Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 F önixinn hefur notið end- urnýjaðra vinsælda und- anfarið í krafti Harry Pott- er bókanna. Fönixinn er magískur fugl, hann er tákn endurnýjunar, eld- fuglinn sem brennir sjálfan sig reglulega til að fæðast á ný. Fönixinn getur því líka verið tákn end- urfæðingar, endurholdgunar – jafnvel eins- konar klónunar. Í Phoenix Osamu Tezuka er Fönixinn sjálfur lífsandinn, alheimurinn; einskonar búddískt tákn endurholdgunar og hringrásar og jafn- framt táknmynd hinnar frumbúddísku heimspeki sem gefur sér að allt líf sé samtengt í eina heild, jafnrétthátt og jafngilt. Segja má að Fönixinn sé líka ágætis tákn fyrir það verkefni Tezuka að endurnýja myndasöguformið og láta reyna á þanþol þess með því að fjalla þar um stórar spurningar eins og líf og dauða, fortíð og fram- tíð, list og stríð, og síðast en ekki síst, spurn- ingar um jafnrétti og fordóma. Stjörnustrákur Jafnrétti og fordómar eru einmitt eitt aðal- viðfangsefni framtíðarsögunnar Astro Boy sem er líklega þekktasta saga Tezuka, en þar er sagt frá litlum vél-strák sem er búinn til sem staðgengill sonar vísindamanns, eftir að son- urinn ferst í bílslysi. En þegar ljóst verður að vél-strákurinn stækkar ekki selur faðir hans og skapari hann í fjölleikahús. Þaðan er honum svo bjargað af öðrum vísindamanni sem tekur hann í fóstur. Vélmenni – eða sæborgir – af hvers- kyns tagi eru orðin stór hluti samfélagsins, þau eru notuð sem ódýrt vinnuafl og fordómarnir gagnvart þeim eru miklir. Astro þarf að fóta sig í þessum heimi og jafnframt að læra að beita kröftum sínum á réttan hátt – svona dálítið í anda amerísku ofurhetjanna – en hann er sér- lega aflmikið vélmenni. En ill meðferð á vél- mennum er engum til góðs og á endanum gera þau uppreisn og krefjast jafns réttar á við mannfólkið. Astro Boy verður leiðtogi og tákn- mynd þeirrar baráttu – sem endar vel. Meg- inhluti sagnanna gerist síðan í japönsku sam- félagi þarsem vélmenni og fólk lifir í sátt og samlyndi, en alltaf annaðslagið ferðast Astro Boy til annarra landa þarsem fordómar gagn- vart vélmennum eru enn ríkjandi. Astro lendir síðan í stöðugum ævintýrum sem felast yfirleitt í því að hann þarf að berjast við hin ýmsustu vélmenni og vélskrýmsli sem illmenni og óvina- þjóðir magna upp, ýmist gegn honum persónu- lega eða gegn þjóð hans. Eitt slíkt ævintýri segir frá því að hann fer með verndara sínum að heimsækja nýjan skemmtigarð, Robotland, en þá félaga grunar að þar sé ekki vel farið með vélmennin. Eigandinn mótmælir öllu slíku og fullyrðir að allt sé með felldu, hann hefur skap- að sérstakan aðstoðarmann, Lord Satan, og ægilegan véldreka sem spýr eldi og glöggir les- endur sjá strax á útliti Satans (ef nafnið dugir ekki), og sérstaklega svörtu yfirskegginu, að hér er ill(vél)menni á ferð. Enda kemur í ljós að vélverurnar eru þarna í nauðungarvinnu og Astro verður að taka til sinna ráða. Garðurinn minnir mikið á Disneyworld (þó hugmyndin sé reyndar fengin úr kvikmyndinni Westworld) og sagan er eitt skýrasta dæmið um áhrif Disn- eymynda á Tezuka. Ósagt skal látið hvort hér felst einnig gagnrýni á þann heim. En Astro ferðast ekki bara um Japan og heiminn, hann ferðast líka í tíma og um geiminn og eignast vini og óvini. Honum er gefin vél- fjölskylda og litla systir hans vill líka verða of- urhetja – en gengur illa. Það ætti því að vera orðið ljóst að þegar ég tala um áherslu Tezuka á jafnrétti þá á það ekki við um jafnrétti kynjanna, heldur jafnrétti milli manna, og milli manna og véla og/eða geimvera. Hvað varðar kynjamál er hann óttalega hefðbundinn, þó vissulega séu margar sterkar og eftirminnileg- ar kvenpersónur í sögum hans. Astro Boy birtist fyrst árið 1951 og er því samtímamaður róbótareglna Isaacs Asimov, um að vélmenni megi ekki skaða manneskju og verði að hlýða fyrirmælum hennar. Astro er greinilega undir áhrifum frá þessum eða álíka reglum, því hann er mjög umfram um að vernda mannfólkið þó hann sé aldrei neitt af- burðahlýðinn. Hann eflist að visku eftir því sem á líður en er alltaf eins og lítill strákur í útliti – Tezuka reyndi á tímabili að hækka hann í loft- inu, til að gera hann ‘hetjulegri’ í amerískum anda, en það mislukkaðist voðalega og Astro var snarlega minnkaður aftur. Mangastjarna Osamu Tezuka er stundum kallaður ‘faðir manga’ og sem slíkur hefur hann sannarlega sinnt afkvæmi sínu betur en faðir Astro Boy í sögunni. Frederik L. Schodt, höfundur hinnar klassísku Manga! Manga! (1983) vill meina að rætur japanskra myndasagna megi rekja til myndskreyttra handrita á 12. öld. Japanska myndasagan eins og við þekkjum hana í dag mótast hinsvegar í samspili við vestræn áhrif, en á síðari hluta nítjándu aldar þegar Bretar hreiðruðu um sig með sín umsvif í Japan fluttu þeir með sér bresk blöð sem innihéldu skop- myndir. Þessi blöð vöktu áhuga heimamanna sem fóru að búa til eigin útgáfur og voru fljótir að tileinka sér þetta form og gera það að sínu. Upp úr aldamótunum fer síðan að þróast sjálf- stæð japönsk hefð og í dag er japanski mynda- söguiðnaðurinn sá stærsti í heiminum. Mesta sprengingin varð þó ekki fyrr en eftir stríð, á sjötta áratugnum, en þá kemst Tezuka á skrið og hleypti nýju lífi í myndasöguna sem frásagn- arform og mótaði jafnframt þann sérstaka stíl sem einkennir japönsku myndasöguna. Schodt bendir á að Tezuka var undir miklum áhrifum frá kvikmyndum og vildi nýta sér frásagn- artækni þeirra í myndasögum. Þannig urðu sögurnar lengri, því heilmikið pláss var tekið undir orðlausa atburðarás og orðlaust yfirlit yf- ir svið, sem jafnframt því að skapa táknrænan bakgrunn, hægði á atburðarásinni og gaf sög- unum meiri fyllingu. Þannig lítur japanska myndasagan öðruvísi út en sú bandaríska og þær evrópsku, manga er yfirleitt í minna broti og þykkari. Þessi frásagnartækni gerði það að verkum að myndmál manga þróast á allt annan hátt en í Bandaríkjunum og Evrópu, því þessi hægi myndauðugi stíll breyddist ört út og var út- færður frekar af sporgöngumönnum Tezuka. Japanskir myndasöguhöfundar taka sér meira pláss og geta skapað meiri stemningu með hægum senum. Þannig má segja að Japanir hafa sérhæft sig í að kalla fram hreyfingu í kyrramyndum og eins og áður sagði minnir stíllinn mjög á kvikmyndatöku. Einnig nota þeir mikið táknmál, og nýta sér auðugan tákn- heim sem hefur byggst upp innan mangahefð- arinnar, til að koma heilmiklum skilaboðum á framfæri. Annað einkenni manga er að ramm- arnir eru oft á mikilli hreyfingu, því sjón- arhornin eru iðulega mörg á hverri síðu og þeg- ar þetta tvennt kemur saman verður frásagnaraðferðin allólík því sem gerist í vest- rænum myndasögum. Sjálfur teiknistíllinn er hinsvegar oft fremur einfaldur, ekki mikil smáatriði, og oft virkar þetta hálf „barnalegt“ sérstaklega þar sem per- sónurnar eru oft nokkuð barnalegar, með þessi stóru kringlóttu augu sem eru einkenni hluta japönsku sagnanna. Þetta einkenni er yfirleitt rakið til tengsla manga við Disney, en það er enn og aftur Tezuka sem mótaði stílinn, en hann var mikill Disney-aðdáandi og dreymdi í raun um að verða teiknimyndagerðarmaður. Tezuka var gífurlega afkastamikill og eftir hann liggur fjöldi verka, myndasagna, teikn- mynda og sjónvarpsteiknimyndasería, fyrir ut- an Astro Boy og Phoenix má nefna Adolf og Black Jack seríurnar, stök verk eins og Metro- polis og Lost World og svo auðvitað Buddha. Myndasagan af heiminum Áður en við komum að búddismanum skulum við staldra betur við hjá Fönixinum. Phoenix- sagan hóf göngu sína árið 1967 (þó rætur henn- ar liggi aftar) og var viðamesta verk Tezuka en hann dó frá því ókláruðu, árið 1989. Þá lágu fyr- ir 12 bindi. Sagan, sem er einfaldlega saga heimsins – með áherslu á Japan – hefst á Dawn (Dögun), en í þeirri bók er lýst upphafi jap- anskrar menningar, með tilheyrandi átökum smákónga. Þar kynnumst við fyrst Fönixinum sem er eftirsóttur mjög, en sagan segir að blóð hans geri fólk ódauðlegt. Í næsta bindi, Future (Framtíð) er lesandinn hinsvegar staddur í fjar- lægri framtíð og horfir uppá eyðingu mannkyns í tilgangslausu stríði sem gríðarstórar móð- urtölvur hefja, í samkeppni um hver þeirra er klárust! Greinilegt að Tezuka gerir ráð fyrir að völd geri alla jafn herskáa, hvort sem það eru smákóngar, fagrar drottningar eða móðurtölvu- heilar. Hér sjáum við strax ummerki búddism- ans sem birtist í gagnrýni á tilgangsleysi valda- græðgi. Einn maður lifir af, gerður ódauðlegur af Fönixinum og honum hlotnast svo það hlut- verk að hleypa þróunarsögunni af stað aftur. Hér koma inn mjög skemmtilegar pælingar um mögulegar útgáfur af þróunarsögunni – í einni útgáfu eru það sniglar sem taka yfir heiminn um stund, en eyða sjálfum sér í tilgangslausu stríði, svona til að halda temanu við. Og þannig rekja bækurnar sig inn að miðju, sem er samtíminn, þriðja bókin, Yamatu, er enn á slóðum Japan, sem mótast ört og enn er Tezuka að deila á stríð. Fjórða sagan gerist úti í geimi, en þar segir frá nokkrum geimförum, ástum þeirra og örlögum. Að sjálfsögðu leikur Fönixinn lykilhlutverk í báðum sögunum. Karma, fimmta sagan, fjallar um búddisma, list, stjórnmál og endurholdgun, nú erum við komin fram á áttundu öld og Japan orðið að einu ríki. Í þessari bók nær Tezuka að flétta saman þræði sína á mun fínlegri hátt, en hér er sagt frá tveimur myndhöggvurum, annar verð- ur fyrir því óláni að slasast nýfæddur og missir bæði annan handlegg og annað augað, auk þess sem faðir hans deyr. Gao elst því upp hjá móð- ur sinni og er hataður og hæddur af þorps- búum. Á endanum flýr hann eftir að hafa hefnt sín grimmilega á kvölurum sínum og gerist bandítti. Sem slíkur hittir hann hinn mynd- höggvarann, Akanemaru, ungan mann á upp- leið sem sýnir Gao vinsemd en fær í staðinn svöðusár á handlegg sem lamar hann að hluta. Einhentum tekst þeim þó báðum að sinna list sinni, Gao sker magnaða óvætti út úr tré, en listsköpun hans hefst þegar hann, nauðugur viljugur, gerist lærisveinn og þjónn munks nokkurs. Akanemaru sker hinsvegar út íðilfagr- ar styttur af Búdda og Guanyin (kvenbúdda), Astro Boy, Búdda og Osamu Tezuka var einn af áhrifamestu mynda- söguhöfundum Japans. Hann var gífurlega af- kastamikill og eftir hann liggur fjöldi verka, myndasagna, teiknimynda og sjónvarps- teiknimyndasería. Hér er fjallað um þrjár þeirra, Astro Boy, Phoenix og Buddha. Búdda Tezuka hefur lagt sitt af mörkum til að koma asískri heimssýn á framfæri í sögum sínum, en árið 1972 hóf hann að skrifa sögu Búdda í myndasöguformi. Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is Osamu Tezuka og manga Stjörnustrákur Jafnrétti og fordómar eru eitt aðalviðfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.