Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Síða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri Doom Africa United Transporter 2 A History of Violence  (HJ) Smárabíó Fever Pitch Africa United Transporter 2 Red Eye  (SV) Óskar og Jósefína m. ísl. tali Sharkboy og Lavagirl  (SV) Regnboginn Africa United A History of Violence  (HJ) Bewitched  (SV) Ómar og Jósefína m. ísl. tali Night Watch Laugarásbíó Doom A History of Violence  (HJ) Wallace og Gromit – Bölvun vígakanínunnar The Descent  (SV) Háskólabíó Doom Flight Plan  (SV) Cinderella Man  (HJ) Must Love Dogs Charlie and the Chocolate Factory  (HJ) Strákarnir okkar  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Fever Pitch Flight Plan  (SV) Transporter 2 Wallace og Gromit – Bölvun vígakanínunnar Cinderella Man  (HJ) Goal  (SV) Must Love Dogs The 40 Year-old Virgin  (SV) Valiant m. ísl. tali Sky High Charlie and the Chocolate Factory  (HJ) Myndlist Aurum: Harpa Einarsdóttir til 28. október. Bananananas: Þorsteinn Otti Jónsson og Martin Dangraad. Byggðasafn Árnesinga: Á Washington-eyju og Grasj- urtir. Til nóvemberloka. Café Karólína: Margrét M. Norðdahl til 4. nóvember. Gallerí 101: Sigurður Árni til 22. október. Gallerí 100°: Guðbjörg Lind, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir til 25. okt. Gallerí +: Finnur Arnar Arn- arsson til 6. nóvember. Gallerí BOX: Elín Hansdóttir til 22. október. Gallerí Fold: Þorsteinn Helgason til 30. október. Gallerí Húnoghún: Ása Ólafs- dóttir. Gallerí Sævars Karls: Guðrún Nielsen til 3. nóvember. Gallerí Turpentine: Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson til 23. október. Garðaberg, Garðatorgi: Árni Björn Guðjónsson til 31. októ- ber. Gerðarsafn: Tími Romanov- ættarinnar. Til 4. desember. Gerðuberg: Einar Árnason til 6. nóvember. Þórdís Zoëga til 13. nóvember. GUK+: Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg: Myndhöggv- arafélagið í Reykjavík til 31. október. Háskólabíó: Bjarki Reyr til 23. október. Háskólinn á Akureyri: Hlyn- ur Hallsson til 2. nóvember. Hrafnista, Hafnarfirði: Guð- finna Eugenia Magnúsdóttir til 6. desember. Hönnunarsafn Íslands: Norskir glerlistamenn til 30. október. Ís-café: Bjarney Sighvats- dóttir til 15. nóvember. Jónas Viðar Gallerí: Stefán Boulter til 22. október. Kaffi Sólon: Kristín Tryggva- dóttir til 22. október. Karólína Restaurant: Óli G. til aprílloka 2006. Ketilhúsið: Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir til 6. nóv- ember. Kling og bang: Steinunn Helga Sigurðardóttir og Mor- ten Tillitz. Til 30. október. Listasafnið á Akureyri: Jón Laxdal til 23. október. Listasafn ASÍ: Þorbjörg Þor- valdsdóttir, Karen Ósk Sig- urðardóttir. Til 6. nóvember. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1945–1960 til 30. október. Listasafn Reykjanesbæjar: Húbert Nói til 4. desember. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Guðrún Vera Hjartar- dóttir til 30. desember. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykja- víkur, Kjarvalsstaðir: Jó- hannes Sveinsson Kjarval. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Hraunblóm: Elsa Afelt, Carl-Henning Ped- ur Hjartarson út nóvember. Þjóðminjasafn Íslands: Mynd á þili til 23. október. Konungs- heimsóknin 1917 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóvember. Þrastalundur, Grímsnesi: Reynir Þorgrímsson fram í desember. Leiklist Austurbær: Annie, lau. Borgarleikhúsið: Salka Valka, lau. Woyzeck, fors. 27. okt. Híbýli vindanna, sun. Kalli á þakinu, sun. Lífsins tré, frums. 27. okt. Alveg brilljant skilnaður, sun., þri. Manntafl, lau. Forðist okkur, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Himnaríki, lau., fös. Iðnó: Ég er mín eigin kona. upps. til 4. nóv. Gestur – Síð- asta máltíðin, lau. Íslenska óperan: Kabarett, lau., fös. Tökin hert, sun. Leikfélag Akureyrar: Full- komið brúðkaup, sun., fim., fös. Þjóðleikhúsið: Halldór í Hollywood, lau., fim., fös. Klaufar og kóngsdætur, sun. Edith Piaf, sun. Klippimyndir, sun. 30. okt. Koddamaðurinn, sun., mið. Frelsi, mið., fim., fös. ersen, Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson, til 27. nóv- ember. Listasmiðjan Þórsmörk, Nesk.: 10 listakonur, fram í janúar 2006. Listhús Ófeigs: Gunnar S. Magnússon til 26. október. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Lars Tunbjörk til 20. nóvem- ber. Norræna húsið: Föðurmorð og nornatími. Til 1. nóvember. Nýlistasafnið: Grasrót. Til 6. nóvember. Næsti bar: Sýning um Gamla bíó. Til 12. nóvember. Orkuveita Reykjavíkur: The Roads of Kiarostami. Til 28. október. Safn: Ólafur Elíasson. Stefán Jónsson til 10. nóvember. Hörður Ágústsson til 10. nóv- ember. Saltfisksetur Íslands: John Soul til 31. október. Salur Grafíkfélags Íslands: Elísabet Jónsdóttir, Dayner Agudelo Osorio og Jóhannes Dagsson til 24. október. Skaftfell: Sigurður K. Árna- son til októberloka. Suðsuðvestur: Jón Sæmund- ur til 30. október. Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið: Hjört- ÉG MAN ekki eftir að hafa heyrt Víking Heiðar Ólafsson á tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins fyrr en s.l. sunnudagskvöld, en ég vona að það verði ekki í síðasta sinn! Víkingur spilaði með Blás- arakvintett Reykjavíkur Kvintett í Es-dúr K 452 eftir Mozart og gerði það af fádæma glæsi- mennsku; öll nótnahlaup voru ein- staklega skýr og örugg, auk þess sem túlkunin var fyllilega í anda Mozarts, gædd heiðríkju og þokka, en einnig lífsgleði og jafnvel ævintýra- mennsku á köflum. Sömu sögu er að segja um litríkan og átaka- mikinn Sextett eftir Poulenc, en þar var túlk- un Víkings mögnuð; í senn kröftug en einnig mjúk og innhverf eftir því sem við átti. Auðvitað hefði lítið verið varið í tónleikana ef blásararnir hefðu staðið sig illa, en sú var ekki raunin – öðru nær. Eins og kunnugt er samanstendur Kvintettinn af þeim Bernharði Wilkinson, Daða Kolbeinssyni, Einari Jóhann- essyni, Joseph Ognibene og Hafsteini Guðmundssyni, og var leikur þeirra allra í fremstu röð. Fyrrnefndur kvintett eftir Moz- art er ekki neinn „mínípíanó- konsert“ eins og ætla mætti af orðum mínum í upphafi þess- arar greinar; í verkinu eru allir einleikarar þó píanóröddin sé vissulega áberandi; þetta er samleikstónsmíð og það mæðir mikið á hverjum hljóðfæraleik- ara. Mér er einstaklega ljúft að segja frá því að spilamennskan var aðdáunarverð; hún var litrík og lífleg, en líka öguð og form- föst – einmitt eins og Mozart á að hljóma. Stutt æskuverk eftir Jón Nordal var sömu- leiðis skemmtilega flutt og Kvintett nr. 1 fyrir blásara eftir Jean Francaix var snilldarlega leikinn af fimmmenningunum. Verkið er afar fínofið; það samanstendur af ótal litlum hend- ingum sem vefja sig hver utan um aðra og gef- ur augaleið að svoleiðis músík þarf að flytja af stakri nákvæmni ef hún á ekki að renna saman í óskiljanlegan graut. Sem betur fer var ekkert slíkt uppi á teningnum; Kvintettinn spilaði af smekkvísi og tæknilegu öryggi allan tímanna og var unaður á að hlýða. Jónas Sen TÓNLIST Bústaðakirkja Blásarakvintett Reykjavíkur og Vík- ingur Heiðar Ólafsson fluttu verk eftir Mozart, Poulenc, Francaix og Jón Nor- dal. Sunnudagur 16. október. Kammertónleikar Víkingur Heiðar Ólafsson Ævintýralegur Mozart Á TÍMUM þegar æ færri myndlistarmenn skilgreina sig innan tæknilegs ramma, þ.e. sem textíllistamenn, listmálara, leirlistamenn, grafíklistamenn o.s.frv., hefur það komið illa niður á fagfélögum í myndlist- argeiranum, sem sum hver eru hreinlega í dauðateygjunum. Tæknikunnátta gegnir líka æ minna hlutverki í myndlist- arnámi hérlendis svo við horf- umst í augu við að ýmiss konar handverk kunni að detta út og hverfa með öllu. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík er vafalaust virkasta félagið af aðildarfélögum SÍM (Samband íslenskra myndlist- armanna) en hefur jafnframt mestu breidd hvað faglega skilgreiningu varðar. Enda er það höggmyndin sem hefur tekið hvað mestum stakka- skiptum síðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk. Í raun hefur mér þótt „höggmynd“ og „myndhöggvari“ gersamlega úrelt orð þegar þrívíð sam- tímalist er annars vegar. Hins vegar má segja um Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík að þótt þar sé vettvangur fyrir nýjungar í listum vinna félagsmenn einnig að því að viðhalda við- teknum gildum þrívíðrar listar og hand- verks. Af sýningu félagsins sem nú stendur yfir í Hafnarborg að dæma virðist vera þar pláss fyrir alla sem láta skúlptúrinn skipta sig máli, í hvaða formi sem það kann að vera. Á sýningunni má sjá verk eftir 28 fé- lagsmenn. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna þessir 28 listamenn sýna frekar en einhverjir aðrir af tæpum 100 meðlimum, né heldur hvernig valið fór fram. Hver lista- maður sýnir eitt verk eða hlut og óneit- anlega virkar sýningin svolítið eins og „Pott- þétt“-plata þar sem sitt lítið af hverju er sett saman á eina skífu svo maður geti rúll- að yfir fjöldann og fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Ég tel þó ástæðulaust að telja upp hvaða listamenn mér þykir standa upp úr enda snýst sýningin ekki um samkeppni á milli myndhöggvaranna heldur samkennd eða samstöðu félagsmanna. Þó, eins og með Pottþétt-plöturnar, má skipta verkum í flokka. sbr. rokk, hipp-hopp, ballöður o.s.frv. Hugmyndalegur mínimalismi á alltaf sitt pláss á stórum íslenskum samsýningum en reynist ansi þreyttur og útþynntur á sýning- unni. Tilraunir listamanna til að virkja og vinna inn í listrýmið eru einnig í veikari kantinum. Hins vegar standa ýmsar efnis- og formrannsóknir nokkuð sterkar enda sýnist mér sérstök áhersla lögð á formræn- una. Að minnsta kosti er lítið um gagnrýnar pólitískar áherslur. Formrænan skipar líka lykilhlutverk í uppsetningu á verkunum og eiga höfundar eða höfundur þess hrós skilið fyrir innsetninguna. Sérstaklega hvað varð- ar aðalsalinn, þar sem gólfverk skera rýmið lóðrétt og veggverk eða lágmyndir skera það lárétt. Gullinsneydd uppsetningin gefur sýningunni einfalda heildarmynd og hrynj- andi sem hún þarf til að standa og verkin fá samt að njóta sín hvert fyrir sig. Hafði ég talsverða ánægju af að ganga á milli verkanna, rýna í þau og upplifa. Ég fann mig svo ekki knúinn til að gera neitt meira úr sýningunni en að eiga þarna góða stund, enda er ekki verið að skapa stefnu- mótandi sýningu eða tefla fram topp 28 í skúlptúr. Sýningin er einfaldlega þáttur í þeirri ágætu stefnu MHR að sinna fé- lagsmönnum sínum með því að kynna þá og sýna hluta af því sem félagið hefur upp á að bjóða. Pottþétt þrívídd MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11–17. Sýningu lýkur 31. október. Félagsmenn í MHR Frá sýningu MHR í Hafnarborg. Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Sverrir AF EINHVERJUM furðulegum ástæðum hafði verið auglýst að tónleikar Tricolore musica í Ými hæfust klukkan hálffimm á sunnudaginn. Ég kom tímanlega en upp- götvaði þá að vínkynning var í gangi og stóð hún til klukkan fimm. Allmargir tónleika- gestir voru í sömu sporum og ég og við bið- um í sætum okkar í hálftíma á meðan hinir áfengisþyrstari gæddu sér á einhverju sem hét 2002 Riesling Deutscher Sekt trocken. Hefði ekki þurft að auglýsa þetta betur? Tricolore musica samanstendur af þeim Björgu Þórhallsdóttur sópran, Þórhildi Björnsdóttur píanóleikara og Hjörleifi Vals- syni fiðluleikara. Í takt við vínkynninguna var efnisskráin í léttari kantinum og til að auka á stemninguna hafði einhver fest ótal rósir á götótta fleka sem standa aftast á sviðinu. Það virkaði ekki, a.m.k. minnti það mig á kramin skordýr á bílrúðu. Óneit- anlega hefði verið fallegra að hafa bara smekklega blómvendi þarna. Tónleikarnir byrjuðu ekkert sérstaklega vel; þrjú lög eftir Bellini og aríur eftir Bell- ini og Verdi voru fremur ósannfærandi; rödd Bjargar var óþægilega hvöss á efra raddsviðinu, en hljómlaus og ófókuseruð á því neðra. Og Íslensk rímnadanslög í flutn- ingi Hjörleifs Valssonar voru með öllu ómöguleg; fiðlan hljómaði ámátlega og fæst- ir tónanna voru hreinir. Sem betur fer lagaðist þetta er á leið. Meiri fylling komst í söngröddina, hún varð mýkri og hljómfegurri og fiðluleikarinn náði sér sæmilega á strik eftir hlé. Þrjú lög eftir Sigvalda Kaldalóns voru hrífandi í túlkun Bjargar og Kabarettlög eftir Britten voru beinlínis frábær, enda túlkuð af gríð- arlegum tilfinningahita. Svipaða sögu er að segja um Liebe, du Himmel auf Erden og Vilja-Lied eftir Lehár og Klänge der Heimat eftir Strauss; frammistaða söngkon- unnar var í hvívetna sérlega glæsileg. Óhætt er að fullyrða að hún hafi fangað áheyrendur með söng sínum, þrátt fyrir stirða byrjun. Eins og áður sagði komst Hjörleifur í gang eftir hlé og Hugleiðslan eftir Masse- net var áheyrileg og túlkuð af töluverðum sannfæringarkrafti. Hljómurinn í fiðlunni var þó aldrei alveg fullnægjandi. Sú eina sem var ávallt með sitt á hreinu á tónleikunum var píanóleikarinn, Þórhildur Björnsdóttir. Leikur hennar var blæ- brigðaríkur og þróttmikill, en líka tækni- lega nákvæmur. Vonandi á maður eftir að heyra hana oftar í framtíðinni. Lagaðist er á leið TÓNLIST Ýmir Tricolore musica flutti tónlist eftir Britten, Masse- net, Lehár, Sigvalda Kaldalóns og fleiri. Sunnudagur 16. október. Söng- og kammertónleikar Jónas Sen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.