Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 Nýjasta kvikmyndin um æv-intýri Harrys Potters verður skelfilegri en fyrri myndinar um galdrastrákinn og því hefur verið ákveðið að hækka aldurstakmark á myndina í Bret- landi og í Banda- ríkjunum. Mynd- in hefur hlotið stimpilinn 12A, sem táknar, að börn yngri en 12 ára mega aðeins horfa á hana með fullorðna sér við hlið. Nýja kvik- myndin, sem jafnframt er sú fjórða í röðinni um ævintýri galdradrengsins, heitir Harry Potter og eldbikarinn eftir samnefndri bók. Breska ríkis- útvarpið hefur eftir breska kvik- myndaeftirlitinu í dag, að börn geti orðið skelkuð vegna nokkurra at- riða í myndinni og því hafi verið brugðið á það ráð að hækka ald- urstakmarkið. Í Bandaríkjunum verður hún bönnuð börn- um undir 13 ára aldri. Kvikmyndin verður frumsýnd í Bretlandi 18. nóvember næstkom- andi. Hún er 157 mínútur að lengd og næstlengsta kvikmyndin í röð- inni. Kvikmyndin Harry Potter og leyniklefinn er sú lengsta, hún var 160 mínútur að lengd.    Ákveðið hefur verið að bæta viðeinum flokki verðlauna á næstu BAFTA-verðlaunahátíð, en verðlaunin eru veitt ár hvert af Bresku kvikmyndaakademíunni. Með verðlaun- unum nýju á að veita besta nýlið- anum í kvik- myndageiranum viðurkenningu, einhverjum eða einhverri sem þykir upprenn- andi stjarna á sínu sviði. Leikarar frá öllum þjóð- löndum koma til greina en verða að hafa komið fram í mynd sem kem- ur til greina í einhverjum flokk- anna á BAFTA-verðlaununum. Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar hinn 19. febrúar næstkomandi en það er í höndum almennings að velja sigurvegara í hinum nýja verðlaunaflokki. Ungliðaverðlaun verða sett á fót í minningu Mary Selway, sem fór með yfirumsjón með leikaravali í fjöldamörgum myndum, en hún lést í apríl á síðasta ári.    Leikkonan Kirsten Dunst hefurtekið að sér hlutverk banda- rísku hjálparsveitarkonunnar Mörlu Ruzicka, sem lést í sjálfs- morðssprengjuárás í Bagdad í fyrra. Ruzicka, sem var 28 ára þegar hún lést, vann með fórn- arlömbum bandarískra her- sveita í Afganist- an og Írak til að reyna að varpa ljósi á afleið- ingar innrásar Bandaríkja- manna á daglegt líf borgara. Að hennar frumkvæði náðist að safna tæpum 700 milljónum íslenskra króna fyrir fórnarlömbin í nafni samtaka sem kalla sig Campaign for Innocent Victims in Conflict. Fleiri mynda er að vænta á næstunni sem fjalla á einn eða ann- an hátt um Íraksstríðið. Má meðal annars nefna No True Glory: The Battle for Fallujah með Harrison Ford í aðalhlutverki og Jarhead með þeim Jamie Foxx og Jake Gyllenhaal. Kirsten Dunst lauk nýverið vinnu við nýjustu mynd Sophiu Coppola þar sem hún fer með hlut- verk Marie Antoinette auk þess sem hún mun á næstunni snúa aft- ur í hlutverki sínu í þriðju mynd- inni um ævintýri Kóngulóarmanns- ins (Spiderman). Erlendar kvikmyndir Peter Jackson með BAFTA-verðlaunin. Harry Potter Kirsten Dunst Ákvikmyndahátíð sem stóð yfir fyrr áárinu kom óháði kvikmyndagerðarmað-urinn Lloyd Kaufman til landsins ogsýndi nokkrar myndir frá kvikmynda- verinu Troma. Þeirra á meðal var Terror Firmer, harkaleg og kaldhæðnisleg árás á ritskoðun í list- um og vaxandi áhrif Hollywood kvikmyndarinnar á framleiðendur um allan heim. En líkt og gjarnt er með kvikmyndir Troma er ádeilan falin á bak við subbulegan b-mynda hryll- ing og dónaskap og því eiga þær ekki upp á pallborðið hjá hvaða áhorfanda sem er. Kaufman sjálfur spjallaði við áhorfendur eftir sýninguna og vísaði til greinasafns sem finna má á heimasíðu Troma-versins. Þar má lesa skrif Kauf- mans um þau vandræði sem listsköpun Troma hef- ur gengið í gegnum síðustu ár þar sem stórkeðj- urnar sem stýra nær öllu skemmtiefni vestanhafs hafa sniðgengið og útilokað Troma-myndir frá meginstraumnum. Þær komast ekki lengur í sjón- varpið og sjaldnast inn á hvíta tjaldið. Kaufman tekur sem dæmi að árið 1980 hafi slæm Troma mynd (Waitress!) verið sýnd í 92 kvikmyndahúsum í New York borg en nú á dögum hafi fyrirtækið þurft að berjast fyrir því að fá Terror Firmer – mun betri kvikmynd – sýnda í einu kvikmyndahúsi í sömu borg. Nú lifir Troma á dreifingaraðilum ut- an Bandaríkjanna og með sölu á DVD beint í æð til aðdáenda á vefnum. Kaufman hefur skrifað töluvert um einok- unarveldi fjölmiðlarisanna vestanhafs og tekur ákveðin fyrirtæki sem dæmi um kvikmynda- húsakeðjur sem hafa farið á hausinn þar sem þær hafa dælt peningum í að byggja glæsileg kvik- myndahús en sýna ekkert nema sömu myndirnar og allar hinar keðjurnar – jafnvel sömu stórmynd- irnar á mörgum tjöldum. Kaufman þykist sjá ástæðuna fyrir þessu og býður eftirfarandi lausn: í stað þess að troða Tom Cruise á tíu tjöld á að gefa honum eitt og sýna áhugaverðar, nýjar, óháðar eða erlendar kvikmyndir á hinum níu. „Frábæru myndirnar eru til staðar og bíða eftir að verða sýndar. Það þarf aðeins eina hugrakka keðju til að koma þeim í gang,“ ritar Kaufman í grein sinni „Hreðjalausar keðjur“ (www.troma.com/lk/ chains). Nú er kvikmyndahátíð búin að vera í gangi á Ís- landi og mér verður alltaf hugsað til þessa orða Kaufmans þegar slíkur leikur er settur á svið og andstæðan við almenna bíósýningarskrá kemur í ljós. Hver gaf kvikmyndahúsunum leyfi til að taka þá ákvörðun fyrir okkur að við viljum aðeins horfa á „öðruvísi“ myndir en meginstraumsprógrammið býður upp á í nokkrar vikur á hverju ári? Það er nóg til af kvikmyndum sem fá aldrei að líta ljós sýningarvélanna í íslenskum kvikmyndahúsum vegna þess að eigendur þeirra standa í þeirri trú að enginn hafi áhuga. En ef þær stæðu til boða myndi fólkið fara að sjá þær. Ég vil ekki meina að allt sem komi frá Hollywood-maskínunni sé slæmt – nóg er til af frábærum meginstraumsmyndum – né heldur að allt sem komi að utan sé gott – nóg er til af rusli um alla veröld. En ég vil fá tækifæri til að upplifa meira en einhliða heim vestrænnar kvikmynda- hefðar. Ég vil fjölbreytni í bíó. En öllu helst vil ég frelsi til að velja og hafna sjálfur án þess að aðrir taki fyrir mig ákvarðanir um hvað ég vil og hvað ég vil ekki sjá – því það er hreinræktuð ritskoðun. Ég er staddur erlendis þessa dagana og finn greinilegan mun þegar ég fer í stóru kvikmynda- húsin hér – meira úrval af öðruvísi myndum, alla daga vikunnar, af ýmsum toga (myndir sem færu aldrei í bíó heima nema á „kvikmyndahátíð“). Kaldhæðnin er að ég er engu að síður fastur í sama farinu þar sem ég les ekki hollenskan texta og get því ekkert séð nema engilsaxneskt efni. Lifi DVD byltingin. Listræn ritskoðun kvikmyndahúsanna ’En ég vil fá tækifæri til að upplifa meira en einhliða heimvestrænnar kvikmyndahefðar.‘ Sjónarhorn Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gthe@hotmail.com Höfundur er bókmenntafræðingur. Í dag lýkur kvikmyndahátíð í Háskólabíói sem tileinkuð er myndum sem til- nefndar hafa verið til Kvikmyndaverð- launa Norðurlandaráðs. Tíu myndir eru á dagskrá, þar á meðal tvær íslenskar, Dís eftir Silju Hauksdóttur og Garg- andi snilld eftir Ara Alexander Ergils Magn- ússon, en það er heimildarmynd um íslenska tón- listarmenn, byggð á upptökum á tónleikum og viðtölum við tónlistarmenn. Það er hins vegar danska kvikmyndin Drabet (Morðið) í leikstjórn Per Fly sem hlýtur Kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár eins og sagt var frá í blaðinu fyrr í vikunni. Tilkynnt var um vinningshafann á blaðamannafundi Dönsku kvik- myndastofnunarinnar í Kaupmannahöfn á mið- vikudaginn. Verðlaunin verða afhent í tengslum við þing Norðurlandaráðs á Ís- landi á miðvikudaginn kemur og nema þau 350.000 dönskum krónum (um 3,5 milljónum ís- lenskra króna). Skiptist verðlaunaféð jafnt á milli leikstjórans Per Fly, handritshöfundanna Kim Leona, Per Fly, Dorte Høgh og Mogens Rukow og framleiðandans Ib Tardini og Zentropa En- tertainment. Drápið er þriðji og síðasti hlutinn í þríleik Per Fly um stéttaskiptingu í dönsku sam- félagi. Í myndinni er fylgst með 52 ára gömlum menntaskólakennara. Carsten (Jesper Christen- sen) er giftur, á son og á í ástarsambandi við fyrr- verandi nemanda sinn, Pil, (leikin af Beate Bille), sem er öfgafullur vinstri-aðgerðasinni. Eitt kvöldið tekur Pil þátt í illa skipulagðri skyndi- árás. Lögregluþjónn lætur lífið í árásinni og Pil er tekin höndum. Carsten bregst við með því að fara frá eiginkonu sinni til að standa með Pil í erf- iðleikum hennar. Hik Moodyssons Fjórar myndir eru sýndar á hátíðinni í dag, Garg- andi Snilld kl. 17, danska myndin Pusher II eftir Nicolas Winding Refn kl. 19, finnska heimild- armyndin Melancholian 3 eftir Pirjo Honkasalo kl. 21 og sænska myndin Ett hål i mitt hjärta eftir Lukas Moodysson kl. 23, en hún var sýnd á kvik- myndahátíð hér á landi fyrr á þessu ári. Ett hål i mitt hjärta er að mestu leyti tekin upp á einum stað. Leikstjóri myndarinnar lýsir henni sem sögu „um föður og son og stelpu og vin“. Þau búa saman í lítilli íbúð í úthverfi og taka upp harðar klámmyndir. Ofbeldisfullt kynlíf, auðmýk- ing og ögrandi árásir eru meðal þess sem bíður áhorfenda. Þrátt fyrir óvenjuerfitt viðfangsefni hefur myndin hlotið góða umsögn margra gagn- rýnenda sem lýsa Lukas Moodysson sem áhuga- verðasta kvikmyndagerðarmanni á Norðurlönd- unum um þessar mundir. Ef eitthvað er mætti gagnrýna myndina fyrir þematískt hik í lok hennar þegar sonurinn og stelpan, sem fulltrúar æskunnar og þá sennilega framtíðarinnar í myndinni, troða sér inn í þvotta- vél og eru á táknrænan hátt hvítþvegin af ólifn- aðinum sem myndin hefur fram að því lýst á svo sterkan og beinskeyttan hátt. Engu er líkara en að Moodysson hafi fengið bakþanka og ekki treyst sér til að fylgja eftir harðsoðnu táknmáli myndarinnar allt til enda. Stríðið í Tétsníu Það tók Pirjo Honkasalo fjögur ár að ljúka The 3 Rooms Of Melancholia en lengstan tíma tók að fá leyfi til kvikmyndatöku. Myndin er tekin í Kron- stadt, Rússlandi, Tsjetsjeníu og Ingusjetíu. „Þeg- ar tsjetsjensk börn sögðu mér sögu sína fannst mér að þau hefðu þegar lifað heila ævi. Þau voru full af uppsafnaðri depurð og vanlíðan sem gat fundið sér framrás hvenær sem var,“ segir finnski leikstjórinn. Bakgrunnur myndarinnar er stríðið í Tétsníu. Hún fylgir drengjum í Herskól- anum í Kronstadt sem var stofnaður fyrir mun- aðarlaus börn á aldrinum 9–15 ára. Einnig er fylgst með Hadizhat Gataeva sem reynir að bjarga börnum úr rústum Groznyog-flótta- mannabúðanna í Ingusjetíu hinum megin við landamærin. Fjölskylda hennar telur nú 63 börn en foreldrar flestra þeirra létu lífið í stríðinu við Rússa. Danskir undirheimar Pusher II – With Blood on My Hands er fram- hald af mynd Nicolas Winding Refn, Pusher, frá 1996 um danska undirheima. „Pusher átti að verða að þríleik en það tók mig átta ár og gjald- þrot að átta mig á hvernig ég gæti haldið áfram eftir fyrstu myndina,“ segir leikstjóri mynd- arinnar en hann hefur nú lokið við gerð þriðju myndarinnar, Pusher III – I’m the Angel of Death, sem sýnd verður á Oktoberbíófest hér á landi síðar í mánuðinum ásamt Pusher II. Pusher II – With Blood on My Hands fylgir eftir einni persónu Pusher I, Tonny, þegar hann er látinn laus úr fangelsi – eina ferðina enn – í þetta sinn eftir 13 mánaða fangelsisvist. Tonny hefur þó ákveðið að breyta um stefnu: Hann ætl- ar sér að taka lífið föstum tökum og öðlast virð- ingu föður síns, sem er þekktur glæpamaður. En því meira sem hann reynir, því meiri vandræðum lendir hann í – sérstaklega gagnvart föður sínum. Mads Mikkelsen fer á kostum í hlutverki Tonn- ys og hefur hlotið bæði dönsku kvikmyndaverð- launin, Róbertinn og Bodilinn, fyrir leik sinn í Pusher II. Mads fer einnig með aðalhlutverkið í Adams Æbler sem var opnunarmynd á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en þar leik- ur hann jesúgervinginn Ívan af dæmalausri snilld. Tonny er gerólíkur maður með orðið Virð- ing tattóverað í nauðrakaðan hnakkann og augna- ráð sem hrekti jafnvel huguðustu menn til að synda yfir beljandi stórfljót. Pusher II hefur hlotið góða dóma en þríleik- urinn var sýndur á Kvikmyndahátíðinni í Toronto í síðasta mánuði við góðar undirtektir. Vandamálagrýlan dauð Það fer vart fram hjá neinum sem fylgist með norrænni kvikmyndagerð að hún stendur í mikl- um blóma um þessar mundir. Talað hefur verið um danska undrið en það mætti heimfæra það orð upp á Norðurlöndin flest. Finnska myndin Paha Maa í leikstjórn Aku Louhimies sem sýnd var á hátíðinni fyrr í vikunni er til dæmis sótsvört en afar áhugaverð rannsókn á norræna velferð- armódelinu. Það vekur reyndar athygli hversu áhugasamir skandinavískir kvikmyndagerð- armenn eru um undirheimalíf. Paha Maa, Pusher, Ett hål i mitt hjärta og verðlaunaverkið Drabet eru allt myndir með þungum samfélagslegum undirtónum án þess þó að gamla vanda- málagrýlan, sem þótti ásækja norrænar myndir í fyrri tíð, láti á sér kræla. Vandamálagrýlan dauð Fjórar myndir verða sýndar á kvikmyndahátíð í Háskólabíói í dag sem tileinkuð er myndum sem tilnefndar voru til Kvikmyndaverðlauna Norð- urlandaráðs. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Frosið land „Finnska myndin Paha Maa í leikstjórn Aku Louhimies sem sýnd var á hátíðinni fyrr í vikunni er til dæmis sótsvört en afar áhugaverð rannsókn á norræna velferðarmódelinu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.