Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Side 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 | 11 R ússneski rithöfund- urinn, læknirinn og andófsmaðurinn Vasilíj Aksjonov á að baki langan og glæsilegan feril. Hann hefur aðallega einbeitt sér að skrifum og var á síðasta ári heiðr- aður með virtustu bókmenntaverð- launum Rússa, Bookerverðlaun- unum, fyrir nýjustu skáldsögu sína Volterar og Voltarínur. Þrátt fyrir mótbárur verðlaunanefndarinnar er nokkuð ljóst að tími Aksjonovs var kominn og hann var ekki síður verðlaunaður fyrir ævistarf sitt en nýju skáldsög- una. Volterar og Voltarínur er við fyrstu sýn ekki í takt við fyrri skáldsögur hans en þegar nánar er skoðað er bókin, eins og mörg fyrri verk hans, að miklu leyti um samtíð og framtíð Rússlands og stöðu lands og þjóðar í hinum vestræna heimi. Þar sem Aksjonov er einn af helstu samtímarithöfundum Rúss- lands er ekki úr vegi að líta stutt- lega yfir ævi hans og feril. Aksjonov hefur í skrifum sínum fram að þessu að mestu leyti skrif- að um samtímann en margir hörmulegustu atburðir í sögu Sov- étríkjanna snertu hann persónu- lega. Aksjonov fæddist árið 1932 í Kazan í þáverandi Sovétríkjunum og er sonur hinnar heimsþekktu Jevgeníju Ginzbúrg. Jevgeníja Ginzbúrg var fórnarlamb hreinsana Kommúnistaflokksins á fjórða ára- tugnum og árið 1937 voru bæði hún og eiginmaður hennar dæmd í þrælavinnu og Vasilíj ólst því að miklu leyti upp án foreldra sinna. Þegar hann var 16 ára leitaði hann móður sína uppi þar sem hún var í útlegð í Magadan og bjó hjá henni næstu árin. Ævisaga Ginzbúrg Krutoj marshrut þykir enn í dag ein áhrifamesta frásögnin af of- sóknum Stalíns en Aksjonov fór ungur að skrifa sjálfur og persónu- leg reynsla fjölskyldu hans af of- sóknum Stalíns átti síðar eftir að koma sterkt fram í skrifum hans. Frá unga aldri skrifaði Aksjonov rit sem fólu í sér ádeilu á Sov- étríkin og voru því ekki alltaf vel liðin af sovéskum stjórnvöldum. Fyrstu skref hans á bókmennta- brautinni voru stigin í skjóli hlák- unnar svokölluðu er ríkti í bók- menntum og listum í Sovétríkjunum í kjölfar leyniræðu Krústsjovs árið 1956. Hlákan stuðl- aði meðal annars að því að hægt var að gefa út verk sem fólu í sér ádeilu á Stalíntímabilið og samtím- ann í Sovétríkjunum en eins og oft vill verða taka frosthörkur við af hláku og því miður varði þetta tímabil ekki lengi. Þessi skamm- vinna hláka reyndist þó mjög mik- ilvæg því að stjórnvöld voru um- burðarlyndari en áður gagnvart því sem birt var á prenti og útlend- ingar heimsóttu Sovétríkin nú í stórum stíl. Margir sem tilheyrðu ungu kynslóðinni sem ólst upp á þessum tíma urðu því umbótasinn- aðir og hliðhollir hugmyndum Vest- urlanda um stjórnkerfi og mann- réttindi. Aksjonov fékk ungur mikinn áhuga á útlöndum og tilheyrði menningarkima ungs fólks í Sov- étríkjunum sem kallaðist stiljagí og reyndi hvað hann gat að hafa eftir klæðnað og málfar vestrænna, að- allega bandarískra ungmenna. Strax í upphafi hlákunnar kom hann fram á ritvöllinn og árið 1958 komu út eftir hann smásögur í tímaritinu Æskunni (Iuonst). Hann festi sig í sessi sem fulltrúi þess- arar kynslóðar í bókmenntalífi Sov- étríkjanna árið 1961 með skáldsög- unni Miði til stjarnanna (Zvezdnoj bilet) þar sem hann lýsti vonum og þrám unga fólksins og notaði til þess þeirra eigin talsmáta. Sökum fjölskyldusögu sinnar, sí- felldra skrifa og áhuga á Vest- urlöndum var Aksjonov sennilega stöðugt undir eftirliti sovésku ör- yggislögreglunnar en árið 1979 gekk hann endanlega fram af yf- irvöldum. Í kjölfarið á útgáfu bók- menntaalmanaksins Metrópól, sem hann gaf út í félagi við fleiri unga rithöfunda, var hann rekinn úr Rit- höfundasambandinu. Á sama tíma hafði Aksjonov einnig skrifað um kúganir Stalíns og þar sem þol- inmæði stjórnvalda gagnvart skrif- um hans var á þrotum flutti Aksjonov til Bandaríkjanna árið 1980. Þar starfaði hann sem pró- fessor í rússneskum bókmenntum við ýmsa bandaríska háskóla og hélt áfram skrifum. Á þessu tíma- bili skrifaði Aksjonov til dæmis bók um upplifun sína á Bandaríkjunum, Í leit að depurð elskan (V poiskakh grustnogo bebi), en Bandaríkin koma oftar fyrir í skáldsögum Ak- sjonovs sem bæði útópía og áfanga- staður innflytjenda. Í leit að depurð elskan er bæði fyndin og melankól- ísk og nýtur mikilla vinsælda í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Aksjonov er mjög afkastamikill rithöfundur og hefur gefið út yfir tuttugu skáldsögur en vinsælasta bók hans er sennilega þríleikurinn Moskvusaga (Moskovskaja saga) sem kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1994 undir nafninu Genera- tions of Winter. Moskvusaga segir sögu Gradov-fjölskyldunnar frá 1925 til 1945 og örlögum fjölskyld- unnar er fylgt eftir á þessu umrót- artímabili í sovéskri sögu. Síðasta vetur sátu Rússar límdir við sjón- varpsskjáinn þegar framhalds- þættir byggðir á sögu bókarinnar voru sýndir við miklar vinsældir í rússnesku sjónvarpi en sagan er komin á stall sem nokkurs konar Stríð og friður tuttugustu ald- arinnar og Aksjonov þannig líkt við Tolstoj. Ég var því mjög spennt þegar ég hóf lestur nýjustu bókar Aksjonovs, verðlaunabókarinnar Volterar og Voltarínur (Volterjantsy i volterjanki), en fljótlega varð þó róðurinn þungur því textinn er tyrfinn og Aksjonov fer út um víð- an völl með ótal persónur. Þegar upp er staðið er þó ýmislegt í bók- inni sem minnir á fyrri stef í skrif- um Aksjonovs og því vert að skoða hana aðeins nánar. Í fyrsta kafla bókarinnar Volterar og Voltarínur er lesandinn boðinn velkominn að málverki, sem höfundur umbreytir strax í skáldsögu og færir mann aftur í tímann til ársins 1764. Sögu- sviðið er aðallega Rússland, Frakk- land, Þýskaland og Eystrasalts- löndin og þó skáldsagan sé skrifuð á rússnesku er hér slett svo miklu á erlendum tungumálum, aðallega þýsku og frönsku, að lesandinn á oft fullt í fangi með að fylgja sam- ræðum fjölmargra sögupersóna eft- ir. Karakterarnir þeysast líka um alla Evrópu til að taka þátt í dansleikjum og skemmtanalífi aristókrata, einn daginn erum við kannski í Mannheim, næsta dag í París og á þriðja degi við Eystra- saltið og lesandinn verður að halda stíft bókhald yfir persónur og stað- hætti til að fylgja söguþræðinum eftir. Skáldsagan snýst annars um leynilegan fund milli rússnesku keisaraynjunnar Katrínar miklu og heimspekingsins Voltaires, fund sem aldrei aldrei átti sér stað enda er þetta, með orðum höfundar, ,,sönn saga sem aldrei gerðist“. Katrín mikla var í raun mikill aðdá- andi Voltaires og mikil bréfaskipti þeirra eru uppspretta þessarar bókar. Bréfaskiptin hófust árið 1763 með bréfi frá Katrínu miklu þar sem hún þakkaði Voltaire fyrir síðara bindi hans um Pétur mikla. Hún leitaði strax eftir því að stofna til persónulegra tengsla við Voltaire og það tókst, bréf þeirra bera með sér gagnkvæma aðdáun og jafnvel daður. Voltaire var þeirr- ar skoðunar að upplýst einræði í höndum Katrínar miklu væri við- eigandi stjórnarfar fyrir ,,frum- stætt“ land eins og Rússland og Katrín fékk því frá honum staðfest- ingu á eigin stjórnarháttum. Að- dáun Katrínar var þannig end- urgoldin, Voltaire var einnig einlægur aðdáandi keisaraynjunnar en örlög og aðstæður réðu því að þau hittust aldrei. Með aðstoð Aksjonovs hafa þau nú hist og niðurstaðan er skýr: Rússland þarf sterka stjórn undir merkjum líberalisma. Fundur Katr- ínar og Voltaires fær lítið pláss en undirbúningur hans er meira áber- andi: sagan gerist á nokkrum mán- uðum árið 1764 og tekst Aksjonov að lýsa tíðarandanum á trúverð- ugan hátt – án þess að satíran sem einkennt hefur margar sögur hans sé langt undan. Aksjonov stundaði rannsóknir í eitt og hálft ár áður en hann hófst handa við skrifin og í lýsingum Aksjonov verður upplýs- ingaröldin kynlaus öld, karlar fara í kvenmannsföt og konur í karl- mannsföt – allir eru á bak við grímu og tvíræðnin er við völd. Eftir alla ringulreiðina þar sem lesandinn fylgir persónum eftir í tilgangslausum og háværum veislum dettur allt í dúnalogn þeg- ar boðskapur sögunnar er settur fram og von Figin, leynilegur sendiboði Katrínar miklu, og Voltaire ræða málefni Rússlands. Voltaire kynnir umbótahugmyndir sínar sem aðallega snúast um að létta þurfi ánauð rússneskra bænda en hann hefur ótal hugmyndir um hvernig stjórnarfar og umbætur henti Rússlandi. Breytingarnar skulu koma að ofan og aðallinn á að vera frumkvöðull umbóta í Rúss- landi. Að mati þeirra á Rússland einungis framtíð undir hatti líberal- isma og í góðum tengslum við Vest- urlönd. Það hefur verið sagt um Voltaire, að bjartsýni hans gagnvart Rúss- landi hafi ekki átt sér takmörk. Ak- sjonov, sem nú er aðallega búsettur í Frakklandi en dvelur einnig oft í Rússlandi, er kannski ekki svo óendanlega bjartsýnn en hann ósk- ar heimalandi sínu greinilega annan og betri farveg en það hefur fundið sér. Aksjonov lítur enn á sig sem andófsmann þó að Sovétríkin séu liðin undir lok, hann hefur lýst því yfir að afleiðingar tótalitaríanism- ans séu svo alvarlegar að sam- landar hans sitji eftir með ,,hafra- graut í heilanum“ og því sé enn þörf á þenkjandi andófsmönnum. Aksjonov var vel að bókmennta- verðlaununum kominn. Hann er enn í andófsdeildinni en gott er að vita til þess að hann hefur verið tekinn í sátt í Rússlandi og hann hefur vissulega nóg að færa aðdá- endum sínum út um allan heim. Fjöldi karaktera og sú ákvörðun Aksjonovs að reyna að skrifa eins og yfirstétt átjándu aldarinnar tal- aði gerir að verkum að nýjasta bók hans mun ekki eignast breiðan hóp lesenda en bókin hefur t.d. ekki verið þýdd á erlend tungumál svo ég viti til. Áhugasamir ættu þó ekki að telja eftir sér að lesa önnur verk Aksjonovs sem eru til á fjölmörgum tungumálum og eru mörg hver bæði stórskemmtileg og næm lýs- ing á samtíma höfundar.  Heimildir Vasilíj Aksjonov, Volterjantsy i Volterjanki. Moskva: Eksmo, 2004. 555 bls. Larry Wolff, Inventing Eastern Europe: The Map of Civilization on the Mind of the Enlightenment. Stanford: Stanford University Press, 1994. Vasily Aksionov, www.peoples.ru/art/ literature/prose/belletristika/aksenov/(.) Russian novelist Aksyonov takes a bittersweet bow in his homeland, http://news.lif- estyle.co.uk/lifestyle/47284-lifestyle.htm(.) Andófsmaður verðlaunaður Rússneski rithöfundurinn Vasilíj Aksjonov lítur enn á sig sem and- ófsmann þrátt fyrir að Sovétríkin séu liðin undir lok. Nýjasta bók hans Volterar og Voltarínur hlaut rússnesku Bookerverðlaunin á síð- asta ári en hún fjallar, eins og mörg fyrri verk hans, að miklu leyti um samtíð og framtíð Rússlands og stöðu lands og þjóðar í hinum vest- ræna heimi. Eftir Rósu Magnúsdóttur rosa@email.unc.edu Höfundur leggur stund á doktorsnám í Moskvu. Volterar og Voltarínur Skáldsagan snýst um leynilegan fund milli rússnesku keis- araynjunnar Katrínar miklu og heimspekingsins Voltaires. Vasilíj Aksjonov Lítur enn á sig sem andófsmann. Nýjasta skáldsaga króatíska höf-undarins Dubravka Ugresic, The Ministry of Pain, tekur á sögum af pyntingum og kvölum í gamla heimalandinu. Aðalsöguhetja bók- arinnar, Tanja Luci, hefur yfirgefið Króatíu og flust til Amsterdam og eina ástæðu þess segir hún líka serbó-króatískum ævintýrum – að „á öðrum tungumálum sofi börnin svefni hinna réttlátu, en á mínu máli sofi þau svefni hinna slátruðu.“ Ugresic tekur að mati gagnrýnanda Daily Telegraph einkar vel á þessu viðfangsefni og gerir lesandann ófæran um að horfa framhjá mörgum þeim hörm- ungum sem fylgdu stríðinu, á sama tíma og hann lætur bókina einnig fjallar um tilraunir þeirra sem sleppa burt til að sættast við sjálfa sig og nýja tilveru.    Sagnfræðileg spennusaga danskahöfundarins Mette Winges þyk- ir spegla samtímann þrátt fyrir að sagan gerist árið 1887. Bókin nefnist Et udestående og er að mati gagn- rýnanda Information einkar skemmtileg lesning, enda þykir Winges takast sérlega vel að kalla fram tíðaranda bráðabirgðastjórn- arinnar sem ríkti á þessum tíma. Söguhetjan er hinn dansk-bandaríski Matthew Williams, sem eftir að hafa grætt fúlgur fjár vestanhafs snýr til baka í heimsókn til sinnar fyrri ætt- jarðar til að hefna gamalla harma.    Spennusagnahöfundurinn MichaelConnelly hefur sent frá sér nýja bók, The Lincoln Lawyer. Söguhetj- an þar er lögfræðingurinn Mickey Haller sem að sögn gagnrýn- anda New York Times gerir lífs- leiðu lögguna Harry Bosch, sem margir kann- ast efalítið við úr fyrri verkum Connelly, að mesta sóma- manni. Haller til- heyrir enda þeim hópi lögfræðinga sem svífast einskis til að ná sínu fram og er það raunar versta martröð sem Haller getur ímyndað sér að þurfa að verja sak- lausan mann.    Safn smásagna Patriciu High-smith, Nothing That Meets the Eye, kom nýlega út. Bókin geymir 28 smásögur sem fæstar hafa birst á prenti áður. Highsmith er annars hvað þekktust fyrir spennusög- ur sínar, m.a. Stranger on a Train, sem síðar varð að kvikmynd í leikstjórn Alfred Hitchcock, og eins um Ripley sem einnig hefur ratað á hvíta tjaldið. Nothing That Meets the Eye fær góða dóma hjá gagnrýnanda Daily Telegraph sem segist árum saman ekki hafa notið jafnmikið þeirrar einföldu ánægju sem felst í lestri. Bókin nái enda að minna lesandann á hve góð- ur höfundur Highsmith var og hvernig hún gat á stundum umbreytt svo sérlega vel þeim ójafna efnivið sem spennusögur geta verið.    Nýjasta bók bandaríska gagnrýn-andans og rithöfundarins Walter Kirn, Mission to America, tekur á tveimur málefnum sem hafa lengi verið ofarlega á baugi í banda- rískri bókmenntaumræðu, tælandi auðlegð nýja heimsins og hve and- lega gefandi skipulögð trúarbrögð séu. Aðalsöguhetja bókarinnar, Mason Plato La Verle, hefur eytt lunganum af stuttri ævi sinni í af- skekktum fjallabæ sem jafnframt er höfuðstöðvar sértrúarsafnaðar. Ein- angrunin kostar hins vegar sitt og þó íbúarnir séu sáttir við heiminn eins og hann er eru þeir jafnframt með- vitaðir um að ástandið mun ekki haldast óbreytt öllu lengur. Erlendar bækur Patricia Highsmith Michael Connelly

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.