af
reggí- og diskólögum. Hann er enn að og um-
svifamikill í útgáfustarfsemi, rekur fyrirtækið
Hans Edler Music og var til að mynda með popp-
sveitina Freebee sem naut vinsælda í Svíþjóð og
Austur-Evrópu fyrir nokkrum árum.
Útsending utan úr geimnum
Poppklassík
eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Þ
ú hefur leikið með Supergrass frá
fyrstu plötunni en varst ekki form-
lega tekinn inn í hljómsveitina fyrr
en 2002. Hvað gerðirðu áður?
Ég nam eðlisfræði og stjörnu-
fræði við Háskólann í Wales. Ég
var mjög áhugasamur um það og ætlaði mér
frama á því sviði, kláraði gráðuna sama ár og I
Should Coco kom út. Ég tók mér hins vegar eins
árs frí eftir það og spilaði þá með Supergrass.
Einhvern veginn hefur þetta undið upp á sig í
gegnum árin og hér er ég í dag.
Hafðirðu alltaf leikið á hljómborðið meðfram
náminu?
Nei, í raun og veru ekki. Ég spilaði á píanó þeg-
ar ég var yngri, eins og margir, en ég hef bara
spilað á hljómborðið seinustu tíu ár-
in.
Nú eruð þið Gaz (söngvari og
gítarleikari Supergrass) bræður. Komið þið úr
mikilli tónlistarfjölskyldu?
Já, það má segja það, þó að enginn annar hafi
orðið mjög þekktur í okkar fjölskyldu. Það var
alltaf spiluð mikil tónlist á stórhátíðum og í öðrum
fjölskylduboðum. Mamma spilaði á gítar og pabbi
á píanó og afi minn var píanóleikari í einum af
þessum stórsveitum (e. bandstand) sem spiluðu í
görðum og á útihátíðum í bæjum og borgum.
Þið eruð allir fæddir og uppaldir í Oxford.
Hvernig var að alast þarna upp?
Það var mjög gott. Alveg frábært. Róleg og
þægileg borg sem mér þykir mjög vænt um. Ég
hef ferðast um allan heim og mér finnst alltaf frá-
bært að koma heim.
Þið voruð á hljómleikaferðalagi fyrr í sumar
með íslenskri hljómsveit, Leaves. Kynntust þið
hljómsveitinni eitthvað?
Já, já. Það tók samt smátíma því að ég held að
þeir séu jafn feimnir og við. En tónlistin þeirra er
frábær. Oft verður maður leiður á hljómsveit-
unum sem maður ferðast með en í þetta skipti
urðu lögin þeirra betri og betri.
Hvaða einkunn gefurðu annars ensku tónlist-
arsenunni?
Ekki mjög háa en ég hef heldur ekki fylgst svo
mikið með henni. Þú ættir að spyrja Danny
(trommuleikara Supergrass). Hann býr í Camden
í London og fylgist með tónlistarlífinu mun betur
en ég. Ég veit það samt að þær hljómsveitir sem
njóta velgengni núna eru ekki endilega bestu
hljómsveitirnar. Ég á samt erfitt með að meta
þetta – ég hef ekki einu sinni komið við á kránni í
tvo mánuði.
Ekki ég heldur. En hvaða tónlist hlustarðu þá á
þegar þú ert ekki að vinna í tónlist Supergrass?
Ég veit það eiginlega ekki. Ég var um daginn
að kaupa mér Elton John-safndisk sem er frábær.
Ég set hann í spilarann á morgnana um leið og ég
geri börnin tilbúinn í skólann. En ætli ég hlusti
ekki svolítið mikið á gamalt efni – eins og til dæm-
is Sykurmolana.
Nú?
Ég sá þau meira að segja spila árið 1988, held
ég; í London Astoria. Mig minnir að þau hafi bara
verið búin að gefa út eina plötu og áttu því ekki
mjög mörg lög. Þau spiluðu samt í fjörutíu mín-
útur og voru frábær. Eftirminnilegasta atvikið
var samt þegar gítarleikarinn, sem var greinilega
skapstór, endaði í slagsmálum við einn tónleika-
gestinn.
Jahá!
En ef ég á að vera hreinskilinn eru Sykurmol-
arnir ekki uppáhaldsbandið mitt. Ég minntist
bara á þau af því að þú ert Íslendingur.
Takk.
Þau eru frábær samt – en ekki uppáhaldshljóm-
sveitin mín.
Nýja platan kallast Road to Rouen. Útskýrðu
fyrir mér orðaleikinn í nafninu.
Já, þetta er náttúrlega orðaleikur eða út-
úrsnúningur á orðasambandinu „Road to Ruin“,
en sagan á bak við hann er sú að við tókum plöt-
una upp í Frakklandi, mjög nálægt borginni
Rouen (Rúðuborg) á Normandí, nánar tiltekið í
hlöðu sem við útbjuggum sem hljóðver en þar að
auki varð þetta upptökuferli mjög erfitt og þar
kemur þessi „Road to Ruin“-tilvísun.
Hvað meinarðu með því að upptökuferlið hafi
verið erfitt?
Það var erfiðara að því leyti að við höfum verið
lengi í þessari hljómsveit og væntingarnar til okk-
ar og okkar eigin væntingar til okkar verða meiri
og meiri. Ég er ekki viss um að ég sé að útskýra
þetta nógu vel en … við erum líka allir fjölskyldu-
menn og það er erfitt að ná fjórum mönnum sam-
an á einn stað og hugsa um allt annað en konurnar
og börnin sem þeir elska.
Kemur þetta ekki líka niður á tónleika-
ferðalögum?
Að sjálfsögðu. Það vilja allir setja fjölskylduna í
forgang og allt sem togast á við þá skyldu verður
um leið óþægilegt. Hins vegar hefur Supergrass
alltaf verið mjög samheldin hljómsveit og við eig-
um aldrei erfitt með að fara á krána og fá okkur
nokkrar kollur og hlæja.
Heldurðu að næsta plata verði jafnvel erfiðari?
Nei, ég held að hún verði einfaldari. Við lærð-
um mjög mikið af þessari plötu og við komum í
raun sterkari út úr þessari þrekraun. Okkur þykir
líka ótrúlega vænt um þessa plötu vegna þess
hversu erfitt það var að gera hana.
Þessi plata er mjög fjölbreytt og margir myndu
segja óþarflega fjölbreytt. Var þetta með ráðum
gert?
Já, að því leyti að við vildum ekki gera dæmi-
gerða popp-plötu. Við vorum samt ekki að reyna
að gera erfiða eða flókna plötu, aðeins plötu sem
okkur sjálfum myndi líka og ég held að okkur hafi
tekist það. Mér finnst hún allavega mjög góð.
Heyrðu, nú held ég að sonur minn sé að koma, en
það er allt í lagi, haltu bara áfram.
Ég á bara eina spurningu eftir svo að þetta
passar mjög vel. Ég var að velta því fyrir mér
hvernig lög Supergrass verði til.
Þetta er mjög góð spurning og ég var sjálfur að
velta henni fyrir mér áðan. Ég held samt að það
sé engin formúla eða ein aðferð sem við notum.
Þegar ég hugsa út í þau lög sem við höfum samið
sýnist mér hún koma úr öllum áttum. Lagbútur
sem ég átti eða Danny eða Gaz sem síðan voru
saumaðir saman en við höfum líka samið þau hver
í sínu horni svo að… Langaði þig ekkert að tala
um Börk og myndbandið?
Jú! Hvernig læt ég, ég var búinn að stein-
gleyma því. Eruð þið ánægðir með myndbandið?
Myndbandið er mjög gott. Það var mjög gaman
að vinna með Berki og ég held að þetta hafi verið
mjög erfitt fyrir hann því að við sögðum að við
vildum bara gera myndbandið í hvítu herbergi og
með mjög löngum skotum. Og það var eins með
myndbandið og með plötuna að við vildum synda á
móti straumnum. Gera eitthvað sem væri ekki
dæmigert eða klisjukennt eins og manni sýnist að
allt sé í dag. Börkur stóð sig mjög vel og við erum
hæstánægðir með myndbandið.
Hámenntaður hljómborðsleikari
Í ár eru tíu ár liðin frá því að hljómsveitin Super-
grass sendi frá sér sína fyrstu plötu, I Should
Coco. Afmælinu fagnar hún með nýrri plötu
Road to Rouen sem kemur út 15. ágúst en platan
markar nokkra stefnubreytingu hvað tónlist-
arsköpun sveitarinnar varðar. Höskuldur Ólafs-
son ræddi við nýjasta meðlim sveitarinnar en
jafnframt aldursforsetann Rob Coombes.
Hljómsveitin Supergrass telur nú fjóra liðsmenn og er að fara að senda frá sér nýja plötu síðar í mánuðinum.
Eftir Höskuld
Ólafsson