Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Qupperneq 5
rækta og ávaxta arfinn eftir hann. Það var engum ofsögum sagt af því. Hús Munchs í Ekely fyrir ut- an Ósló hrundi saman ekki löngu eftir dauða hans og það tók 19 ár að koma upp Munch-safninu, sem er svo sem engin listahöll, á Töyen. Hafi Munch verið umdeildur í lifanda lífi, hefur ekki verið minni vandræðagangur með hann látinn. Hinir nýríku Norðmenn hafa jafn- vel ekki komið auga á, að myndir Munchs tala allar tungur og gætu því komið að notum fyrir olíu- stórveldi í ímyndarleit. Þegar komið var að eðlilegu við- haldi á safnhúsinu, sem var opnað 1963, fyrir tíu árum, var ekki nokkur leið að finna peninga til þess. Ölmusa frá Idemitsu, einka- reknu japönsku olíufyrirtæki, varð til að bjarga málunum. Það lagði fram 10 millj. dollara gegn því að fá að láni þrjár Munch-myndir á ári í 15 ár. Idemitsu er nefnilega með sitt eigið listasafn í Japan. Þetta vita allir og líka það, að Japönum er mjög umhugað um, að enginn missi andlitið. Þess vegna vildu þeir ekki auglýsa framlagið. 50 sekúndur Á alþjóðlegum lista yfir 10 fræg- ustu listaverkaþjófnaðina er Nor- egs getið tvisvar. „Ópinu“ hefur nefnilega verið rænt tvisvar á 20 árum en sín myndin í hvort skipti (báðar málaðar 1893). Fyrri útgáfu Munchs var stolið úr Norska lista- safninu nóttina fyrir setningu Ól- ympíuleikanna í Lillehammer 1994. Tveir ungir menn settu stiga upp að glugga á annarri hæð safnsins. Annar þeirra fór upp, braut rúðuna, tók myndina af króknum og skildi eftir á sama stað kort þar sem á stóð: „Þakka ykkur fyrir litla þjófavörn.“ Á eft- irlitsmyndum mátti sjá, að tók ekki nema 50 sekúndur að stela „Ópinu“, málverki, sem gekk næst „Mónu Lísu“ að frægð. Það er raunar aðeins ránið á „Mónu Lísu“ í Louvre-safninu 1911, sem er talið ósvífnara en þetta rán og á Töyen í fyrra. Til allrar hamingju kom „Ópið“ í leitirnar. Voru fjórir menn ákærð- ir en aðeins Paal Enger, sem áður hafði vakið á sér athygli fyrir að stela „Vampýrunni“ eftir Munch, var dæmdur og þá aðeins fyrir yf- irhylmingu. Sá, sem lögreglan tel- ur, að hafi farið inn í Listasafnið, William Ellingsen, var skotinn til bana í fyrra við heldur óljósar kringumstæður. Hefði Munch ekki verið heilsu- veill og ekki úthellt sálarlífi sinu á striganum, heldur bara verið skikkanlegur Norðmaður, rjóður í kinnum og góður á skíðum, hefðu landar hans litið hann allt öðrum augum. Þó getur verið, að samtím- inn hefði umborið taugaveiklunina, vistina á taugahælunum og líka óvanaleg verkin hans. Kannski skildu nú fleiri, að myndirnar áttu ekki bara að vera fallegar og hug- ljúfar. Myndir Munchs af sum- arnóttunum við fjörðinn þóttu líka lítið innlegg í sjálfstæðisbaráttuna á þessum tíma. Einum mesta baráttumanninum fyrir sjálfstæði, Bjørnstjerne Bjørnson, fannst ekki rétt að styrkja jafnheilsuveilan mann og Munch. „Þessir takmörkuðu styrk- ir eiga ekki að vera neinn sjúkra- kassi,“ skrifaði rithöfundurinn í Dagbladet 1891. Ári síðar gátu mörg norsk blöð kæst yfir því, að einkasýning Munchs í Berlín þótti hneyksli og var aðeins opin í einn dag. Loksins fengu norsku gagnrýnendurnir rétting sinna mála. Menningarlegt illgresi Samtíðarmenn Munchs litu á myndirnar hans sem klessuverk og það var ekki bara Aftenposten, sem skrifaði um „ruglandann“ á honum og „hitasóttarkenndar of- skynjanir“. Munch var svo einn, að jafnvel vinir hans veigruðu sér við að þiggja af honum myndir. Það er engu líkara en andúðin á Munch á árunum eftir 1880 hafi brennst inn í norska þjóðarsál. Þótt hann hafi verið í námsskrá grunnskólans í 75 ár er honum lýst sem menningarlegum slæðingi eða illgresi, sem ekki passi inn í hina norrænu hefð og því ómögu- legt að innlima í okkar þjóðlegu ímynd. Könnunarferðir Munchs inn í sitt eigið órólega sjálf voru enginn tilbúningur og því var ekki hægt að gera úr honum einhverja hetju. Nú þegar Norðmenn héldu upp á sjálfstæðið frá Svíum voru það hetjurnar sönnu, sem hafnar voru á stall, mennirnir með frostbitnu tærnar og klakaða skeggið. Tökum sem dæmi Friðþjóf Nansen. And- spænis honum á Munch ekki séns. 22. ágúst í fyrra hófst þó óauglýst „Munch-ár“ og því má segja, að ránið hafi haft sitt tilefni og til- gang. Per Hovednakk, fyrrverandi for- stöðumaður Henie Onstad- listamiðstöðvarinnar í Høvik fyrir utan Ósló, sagði nýlega í viðtali við Le Monde, að með list sinni hefði Munch svipt hulunni af „nýrri teg- und þjáningar, þjáningu, sem felst fremur í menningarlegu þunglyndi en líkamlegum kvölum. Þessi þján- ing á rætur sínar í getuleysi við að nýta framfarirnar í þágu okkar allra, nokkuð, sem veldur stöðugri tilvistarkreppu og við viljum ekki sætta okkur við“. Þetta passar við það, að nú, 100 árum eftir sjálfstæðið, lítum við enn á okkur sem unga þjóð. Allt gengur okkur í haginn og svart- sýni Munchs á ekkert erindi við okkur. Hovednakk minnti líka á, að eftir síðara stríð þótti Munch svo óþægilegur, að á Stórþinginu var talað um að gefa Bandaríkj- unum allt safnið með þökk fyrir Marshall-aðstoðina. Framfaraflokkurinn hefur raun- ar lagt til, að einkafyrirtæki fái að leigja til sín Munch-myndir og því er ekki útilokað, að gamla hug- myndin skjóti aftur upp kollinum. Ný Munch-miðstöð? Á Åsgårdstrand, klukkustund- arferð frá Ósló, á staðnum, sem Edvard Munch unni og vitjaði sumar eftir sumar, eru nokkrir eldhugir með stóra drauma: Munch-miðstöð. Á Åsgårdstrand málaði Munch margar af sínum björtustu myndum og þar fékk hann frið til að tjá sínar innstu þrár. Kunnustu myndirnar eru „Stúlkan á bryggjunni“, myndefni, sem hann endurtók í ýmsum út- gáfunum 1899 og 1900, og „Lífs- dansinn“ frá 1899. Útgáfa af „Stúlkunni á bryggjunni“ var seld hjá Sotheby’s í New York 1996 fyrir 7,7 millj. dollara. Það er hæsta verð, sem fengist hefur fyr- ir Munch-mynd. Bente Molvig hafði ekki fyrr kynnt hugmyndina um Munch- miðstöð í Åsgårdstrand en fólkið á staðnum var komið í götuvígin af ótta við, að annað fólk færi nú að leggja leið sína til bæjarins. Raun- ar á Munch-húsið þar sér langa sögu sem safn en tilhugsunin um að deila listamanninum með öllum heiminum þykir skelfileg. Þá verð- ur friðurinn úti segja blöðin en stjórnmálamennirnir eru þó heldur jákvæðir, enn að minnsta kosti. „Við erum bara rétt að byrja en ég sé fyrir mér byggingu í anda Munchs,“ segir Molvig og bætir við, að enn sé svigrúm fyrir nokk- ur hneyksli. ars í 120 ár Reuters Munch-safnið 22. ágúst 2004 „… á 20 árum hefur „Ópinu“, kunnasta verki Munchs, verið stolið tvisvar. Til að fullkomna niðurlæginguna er annað verk, „Madonna“, einnig í þjófahöndum og svo illa er komið fyrir málverkasafninu, að kosta verður til hundruðum millj. kr. í viðgerðir. Segja má, að „Ópið“ sjálft sé besta lýsingin á ástandinu.“ Höfundur er blaðamaður í Noregi. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 | 5 K aren Duve (f. 1961) fékk hugmyndina að sinni fyrstu skáldsögu þegar hún vann sem leigubílstjóri í Berlín. Það var á rúntinum sem hún las um þýskan rithöfund sem hafði gert samning við þekktan undirheimaforingja úr rauðljósa- hverfinu um að skrifa ævisögu hans. Sem leigubílstjóri, og ungt skáld, þóttist hún hafa inn- sýn í þanka- gang beggja aðila. „Ég var viss um að þetta færi á versta veg. Og þar með var komin hugmyndin að skáldsögu sem síðar hlaut nafnið Regen- roman (Rigningarsaga). Samstarf rithöfundarins og krimmans lukk- aðist hins vegar ágætlega í raun- veruleikanum og græddu báðir á samstarfinu.“ Duve hefur stundað ritstörf frá því snemma á níunda áratug síð- ustu aldar og fékk góða umsögn og verðlaun fyrir smásagnasafn sitt sem kom út 1995. Af öðrum ritstörfum Duve má nefna Orða- bók frægra dýra (1997; þar sem Rósinant, hestur Don Kíkóta, Keikó og fleiri öðlingsdýr koma við sögu) og Orðabók frægra plantna (1999) sem hún skrifar báðar með Thies Völker. Regen- roman kom út 1999 en drög að henni hafði hún skrifað nokkrum árum áður. „Ég hitti núverandi umboðsmann minn 1994 en hann spurði hvort ég ætti ekki eitthvað til að sýna sér. Ég sagðist ekki hafa neitt birtingarhæft undir höndum en sagði henni frá skáld- sögunni sem ég hafði byrjað á. Hún vildi sjá hana og ég lét und- an, með semingi. Henni tókst hins vegar að selja útgefanda söguna, þótt hálfköruð væri. Ég var farin að hugsa um allt annað og var ekki viss um að mig langaði til að klára söguna. Þetta var ekki auðvelt ferli og ég mundi reyndar aldrei endurtaka þennan leik, að vera svona lengi með sögu í smíðum. Það tekur mig alltaf langan tíma að lifa mig inn í það sem ég er að gera. En þegar ég er komin inn í verkið verður skáldaður heimur þess minn heim- ur. Þetta var þó gott að því leyti að ég varð tilneydd að vera öguð og ljúka einhverju. Ég er viss um að hefði ég lokið við bókina ’95 þá hefði hún orðið allt öðruvísi.“ Regnsaga segir frá Leon Ul- bricht, karlmanni sem tekur að sér að skrifa minningar bófa nokkurs, rétt eins og fyrirmyndin í raunveruleikanum gerir. Það fer hins vegar ekki jafnvel fyrir sögu (and)hetjunni eins og fyrirmynd- inni í raunveruleikanum. Það hriktir í stoðum hjónabandsins og hússins þeirra sem illvígir sniglar skemma, í endalausri úrkomu og vatnsaga. Þar að auki hefur gang- sterinn ýmislegt að athuga við skrifin. Og ekki eru allir þar sem þeir eru séðir, í endalausri regn- móðu og mistri. Í þokunni býr öf- uguggaháttur, ofbeldi, átröskun, og fjöldamorð. Það skiptast að sönnu á yfirskin og skúrkar í lífi hins lánlausa rithöfundar, gott ef vatnadísir koma ekki við sögu. Regnsögunni var vel tekið og einnig næstu skáldsögu Duve, Dies ist kein Liebeslied (Þetta er ekkert ástarljóð), sem kom út 2002 og varð metsölubók. Sem fyrr eru forboðnar þrár, árátta og hispurslausar kynlífslýsingar und- irliggjandi. Í umsögn um söguna og skrif hennar var Duve kölluð kvenlegur Houllebecq. Þriðja skáldsaga Duve kom út nú síðastliðið vor en hún heitir Die entführte Prinzessin (Brottn- umda prinsessan). „Þessi skáld- saga er frábrugðin hinum tveimur. Þetta er svona ekta ævintýri, með prins, prinsessu, galdrakonu og meira að segja dreka. Þetta er sem sagt alger fantasía, ólíkt skáldsögunni þar á undan sem var hreint raunsæi. Mér finnst eig- inlega mun auðveldara og skemmtilegra að skrifa fantasíu því að maður getur gefið hug- myndafluginu algerlega lausan tauminn, óbundinn af raunveru- leikanum. Auðvitað þarf einhver mörk, til að halda lesandanum! En eiginlega má segja að ég sveiflist milli raunsæis og fantasíu í skrif- um mínum.“ Svo vill til að Ísland á sér stað í sögunni um brottnumdu prinsess- una. „Ég kom hingað til lands árið 2000 og dvaldi hér ekki nema viku eða svo en varð mjög hrifin. Ég las Íslandsklukkuna og skoðaði landið. Eins og oft vill verða í skrifum mínum þá vinn ég með reynslu mína í skáldskapnum. En Ísland er annar tveggja staða eða staðsetninga í sögunni. Ekki er þó um raunsæja staðarlýsingu að ræða en áhrifin og hughrifin eru sterk. Staðurinn minnir reyndar á Ísland árið 1000, eins og ég ímynda mér að það hafi getað ver- ið.“ Milli raunsæis og hugarflugs Karen Duve, þýskur rithöfundur og gestur Bókmenntahátíðar í Reykja- vík 2005, nálgast skáldlegan veru- leik gjarnan út frá hörkulegu sjón- arhorni þar sem ofbeldi og óheft kynlífsárátta leikur lausum hala. Ísland á sér stað í nýjustu skáld- sögu Duve Brottnumdu prinsess- unni. Eftir Geir Svansson geirsv@internet.is Höfundur er bókmenntafræðingur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Karen Duve Í umsögn um skrif hennar var Duve kölluð kvenlegur Houllebecq.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.