Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 | 9 og svo auðvitað Fönixinum, og hlýtur náð fyrir augum keisarans sem fær hann til að gera stærstu búddastyttu í ríkinu. En tilgangurinn er ekki trúarlegur heldur pólitískur, hinum risastóra Búdda er ætlað að sameina ríkið, trú- in verður yfirvarp pólitískra átaka. Í leiðinni fær lesandinn krasskúrs í endurholdgun, sem Tezuka færir í myndrænt form á sérlega fal- legan og áhrifamikinn hátt. Sjötta sagan, Resurrection (Upprisan), er á sama hátt mögnuð frásögn af möguleikum líf- tækni en þegar ungur maður ferst í slysi er lík- ami hans byggður upp að nýju og honum gefinn vélheili. En ekki er allt með felldu, því þó hann haldi sínum persónuleika og minningum að ein- hverju leyti þá hafa skynfærin ruglast og hann sér fólk sem hrúgu af lífrænu efni, en vélmenni sem fólk og verður umsvifalaust ástfanginn af einu – en ástin er mikilvægt tema í öllum sög- unum. Hér er Tezuka greinilega að spegla líf- tæknina og guðlega möguleika hennar til enda- lausrar upprisu í endurholdgunartema fimmtu sögunnar. Líkt og í Astro Boy, nema bara á beinskeyttari hátt, er Tezuka að fjalla um mennsku í þessum framtíðarsögum Phoenix og spyr snarpra spurninga um muninn á mönnum og vélum. Í Resurrection er meðal annars sagt frá sérstakri og fremur fornaldarlegri vél- mennategund, sem samt virðist búa yfir ein- kennilegri mennsku. Í ljós kemur að heili þessa vélmennis er skapaður úr samruna heila hins upprisna og vélstúlkunnar sem hann elskaði svo heitt. Þannig endist ást þeirra ekki aðeins að ei- lífu (eða þar til heiminum er eytt í Future), heldur erum við líka krafin um vangaveltur um vélmennsku og mennsku – maður sem er að hluta til vél er ómennskur, en vél sem minnir á fólk er mennsk... Þessi átök í viðfangsefni speglast svo í átök- um við formið, en Phoenix-sagan er almennt álitin marka skil í stíl Tezuka – og þarmeð manga almennt. Osamu nýtir sér frásagn- arform myndasögunnar til hins ýtrasta og er hér farinn að gera mun meiri tilraunir með formið en til dæmis í Astro Boy en sú saga er fremur einföld og hefðbundin í formi, svona svolítið eins og Tinni. Það er reyndar ekki úr vegi að bera Tezuka saman við skapara Tinna, Hergé, en Tezuka fylgir þeim sið Hergé að hafa persónur einfaldar en bakgrunninn þeim mun raunsærri og nákvæmari. Þó bakgrunnar Te- zuka séu oft ekki flóknir, þá eru þeir almennt í raunsærri stíl en persónurnar og á stundum taka þeir á sig næstum ofurraunsæjan stíl, eins og í þeim römmum sem sýna náttúru og fjalla- sýn, en þar minnir ósjálfrátt margt á japanska og kínverska myndlistarhefð. En það er ekki aðeins þetta samspil raunsæislegs bakgrunns og einfaldra persóna sem gerir sögurnar áhrifa- mikilar heldur einnig leikur Tezuka með sjón- arhorn og myndræna uppsetningu síðunnar. Hann notar mikið heilsíður til áhersluauka, auk þess sem hann leggur rammana upp á síðunni svo að sjálf uppsetningin segir söguna: klass- ískt dæmi um þetta er þegar rammarnir verða allir skakkir í slagsmálasenum, í stað beinna lína koma skálínur sem skapa hreyfingu og kraft á síðunni. Annað sem Tezuka notar mikið er að skapa sjónarhorn að ofan, sem ýtir undir þá tilfinningu lesandans að hann sé áhorfandi að atburðum úr mikilli fjarlægð og samsamar hann sömuleiðis sjónarhorni fuglsins, Fönixins. Fæðing Búdda Japanska myndasagan er óneitanlega góð leið fyrir vesturlandabúa til að kynnast öðrum menningarheimi og spilar þar saman myndmál, táknmál og sjálf sagan, enda hafa vinsældir manga valdið miklum áhuga á Japan. Tezuka hefur lagt sitt af mörkum til að koma asískri heimssýn á framfæri í sögum sínum, en árið 1972 hóf hann að skrifa sögu Búdda í mynda- söguformi. Alls urðu þetta átta bækur. Buddha er ekki hefðbundin ævisaga því Tezuka hikar ekki við að færa ævi Búdda í skáldsögulegt form og manna söguna fjölda persóna og skapa þannig heilan heim hliðarsagna sem allar þjóna þeim tilgangi að fylla út í heimsmyndina og gefa innsýn inn í sögu þessa heimshluta á þessu tímabili. Í fyrstu bókinni er sagt frá fæðingu Búdda og aðdraganda hennar. Jafnframt kynn- umst við ýmsum persónum sem síðar eiga eftir að koma mikið við sögu og munar þar mestu um Tatta, smástrák af þrælakyni sem er ham- fari, það er, hann getur fært sál sína eða huga sinn yfir í dýr og þannig stýrt þeim. Tatta vex síðan upp og verður stór maður og sterkur og á ferðum sínum rekast þeir iðulega saman, hann og Búdda. Í næsta bindi segir frá bernsku Búdda en hann þykir tæplega nógu hetjulegur. Þar kynnist hann stúlkunni Migala og verður ástfanginn af henni og saman hlaupast þau á brott. En þau komast ekki langt, samband þeirra er bannað því hún er af óæðri stigum og eftir að hún hefur gert aðra atlögu að því að komast í tæri við Búdda er hún blinduð og send í burtu. Búdda er látinn giftast konu af réttri stétt og á með henni son, en hann er ósáttur við lífið og yfirgefur þau bæði í leit að trú sinni. Á meðan hittir Migala Tatta og þau verða par. Næstu tvær bækur segja svo frá tilraunum Búdda til að finna uppljómun, meðal annars í gegnum gífurlega afneitun og líkamlegar þján- ingar. Þar kemur við sögu hin fræga seta undir tré, með tilheyrandi samhljómun náttúrunnar. Búdda finnur það sem hann leitar að – þó ekki í gegnum ýktustu meinlætin, því þeim hafnar hann – og stefnir út í heim að boða erindi sitt. Tezuka mótar í gegnum alla söguna fallega og sterka mynd af trúarheimi búddismans og færir hann í myndrænt form. Allt þetta birtist í mangastíl í bland við skopmyndastíl, en sumar persónur eru fremur ólánlegar í útliti. Sem fyrr er stíll Tezuka hreinn og einfaldur, útlínur per- sóna eru fremur breiðar og mjúkar og það er lítið um skyggingar, en sparsemi á skyggingar er eitt af einkennum manga-stílsins (þó ekki undantekningalaust). Eins og áður hefur komið fram eru bakgrunnarnir í raunsærri stíl en þar eru línurnar fínlegri, sérstaklega í nátt- úrusenum, en í slíkum á Tezuka varla nokkurn sinn líka. Með þessu móti skapar Tezuka fal- lega mystík og dramatík, jafnframt því sem ríkulegar náttúrumyndir undirstrika heims- mynd búddismans um jafnvægi með náttúru. Annað einkenni sögunnar er húmorinn, en Tezuka tekst að halda dramatík og kómík í góðu jafnvægi. Húmirinn birtist meðal annars í leik með vísanir milli tímaskeiða og Tezuka skellir inn ýmsum óvæntum athugasemdum í máli og myndum. Húmorinn beinist þó hvað minnst að Búdda sjálfum, þó vissulega sleppi hann ekki alveg. Dæmi um hvernig húmor og dramatík spila saman er að finna í sjötta bindi Buddha, en þar hittir Búdda fyrir þrjá bræður sem stýra eldsöfnuði miklum. Þeir eru allir teiknaðir í ýktum skopmyndastíl, einn er feitur með risastórt nef og hinir eru grindhoraðir og hrokafullir að sjá, annar minnir dálítið á sjálf- umglaðan Rómverja í Ástríksbókunum, meðan hinn er paródía af ‘góðlega’ manninum. Allir efast þeir um heilagleika Búdda og reyna að gera lítið úr honum á kómískan hátt, en mis- tekst að sjálfsögðu og í hádramatískri atburða- rás ganga þeir, og söfnuður þeirra, til liðs við Búdda, skera hár sitt og standa síðan baðaðir í geislum hans. Í þessum hluta eru margar senur sem draga sérlega vel fram fimi Tezuka, en fyrr í bókinni er Búdda – sem eftir miklar hremmingar, innri átök og líkamlegar pynt- ingar, hefur öðlast uppljómun – í leit að söfnuði, en finnur engan mann. Í staðinn predikerar hann fyrir hópi dádýra. Þegar hann kemur til bræðranna kemur þessi reynsla af dýrum að góðum notum því þar þarf hann að verjast krókódílum og gerir það með því að predika yf- ir þeim. Á einni síðu eru fjórir rammar sem lýsa þessari predikun, fyrst leiðir Búdda krókó- dílana upp að bakka í þremur litlum römmum sem liggja niður síðuna, þeir eru greinilega skeftískir og illskan skín úr augunum. Síðan hefur Búdda predikunina í háum ramma við hlið hinna þriggja, hann situr efst á síðunni með frumskóginn í baksýn, í vatninu liggja langir krókódílahausarnir og beinast allir að honum og ekki er betur hægt að sjá en að ófétin hlusti af athygli! Seinna verða þeir svo miklir vinir að einn krókódíllinn meira að segja rís uppúr vatn- inu og veifar til hans. Hér blandast saman trúarleg átakasena og krúttlegur dýrahúmor, og blæbrigðin spanna allt þar á milli. Í Buddha fullkomnar Tezuka þær tilraunir með myndasögustíl sem hann hóf með Fönix- inum og sem slík er sagan hreint augnayndi. Saman mynda þessar þrjár sögur, Astro Boy, Phoenix og Buddha, einskonar samfellu í verk- um Tezuka, sömu persónur birtast í þeim öllum – þó hvað mest í Phoenix og Buddha, enda end- urholdgast þær stöðugt – og á vissan hátt má segja að Astro Boy sé einskonar undanfari Búdda-sagnanna, því þar er Tezuka þegar far- inn að beita fyrir sig búddískri heimspeki í um- fjöllun um jafnrétti manna, véla og geimvera. Phoenix-söguna má þá sjá sem einskonar sam- fléttun Astro Boy og Buddha, þarsem heims- myndin er sýnd í fortíð og framtíð, og búddism- inn birtist okkur jafnt í tæknivæddum heimi sem frumstæðum. Það var því ekki nema lóg- ískt að Tezuka tæki sig loks til og skrifaði sögu Búdda og færi þá í leiðinni betur ofaní saumana á þeirri heimspeki sem bækur hans hafa mark- ast af. Fyrir utan að vera sögur sem bjóða lesand- anum uppá trúarlega upplifun eru Phoenix og Buddha góð dæmi um sérstaka möguleika myndasögunnar til að gefa innsýn inn í annan heim, í þessu tilfelli heim búddismans og heim myndasögunnar sjálfrar.  Á þessari slóð er að finna greinar og efni um Tezuka: http://www.lambiek.net/tezuka.htm g Fönixinn Höfundur er bókmenntafræðingur.. fangsefni framtíðarsögunnar Astro Boy sem er líklega þekktasta saga Tezuka. #2 Við sátum á KFC-veitingahúsi unnusti minn og ég þegar hann dró hendina uppúr buxnavas- anum, dró hendina mína til sín, snerti fingur mína lauslega, fing- urnir mínir hafa lítið á móti því, og gaf mér demantshring, raun- verulegan demantshring. Síð- degissólin fyrir utan kastaði geislunum í gegnum rúðuna og á steininn sem endursendi þá með sínu lagi svo glitraði á allt. Tár féll úr auga mínu á borðið. Pínu- lítil álfaprinsessa steig útúr tárinu, svipað og ég skreið eitt sinn úr eggi móður minnar, veif- aði mér og hrópaði: Ekki láta demantana draga þig á tálar, litla stelpa. Seldu eigi sál þína fyrir demanta, litla stelpa. Ég brosti til hennar og í sömu mund brosti ég til unnustans, tilneydd að svara báðum á sama and- artakinu. Ó, elsku besti kærasti minn, þakka þér fyrir, sagði ég. Á meðan hann sótti sígar- ettupakkann í brjóstvasann hvíslaði ég að álfaprinsessunni: Ég er ekki hóra, elsku besta álfa- prinsessa. Hún: Taktu hringinn af fingrinum, taktu hringinn af fingrinum því annars kafnar þú í ástarvefnum. Ó, hún var rauð- sokkuálfaprinsessa. Ég hló og svaraði: Hugsaðu um sjálfa þig, elsku besta álfaprinsessa, því annars kafnar þú í rauðsokkuv- efnum. Með fingurgómunum þráði ég að snerta prinsessuna, færa hana uppað hjarta mínu og geyma þar að eilífu. Unnustinn tendraði í sígarettunni horfandi á mig einsog leynilögga í myrkri kvikmynd. Ég brosti og sagði sem svo: Ég hlakka tilað vakna við hlið þér hvern morgun lífsins. Í rúminu með stóra líkamanum þínum verð ég aldrei einmana eða hrædd. Unnusti minn hló hjartanlega en það var þessi hlátur sem alltaf hitaði upp and- litið mitt og brjóst. Svo horfði ég þangað sem álfaprinsessan stóð síðast veifandi mér og veifandi mér en þá var hún með öllu horf- in. Gátu hafa verið pólitísk skila- boð frá mömmu, ofskynjanir eða draumur. Ó, hvað ég elskaði litlu álfaprinsessuna. Ó, hvað ég elsk- aði unnusta minn sem snerti skreytta hönd mína og ég snerti hans. Við kysstumst yfir leif- unum af kjúklingahamborg- urunum. Kristín Ómarsdóttir Höfundur er rithöfundur. Einu sinni saga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.